Forvitin rauð - 01.05.1978, Side 13

Forvitin rauð - 01.05.1978, Side 13
© ráðist sé gegn sjálfum rótum hennar: |H| þjóðfélagsgerðinni. Kvennabaráttan sé því þáttur í baráttu verkalýðsstéttarinnar fyrir þjóðfélagslegum völdum og sköpun nýrra þjóðfélagshátta. Byltingarsinnaðir femínistar vilja þannig taka þátt í baráttu verkalýðsins fyrir brýnustu baráttumálum hans hverju sinni. Það getur ekki verið markmið verkakonunnar að öðlast sömu stöðu og arðrændur eiginmaður hennar, faðir og bróðir. Af hverju ólíkar stefnur? Af ofansögðu má vera ljóst að kvennabarátta í stéttasamfélagi kapítalismans tekur á sig ólíkar myndir. Allar konur eru kúgaðar sem kyn, en þær upplifa þessa kúgun á ólík- an hátt eftir því hvaða stétt eða þjóðfé- lagshóp þser tilheyra. Allir femínistar berjast gegn karlveldiseiginleikum samfé- lagsins, gegn karlrembuhugmyndum, og rísa upp gegn hefðbundnum hugmyndum um stöðu kvenna og hlutverk þeirra. Til eru hópar borgaralegra femínista sem láta staðar numið við þetta. Þeir vilja ekki leita or- sakanna að kúgun kvenna í samfélagsgerðinni og reyna því að kenna "vonsku" eða "eigin- girni" karlmanna um það hvernig ástandið er. Þeir líta svo á að þar sem karlmenn kúgi konur séu þeir höfuðóvinurinn sem berjast þurfi gegn. Yfirstéttarkonur eiga ekki við sömu vandamál að stríða og verkakonur. ÞÓtt þær fari ekki varhluta af kynferðislegri og hugmyndalegri kúgun þá hafa þær efnahags- lega möguleika til að losa sig undan þeim vanda sem hrjáir verkakonur mest: tvöföldu vinnuálagi, menntunarskorti, slæmri vinnu- aðstöðu, skorti á barnagæslu, fjárhags- áhyggjum o.m.fl. Andstætt borgaralegum femínistum byrja byltingarsinnaðir femínistar einmitt á þessum vandamálum. Baráttumál þeirra miða að því að leita lausnar á þeim, leita lausna sem stuðla að alhliða frelsun kvenna (og karla) samhliða því sem þeir berjast gegn afturhaldssömum viðhorfum og karlveldiseiginleikum samfélagsins. Bylt- ingarsinnaðir femínistar leita allt annarra skýringa á kúgun kvenna en hinir borgara- legu. Orsakir kvennakúgunar Hvað eigum við rauðsokkar við með þeirri fullyrðingu að orsakir kvennakúgunar liggi í samfélagsgerðinni? Hverra hagsmunir ráða því að konur eru undirokaðar efnahagslega og félagslega? Þessum spurningum verður best svarað með því að byrja á sjálfum "hornsteini þjóðfélagsins", fjölskyldunni. 12 í öllum stéttskiptum þjóðfllögum sög- unnar hefur fjölskyldan gegnt sama hlut- verki í meginatriðum. Hún ber ábyrgð á umönnun og framfærslu þeirra einstaklinga sem innan vébanda hennar eru. Innan hennar hefur konan verið húsdýr og heimilis- þræll. Með uppkomu kapítalismans glataði fjöl- skyldan því hlutverki að vera í senn fram- leiðslu- og neyslueining. Hún einangraðist frá framleiðslunni og varð aðsetur einka- lífsins. Konan hélt þjónustuhlutverki sínu á heimilinu, einangraðist hins vegar frá framleiðslunni og varð efnahagslega háð framfæranda fjölskyldunnar, sem í flestum tilvikum var eiginmaður hennar. Þetta hef- ur leitt af sér efnahagslegt ósjálfstæði kvenna og ósjálfstæði þeirra á öðrum sviðum. Hlutverk kvenna á heimilinu, að þjóna eiginmanni, börnum og oft á tíðum gömlu fólki og sjúku, hefur afgerandi áhrif á stöðu þeirra í atvinnulífinu. Úti í at- vinnulífinu vinna konur nú þau störf sem áður voru unnin á heimilunum. Þær vinna ýmiss konar þjónustustörf á spítölum, í skólum og almenn skrifstofustörf, og eru þessi störf á sama hátt og heimilisstörfin lægst metin og lágt launuð. Almennt er litið á laun kvenna sem aukagetu við heim- ilistekjurnar, og konurnar hyllast til að líta á heimilisstörfin sem aðalstarf sitt. Það er litið á einkalífið sem óviðkomandi hinu opinbera og vandamál kvenna það að lútandi sem ópólitískt mál. "Aðsetur ástar og umhyggju" Ríkjandi hugmyndafræði borgaralegs þjóðfé- lags beinist öll að því að réttlæta ríkj- andi astand. Hlutverk fjölskyldunnar er hafið til skýjanna, hún á að vera aðsetur ástar og umhyggju, það er lögð áhersla á að hún sé "hornsteinn þjóðfélagsins". Reynt er að svæfa meðvitund kvenna um rétt sinn með því að innprenta þeim þær hug- myndir að hið rétta eðli konunnar sé að vera blíð og undirgefin, að sýna fórnfýsi og þjónustulund. Hennar S9ðsta sæla á að vera að komast í hjónaband og eignast börn til þess að fórna sér fyrir. Allt uppeldi

x

Forvitin rauð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.