Forvitin rauð - 01.05.1978, Síða 11

Forvitin rauð - 01.05.1978, Síða 11
II Hulda er í fyrstunni uppáhaldsdóttir Þórðar. Hún lendir í slagtogi við karlmann eins og stundum hendir konur og er ósköp ánaagð með hann. Svandís systir hennar þolir þetta ekki og stingur undan Huldu systur sinni. HeimilisXífið verður Huldu afar þungbært en höfuð fjölskyldunnar - Þórður - gerir ekkert í málinu. Hann ákveður að þetta sé einkamál sem ekki komi sér við og Hulda stekkur til Danmerkur með "hjartað eins og brotna fram- rúðu" svo vitnað sé í Kalla Þórðarson. Merg- urinn málsins er auðvitað sá að karlinn kærir sig ekkert um að deila Huidu með öðrum. Hann á þessar stelpur og þegar hagsmunir þeirra og hans rekast á hefur hann eðlilega tilhneigingu til að skilja og virða sína eigin hagsmuni og þjóna þeim. Mannskepnan er nú yfirleitt ekki merkilegri en þetta og einmitt þess vegna er eignarrétturinn yfir fólki grábölvaður - að minnsta kosti fyrir eignirnar. Auðvifcað er þetta alls ekki mannvonska hjá Þórði. Fjolskyldan og gerð hennar er bara kolmisheppnuð og öllum til ills. Vegna stöðu sinnar innan fjölskyldunnar ber Þórði að vera merkilegri en annað fólk og það er hann að sjálfsögðu ekki í reynd. Engu að síður finnst bæði Þórði og öðrum á heimilinu að þannig eigi þetta að vera. Þetta veldur stöðugum árekstrum milli reynslu og hugmynda og vinnur gegn andlegu heilbrigði allrar fjölskyldunnar. Hulda hrekst semsé af heimili sínu - á flótta undan eignarrétti föður síns. Þegar hún kemur heim aftur þá villir hún á sér heimildir og segist vera tekin saman við mikinn öðlings- mann. Það er ekki gott að segja hvort hún gerir þetta til að hækka í áliti hjá fJöl- skyldunni eða til að hrella Svandísi eða kannski til að róa Svandísi og Stjána með því að hún hafi ekkert við þau að sakast lengur. Hitt er víst að þegar Hulda var hamingjusöm yfir Stjána þá vildi Svandís gera það líka og það fer eins í þetta skipti. Svandísi finnst Stjáni nú orðinn fjötur um fót, vill fara utan og finna þar gallalausan öðling. Sá böggull fylgir skammrifi að konan er með barni. HÚn ætlar að gefa vinkonu þeirra Huldu það, en þá kemur babb í bátinn. Faðir þeirrar konu er erkióvinur Þórðar - Valli Sleggja. ÞÓrður hatar Valla fyrir margra ára gamalt ástasam- band hans við eiginkonu Þórðar. Eins og allir vita er framhjáhald eiginkonu oftast skilið sem svívirða gagnvart eignarrétti karlmannsins yfir konunni. Vegna þessa gamla máls 'kemur Þórður í veg fyrir barnsgjöfina og skilnað þeirra Svandísar og Stjána og nú er svona nokkuð hreint ekki einkamál lengur. Það kemur nefnilega við hann sjálfan og í krafti föðurhlutverksins tekst honum að hindra eðli- legan framgang þessa máls. Svandís lætur af öllum frelsisdraumum og er þröngvað inní hrútfúlt hjónaband, Hulda flýr heimilið aftur svartsýn og ráðvillt og Þórður er bugaður maður. Ekkert af þessu fólki kemur nokkurn tíma til að verða auðvaldsþjoðfelaginu hættulegt. Til þess er það of illa farið eftir dvöl sína í fjölskyldunni - horn- steini auðvaldsþjóðfélagsins. Til viðbótar mætti rekja fjöldamargt í þessu leikriti sem styður þá túlkun sem hér hefur verið lögð fram. Eitt verður þó látið nægja og það er örlítil umræða um Mundu — eiginkonu Þórðar. Hún er dæmigerð kúguð húsmóðir og kúgun hennar er svo djúp- stæð að hún hefur sjálf ekki hugmynd um að hún sé kúguð. Fjölskyldan gerir þsar kröfur til Þórðar að hann sé merkilegri en annað fólk og það tekst honum auðvitað ekki eins og áður segir. Til Mundu gerir húsbóndavald Þórðar þær kröfur að hún sé fótaþurrka fjölskyldunnar og það verður hún auðvitað. Um leið verður hún í raun fjandmaður Þórðar og baráttu hans - einfaldlega af því að hagsmunir þræls og húsbónda fara aldrei saman. Niðurlagging hennar er vissulega mikil og það takmark sem henni hefur verið kennt að berjast fyrir er öllum til óþurftar og þó fyrst of fremst henni sjálfri. Eins og hér hefur verið sýnt fram á er hörð ádeila á fjöskylduna og húsbóndahugmyndina meginmál í því frábæra leikriti Vésteins Lúðvíkssonar Stalín er ekki hér. Það á erindi til allra rauðsokka og undirstrikar sérstaklega tvö baráttumál sem ættu að vera ofarlega á baugi hjá öllum róttækum baráttu- mönnum. Baráttuna gegn ríkjandi fjölskyldu- gerð og gep.;n helgi einkalífsins. Kristján Jóh. Jónssor

x

Forvitin rauð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.