Morgunblaðið - 11.11.1950, Síða 10
w
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 11. nóv. 1950.
^j^\\\\\\\\\ \ \'''' \bj" "
Tvennskonar sjónarmið
FYRIR rúmlega hálfum mánuði
síðan beindi Halldór Kristjáns-
son persónulegri fyrirspurn til
mín í „Tímanum“. Var hún þess
efnis, hvort jeg teldi rjett að
banna alla umboðssölu. Þessu
svaraði jeg hjer í blaðniu sam-
stundis og ljet jafnframt í ljós
nokkra undrun yfir því, hvernig
H. K. gæti talið þetta atriði
skifta meginmáli í umræðum
um skattamál samvinnufjelaga.
Þann 25. október ritar svo H.
K. langa grein í blað í.itt, þar
sem hann alldrýgindalega lýsir
því, að jeg hafi gefist upp við
að ræða við hann um skattamál
samvinnufjelaga, og má helst
skilja orð hans svo, að mjer
hafi orðið svo mikið um að
lenda í orðaskiptum við hann,
að j<ig -hafi alveg lagt árar í bát
að halda fram stefnu ungra
Sjálfstæðismanna.
ÍMYNDAÐAR RAIMK
Jeg verð því miður að
hryggja H. K. með því, að það
er langt frá því, að mjer sje það
nokkur þolraun að svara spurn-
irigum hans. Ástæðan til þess, I
að jeg hefi ekki svarað fyrir-
spurn hans um skattgreiðslu
samvinnufjelaganna af arði til
viðskiptamanna er sú, að mjer
hefir láðst að lesa „Tímann"
það rækilega, að jeg tæki eftir
þessari síðari fyrirspum hans.
Jeg hefi heldur ekki svarað
„formannsrauna" greininni fyr
en nú vegna þess, að jeg hefi
haft miklu ánægjulegri og j
mikilvægari málum að sinna, I
svo að jeg hefi bara hreinlega
gleymt „formannsraununum". |
Þar sem umrædd grein H. K.'
er bæði prúðmannlega rituð og
vafningalaust á málinu tekið,
er mjer ánægja að því að lýsa
skoðun minrii á þeim atriðum,
sem þar er vikið að, þótt mjer
þyki það næsta kynleg yfirlýs-
ing, að H. K. skuli eftir áralang
ar deilur og uraræður um þetta
mál ekki telja sig vita um af-
stöðu Sjálfstæðisflokksins varð
andi skattgreiðslur samvinnu-
fjelaganna. Veit jeg þó ekki til
þess, að flokkurinn hafi nokkru
sinni reynt að leyna skoðun(
sinni á því atriði, því að flest-
ir landsfundir flokksins og þing
ungra Sjálfstæðismanna munu j
hafa gert um það ályktanir. En
hvað um það. H. K. er meira
en velkomið að vita persónu-
lega afstöðu mína til þess máls.
Svar fil Halldórs Krisfjánssonar
SAMBANDSSlÐAN
Grein, sem fyrir nokkru birt-
ist á síðu SUS í Morgunblaðinu
vjrðist sjerstaklega hafa fárið
í taugarnar á H. K. Þar sem
jeg hefi ekki ritað þá grein,
rnun jeg ekki sjerstaklega gera
hana að umtalsefni, enda mun
höfundur hennar fullkomlega
fær um að standa fvrir máli
sínu. Jeg v þó mótmœla þeirri
fullyrðingu, að tií-;Kningur sá,
sem þar ei :>iriw\ sje byggður
ájfölsur. eins og tL K. segir.
i Jeg verð einmg að leiðrjetta
þá staðhæfingu F K., að ungir
Sjálfs' 'ðismenn byggi fræðslu-'
kerfi sitt á tiltekinni kenningu
um skattgreiðslu samvinnufje-
laga. Stefna Sjálfstæðisflokks-
ins byggist á stórum mikiivæg-
ari hugsjónum, en það er auð-
vitað í anda þeirra hugsjóna,
sem hann berst gegn misrjetti
í skattalöggjöf.
KJARNI MÁLSINS
Þegar um skattamál er að
ræða, verður það að hafa í
huga, að skattarnir verða að
greiðast, og fyrir almenning í
Iandinu er það meginatriðið,
hvemig þeir koma ljettast nið-
ur. Víðast hvar er það svo í
bæjum landsins, að verslunin
hefir borið stóran hluta skatta
byrðanna. Á þessu er nú að
verða mikil breyting, bæði
vegna þess, að verslunin hefir
dregist saman, - en ekki síður
vegna hins, að verálunin hefir
dregist æ meir í hendur sam-
vinnufjelaganna. — Afleiðingin
hefir því orðið sú, að þungi
skattanna hefir orðið sífellt
meiri á öllum almenningi. —
Skýrasta dæmi þessarar þróun-
ar er Akureyri, en þar hefir
KEA náð undir sig megjnhiuta
verslunarinnar og annars at-
vinnurekstrar í bænum. — Væri
hollt fyrir H. K. að kynna sjer,
hversu hrifnir Akureyringar al-
mennt eru af þeirri þróun jafn-
vel þótt þeir sjeu kaupfjelags-
menn.
Það er því of þröngt sjónar-
mið að horfa á það eitt, að sann
gjarnt geti verið að leyfa sam-
vinnufjelögum að safna sjóðum
og greiða fjelagsmönnum sínum
arð í skjóli skattfríðinda. Hitt
sjónarmiðið verður einnig að
hafa í huga, hvort ekki sje eins
hagkvæmt fyrir kaupfjelags-
mennina sjálfa, að samvinnu-
fjelögin greiði verulegan hluta
hinna opinbem gjalda, í stað
þess að þeir hver og einn verði1
að greiða þau. Á þetta ekki
hvað síst við, þegar samvinnu-
fjelögin eru orðin einu verslan-j
irnar, eins og sumsstaðar er nú
orðið.
Á AÐ NEYÐA FÖLK í
SAMVINNUFJELÖGIN ?
Jeg er þeirrar skoðunar, að
samvinnuf jelögin hafi unnið.
mikið gagn, ekki síst hjer áður
fyrr, meðan þau helguðu sig því
verkefni einu að annast sölu -á
afurðum bænda og reyna að
afla fjelagsmönnum sínum sem
ódýrasta nauðsynja. Fjelags- j
menn samvinnufjelaganna eru
úr öllum stjórnmálaflokkum, og
fáum mun nú koma til hugar,
að samvinnufjelögin eigi ekki
fullan rjett á sjer.
Frjáls samvinna einstaklinga
um hagsmunamál sín er í fylsta
samræmi við stefnu Sjálfstæðis- j
flokksins. Ágreiningurirm í
þeim málum milli hans og Fram
sóknarflokksins er í því fólginn,
að Framsóknarflokkuri’n viíll
efla veg samvinni'Uelaganna
með ýmiskonar forrjettinaum
og nota þau sem pólitískt vopn,
en Sjálfstæðismenn vilja láta
samvinnufjelögin sitja við sama
borð sem annan frjálsan at-
vinnurekstur í landinu og telja
kosti þeirra eiga að koma best
í ljós, er þau starfa á jafnrjett-
isgrundvelli.
í þessu viðhorfi felst ágrein-
ingur Framsóknarmanna og
Sjálfstæðismanna um skatt-
greiðslu samvinnufjelaga.
► Þegar einhliða er á málið lit-
ið, virðist eðlilegt, að samvinnu
fjelögin greiði ekki opinber
gjöld, af þeim arði, sem þau
úthluta fjelagsmönnum sínum.
Það má einnig færa ýms rök fyr
ir því, að þau eigi að fá að safna
skattfrjálsum sjóðum. En málið
es ekki svona einfalt.
Áður hefir verið á það benf,
að verslunin bæri stóran hluta
opinberra gjalda. Sjeu skaftar
hennar lækkaðir, bitnar það á
almenningi eða öðrum atvinnu-
rekstri í þyngri álögum. Það
má segja, að þetta skipti ekki
máli, ef einstaklingarnir kjósa
fremur, að bera sjálfir skatt-
ana en láta verslunina gera
það, en þetta á því aðeins við,
að allir sjeu 1 samvinnufjelög-
um og öll verslun í þeirra hönd-
um.
Það er skoðun Sjálfstæðis-
manna og mun einnig skoðun
fjölmargra Framsóknarmanna,
að ekki sje heppilegt fyrir þjóð
ina að einoka alla verslun undir
kaupfjelögin. Með núgildandi
skattakerfi er fólk hinsvegar
beinlínis neytt til að ganga í
kaupfjelögin.
Það fje, sem kaupfjelögin
telja sig úthluta sem arði, út-
hluta þau aðeins að litlu leyti,
en leggja bróðurpartinn í sjóði,
sem þau síðan geta notað til að
skapa sjer betri fjárhagsað-
stöðu en einkafyrirtæki hafa.
Jeg skal játa það, að jeg tel
mjög vafasamt, hvort skatt-
leggja eigi þann arð, sem út-
borgaður er til f jelagsmanna, en
jeg tel hiklaust að skattleggja
beri það fje, sem samvinnufje-
lögin leggja í sjóði, að sama
marki og fjársöfnun hliðstæðra
fyrirtækja er skattlögð, því að
ella greiðir það fólk, sem skipt-
ir við aðrar verslanir, meira f je
í opinber gjöld en meðlimir sam
vinnufjelaganna. Meðan atvinnu
rekstur einstaklinga er þraut-
píndur með sköttum til sameig-
inlegra þarfa þjóðai’heildarinn-
ar, fá samvinnufjelögin þannig
stóra sjóði til ráðstöfunar og
öðlast þannig með stuðningi
löggjafans yfirburði í sam-
keppni við hliðstæð fyrirtæki,
yfirburði, sem ekki eiu að
þakka betri eða hagkvæmari
rekstri samvinnufjelaganna.
Um ölu samvinnufjelaga á
iramleiösluvörum fjelags-
manna sinna er það að segja,
að jeg skil ritki í, að nokkrum
hali hugkvæmst að telja tíl
tekna fjelagsins, annað en þann
hagnað, sern það kann að hafa
haft af sölunni.
Framh. & bls. 12
ffyggisráðstaftinir
VIÐ ÍSLENDINGAR höfum við margt að glíma um þessar
mundir; togaraverkfall, erfiðleika landbúnaðarins á Austurlandi,
síldarbrest og fleira, sem veldur okkur sí auknum áhyggjum um
bag okkar allan og framtí?. Þetta eru svo aðal dægurmálin
manna á meðal og gleymisí þá ástandið í heimsmálunum, sem
getur haft alvarlegri afleiðingar fyrir framtíð þjóðarinnar heldur
cn allir erfiðleikar okkar innanlands til samans.
Menn rjett rumska er þær hörmulegu frjettir bárust út,
að ráðist hefði verið með oíbeldi á S-Kóreu, þjóð, sem fjekk
írelsi sitt með aðstoð Sameinuðu þjóðanna og var undir vernd
þeirra. En þegar framsókn innrásarhers kommúnista var stöðv-
uð og innrásarliðið var hrakið á flótta, lokuðu menn aftur aug-
unum fyrir þeim hættum, sem þjóðinni stafar erlendis frá.
Er þessar hörmulegu árásarfrjettir bárust, töldu að vísu marg-
ii, að nú væri friður úti og þeir, sem best fylgjast með, töldu,
að líkurnar fyrir að til ófriðar leiddi, hefðu aukist að miklum
mun og friðarmöguleikarnir væru minni en þau atvik, sem til
ófriðar drægju.
Það er því engin furða, að menn önduðu Ijettara, er vitnaðist,
að innrásarliðinu hefði verið stökkt á flótta og menn gátu búist
við, að ófriðarneisti sá, sem kommúnistar í N-Kóreu kveiktu,
hefði verið slökktur og ofbeldishneigð sú, sem 53 þjóðir innan
S. Þ. fordæmdu hefði verið kæfð og þar með að friðarmöguleik-
ainir væru orðnir meiri og bjartari en áður hafði verið.
. ★
Þessar horfur fengu því miður ekki lengi að vera, því hinn
svokallaði forseti N-Kóreu iýsti yfir, að hann stæði ekki einn,
heldur hefði Kommúnista-Kína og sjálf Sovjetríkin lýst yfir
stuðningi sínum og litlu síðar óskaði sjálfur lærifaðirinn, Svalin,
N-Kóreu hernum sigurs og lofaði þá um leið ofbeldi það, sem
S. Þ. fordæmdu. Og nú samkv. síðustu frjettum er jafnvel her
frá Kommúnista-Kína kominn inn i Kóreu til hjáipar N-Kóreu-
mönnum og á allsherjarþingi S. Þ. hafa Sovjetríkin lýst yfir, að
þau neituðu að viðurkenna Trygve Lie sem aðalritara S. Þ.,
enda þótt hann hafi verið löglega kosinn með 46 atkv. gegn 5.
★
Horfandi í augu við þessar staðreyndir, þá skilst manni, að
íslenska þjóðin verði að vakna og þótt allir íslendingar voni með
heilum hug, að til ófriðar dragi ekki, þá væri það vítavert gá-
leysi, með tilliti til ástands heimsmálanna í dag, ef stjórnar-
völd landsins gerðu ekki hið allra f;>rrsta nauðsynlegar ráðstaf-
anir til verndar lífi og limum þjóðarinnar.
Þær ráðstafanir, sem hjer er átt við, eru líknarmálin svo sem
1) birgðasöfnun nauðsynlegra lyfja og sáraumbúða, 2) skipu-
lcggja brottflutning fólks úr fjölmennustu bæjum landsins, ef
á því þyrfti að halda, 3) Smíði loftvarnabyrgja, 4) skipulagning
hjálparsveita svo sem hjúkrunarliðs, slökkviliðs o. fl., 5) skipu-
leggja brottflutning þjóðarverðmæta úr söfnum, 6) uppsetning
loftvarnamerkjakerfis o. fl. þess háttar.
Bæjarstjórn Reykjavíkur hefur fyrir sitt leyti kosið nefnd til
að gera tillögur í þessa átt og er það vel. Yfirvöld landsins verða
lika að hefjast tafarlaust handa og hafa forgöngu um þessi mál.
★
Við íslendngar þráum frið, en við megum ekki láta það blinda
okkur sýn og loka augunum fyrir þeim kalda raunveruleika,
að ófriðvænlega horfir í heimsmálunum, heldur verðum við að
hefjast handa í þessum málum. og hafa lokið undirbúningi okk-
ar, ef til átaka kemur. En ef svo hræðilega skyldi fara, þá hlýtur
að vakna sú spurning: Eru framangreindar ráðstafanir, einar
saman, nægilegar til að vernda líf og limi þjóðarinnar?
Þá spurningu verður hver og einn að athuga gaumgæfilega
frá öllum hliðum,
O. G.
Eiridgebltt&kir,
fyrirliggjandii
(Cqy/rt ^^nátiánáðon, & Co Lj.