Tíminn - 03.04.1965, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.04.1965, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 3. apríl 1965 TÍMIWN 5 Útgefandl: FRAMSÖKNARFLOKKURINN Frajnkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson rtitstjórar: Pórarmn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og indriði ©. Þorsteinsson. Fulltrdi ritstjórnar: Tómas fíarlsson Aug- lýsingastj.: Steingrimur Glslason Ritstj.skrifstofur ■ Eddu húsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur Bankast.ræti ■ Af- greiðslusimi 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrdstofur. slml 18300 Askriftargjald kr 90,00 á mán innanland* - t lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f J af nvægisstof mmin 1 ályktun nýlokins aðalfundar miðstjórnar Framsókn- arr'lu •cksins er sérstakur kafli, sem fjallar um jafnvægi í byggð landsins. Þar segir svo: „Sú hætta vofir yfir að meginþorri þjóðarinnar safnist saman á* takmörkuðu landssvæði — og að önnur byggð eyðist að sama skapi. Við eyðingu byggða glatast menn- ingarleg og fjárhagsleg verðmæti og mikilsverð aðstaða til að hagnýta náttúrugæði til lands og sjávar, jafnframt því sem hún veikir s-jálfstæðismátt þjóðarinnar. Þess vegna skiptir það nú, að dómi miðstjórnarinnar meira máli en flest annað, að takast megi að efla jafn- vægi 1 byggð landsins. Þjóðinni er það lífsnauðsyn að byggja vel landið allt. Ráðstöfun ríkisfjármuna verður á komandi árum að vera að verulegu leyti við þetta mið- uð og ríkisvaldið verður, með þetta fyrir augum að beita áhrifum sínum á staðsetningu framkvæmda og atvinnu reksturs 1 landinu. Ber þá að hyggja af fordæmum ann- arra þjóða sem nú í seinni tíð hafa talið sér óhjákvæmi- legt að taka landsbyggðarvandamál sín föstum tökum. Ráðstafanir, sem til þess eru fallnar að auka enn ójafn- vægið milli landshluta, ber að varast. Aðstöðu til að bæta lífskjör og menntun verður að gera sem jafnasta um land allt og stuðla að því, að sem víðast á landinu séu til staðar viðfangsefni fyrir það fólk, sem hefur aflað sér sérþekkingar eða er til þess fallið að hafa með hönd- um framtak og forystu. í þessu sambandi þarf að athuga gaumgæfilega hvernig því verði bezt við komið, að ein- stakir landshlutar fái aukna siálfstjórn í sérmálum sín- um. Embætti og ríkisstofnanir, sem ekki eru af sérástæð- um bundnar höfuðborginni, ber að staðsetja annars stað ar á landinu. Koma þarf upp nú þegar sérstakri landsbyggðar eða jafnvægisstofnun, sem fái til umráða fastákveðinn hundraðshluta af ríkistekjum ár hvert. Hlutverk hennar verði að stuðla að skipulagðri uppbyggingu einstakra landshluta og byggðarlaga — í samráði við heimamenn þar eða að frumkvæði þeirra — og koma í veg fvrir að lífvænlegir staðir fari í eyði. Efla þarf byggðamiðstöðvar og koma upp nýjum þar sem skilyrði eru fyrir hendi og nauðsyn ber til. Stofna þarf til samstarfs milli jafn- vægisstofnunarinnar og Landnáms ríkisins um eflingu sveitabyggðar og samstarfsmöguleika sveitafólks í at- vinnu- og menningarmálum.“ 800 milljónir Með því að skera niður öll framlög ríkisins til verk- legra framkvæmda á sviði samgöngumála, skólamála, rannsókna og vísinda, telur ríkisst-jórnin sig lækka ríkis- útgjöldin um 120 millj. kr. á ári. Sennilega mun þetta lækka framlög til dreifbýlisins um 80 millj. króna á ári eða sem svarar 800 millj. kr. á 10 árum. Þær fréttir berast úr stjórnarherbúðunum að efla eigi atvinnubótasjóð eða aðra slíka stofnun og tryggja þannig um 400 millj. kr. framiag tií jafnvægismála næstu 10 árin. Ef þessar fréttir reynast réttar, mun hér skilað aftur helmingi þeirrar upphæðar, sem tekin er af dreif- býlinu með niðurskurði verklegra framkvæmda. En stjórnin mun auglýsa þetta sem 400 millj kr. hækkun á framlögum til dreifbýlisins, þótt raunverulega sé um 400 millj. kr. niðurskurð að ræða! ............. . ' » — — 1 ERIK THYGESEN: Athyglisverð skáldsaga, þar sem Johnson forseti er söguhetjan í sögunni er hann Fenstemaker, ríkisstjóri í Texas „FYRST verður þú að sjá til þess, að þú verðir kosinn og síðan að tryggja, að þú verðir kosinn áfram. Þetta gengur fyr ir öllu öðru. Þegar þessu marki er náð verður þú að vera bæði nægilega vinsamlegur og nægi- lega hranalegur, og læra að komast undan áfjáðum löggjöf- unum. Þeir koma þjótandi og vilja umsvifalaust eignast allt tunglið. Þitt hlutverk er að gefa þeim í þess stað grænan ost og koma þeim til að trúa, að í raun og veru hafi það ver ið hann, sem þeir voru alltaf að sækjast eftir. Svona á að gera þetta. Svona fer atvinnu maðurinn að.“ Þetta segir Arthur Fenste- maker ríkisstjóri frá Texas í skáldsögunni The Gay Place eftir William Brammer. Bók þessi kom út árið 1961 og hlaut góða dóma, en hvarf eigi að síður að mestu í því flóðí pólitískra skáldsagna, sem gefnar eru út um þessar mund ir í Bandaríkjunum. En síðar varð lýðum ljóst, að William Brammer hafði fyrr á tíð skrif að ræður fyrir Johnson for- seta. . Jafnframt vitnaðist, að óvildar hefði gætt milli þeírra Brammers og Johnsons eftir að sagan The Gay Place kom út. Þegar hér var komið reynd ist mönnum ekki torvelt að finna margt sameiginlegt með forseta Bandaríkjanna og hin- um alþýðlega, brögðótta og dálítíð grálynda hugsjónamanni Arthur „Goddam" Fenstemaker ríkisstjóra, sem er söguhetjan í bókinni. ITHE GAY PLACE er í raun og veru þrjár stuttar skáldsög- ur um þrjá menn, sem standa nærri Fenstemaker, en hann fer með mjög áberandi hlut- verk í öllum sögunum. Og auð- g vitað er sigurganga Johnsons : rakin i bókinni: „Hann hafði kvænzt til fjár fyrír lar.ga löngu. löngu áður en hann hóf stjórnmálaferil sinn. Og honum hafði síður en svo getizt illa að auðæfunum. Hann hafði sótzt eftir þeim.kom izt yfir þau, lagt í arðsöm fyrir tæki og grætt sjálfur töluvert. Hann hafðí barizt með pening- um og bar því í brjósti heil- brigða virðingu fyrir þeim og þeirra miklu og margvíslegu möguleikum . . . .“ „ . . Þegar hann var bú- inn að eignast fyrstu olíulind- ina endurkeypti hann landið, sem ættfeður hans höfðu áður átt, og jók nokkru við. Að því búnu reisti har\, eftirlíkingu að gamalli höll, sem hann hafði séð og orðið hrifinn af í veiði ferð í Virginíu fyrir nokkrum árum .“ „ . . ■ Þrítugur að aldri kenndi hann hjartasjúkdóms í annað sinn. Þá ákvað hann að setjast að búi sínu og hefja Íþátttöku í stjórnmálum, til þess að verða frægur fyrir allt það góða, sem hann ætlaði að fá áorkað (og það varð meira en lítið að vöxtum með tímanum) og fyrír tryggð sína við hug- sjón frelsisins ... .“ JOHNSON er orðinn frægur fyrir margt af því góða, sem hann hefir áorkað, bæði sem öldungadeildarþingmaður og forseti. En enginn hefir enn borið honum á brýn, að hann væri hugsjónamaður, að minnsta kosti ekki í hinum gamla, viðurkennda skilningi. í sögu Brammers er hann með al annars látinn segja: ,,f vöruskiptum verður mað ur alltaf að reyna að fá í sinn hlut eins mikið og mögulegt er. Maður lætur dálítið af hendi og veitir öðru viðtöku í staðinn. Fyrsta grundvallarregl an er að hefja sig yfir of mikla fastheldni á grundvallarreglum ar.“ Annars staðar í sögunni stendur: „Ef til vill er betra að fá ofurlitla ögn en alls ekki neitt,“ sagði Willie. Fenstemaker varð glaður við. „Einmitt", sagði hann. „Það er grundvallarkenning míns lífsviðhorfs.“ „Hvað þá?“ „Ofurlítil ögn er betra en alls ekki neitt.“ ,Helmingurinn?“ .Fjanda-kornið. Bara ofurlít- il sneið." sagði Fenstemaker. OG HANN fær sinar „smá- sneiðar“. Lagafrumvörp hans hljóta samþykki og hann ræður menn sína í mikilvægar stöð- ur. Johnson hefir hvað eftir ann að átt í erfiðleikum vegna tengsla sinna við vafasama menn og grunsamleg fyrirtæki. Ríkisstjórinn í skáldsögunni gefur honum ekkert eftir í þessu efni. Hann notfærir sér njósnara og leynda hljóðnema. Hann veít allt, bæði um vini sína og óvini, og lætur vitn- eskju sína í ljós á réttum augnablikum. Hann etur andstæðingum sín um hver gegn öðrum, svo að þeir ráði niðurlögum hvors annars meðan hann fæst sjálf ur við veigameiri viðfangsefni. Hann gerir sér lítið far um hetjulega framkomu. Árangur- inn er ekki undir því kominn, að segja endanlega það, sem bezt á við, heldur að segja sitt orð á réttum tíma. „Maður á ekkí að pissa í kapp við mann, sem er flóðmál," segir hann, en segir svo nokkrum mínútum síðar: „Vogun vinnur vogun tapar.“ ENGINN getur verið viss um hvar hann hefir Johnson/ Fenstemaker. Með vinsemd og örlæti fær han pólitíska sam- herja sína til að greiða at- kvæði gegn eigin frumvörpum, ef honum getur rekizt að fá enn meiru áorkaó með þvi móti. í viðskiptaheiminum beit ir hann bæði ruddaskap og ógn unum til þess að fá stuðníng andstæðinga sinna. En Johnson Fenstemaker er öflugri en þeir stjórnmála- menn, sem hann minnir mest á með atferli sínu, af þ.ví að ekki er unnt að múta honum, þegar til kastanna kemur. Valda fýknin er ekki driffjöðrin í baráttu hans, heldur dálítið öfugsnúin hugsjónastefna- „Var unnt að múta honum? Hafði honum verið mútað? Hann var alltof önnum kafinn við ýmislegt annað til þess að hafa tíma til að st.anda í slíku. Fenstemaker gamli átti það til að spilla öðrum, en sjálfum hon um var ekki unnt að múta. Á honum var engin verðmiði. Hann seldi bæði hluti, málefni og jafnvel menn, en aldrei sjálf an sig. Fenstemaker hafði ekki áhyggjur af eigin ábata eða nautn. Hann hafði þróað sinn eigin verðmætamæli og engum hafði tekizt eins vel og honum að laga tilföng og takmörk hvort eftir öðfu. Pólitísk heimspeki hans er ekki alltof margbrotin: „ . . . Allt veltur á valdi, breytingum og umbótum. Allt annað — og nú held ég að ég sé í þann veginn að hafa rangt eftir einhverjum enskum sós- íalista, — allt annað er mið- stéttarbrölt eitt. Byltingar koma , ekki að neinum notum. Allt ríður á því, að nýta gildandi kerfi, komast að, hvernig það starfar, breyta því innan frá, reisa borgir og forða þessum mauraheimi frá hruni. Maður verður að notfæra sér kerfið. Eins og sakir standa er ég kerfið . . .“ JOHNSON hefir kunnað lag á að notfæra sér kerfið. í bók sinni kemur Brammer með dálitla skopstælingu, sem sýn ir, að hann er að vissu marki |j orðinn þræll þess. Fenstemak- 8 er kemur til leynifundar í § veitingahúsi einu: „Gestirnir við barinn snéru H sér að honum og horfðu undr- andi á hann- Einn þeirra bauð „góðan dag“ hárri röddu. Fenstemaker nam staðar, snéri sér svo hvatlega við og þrýsti hönd mannsins. Og af gömlum vana gekk hann með- fram barnum, tók í höndina á fólkinu og faðmaði það að sér . . .“ Svo kemst hann inn i baksalinn, þar sem fundurinn á að vera. Og þá gerist það allt í einu: „Fenstemaker skalf allur og hristist. Hann nötraði eins og flugvél, sem er að hefja sig til flugs og mælskan bar hann of- urliði. Hann hóf að tala, látlaust og marklaust, hló og froðu- felldi og veifaði ölglasinu sínu. Roy reyndi að vekja athygli hans og gaf honum ýmis merki, en Fenstemaker þrumaði án afláts, um Guð, móðurtilfinn- ingu, ríkisrétt, frelsiselskandi íbúa jarðarínnar, þyrlurnar, sveltandi þjóðir Asíu, lömun barna, Will Rogers, krabba- mein, skátaheiðurinn, hjúkrun geðsjúkra, konunga og tafl- menn, hirðfífl og útvalda full- trúa mannúðarinnar • . .“ F* ’ Brammers á .TnV"'1 'ist hvarvetna í uiihald á 12. síðú

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.