Forvitin rauð - 01.05.1978, Page 5
5
Orskakir þessa, skortur á leiktækjum, skipu-
lagsleysi og fæð starfsfólks, má rekja til
afstöðu yfirvalda, sem líta á dagheimilin
sem illa nauðsyn og reyna að komast frá
vandanum á sem billegastan hátt.
"GÓð" barnaheimili
Ef barnaheimili á að vera gott þarf að
huga að mörgu og þá í fyrsta lagi að
byggingunni sjálfri. Burt með þessar hefð-
bundnu aldursskiptu deildir, sem allar
byggingar virðast nú miða við. Við viljum
aldursblöndun sem er að öllu leyti heppi-
legri fyrir börnin. Þá geta þau bæði verið
með jafnöldrum sínum,yngri börnum og eldri.
Yngri börnin bæta við orðaforða sinn og
líkja eftir hinum eldri hvað varðar daglegar
venjur, sem örvar þroska þeirra. Þau eldri
lasra að umgangast sér yngri börn, taka tillit
til þeirra og sýna þeim umhyggju. Systkini
gætu þá líka veri ð saman. Þar að auki kemur
aldursblöndun í veg fyrir flutninga milli
deilda, en þeir eru í hæsta máta óæskilegir
fyrir barnið. Það er þá rifið úr umhverfi sem
það er farið að venjast, frá leikfélögum og
þeim fóstrum sem hafa annast það. Þetta skapar
öryggisleysi, sem getur orðið afdrifaríkt fyrir
börn.
Áður en lög um dagvistunarheimili gengu í
gildi í apríl 1973j voru aðstæður víðast hvar
hörmulegar. H1jóðeinangrun og loftræsting
voru algerlega vanræktir þættir, og ef barn
þurfti að fara á salerni varð það að enda-
sendast húsenda á milli. Með áðurnefndum
lögum batnaði ástandið til muna en enn vantar
mikið á. Það er grundvallaratriði að hús-
næðið sé bjóðandi bæði börnum og fullorðnum.
Það þarf að vera hlýlegt og vistlegt en
kuldalegt umhverfi vekur öryggisleysi hjá
barninu. Rannsóknir síðari ára hafa sýnt
að einhæft umhverfi getur haft skaðleg
áhrif á þroska barnsins.
Það er í hæsta máta óæskilegt að börn
ákveðinna hópa og atvinnugreina skuli
ganga fyrir um pláss á barnaheimilum.
Margoft hefur verið bent á að börn þessi
fá skekkta og afbakaða mynd áf lífinu, þar
sem þau umgangast á barnaheimilinu börn
sem koma úr nákvæmlega samskonar umhverfi
og þau sjálf.
Ramvinna starfsfólks og foreldra
í samtali okkar við tvær fóstrur kom fram
að áhugi foreldra er sorglega lítill á
því sem fram fer á dagheimilum þar sem
börn þeirra dvelja. Líta foreldrar kannski
á dagheimilin sem geymslustaði eins og
yfirvaldið? Halda þarf foreldrafundi reglu-
lega ef foreldrar þurfa einnig að taka virkan
þátt í stríðinu við yfirvöldin um betri og
fleiri dagheimili. Koma þarf á nánarl sam-
vinnu við foreldra. Foreldrar öðlast þannig
skilning á starfinu og öllum aðstæðum á
barnaheimilinu en einnig auðveldar það uppal-
endum að koma sér saman um leiðir til að ráða
fram úr vanda sem upp kann að koma hjá hverju
einstöku barni.
Starfsfólk
Störf á barnaheimilum eru mjög ábyrgðarmikil
því að þar fer fram uppeldi komandi kynslóða.
Störfin hafa hingað til verið vanmetin,
kaupið lágt, enda eru þetta kvennastörf.
Sem dæmi má nefna fóstrurnar, en þær eru
í 10. launaflokki. Vegna mikilvægi starfs-
ins þarf fólkið sem vinnur á dagheimilum
að vera vel menntað á sviði uppeldis og
sálarfræði, til þess að það geti sinnt
þörfum barnsins.
Starfsfólk þyrfti að vera af báðum kynjum
og á öllum aldri. Af báðum kynjum vegna
þess hve óæskilegt það er, að börn séu
eingöiagu alin upp af konum, móðirin fyrst,
þá fóstran og loks kennslukonan í skólanum.
Nú þegar finnast dæmi þess að börn hræðist
karlmenn og gamalmenni, vegna þess að þau
þekkja ekki slík fyrirbæri. T.d. þyrfti
gamalt fólk að hafa tækifæri til að heim-
sækja dagheimili, tala við börnin, segja
sögur og þess háttar.
Auk þessa þarf að fjölga starfsfólki til
muna, til þess að hægt verði að huga að fjöl-
þættara starfi innan barnaheimila. Þau
mega ekki vera geymslustaðir.