Morgunblaðið - 25.08.1948, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ
VTiðvikudagur 25. ágúst 1948.
Út*.: H.f. Arvakur, Reykjavik.
Framkvítj.í 6ifffúg Jónsson. f jj
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrfSarnt).
Frjettaritstjórl: ívar Guðmundsson.
Auflýslngar: Aml GarCar Krlstlnaara.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiSsla:
Auaturstræti 8. — Sírni 1600.
Askrlftargjald kr. 10,00 á mánuði, innanlflnda,
í lausasölu S0 aura eintakið. 75 aura m«3 Lasbók.
kr. 12,00 utanlands.
s •
„Ovenjuleg mann-
dómsraun “
„Á UNDANFÖRNUM árum hefur það verið óvenjuleg mann-
dómsraun að stunda landbúnað á fslandi.“
Þannig er komist að orði i svartleiðara Tímans í gær. Svo
mörg eru þau orð. „Óvenjuleg manndómsraun“. Orsökin til
þess fyrst og fremst talin sú, að fólkið flýr svo ört úr sveit-
unum.
Líklegt væri, að einhverjum Framsóknarmönnum dyttu
í hug orð skáldsins ástsæla: „Hvað er þá orðið okkar starf“
— í þrjá tugi ára. Skyldi ekki sumum þeirra geta fundist,
að til lítils hafi verið unnið að búnaðarumbótum á Fram-
sóknarvísu, úr því það skuli vera orðin alveg „óvenjuleg
manndómsraun" að stunda búskap hjer á landi?
Höfundur þessarar Tímagreinar reynir að vísu að bera
fram afsökun fyrir flokk sinn, segir að vondir menn hafi
helst viljað að lagður yrði niður landbúnaður íslendinga,
og því hafi fólkið ekki tollað í sveitunum. En hverjir skyldu
það vera, sem viljað hafa landbúnaðinn feigan, aðrir en
kommúnistar, sem að sjálfsögðu vilja vinna hjer það skemd-
arverk, sem önnur, til þess að gera þjóðina ósjálfbjarga.
Stefna Sjálfstæðisflokksins gagnvart landbúnaðinum hef-
ur verið, er, og verður þessi: Að bændur njóti styrks til
sjálfsbjargar, svo búskapurinn á velræktuðum jörðum verði
í framtíðinni öruggasti atvinnuvegur landsmanna.
En það hafa verið ær og kýr Framsóknarflokksins frá
fyrstu tíð, að gera bændastjett landsins sem háðasta styrkj-
um og ívilnunum. Þó Framsóknarflokkurinn hafi aldrei feng-
ið helming bændastjettarinnar í lið með sjer, eftir 30 ára
gerfiforystu í málefnum þeirra, þá hefur þessi flokkur tafið
svo fyrir gagngerðum breytingum til bóta, í atvinnuháttum
bænda, að það er að hans dómi orðin óvenjuleg manndóms-
raun, að stunda búskap á Islandi.
Þetta er sorgarsagan í hnotskurn um feril Framsóknar-
flokksins.
Væri Framsóknarmönnum full alvara með umbótavið-
leitni sína, á sviði búnaðarmála, þá myndu þeir taka öðru
vísi á þeim, reyna að læra af 30 ára óförum sínum. Og taka
x verki undir með mönnum innan Sjálfstæðisflokksins, sem
sagt hafa, og segja enn, að megináherslu verði að leggja á
það, að gera landbúnaðarframleiðsluna sem ódýrasta og
óháðasta öllu öðru atvinnulífi í landinu. Eftir því sem fram-
leiðslukostnaðurinn er minni, en framleiðslan öruggari, eftir
því verður það minni „manndómsraun" að vera bóndi á Is-
landi.
Grundvöllurinn að tryggri framleiðslu og ódýrari, var
lagður með Jarðræktarlögunum fyrir aldarfjórðungi síðan.
En fyrir pólitískt brask Framsóknarflokksins, hafa lög þessi
ekki enn í dag komið að því gagni, sem þeim var ætlað.
Allan tímann, sem þau hafa verið í gildi, hefur það t. d.
verið vanrækt, að láta jarðræktarframkvæmdir þær, sem
styrks njóta, fara fram eftir skipulagðri áætlun sjerfræð-
inga. Það sem var gert að undirstöðuatriði við setning lag-
anna í upphafi, bætt hirðing á búfjáráburðinum, er ekki
komin í lag enn í dag. En þrátt fyrir þessa lítt skiljanlegu
og óafsakanlegu undanlátssemi, er hrópað og kallað á áburð-
arverksmiðju, eins og það eitt ætti að vera allsherjar um-
fcót að framleidd verði innanlands ein tegund áburðar af
þrem, sem til jarðræktarinnar þarf. Og það áður en tekið er
fyrir þau vanþrif, er af því hlýst, er áburðarefni þetta
er látið fara forgörðum í hlaðvörpum bænda. En hinir
pólitísku spekúlantar, sem í Tímann skrifa tala digurbarka-
Iega um það, að bændur þurfi mikil verkfæri. Og það er satt.
En hafa sömu menn hreift sinn fingur, til að sporna við því,
að þau hin sömu verkfæri, ryðguðu niður á sömu slóðum,
og hin dýrmætustu áburðarefni renna til ónýtis?
Það verður manndómsraun að breyta loddaraskap Tíma-
manna gagnvart umbótamálum bændanna í skipulagðar að-
gerðir sem að gagni koma. En það mun takast, fyrir atgerðir
Sjálfstæðisflokksins, sem frá öndverðu hefur lagt aðal
áherslu á, að hver íslenskur bóndi gæti lifað sjálfstæðu lífi,
t jörð sinni, sem kóngur í ríki sínu.
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Skriffinska.
ERLENDIR skátar komu hing
að í sumar sjer til skemtunar og
fróðleiks. Þeir kunnu, að sögn,
heldur vel við sig. Voru enda
hepnir með veður og fengu
bestu viðtökur hjá íslensku skát
unum.
En þegar þessir skátar ætluðu
að fara heim til sín, eftir nokkra
vikna dvöl í landinu og fóru í
skipaafgreiðsluna til að kaupa
sjer farmiða heim var þeim
sagt að ekki gætu þeir fengið
keyptan farmiða, nema að þeir
kæmu með skjöl og skilríki fyrir
því frá tollstjóra og bæjaryfir-
völdum, að þeir skulduðu enga
skatta á íslandi!
Skátum er kent að vera við-
búnum, en þessu höfðu þeir ekki
gert ráð fyrir.
En þannig er skiffinskan orð-
in hjer á landi á mörgum svið-
um.
Gesturinn átti ekki að
fá heimfararleyfi.
ALDRAÐUR merkismaður ís
lenskur, sem gegnt hefir em-
bætti 'í Danmörku í 40 ár var
boðinn hingað til íslands í sum-
ar. Það voru vinir hans og ætt-
ingjar, sem buðu honum til að
sjá gamla landið og hitta vini
og venslamenn eftir langa úti-
vist. '
Þessi heiðursmaður var hjer
í góðu yfirlæti og átti sjer einsk
is ills von, fyr en hann fór að
hugsa til heimferðar. Þá þurfti
maður að ganga undir manns
hönd til þess að fá leyfi fyrir
hann til að kaupa farseðil heim.
Gesturinn átti ekki að fá heim
faraleyfi. Fleiri álíka dæmi um
fáránlega skiffinsku hafa kom-
ið fyrir hjer síðustu vikurnar.
Eftirlit nauffsynlegt ■
— en ji
ÞAÐ ER að sjálfsögðu nauð-
synlegt að eftirlit sje haft með
því, að erlendir menn komi ekki
hingað til lands til að græða pen
inga og hlaupi svo út aftur án
þess að greiða lögboðin gjöld. ■
Er það ætti að liggja í augum’
uppi að skátaunglingar komi
ekki hingað til að græða f je. *
Það verður að gera greinar-,
mun á erlendum ferðamönnum
og hinum, sem koma hingað í
fjáröflunarskyni og ætti það
ekki að vera mikill vandi að sjá
það í hendi sjer. <
Til nokkurs að vera að hæna'
erlenda ferðamenn til landsins
1 þeim tilgangi m. a. að afla er-
lends gjaldeyris, en gera þeim
síðan svo erfitt fyrir með skrif-
finsku, að þeim finnist ekki
ómaksins vert að koma hingað
í skemtiferð.
•
Reyna að slá sjer upp .
EN BROSLEGT er að sjá þeg
ar kommúnistar reyna að slá
sjer upp á þessum mistökum.
Það er þó vitað, að hvergi er
eins mikil skriffinska, eins og
þar sem þeir ráða.
Skriffinskuna er ekki hægt að
kenna neinum einum stjórnmála
flokki, eða ákveðinni ríkisstjórn.
Hún er afleiðing þeirra hafta og
banna, sem allir flokkar hafa
staðið að, meira og minna, og
ekki s'ist kommarnir.
Og nú þykjast þeir ætla að „slá
sjer upp“ á misfellunum. Það
væri líklega eitthvað betra ef
þeir rjeðu! Skussarnir þeir og
óráðsíurnar, sem þeir hafa sýnt
sig vera, bæði hjer og annars-
staðar.
•
Hætta á ferðum.
SKRIFFINSKAN, eftirlit hins
opinbera og afskiftasemi á öll-
um sviðum hefir farið mjög í
vöxt hjer á landi undanfarin ár.
Það má segja með nokkrum
rjetti, að almenningur bjóði
hættunni heim, sem felst í mikl
um afskiftum ríkisvaldsins, með
því m. a., að gera sífelt meiri
kröfur til ríkisins. Það er heimt
‘að að ríkið sjái fyrir matvælum,
fatnaði og öðrurn nauðsynjum
og þá er eðlilegt, að ríkisvaldið
,vilji fá íhlutun um framferði
'borgaranna í einhverju hlutfalli
-við kröfurnar.
'I, Við, sem höllumst að frelsi
einstaklinga á sem flestum svið-
,um þykjumst sjá, að stefnt sje
’í ranga átt og að þjóðin sje nú
einmitt að súpa seyðið af því, að
það heíir verið hlustað of mikið
á bullara og lýðskrumara eins
og kommúnista og jafnvel farið
að ráðum þeirra, því miður. En
áhrif þeirra fara nú senn að
minka og eiga eftir að hverfa
með öllu, þegar almenningur hef
ir áttað sig á hverskonar menn
þeir eru.
•
Vandamál.
JÁ, þau eru mörg vandamál-
in Það er t. d. stúlkan, sem
segist hafa hinar mestu áhyggj
ur af því, að X-9 myndasagan
sje hætt að koma í blaðin, eink-
um vegna þess, að nú geti hún
ckki fengið að vita hvort X-9
giftist Lindu eða Vildu. En stúlk
an, sem hefir áhyggjur af þessu
stóra vandamáli, heitir Sigga
Stína og biður mig að segja sjer
hvorri X-9 giftist.
Það skal jeg gera. X-9 giftist
hvorugri. Það er ekki hægt að
láta svoleiðis karl, eins og X-9
giftast, því þá væri sagan búin.
X-9 myndi setjast í helgan stein
og ekki fá að fara út á kvöldin
til að elta bófa fyrir konunni
sinni, hvort sem hún hjeti Linda
eða Vilda.
MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . i
5
I
Mexiko vill fleiri ferðamenn
Eftir GUILLERMO MORENO,
frjettaritara Reuters.
STJÓRNARVÖLDIN í Mexi-
kó hafa ákveðið að hefja mikla
herferð til þess að auka ferða-
mannastrauminn til landsins.
Næstum miljón Bandaríkja-
dollurum verður varið til að
auglýsa landið utanlands, en af
þessari fjárupphæð hafa ein-
staklingar og fyrirtæki lagt
fram um það bil helminginn.
Ríkisstjórn Mexikó, sem ger
ir sjer vel ljóst hversu efna-
hagur landsins á mikið undir
ferðamönnum komið, hefur heit
ið því, að leggja fram jafnmik-
ið fje og safnast meðal almenn-
ings.
• •
MIKIL ÁHRIF
Erlendir ferðamenn hafa um
mörg undanfarin ár haft geysi-
mikil áhrif á fjárhag Mexikó
og allra ibúa landsins, jafnt
ríkra sem fátækra. Þetta sjest
best, þegar það er athugað, að
meðal fyrirtækjanna, sem nú
styrljja túristaherferð stjórnar-
valdanna, eru hjólbarðaverk-
smiðiur, rafmagnsstöðvar, mexi
kanska happdrættið, mörg vá-
tryggingáfjelög og jafnvel nokk
rir veðlánarar.
Sjerstök nefnd hefur verið
skipuð til þess að stjórna á-
róðrinum fyrir auknum ferða-
mannastraumi. Enda þótt öllum
undirbúningi sje enn ekki lok-
ið, má búast við því, að nefnd-
in taki mjög bráðlega til ó-
spiltra málanna.
• •
AUKIN DÝRTÍÐ
Margt hefur orðið til þess,
að mexikönsku stjórnarvöldin
hafa sjeð nauðsyn þess að aug
lýsa kosti Mexikó fyrir vænt-
anlegum ferðamönnum. Eink-
um er óttast, að vaxandi dýr-
tíð muni draga úr ferðamanna
straumnum, auk þess sem bú-
ast hefði mátt við aukinni sam
keppni Evrópulanda. Nú hefur
hinsvegar komið í ljós, að sam
kepni Evrópu er ekki enn orðin
hættuleg, sjerstaklega vegna
stjórnmálaástandsins þar og ó-
vissunnar, sem ríkir hvarvetna
í álfunni,
En dýrtíðin hefur reynst
Mexikönum erfiðari viðureign
ar. Ljóst er orðið, að ef ekk-
ert verður að gert, kann vax-
andi verðlag að hafa það í för
með sjer, að stöðugt færri ferða
menn leggi leið sína til Mexí-
kó, og þó einkum frá Banda-
ríkjunum, en ferðamenn það-
an eru auðvitað eftirsóttastir,
vegna dollaraeklunnar allsstað
ar í heiminum.
• •
100.000 FERÐAMENN
Mexikanska stjórnin hefur
gefið út skýrslu um ýmislegt,
sem við kemur erlendum ferða-
mönnum fyrstu fimm mánuði
þessa árs. Skýrslan ber það
með sjer, að ennþá sækir fjöldi
manna Mexikó heim, enda þótt
stjórnarvöldin sjeu þó hvergi
ánægð.
Samkvæmt skýrslunni komu
104,497 ferðamenn til Mexíkó
á þessu tímabili. Þessir ferða-
menn eyddu samtals 30.000.000
dollurum
• •
BJARTSÝNI
Þrátt fyrir alla erfiðleika,
er þó svo að sjá, sem Mexíkó-
búar geri sjer góðar vonir um,
að erlendir ferðamenn færi
þeim með tímanum jafnmiklar
tekjur og fyrir stríð. Þessi
bjarsýni kemur meðal annars
fram í því, að í Mexikóborg
eru mörg ný og stór hótel í
smíðum. En stjórnarvöldin eru
þó þeirrar skoðunar, að tak-
ist ekki að lækka dýrtíðina,
megi búast við síminnkandi
ferðamannatekjum. Embættis-
menn láta jafnvel á sjer skilja,
að ekkert þýði að auglýsa Mexí
kó sem ferðamannaland, meðan
ekki hefir tekist að stöðva hið
síhækkandi verðlag.
Frægur landkönnuður látinn.
Los Angeles — Gena Lamb,
frægur landkönnuður, rithöfund-
ur og fyrirlesari, sem var fyrsti
maðurinn, sem tók mynd af La-
manum í Tíbet 1924, ljest nýlega
af hjartaslagi.