Forvitin rauð - 01.05.1978, Qupperneq 7

Forvitin rauð - 01.05.1978, Qupperneq 7
7 „MYfíK ER HEI-ÐIN Á M/EUU NESI, EN KÁTT ER í KANABÝ '........... Fyrir nokkru var frumsýnt sjónvarpsleikritið Póker eftir Björn Bjarman. í þessu leikriti koma fyrir tvasr "kanamellur". önnur er barn- ungj sækir ákaft á völlinn en hvers vegna hún gerir það kom lítið fram í leikritinu. Hin var gift kona í Breiðholtinu sem var í þessum bransa til að fá "drasl" þ.e. sígarettur, brennivín og sælgæti í vinnulaun. Báðar kvengerðirnar eru fjarska algengar í ís- lenskum bókmenntum - það er næstum hægt að segja að flestar bókmenntalegar "kanamellur" seu einhvern veginn svona. En okkur rauð- sokkum meira en datt í hug að þessar lýs- ingar kynnu að vera staðnaðar - eða eins konar þjóðsögur á sama hátt og ýmiss konar fróðleikur um konur á öðrum sviðum. Við vildum vita hvort veruleikinn vaari svona. "Ástandið" eða umgengni íslenskra kvenna við ameríska hermenn er eitthvað sem allir vita um - en enginn talar um. Forvitin rauð fékk þess vegna viðtal við unga konu sem þekkir málin af eigin raun og er alveg ófeimin við að láta skoðanir sínar í ljós. Að vera eða ekki "í kananum" Sp.: Ert þú "í kananum"? Sv.: Mér finnst þetta hallserislegt orða- lag - ég er ekki "í kananum" í þeim skilningi að ég sé einhver þjónustumiðstöð fyrir ameríska herinn. Hins vegar hef ég verið með ca. fimm hermönnum af Vellinum síðustu tvö árin. Sp.: Hefurðu þá aldrei fengið það framan í þig að þú "sért í kananum" og fundið félags- lega fordaaningu þess vegna? Sv.: Nei, enda er mér skítsama hvað nágrann- arnir segja eða hugsa um mig. Það er þeirra mál en ekki mitt. Ég þykist þó viss um að kaffi-, tekex- og smákökusala í búðinni á horninu hafi hrapað niður úr öllu valdi þegar ég flutti úr hverfinu þar sem ég bjó síðast. Ég fékk svona utan að mér smá-skýrslu um siðferði mitt frá einni nágrannakonunni, og mér fannst skýrslan ferlega skemmtileg, hafði bara gaman af. Sp.: Hvernig byrjaðirðu að vera með könum? Sv.: Ég hitti viðhald nr. 1 í Klúbbnum. Hann kom svo einu sinni til mín með sér sem varð seinna viðhald Sp.: Koma þeir heim til þín? Sv.: Ja. Sp.: Ferðu aldrei upp á Völl? Sv.: Ég hef mjög sjaldan gert það. Þessir klúbbar þarna eru heldur andstyggilegt fyrirbaari. Maður gengur eftir gólfinu og er háttaður fjörutíu sinnum með augum ókunn- ugra manna á leiðinni; slefan lekur ut ur þeim þegar þeir sjá kvenraann í návígi og mér finnst þetta ógeðslegt. Ef ég væri eins og Marilyn Monroe í útliti gæti ég kannski skilið þetta - en það er nú eitt- hvað annað og mér finnst þetta mjög ónota- legt. Ekki hægt að tala um vændi Sp.: Hefurðu eitthvert samband við aðrar íslenskar konur sem eru með könum? Sv.: Nei - ég get ekki sagt það. Þess vegna ættirðu kannski ekki að vera að tala við mig - ég veit ekkert ofsalega mikið um þetta yfirleitt. Þú ættir að tala við þær í Breiðholtinu sem lifa á þessu að einhverju leyti. Sp.: Meinarðu að til sé gagngert vændi kringum herinn á Miðnesheiði? Sv.: Nei, ég held að sé alls ekki hægt að tala um neitt slíkt. Þessar íslensku konur sem eru alfarið með könum af Vellinum eru - það ég held - mest megnis einstæðar masður, fráskildar og ofboðslega illa stæðar bæði félagslega og f járhagslega. Þeer eru með börn, oft ung, og geta kannski ekki unnið úti af því að barnagæslan myndi hreinlega gleypa obbann af launum þeirra. Þetta er - jú - lægst launaði vinnukrafturinn á Islandi - ég meina ófaglsarðu konurnar. Svo skrimta þær einhvern veginn á meðlögum og mæðra- launum og þegar endar nást saman - ef þeir nást saman - er ekkert eftir til að skemmta sér fyrir eða búa til eitthvert

x

Forvitin rauð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.