Forvitin rauð - 01.12.1976, Síða 15
15
Um AST Tpirtg
33. þing ASl er nýlokið þegar þetta er skrif-
að. Undanfarin ár hafa stórfelldar kjaraskerð
ingar dunið yfir launafólk og það er greini-
legt að hægri stjónin sem nú situr við völd
virðist ekki kvika frá stefnu sinni að skerða
kaupmátt launa, sem einustu leið til að mæta
óðaverðbólgunni. Auk þessa hefur hún í bí-
gerð drög að vinnumálalöggjöf, sem á að
skerða samningsrétt verkafólks að miklum mun.
Þó segja megi að öll þing ASl seu mikilvæg
á það ekki síst við nú, þegar verkalýðsstétt-
in stendur frammi fyrir þeim vanda sem blasir
við.
ATÖK
Heyrst hafði fyrir þing og kom strax í ljós
í upphafi, að átök yrðu á þessu þingi. Hópur
þingfulltrúa átti erfitt með að skilja, að
fulltrúar íhaldsins ættu sæti I stjórn ASÍ.
Einn þeirra Kolbeinn Friðbjarnarson sagði í
blaðaviðtali: "Sjálfstæðisflokkurinn er flokk
ur atvinnurekenda og fjármagnseigenda, stofn-
aður til að verja forréttindi þeirra fyrst og
fremst gegn verkalýðshreyfingunni. Sem for-
ystumenn I verkalýðshreyfingunni eru þeir
auðvitað skemmdarverkamenn."
En fljótlega kom í ljós að ekki voru allir
gegn Sjálfstæðismönnum I þessu máli og úrslit
in urðu þau,að enn sitja þeir íhaldsmenn í
miðstjórn ASÍ.
"ÖRÖLEGA DEILDIN"
Hópur fulltrúa, sem ýmist eru skipulagslega
óháðir sjtórnmálaflokkum, meðlimir í Abl.,
eða Fylkingunni, vöktu athygli á þessu þingi
fyrir að vilja ganga lengra en"forystan" í
mörgum málum, t.d. afstöðunni til íhaldsins.
Þessi hópur var kallaður "órólega deildin"
I fjölmiðlum. Og víst virtist hún skapa ugg
ekki bara hjá íhaldinu, heldur einnig meðal
gamalla, vel gróinna forystumanna ASÍ, þegar
hver tillagan annarri róttækari var borin
upp.
Umræður urðu því töluverðar, ekki síst vegna
áhrifa þessa hóps. Samt setti makkið, písk-
rið og uppgjörin í bakherbergjunum of stóran
svip á þetta þing, sem hin fyrri.
NIÐURSTÖÐUR ÞINGSINS
Geysilegt ályktanaflóð kom frá þessu þingi
og verða þær teknar til meðferðar í verkalýðs
málahóp Rauðsokkahreyfingarinnar, og vonandi
víðar.
Við ætlum að láta okkur nægja að nefna nokkur
mikilvæg atriði.
- Samþykkt var að, stefna að 100 þúsund kr.
lágmarkslaunum - .
Að sjálfsögðu er þessi upphæð of lág til að
lifa af I dag. Þó gekk ekki þrautarlaust að
fá þessa tillögu samþykkta, og voru jafnvel
fulltrúar innan ASl henni mótfallnir.
Það verður að leggja mikla áherslu á þessa
kröfu og við vonum að ASl framfylgi henni og
skrifi aldrei undir samninga um lægri laun.
- Þá var samþykkt ályktun gegn rikistjórninni
Það er mjög eðlilegt og sjálfsagt að samþykk-
ja slíka ályktun á ASl þingi. En hvað kemur
I staðinn? Er það heildarlausn mála að fá
vinstri sjórn? Það var vinstri stjórnin sem
á sínum tíma tók vísitölutryggingu launa úr
sambandi.
Við verðum að berjast fyrir skilningi á nauð-
syn verkalýðsvalda I þjóðfélaginu.
- Island úr Nató og herinn burt -
Þetta er gleðileg ályktun frá þinginu og
mikilvægt að ASl láti málið kröftuglega til
sín taka.
Einnig voru samþykkt mótmæli gegn drögum að
nýrri vinnumálalöggjöf. Alyktað var um dag-
vistunarmál, og var ríkisvaldið hvatt til að
auka fjárveitingu til dagvistunarstofnana.
En Það er ekki nóg að samþykkja ályktanir
gegn árásum á alþýðu, ef ekki er haldið
áfram, spurt hvað á að koma I staðin, og
hvernig baráttunni skuli hagað.'
Reynslan hefur kennt okkur, að hvað sem segja
má um mikilvægi þinga sem þessara, þá er sú
barátta mikilvægust sem háð er af verkafólki
alla daga ársins, á vinnustöðum þess og I
verkalýðsfélögum.
Alfheiður Steinþórsdóttir.