Forvitin rauð - 01.12.1976, Síða 2

Forvitin rauð - 01.12.1976, Síða 2
2 útgefandi efnisyfirlit Rauösokkahreyfingin, Skólavöröustíg 12, Reykja vxk. Sími 28798. Að útgáfu blaðsins unnu aö þessu sinni: Guörún ögmundsdóttir Helga ölafsdóttir Ingibjörg Rán Guðmundsdóttir Álfheiður Steinþórsdóttir Margrét Jóhannsdóttir Silja Aöalsteinsdóttir Forsíða: Hjördís Bergsdóttir Ljóö: Pétur Gunnarsson. Merktar greinar eru á ábyrgð höfunda - ekki hreyfingarinnar. u Úr starfinu bls. Þing Rauösokka " Vinnumálalöggjöf " Láglaunaráöstefna " ASB " Frá Mandebevægelsen " Dagvistunarmál " Frá Fél. starfsfólks í veitinga- húsum " Af ASÍ þingi " Ræða Snorra Sigfússonar haldin 1. des . " Atvinnulýöræöi " Viötal " 2 3-4 5 6 7 8 11 12 15 16 19 20 fréttir af starfinu I haust og vetur hefur hreyfingin starfað í hópum, sem hafa haft ákveðin starfssviö. Þeir hópar sem nú eru starfandi eru: Verkalýðsmálahópur. Hann hefur farið í gegnum drög aö nýrri vinnumálalöggjöf og sent frá sér ályktun til fjölmiöla, þar sem löggjöfin er fordæmd. Einnig hefur hann kynnt sér stefnu- skrá ASÍ. Nokkrar úr hópnum fóru á láglauna- ráðstefnu Sóknar og geröu þar grein fyrir starfi hópsins varðandi vinnumálalöggjöf o.fl. Verkalýðsmálahópur hefur aö mestu séð um"For- vitin Rauð"aö þessu sinni, þar sem blaðið fjallar aöallega um verkalýösmál. -Tengill hópsins er Guðrún ögmundsdóttir. Dreifbýlishópur■ Hópurinn hefur samband viö þá aðila úti á landi sem starfa £ samvinnu við hreyfinguna. Ætlunin er að Staglið komi út á vegum hópsins fyrst á næsta ári í þeim tilgangi aö komast í samband viö einstaklinga og hópa sem áhuga hafa á starfi með Rauðsokkum. Hópur um dagvistunarmál■ Hann var stofnaður á ráðstefnu um kjör láglaunafólks 16. maj 1976. I hópnum eru félagar úr verkalýðshreyfingunni, rauðsokkar og annaö áhugafólk. Starfshópurinn setti sér tvíþætt verkefni: 1. að vinna að kynningu á dagvistunarstofnunum. 2. að vinna að því að fá ákvæði inn £ kjara- samninga um ákveðnar greiðslur £ dagheimila- sjóð. Hópurinn hefur unnið að þv£ að undirbúa kynn- ingu á dagvistunarmálum £ fjölmiðlum. Mark- miðið með þessari herferð er að kynna innra starf dagvistunarheimila, uppeldisgildi þeirra og vekja menn til umhugsunar um það, hvers vegna dagvistunarheimili eru nauðsynleg £ nú- t£ma þjóðfélagi. Starfshópurinn sendi öllum aðildarfélögum ASl bréf, þar sem félögin voru hvött til að láta dagvistunarmálin til s£n taka. Tengill hópsins er Rannveig Jónsdóttir. Húshópur■ HÓpurinn kemur saman vikulega. Hann sér um að fá fólk á daglegar vaktir, en £ Sokkholti er opið alla virka daga nema laug- ardaga milli 5 og 7. Sömuleiðis reynir hóp- urinn að halda £ horfinu á staðnum. Fylgst er með greiðslum £ hússjóð og haldið við spjald- skrá yfir félaga £ hreyfingunni. Mikilvægt er fyrir hreyfinguna að hafa tengi- lið í hverjum skóla og einnig á stærri vinnu- stöðum. I Haskola Islands er Svava Guðmundsdóttir tengill , Kennaraháskóla Islands Ingibjörg Rán Guðmundsdóttir og Lindargötuskóla Fanný Gunnarsdóttir. Fleiri eru beðnir að gefa sig fram sem fyrst Opið hús er fyrsta fimmtudagskvöld £ hverjum mánuði. I miðstöð hreyfingarinnar eru nú: Helga ðlafsdóttir s. 26777 Herdis Helgadóttir s. 19638 Ingibjörg Rán Guðmundsdóttir s. 82732 Svava Guðmundsdóttir s. 33339 Hildur Jónsdóttir s. 30504 Helga Kristmundsdóttir s. 74862 Margrét Jóhannsdóttir s. 85163 Staglið, fréttabréf hreyfingarinnar, kom út siðast í november. Guðrún ögmundsdóttir og Svava Guðmundsdóttir sáu um útgáfu þess. Ath. I Sokkholti, Skólavörðustig 12 er opið alla virka daga nema laugardaga milli 5 og 7■ Þar er hægt að fá allt útgáfuefni hreyfingar- innar. Bókasafn hreyfingarinnar er opið á sama t£ma. S£mi 28798.

x

Forvitin rauð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.