Morgunblaðið - 15.12.1929, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.12.1929, Blaðsíða 25
Sðkum fjölda áskorana verður skopmyndin með LITLA og STÓRA, sem sýnd var síðastl. sunnudag. sýnd aftur í dag kl. 5, 7 og 9 síðasta sinn. Alþýðusýning kl. 7. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 1. IMI—I■IIIWIIIIIIWIIII >1 <11 lll I lill I' —B Bruninn ð Vestu gðtu 17 Óvíst um eldsupptökin. Morgunblaðið átti í gær tal við lögreglustjóra um brunann í fyrra- kvöld á Vesturgötu 17, er eigi varð mikill, sem betur fór. Slökkviliðið var kvatt þangað nálægt klukkan 10% um kvöldið. Hafði orðið vart við e'ld í lierbergi inn af sölubúð, sem þar er. Ung- lingar, sem sátu við lestur í her- bergi þar nálægt urðu varir við reyk, og gerðu aðvart, en maður sem þeir náðu í hringdi á slökkvi- liðið. f herbergi því, sem eldurinn var í, voru nokkrir kassar og pokar. Inngangur er úr he'rbergi þessu úr sölubúð sem er í húsinu. En hægt er að komast inn í herbergið úr kjallara hússins, gegnum hlera í gólfinu. Lögreglustjóri gat ekkert sagt um það, á þessu _^tigi málsins,! hvernig upptök eldsins myndu hafa verið. En hann gat þess, að hús þe'tta væri fremur hátt vá- trygt, og í því hefði kviknað áður. Prásögn slökkviliðsins var á þessa leið: Er slökkviliðsmenn koma að hús- inu er þeim skýrt frá því, að eld- urinn muni vera í þessu bakher- bergi, því þaðan stafi reykur sá, sem orðið hafi vart við í húsinu. Eldur sást enginn utan frá, Gengu þeir ])ví að því að brjóta upp búðardyrnar. En áður e*n því var lokið, kom piltur þar að, er hafði lykil að búðinni. Er þeir opnuðu herbergið, gaus á móti þeim rej'kjarmökkur svo mikill, að vart var fært að fara inn í herbergið. Eldinn slöktu þeir brátt. Virtist lianii aðallega vera í pokadruslum er lágu nálasgt uppgönguopinu í gólfinu. 1 herberginu voru tvær tunnur tómar. nokkrir kexkassar og e'itt- h\að af strausykri i pokum. OKorðmállð. Egill Hjálmarsson játar að hafa framið morðið áður en hann stal penmgunum. Þegar Egill játaði á sig hinn hroðalega glæp, var frásögn hans sú, að hann hefði náð lykl um Jóns heitins Egilssonar og komist í peningaskápinn áður en Jón vaknaði. Þótti frásögn þessi að sumu leytí sennileg, m. a. vegna þess að ekki fundust nein merki þess, að hann hefði verið blóðugur um hendur eða annarsstaðar er . hann fór í peningaskápinn. — Það þótti nokkuð ótrúlegt, að hann hefði undir þessum kring- umstæðum haft sinnu á því, að þvo sjer og fara úr vjelavinnu- fötunum áður en hann fór inn á skrifstofuna. Á hinn bóginn var frásögn hans um það, hvernig morðvopn ið kom honum í hendur, nokk- uð ósennileg, og kunnugum þótti ólíklegt, að Jón hefði ekki vakn að fyrri við umganginn. Nú hefir Egill breytt fram- burði sínum, og sagt frá því, að I Jón hafi vaknað þegar Egill var i ekki kominn lengra en inn á , verkstæðið, og hafi hann þar í leiðinni, áður en hann kom inn í herbergið, þrifið morðvopnið. Munu þá öll aðalatriði þessa máls fyllilega upplýst. Nýkomið: Hvítkil, RauDkjl, Gulrætur, * Rauðrófur, Selja (Sellerí). Blaðlaukur, Pipai rót, Rósenkál, Laukur. Nýlenduvöfudeild JES ZIMSEIB. Banífátar iiúsmæður nota eingöngu Van Houtens heimsfræga Husholdnings súkkulaði. Frú Piper góD jólagjöf fæst hjá bóksölum Hýja Qió Járabrant- irslysið. First National kvikmynd í 7 þáttum. Aðalhlutverkið leikur MILTON SILLS og hiu forkunnarfagra nýja kvikmyndastjarna THELMA TODD. Sýningar kl. 6 (barua- sýning) kl. 77* (alþýða- sýning) og kl. 9. aðgöngnmiðar selðir irá kl. 1 + t t Hjer með tilkynnist. að Guðmundur Jónsson andaðist sunnu- daginn 8. þ. m. að Ási í Garðahreppi. Jarðarförin fer fram þriðjudaginn 17. þ. m. frá þjóðkirkjunni í Hafnarfirði kl. 2 e. h. Oddgeir Þorkelsson. Hjartans þakklæti fyrir auðsýnda samúð við fráfall o£ jarðarför konu og móður okkar, Hólmfríðar Kristjánsdóttur. Gestur Vigfússon. Kristján L. Gestsson. teikfielaa Revkíavlkur. Ljenharður fógeti verður sýndur í dag (sunnudag 15. þ. m.) kl. 8. síðd- Siðasta slm. Aðgöngumiðar seldir í dag frá kl. 10—12 og eftir kl. 2. Sími 191. Málshöiðun. Vilmundur Jónsson fer í mál við landsstjómina fyrir hönd sjúkrahússins á ísafirði. Frá Akureyri var Mgbl. sím- að í gær, að Verkamaðurinn, dagblað stjórnarbolsa þar á staðnum flytti þá fregn, að Vil- mundur Jónsson hjeraðslæknir á ísafirði hefði gert ráðstafanir til þess að fara í mál við lands- stjórnina vegna þess að stjórnin hefði „þrás-kallast við að greiða rjettmæt gjöld til sjúkrahússins á ísafirði". Mgbl. átti tal við landlækni í gærkvöldi, og spurði hann hvort hann vissi sönnur á þessu. — Jeg veit ekki betur en þetta sje rjett, sagði landlæknir. Hjer er um að ræða lögfræðilegt atriði. — Síðasta Alþingi samþykti lö^ um það, að sjúkrahúsum bæri ekki hærra gjald fyrir berkla- sjúklinga en sem svaraði legu- kostnaði berklahælanna Krist- ness og Vífilstaða. Hefir núverandi stjórn úr- skurðað, að sömu reglu skyldi fylgt, við greiðslu fyrir berkla- sjúklinga á spítölum fyrir þann tíma sem liðinn var, áður en lög þessi gengu í gildi, eða m. ö. o- að sama regla. sem sett er í hin um nýju lögum, hafi og gilt samkv. eldri lögum. Jeg get hugsað mjer, sagði landlæknir ennfremur, að fleiri sjúkrahús en sjúkrahúsið á Isa- firði komi til greina, þegar gert verður út um mál þetta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.