Morgunblaðið - 15.12.1929, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.12.1929, Blaðsíða 27
Góöar jólagjafir Silkiskermar. Alabastskálar. Ljósakrónur. Glerskálar. Ilmvatnslampar — margar tegundir. Borð- Yegg- 1 lampar. Straujárn 4. teg. allar viðurkendar fyrir gæði, þriggja ára ábyrgð. Vasaljós margar tegundir. Sjúkrapúðar. Hárþurkur. Bylgjujárn. Skaftpottar. „Nilfisku-ryksugurnar heimsfrægu og margt fleira. í miklu og fallegu úrvali- ATHUGIÐ VÖRUSÝNINGUNA HJÁ OKKUR í D A G ! Raftækjaversl u n i n Jón Sigurðsson. Austurstræti 7. frlBflðar símfregnir. Útvarpsfrjettir Kolaiðnaður Breta. FB, 14. des. Frá London er símað: Þingið ræðir nú frumvarp stjórnarinn- ar um kolaiðnaðinn. Frumvarp- ið inniheldur ákvæði viðvíkj- andi kolaframleiðslu og kola- sölu og ennfremur ákvæði um, að vinnutími í kolanámunum verði styttur niður í sjö og hálfa klukkustund daglega. íhalds- menn eru andvígir frumvarpinu. Frjálslyndi flokkurinn styður tillöguna um stytting vinnutím- ans, en er hinsvegar andvígur ýmsum atriðum frumvarpsins, einkanlega viðvíkjandi ákvæð- um, sem leiða af sjer hækkandi verð á kolum, sem notuð eru innanlands. Margir eru þeirrar skoðunar, að talsverðar líkur sjeu fyrir því að stjórnin falli, nema hún breyti frumvarpinu. Ástandið í Kína. Frá Nanking er símað: Til- kynt hefir verið opinberlega, að herlið þjóðernissinnastjórnarinn ar í Nanking hafi handtekið og afvopnað sjö þúsund hermenn úr liði uppreisnarmanna, eftir sólarhrings bardaga nálægt Canton. Fólksfjöldi í Frakklandi. Frá Rómaborg er símað: Sam kvæmt nýútgefnum skýrslum alþjóða landbúnaðarstofunnar hjer, var íbúatala Frakklands árið 1921 alls 39,2 milj. en í árslok 1928 41 milj. Frakkland hafði 1921 350 þús. fleiri íbúa en Ítalía, en Frakkland hefir nú 150 þús. færri íbúa en Italía. London, föstudag. Hæli fyrir gigtsjúk<a. Rauði krossinn hefir ákveðið að setja á stofn heljarmikið heilsuhæli í London fyrir gigt- sjúkt fólk. Á hælið að geta tek- ið 1200 sjúklinga á ári. Er það áform Rauða krossins að reisa slík hæli í öllum helstu iðnaðar- borgum Englands, svo verka- menn, er ekki geta komist á baðstaði, fái þar læknishjálp. Sjötti hluti af frátöfum iðnaðar fólks vegna veikinda í Englandi, stafar af gigtsjúkdómum. London, föstudag. Togara vantar enn. Einn af þeim tólf ensku tog- urum, er menn voru hræddir um að kynnu að hafa farist í ofviðrinu á dögunum, kom til Grimsby í dag. — Grimsby-tog- ari einn fann hann í hafi, segla lausan og allslausan á reki. Her skip leita að togurum þeim sem eigi eru komnir fram. I Vatnsflóðin í Englandi eru enn mikil þó þau sjeu nú í nokkurri rjenun. Nokkrir þjóðvegir sem venju- lega er mikil umferð um eru enn í kafi. .,Ekeby“ brenmnr. Stokkhólmi. föstudag. Herragarður sá í Vermlandi í Svíþjóð, sem kunnur er úr sögu Selmu Lagerlöf undir nafninu ,;Ekeby“, brann að mestu í morgun. „Kavallér-flöjen“ að- eins uppistandandi. MORGUNBLAÐIÐ Skemtileot liós. Hert n eru fallegasta jðlatriesskraut ð. Iðkfrieskeðiur - engln brunahætia. Dagbúk. □ Edda 592912177—1. Fyrirl. # Atkvgr. I.O- O. F. 3= 11112168 E K. Auglýsingar kvikmyndahúsanna eru á,25. síðu. Læknitæki. Athygli skal vakin á. auglýsingu Jóns Pálssonar fyrv. fjehirðis um lækningatæki. Bæjarstjórnarkosning í Hafnar- firði fer fram 18. jan. n.k. Slys. Á fimtudaginn vildi það slys til inn hjá Sjónarhól í Soga- mýri að drengur á 11. ári varð undir hestvagni og me'iddist all- mikið. yildi það þannig til að hann hljóp upp á vagnkjállta lijá ökumanni, sem var að aka grjóti, en við það fældist hesjmrinn, dreng urinn datt af vagnkjálkanum og varð undir öðru hjólinu. Vextir lækka. Landsbanltinn til- kynnir í blaðinu í dag að allir vextir lækki um Vi% frá deginum á morgun, bæði innlánsvextir og útlánsvextir. fsfisksalan. Valpole seldi í gær, 150 kit fyrir 657 stp. Góða svellið á Tjörninni lielst ennþá. Nú er um að gera að nota það vel í dag. Nú eiga allir frí og menn verða áreiðanlega betur undir það búnir að gegna jóla- önnunum í þessari viku, ef þeir fá sjer hollan skautasprett í dag í góða loftinu og á góða svellinu. Myndasýning Snorra Arinbjarn- ar í K. F. U. M. er opin í síðasta sinni í dag. Foreldrafundur verður lialdinn í dag í Nýja Bíó kl. 2 e. h. Þar verður rætt um útiveru barna fram eftir nóttu. Mun öllum Ijóst hvílíikur háski stafar að því, að böríi sje eftirlitslaus í skúmaskot- um og dimmum úthverfum fram eftir nóttu, eins og nú tíðkast. Er það jafnskaðlegt fyrir he'ilsu þeirra og siðferði. Nú vill svo vel til að lögregluþjónum verður f'jölgað, svo að unt verður að framkvæma ráðstafanir gegn úti- veru barna á nóttum. Næst verður rætt um stofnun dagheimilis á næsta vori. Hefir nú fjelaginu vaxið svo fiskur um hrvgg, að því mun kleift að koma sjer upp byggingu í þeim tilgarigi. — Þriðja málið verður me'ðferð vandræða- barna í bænum. Munu flestir sam- mála um, að þar beri borgin þunga ábyrgð og, eru þar góð ráð dýr, ef vel á að fara. Ýinsir mætir menn og konur ræða þessi nauð- synjamál. Er almenningi boðin þátttaka í fundinum ólteypis í besta fundarsal bæjarins og verð- ur hann að sjálfsögðu fyltur. Hærkomnasta lólagjðfin fyrir sjómenu verðnr seslskipa*„moðel(< frá „Columlmsar“- og „Hansa(‘-tímunnm fást hjá A. Einarsson & Funk, Fyrir jól Karlmannaföt blá og mislit í stóru úrvali. Yetrarfrakkar, nýjustu gerðir Sokkar, Man- chettskyrtur, Axlabönd, Bindi, Náttföt, Nær- föt, skinn- og tauhanskar, Flibbar Vasaklútar. Stafir. Brauns-Verslun. Alt, sem heitir OQ er í mestu úrvail fijá oss. Jólagjaflr frá okknr era flestnm kærkomnar. Lítia í gluggan í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.