Forvitin rauð - 01.12.1976, Side 5
5
vísað til foðurhusanna!
- um nýju vinnumálalöggjöfina -
Borgarastéttinnihefur tekist á undangengnum
2 árum aö auka gróöa sinn gífurlega. Henni
hefur tekist að minnka félagslega þjónustu
til muna og takmarka samneyslu. Fjárveitingar
til skóla, sjúkrahúsa, dagheimila o.s.frv.
hafa farið stórlega minnkandi. Henni hefur
tekist aö minnka kaupmátt launa um liölega
helming. Og allt þetta hefur henni tekist
án þess aö verkalýðshreyfingin hafi veitt
neina teljandi mótspyrnu.
Og bjartsýnin veöur uppi.
I sigurvímu sinni reynir hún síðan að ganga
enn lengra. Pólitískir fulltrúar hennar á
þingi taka sig til og berja saman frumvarp.
Og í þetta sinn á nú aö nota tækifærið meðan
byrlega blæs og njörva samningsrétt verka-
lýösins í þær skorður sem borgarastéttinni
hentar. Nýja vinnumálalöggjöfin er ein sví-
virðilegasta atlaga aö samningsrétti verka-
lýösins, sem atvinnurekendur í bræöralagi viö
fulltrúa sína á þingi, hafa vogaö sér aö
gera tilraun til.
Framan af var heldur ekki annað sýnt en aö
henni tækist þaö. ASl forystan gætti draganna
eins og sjáaldurs augna sinna og virtist
ekkert á þeim buxunum að hefja umræöur meðal
alls verkafólks um frumvarpið og undirbúa
gagnaðgerði. Sjálf forysta verkalýöshreyfing
arinnar lúrði á þeim £ marga mánuði þangað
til frumkvæðis hennar varÖ ekki lengur beðið.
Andstaöan hefur farið hrað vaxandi. Nú er
svo komiö aö flest öll verkalyösfelög hafa
tekið málið fyrir og sent fra ser alyktanir
sem hvetja til baráttu gegn löggjöfinni í
heild.
Og af hvaða sökum er andstaðan gegn henni
slík að krafist er að henni verði gjörsam-
lega vísað á bug og aldrei lögö fyrir þing?
I drögunum felst siðlaus tilraun ríkisvalds-
ins til aö skeröa lýðræðisleg réttindi verka-
fólks, réttinn til aö hafa áhrif á kjör sín
og skipuleggja sig fyrir faglegum og póli-
tískum hagsmunum stéttarinnar. Ihlutunarvald
fulltrúa ríkisvaldsins er aukið til muna á
kostnað réttar verkalýðsins til frjálsra
samninga. Verkfallsrétturinn er takmarkaður
með auknum möguleika ríkisvaldsins til aÖ
ráðskast aö eigin geöþótta meö framkvæmd
verkfalla. Stéttarandstæðingum verkafólks er
gefiö vald til að fresta verkföllum og sátta-
semjara er gert lýgilega auðvelt að koma
miðlunartillögu í gegn. Tryggja á áframhald
ólýðræöislegra samningagerða meÖ því að
skrúfa fyrir upplýsingastreymi frá umbjóðend-
um verkafólks út til allrar stéttarinnar.
Af einskærri ást til lýöræöisins eru póli-
tískir fulltrúar atvinnurekenda látnir semja
slíkt frumvarp og af sömu lýðræðisástinni á
að láta jábræöur þeirra á þingi samþykkja
slíkt yfir verkafólk.
Stéttarandstæðingar verkafólks hafa engan
rétt til aö setja því skorður með löggjöf.
Það er réttur stéttarinnar og engra annarra
að skapa sér leikreglur. Uppsagnafrestur
samninga og önnur atriði sem varÖa vígstöðu
stéttarinnar eiga ekki aé vera lögbundin
heldur samningsatriöi.
Með því að beita því afli sem í verkalýös-
stéttinni býr, getur hún aukið áhrif sín í
þjóðfélaginu og orðið afl sem einungis lýtur
eigin hagsmunum.
VerkafólkT Við verðum að búa okkur undir
baráttu gegn frumvarpinu. Það er ekki nóg
að setjast niður og álykta um málið. Það
eitt út af fyrir sig fær ekki ríkisstjórnina
til að hörfa. Við verðum að búa okkur undir
að beita öllum þeim meðölum sem okkur eru til-
tæk til aö koma í veg fyrir að frumvarpið
verði nokkru sinni lagt fyrir þing. Og ef
þeir skil'ja ekki fyrr en skellur í tönnum
þá búum við okkur undir að beita okkar sterk-
asta vopni - allsherjarverkfalli.
Hildur jónsdóttir.