Forvitin rauð - 01.05.1978, Page 20

Forvitin rauð - 01.05.1978, Page 20
zo Það er orðið mjög algengt á Norðurlöndum að risafyrirtæki taki að sér að sjá um ræstingu á vinnustöðum. Þessi verktaka- fyrirtæki eru öflugust í Svíþjóð og Dan- mörku. Elst þeirra er danska hreingerninga- sambandið, (Det Danske Rengöringsselskab) sem er hluti af alþjóðlega fyrirtækinu ISS. (International Serviee System A/S). Árið 1973 var ISS langstærsta fyrirtæki Danmerkur með 38.239 starfsmenn. ISS rekur dótturfyrirtæki víða um lönd, flest í Norður- og Vestur-Evrópu, en líka í Bras- ilíu og Ástralíu. Eitt þessara dóttur- fyrirtækja er ASAB í Svíþjóð. Árið 1973 kom út í Svíþjóð bók sem heitir:Þú grétir ef þú vissir,(á dönsku:Du ville græde, hvis du vidste) eftir Marit Paulsen og Sture Andersen. Aðaluppistaða bókarinnar eru samtöl við sjö ræstinga- konur. Þær segja frá því hvernig kjör þeirra og aðbúnaður versnaði til muna eftir að ASAB tók að sér hrelngerninguna á vinnu- stað þeirra. Vinnuálagið jókst gífurlega og þær geta engan veginn unnið verkið almennilega á þeim stutta tíma, sem þeim er ætlaður til þess. Ef þær mótmæla er þeim sagt að margir séu á biðlista eftir vinnu. Allar konurnar eru úr lágstétt. Þær hættu í skóla strax eftir skyldunámið og eiga þess ekki kost að mennta sig meira, þó þær langi til þess. Við skulum láta viðtal við eina þeirra tala sínu máli. 33 ára gömul. Á fjögur börn á aldrinum 4 til 12 ára. Hún er fjörug og glaðleg, börnin virðast óvenjulega opin og málgefin. Þau eiga bæði hund og kött og mega leika sér í allri íbúðinni. Móðirin virðist hvorki þrúguð af lífsgæðakapphlaupinu né hréin- gerningaræði. - Maðurinn minn er túramaður. Ég er nauð- beygð til að vinna úti. Það er eingöngu haagt að fá vinnu við ræstingar. Það er að segja, ég geri hreint. Við lifum af því sem ég get fengið af hans launum og svo mínum eigin. Ég vinn fyrir um það bil 850 skr. á mán- uði. Við getum ekki lifað af því, við eigum fjögur börn. Ég hef leitað til hins opinbera, en var neitað um aðstoð. Þeim fannst við geta bjargað okkur hjálparlaust. - Þið hafið enga þörf fyrir aðstoð, sögðu þeir. Matarinnkaupin bjargast nokkurn veginn, en ég get aldrei keypt þau föt, sem börnin langar í. Ég verð alltaf að leita að því ódýrasta sem fæst. Og svo "erfl" ég heil ósköp - guði sé lof. Og svo verður maður að bæta og gera við eins' vel og maður getur. Elsta stelpan er æst í allt eftir nýjustu tísku - buxur með uppbroti, fína jakka og þess háttar, en þau litlu eru tiltölulega ánægð með sitt - ennþá. Seinna verða þau sjálfsagt erfiðari.

x

Forvitin rauð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.