Forvitin rauð - 01.12.1976, Side 6
6
Af láglaunaráðstefnu Sóknar
HVER ER TILHAMHURIMM ?
Láglaunaráðstefna á vegum verkakvennafélagsins Sóknar var haldin sunnudaginn 14. nóv.s.l. í
Hreyfilshúsinu viö Grensásveg.
Það er ekki ætlunin aö koma með neina úttekt á því sem þar fór fram, heldur láta þá sem ráð-
stegnuna sátu segja til um tilgang hennar.
Eins og flestir vita, þá hefur Rauðsokkahreyfingin haft frumkvæðið að fyrri láglaunaráðstefn-
um sem haldnar hafa verið, og hefur það komið skýrt í ljós, að verkafólk er reiðubúið til að
ræða sín brýnustu hagsmunamál.
Þau viðtöl sem hér fara á eftir voru öll tekin á ráðstefnunni.
Elísabet Sveinsdóttir. verkakvennafélaginu
Framsókn: Þær ern nauðsynlegar til þess að
upplýsa ástanct hjá láglaunahópum, og koma af
stað upplýsingamiðlun, svo og leggja áherslu á
að láglaunafólk verði að berjast saman og mynd
mynda sterkan hóp, því það lítur út fyrir, að
mjög erfitt sé að berjast innan þessa stóra
ramma,
Ragna Bergmann, verkakvennafólaginu Frajnsókn:
Það er sjálfsagt að halda ráðstefnu af þessu
tagi, til þess að upplýsa verkafólk um stöðu
sína og hagsmuni.
Dagbjört Sigurðardóttir,verkalýðsfélaglnu
Bjarma Stokkseyri;
Láglaunaráðstefnur af þessu tagi eru mjög
nauðsynlegar til þess að efla og styrkja bar-
áttu láglaunafólks og koma af stað upplýsinga
streymi um hvernig málin standa.
Einnig tel ég rétt að benda á það, að allar
þær láglaunaráðstefnur sem haldnar hafa verið,
hafa farið fram hjá ASl-forystunni: Þeir hafa
átt kost á að koma eins og allir aðrir en þeir
hafa ekki notfært sér það.
Þórunn Valdimarsdóttir, verkakvennafélaginu
Framsókn.
Að láta í sér heyra, um þann launamismun sem
þrífst innan ramma verkalýðshreyfingarinnar.
Það eru ekki einungis launakjur,sem fólk þarf
að berjast fyrir,heldur margt fleira s.s. líf-
eyrissjóðirnir.Því ekki er nægjanlegt að hafa
fulla tösku fjár-ef ekkert fæst fyrir það.
Björgvin Sigurðsson, verkalýðsfélagjnu Bjarma.
Stokkse.yri:
Nauðsynlegt til að sameina fólk í baráttunni
vekja umræðu um kjör láglaunafólks.Svo og er
þetta til eflingar á stéttarvitund verkafólks.
Herdís (5lafsdóttir. verkakvennafél.Akraness:
Þetta er til þess að vekja athygli á kjörum
hinna raunverulegu láglaunahópa, en hér eru
þeir langt fyrir neðan það sem gerist annars
staðar á Norðurlöndum.
öskar Vigfússon.form.Sjómannasamb.Islands:
Ráðstefnur af þessu tagi eru tvímælalaust til
góða.Þær vekja athygli á raunkjörum láglauna-
fólks. Þær geta einnig orðið til þess að ýta
á forystuna til þess að gera eitthvað raunhæft
varðandi kjör láglaunafólks.
Elías Kristjánsson Iðjuverkamaður, Reykjavík
Ig tel nauðsynlegt að verkafólk komi saman og
ræði sín mál því heiðarleg og opin ximræða
hlýtur alltaf að vera jákvæð. En allar að-
gerðir, hvaða nafni sem þær nefnast, verða
máttlausar ef aldrei er tekin pólitísk afstaða
til málanna. Verkalýðshreyfingin á Islandi
sameinuð undir einu merki, gæti verið sterkt
afl, en hefur verið gerð að sljórri faghreyf-
ingu, þar sem stjórnmál eru feimnismál og allt
reyrt niður í geldar lagakvaðir að undirlagi
fjandmanna verkalýðsbaráttunnar. Verkalýðs-
hreyfingin er ekki sterkt afl í dag, stéttar-
vitundin hefur verið afskræmd og launafólki
att saman I stríð milli launaflokka í stað