Forvitin rauð - 01.12.1976, Qupperneq 20

Forvitin rauð - 01.12.1976, Qupperneq 20
20 vidtal vid halldóru bjarnadóttir . EF EG M\ Einn bjartan og svalan vordag mæltum við Hall- dóra Bjarnadóttir okkur mót á heimili hennar að Skipasundi 79 í Reykjavík. Varla er ág komin að dyrunum, þegar Halldóra opnar snarlega og býður mig velkomna. Hún er klædd £ síðbuxur og rósótta blússu, grannvaxin og hressileg. Þannig stendur á okkar fundi, að einn af vel- unnurum Rauðsokkahreyfingarinnar hitti Hall- dóru á mannamóti nýlega og fann að þar fór kona, sem mundi tímana tvenna og hafði frá mðrgu að segja. Okkur fannst rétt að fleiri fengju að kynnast henni og heyra nánar af upp- vexti og lífsbaráttu þessarar xslensku alda- mótakonu. Halldóra tók því vel að segja les- endum blaðsins Forvitin Rauð frá einu og öðru, sem á daga hennar hefur drifið. Halldóra Bjarnadóttir fæddist að Arnarnesi í Dýrafirði 19. júlí 1895. Faðir hennar, Bjarni Hákon Bjarnason, var ættaður þaðan, en móðir hennar, Sigríður Kjartansdóttir, var úr Aðal- vík á Ströndum. Halldóra var að mestu alin upp í Dýrafirði og á Ströndum. Þau systkinin voru fimm. Fjórar systur og einn bróðir. I bernsku léku þau sér við túngarðinn að hornum, völum og leggjum, byggðu sér hús og hlöður og settu reiðing á kálfinn. Seinna tálguðu þau sér skútur úr trjábútum, sem pabbi þeirra gaf þeim,saumuðu segl á skúturnar, smíðuðu mannskapinn ogsaumuðu á hann fötin. Þau létu skúturnar sigla á lítilli tjörn og höfðu hundinn fyrir björgunarskip. Halldóra lærði að taka lykkjuna fjögurra ára gömul og prjónaði þá skó á köttinn. Sex ára lærði hún að stoppa í sokka. Mamma þeirra kenndi syninum líka að bjarga sér sjálfur. Hann lærði að prjóna, þvo og elda ef með þyrf- ti. Þegar systkinin lásu lexíurnar sínar prjónuðu þau sjóvettlinga og sokka, sem þau seldu £ versluninni á Þingeyri. Þær systurnar urðu að spinna sjálfar, en mamman spann fyrir soninn. Það var algengt £ Dýrafirði og v£ðar á Vest- fjörðum, að karlmenn færu um páska og jafnvel fyrr á skútur eða £ ver út á Skaga og voru þá burtu £ sex eða sjö vikur. Kvenfólkið var eft- ir heima með börn og gamalmenni. - Þegar ég var n£u ára fékk ég eitt sinn að fara út £ skútu að heilsa upp á pabba minn, segir Halldóra. Bróðir minn, sem var tveimur árum yngri, klifraði upp £ mastrið. Pabbi sá þá svipinn á mér og sagði:"íg veit að þig lang ar l£ka upp £ mastrið. Þú skalt bara girða pilsið ofan£ buxurnar og fara á eftir honum." Eg var ekki sein á mér að gera eins og hann sagði. Einn skipsfélagi pabba kom þar að og spurði undrandi: "Hvar er daman?" Halldóra hlær og glettnin sk£n úr augunum. Hún þótti ekki nógu kvenleg. "Alveg ertu eins og kallstrákur", var sagt við hana, þegar hún var að klifra og flá kött á bita. Það er ljóst við fyrstu sýn, að Halldóra hef- ur ekki alist upp á kóki og Prins Póló, þv£ enn hefur hún krafta £ kögglum og er með glampa £ augum, þótt hún sé að byrja n£unda tuginn. Og hún segir: - Það var nóg að boröa hjá fólki. Fjallagras- aseyði var drukkið fyrst á morgnana. Fjalla- grösin voru l£ka notuð £ brauð og slátur til að spara kornmatinn. Kornið var malað heima £ kvörn, rúgur og bankabygg. Kjötið var sykur- saltað. £ það var stráð svolitlum sykri, salti og saltpétri, s£ðan var settur pækill á kjötið og það fergt. Allt var hirt af kindunum. Garn- ir, lungu og bein voru súrsuð handa hundunum. Nautakjöt og hvalkjöt var súrsaö og syrjan undan súrmetinu var gefin lömbunum. Fransmenn keyptu vettlinga og plögg og £ staðinn fengum við kartöflur og kex. Kartöflurnar voru not- aðar £ útsæði. Um jólin fengum við nýtt kjöt. Þá var slátrað jólasauði eða jólaær. Kjötið geymdi pabbi £ gömlum skipskassa úti £ skafli. Þar geymdihann l£ka fisk og annað nýmeti. öll föt voru unnin heima, en mamma hennar eignaðist aldrei prjónavél eða saumavél. Roð- skór voru aðallega gerðir, ef fara þurfti yfir heiðar £ frosti. Sagt var, um þá sem voru £ roðskóm mundi ekki kala á fótum. Þessir skór voru aðallega gerðir úr steinbitsroði, skötu- roði og jafnvel úr hákarlsskráp. Þeir þóttu ekki hálir. Stundum voru gerðir roðskór handa börnum. Menn gengu £ heimagerðum sauðskinns- skom eða leðurskóm. Halldóra eignaðist ekki

x

Forvitin rauð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.