Morgunblaðið - 15.12.1929, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.12.1929, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ Skoðið í gluggana í dag! Silfurplettvörur: (afar ódýrar jólagjafir) svo sem: Kaffistell, Ávaxtaskálar, Rjómaskálar? Konfektskálar, Blómsturvasa. Toiletsett, Rafmagnslampa, Teskeiðakörfur, Skrautskríni, Kryddílát, Kökuspaðar, Blekbyttur. Borðbánaður, n SERSIUHII OORRFOSS Laugaveg 5 Sími 436. Túlipublóm selur Lilja Petersen, Suðurgötu 31. Sími 1860. Tækifærisgjöfin seta alla gleður er verulega fallegur konfektkassi xneð úrvalskonfekti úr Tóbakshús- inu, Austurstræti 17. — Nýjar byrgðir nýkomnar. Jólablómin! — Tulipanar, Alpafjólur, Ericur'. Einnig mikið úrval af blaíplöntum tílbúnum blómum, krönsum og kransaefnum, nýkomið. Amtmannsstíg 5. Jólaborðrenningar, servi- ettur, crépepappír í rúllum, jólakertastjakar, eðalgreni og fleira skraut á jólaborðið — fæst á Amtmannsstíg 5. Englahár og snjór ódýrast á Amtmannsstíg 5. Blómlaukaskálar — mikið úrval á Amtmannsstíg 5. Nýkomið, krystalskálar, vasar, diskar, toilet-sett, matarsett, kaffi- stell og bollapör. Laufásvegi 44. — Hjálmar Guðmundsson. Dragið ekki lengur að fá yður jólaklippinguna í rakarastofunni í Eimskipafjelagshúsinu, því þá losnið þjer við erfiðleikana af ös- inni síðustu dagana fyrir jólin. Börn og unglingar efettu að koma strax. Reynið hin óvenju góðu hár- vötn og Eau de Cologne frá 4711, er kosta frá kr. 1,25, sem altaf erú til í miklu úrvali. Sími 625. Reynið viðskiftin. < Vínna. Vjelstjóra með próf vantar. — Talið við Sigurð Mikelsen, Hlíðar- enda við Laugarás. Til viðtals eftir kl. 6. Rit Jónasar Hallgrímssonar fást bjá bóksölum. Herbergi með húsgögnum óskast um tveggja mánaða tíma frá 18. þessa mánaðar. Upplýsingar í síma 1390. Haukadalsskólinn. Þar eru 25 nemendur í vetur og íþróttalíf mikið í skólanum. Biskupstungnahreppur hefir á- kveðið að kaupa dráttarvjel. Vatnafjelag Rangæinga hjelt nýlega aðalfund austur í Fljóts- hlíð.Var mikill áhugi meðal manna um framkvæmdir í vatnamálunum. í sumar var mælt landið alla leið ofan úr gljúfri og fram í sjó. Raflýsing sveitabæja. Guðmund- ur Einarsson í Vík hefir nýlega reist raforkustöð að Fossi í Mýrdal og eru tveir bæir um stöðina. Lungnaveiki í sauðfje hefir nú enn gert vart við sig á ýmsum bæjum í Borgarfirði. Hafa nokkr- ai kindur drepist úr veikinni. — Óttast bændur, að pe'st þessi muni gera mikinn usla ef hún fær mikla íitbreiðslu. Btærsta blaðið. í dag er Morg- unblaðið 28 síður, stærsta blað, sem út hefir verið gefið á íslandi. Um 20 manns hafa unnið í alla nótt að útgáfu blaðsins, og má þó búast við, að það komist ekki til kaupenda hjer í bænum fyrri en í seinna lagi. í dag. Engin Les- bók gat fylgt blaðinu að þessu sinni. Til þess að spara kaupend- um ómak við að spyrja um hina vinsælu Leábók í dag, var það prentað á áberandi stað á 1. síðu blaðsms, að hún væri ekki gefin út að þessn sinni. Nagsta Lesbók, Jóla-Lesbókin, kemur’ út á að- fangadag. Ásnmndur Sveinsson myndhöggv ari sýnir í dag nokkrar afsteypur af smærri verkum sínum í glugga skrautgripáversl. Árna B. Björns- sonar. Munu myndimar verða þar til sölu nú í vikunni. Kristileg samkoma á Njálsgötu 1 í kvöld kl. 8. Allir velkomnir. Hjúskapur. f gær voru gefin saman í hjónaband af síra Bjarna Jónssyni nngfrú Svava Magnús- dóttir og Óskar Kristjánsson. — Heimili brúðh.fpnanua e'r á Hverf- isgötu 58 a. Sj ómannastofan. Guðsþj ónust a í Varðarhúsinu í dag kl. 6 e. m. Jóhs. Sigurðsson talar."— — Allir velkomnir. Stórt jólatrje hefir verið reist á liorninu á Lækjargötu og Banka- ■stræti, og verður þar safnað fje handa Sjómannastofimni. (Sbr. grein S. Á. Gíslasonar í bl. í dag). Málverkasýning Ólafs Túbals verður opin í dag og á morgun, en ekki lengur. Aðsókn þefir verið mikil að sýningunni og hafa selst þar 17 myndir. Alþingishátíðin. Danska blaðið Politiken birti fyrir nokkru grein um þær þrjár hátíðir, sem haldnar verða að sumri á Norðurlöndum, Alþingishátíðina, Ólafshátíðina í Niðarósi og sýninguna í Stoklc- hólmi. Blaðinu verður tíðræddast um Alþingishátíðina. Segir það frá ýmsu, er gert skuli að vori, minn- ist á sögulegu sýninguna, þing- fundinn og glímusýningarnar. — Einnig telur það upp hvaða lönd muni senda fulltrúa og getur um * gjöf Bandaríkjanna í tilefni af há- tíðinni. Kvöldskemtun verður haldin kl. 5 í kvöld í íþróttahúsi K. R,, til ágóða fyrir fátæku stúlkuna, sem Morgunblaðið hefir verið að safna samskotum fyrir. Verður það á- gæt ske’mtun. Hljóðfæraflokkur Beimburgs leikur, sunginn ein- söngur, Friðfinnur Gujónsson les upp eitthvað óvenjulegaskemtilegt, Reinli. Richter syngur hlæulega gamansöngva og Felix Guðmunds- son liefir sjálfvalið efni, — Alt, se'm inn kemur á þessari skemtun, rennur til stúlkunnar, því að K. R. ljer húsið ókeypis, allir, sem skemta gera það ókeypis, blöðin gefa auglýsíngar, Prentsmiðja Ágústs Signrðssonar hefir gefið aðgöngumiða, og skemtunarskatt- ur verður enginn tekinn. Þið, sem viljið hjálpa bágstöddum, en kyn- okið ykkur við að ge'fa lítið, komið í kvöld í iþróttahús K. R. og slcemtið ykkur þar fyrir lítið fje, sem alt rennur óskift til þess að bæta kjör þess, sem á verulega bágt. Til fátæku stúlkuimar frá H. 5 kr. S. Á. 4 kr. Dúa 5 kr. Ónefndum 5 kr. Stellu 5 kr. N. N. 5 kr. S. S. 10 kr. F. Á. 2 kr. H. J. H. 10 kr. Ebbu 10 kr. Atla 5 kr. Jonna 10 kr. Nokkrum símastúlk- um 34 kr. N. N. 10 kr. Jón Sveinsson fyrv. kaupm. bið- ur þess getið að sölubúðin á Vest- urgötu 17, bomi sjer ekkert við nje þafi komið frá í fyrra, að hann fór þaðan. Skrifstofa Stjörnuútgáfufjelags- ins, Ingólfsstræti 6 uppi, opin á morgun frá kl. 2—4. Þimgmálafund hjelt Haraldur "Guðmundsson á ísafirði á fimtn- dagskvöld. Var fundurinn daufnr. Samþyktar voru margar tillögur og flestar nokknð rauðlitaðar. Þó var þarna samþ. tillaga, er vítti stjórn Síldareinkasölunnar fyrir ráðsmensku helinar í sumar. Var broddum sósíalista illa við þessa tillögu, en gátu ekki stöðvað hana, því sjómenn vildu fá tillöguna fram. Vantrauststillaga á stjórm ina kom þama fram, en broddar sósíalista þorðu ekki að setja hana undir atkvæði, heldur vísuðu frá með dagskrá, -,,í því trausti að þingmenn sósíalista hafi vakandi augu á stjórninni; tekur fundur- inn fyrir næsta mál á dagskrá o. s.frv.“ Har. sagði á fundinum. að hann hefði eitt stjórnarbein milli „framlappanna“, en ekki hefði hann náð nema 1400 kr. af því ennþá. Ljenharður fógeti verður sýnd- ur í kvöld í síðasta sinn. Álafossverksmiðjan hefir sýn- ingu á afurðum sínum í glugga afgreiðslunnar á Laugavegi kl. 4—7 og 8—10 í dag. Frá höfninni. Tveir þýskir tog- arar komn, annar í gær, en hinn í fyrrinótt, til að leita sjer að- gerða og vista. — Magnhild, fisk- tökuskipið fór í nótt áleiðis til Spánar. Togararnir. Af ísfiskveiðum komu í gær Tryggvi gamli, með 750 kassa, Apríl með 1000 kassa og Egill Skallagrímsson me’ð 850 kassa. Þórólfur kom af saltfisk- veiðum með 70 tunnur lifrar og Gulltoppur með 76 tunnur. Dronning Alexandrine kemur í kvöld seint að norðan. Aftonbladet sænska birtir nýléga samtai við listmálarann ungfrú Erdmann, sem dvaldi hjer á Is- landi í sumar og hafði málverka- sýningu í Reykjavílc áður en hún fór heimleíðis til Svíþjóðar. Hún ber íslandi og íslendingum ágæt- lega söguna. Af fegurð landsins er hún stórhrifin. — Menn, sem ekki hafa komið til íslands, geta ekki gert sjer ne'ina hugmynd um hina stórfeldu náttúrufegnrð þess, segír hún. Það er gerólíkt því, sem við eigum að venjast. — Jeg ferðaðist víða í sumar og á hverj- um stað birtist mjer ný og ný fegurð. — Hún segir að Islending- ar hafi mikinn áhuga fyrir íþrótt- um, söng og hljóðfærasl., og þykir það merkilegt, að það eru ekki aðeins efnaðir borgarar, sem sækja söngskemtanir og hljómle'ika, held ur öll alþýða. — Ungfrú Erd- mann hafði sýningu í Stokkhólmi '""flim myndum frá íslandi, sem hún hafði málað í sumar. Hjeraðsþing Ungmennasambands Kjalarnessþings verður hje'r í dag og hefst kl. 10 árd. í Kaupþings- salnum. Allir ungmennafjelagar hafa aðgang að þinginu. ■ Páll J. Torfason fjármálamaður htfir legið rúmfastur undanfarnar vikur og hafa fjármálafyrirlestr- ar hans því fallið niður um skeið. Hann er nú kominn á fætur e*n roun ekki hefja fyrirlestra aftur fyr en í byrjun janúar. Eggert Stefánsson syngur í Gl. Bíó í dag í síðasta sinn. Yerða að- göngumiðar seldir á skemtistað frá kl. 1. — Brjóstmynd Eggerts, eftir Ásm. Sveinsson myndhöggv- ara, sem getið hefir verið um hjer í blaðinu áður, verður til sýnis í glugga bólcav. Sigf. Eymundssonar í dag. Stefnir heitir fjelag, sem ungir Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði hafa nýlega stofnað. Stjórn fjelagsins skipa Gunnar Sigurjónsson, versl- imarmaður, form., Adólf Björns- son kaupmaður og Valgeir Guð- laugsson, prentnemi. Skoðið f gluggana í dag! Leðurvðrur: “ (Hentugar Jólagjafir) : Dömuveski, Dömutöskur, Peningabuddur, Seðlaveski, Skjalamöppur, Samkvæmistöskur. Naglaáhöld, Hálsfestar, Eyrnalokkar, Armbönd, Ilmsprautur Ilmvötn, Púður og Crem. Pð Olais Tabais er opin daglega frá kl. 10—9. Til jó’anna: Pappírsdreglar og mnnndnkar fjölbreytt úrval. Ritfaiuadeild V. B. N. Hakkað kjðt, Kjðtfars. KLEIN. Baldnrsgötn 14. Sími 73. Skemtisamkoma verður haldin í samkomuhúsinu í Garðinum í kvöld (sunnudag) kL 8. Bílar fara suður eftdr frá Krístinn og Gunnari. Símar 847 og 1214. Kex og kðkiir margar tegundir. Best kaup! Sími 40.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.