Morgunblaðið - 11.11.1950, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 8. nóv. 1950.
MORGUNBLAÐIÐ
lí
Ólafur BJörnsson, Árbakka SÍSH
S. K. K. K.
S. K. R. R.
Minnlngarorð
í DAG verður jarðsunginn í
Höfðakaupstað Ólafur Björns-
son bóndi á Árbakka, fyrrum
oddvití Vindhæiinga, er andað-
ist að heimili sínu þann 1. þ.m.
85 ára að aldri.
Hann var nú elstur þeirra
manna er efíir lifðu af þeim er
á fyrstu áratugum þessarar
aldar stóðu í fararbroddi í fje-
lagsmálum Húnvetninga. Þeir
Inafa að undanförnu fallið i val
»nn hver af öðrum og eru nú
fáir eftir.
Ólafur BjÖrnsson var fæddur
í Finnstungu í Blöndudal 14.
febrúar 1865. Foreldrar hans
voru hjónin Björn Ólafsson
bóndi á Ystagili og síðar í
Finnstungu og kona hans Anna
Lilja Jóhannsdóttur bónda á
Þorbrandsstöðum Jónssonar.
Björn bóndi Ólafsson var al-
bróðir Arnljóts prests og al-
þingismanns í Sauðanesi.
Ólafur Björnsson ólst upp
hjá foreldrum sínum, en fór
snemma að vinna hjá öðrum
og bjarga sjer á eigin hönd
Hann fór á Möðruvallaskóla 25
ára og útskrifaðist þaðan
1892. Þann 18. júlí 1895 gift-
£st hann effirlifandi konu sinni
Sigurlaugu Sigurðardóttir
bónda á Hellu í Blönduhlíð
Sigurðssonar. Hófu þau bú-
skap á Spákonufelli árið eftir,
en fluttu síðan að Hofi á Skaga
strönd og bjuggu þar nokkur
ár. Að Árbakka fluttu þau ár-
ið 1911 og hafa búið þar síð-
an.
Þau eignuðust tvö börn: —
Björgu gifta Guðmundi Guð-
laugssyni bónda á Árbakka og
Björn er dó fulltíða maður ár-
íð 1935. Þrjú börn tóku þau
sem fósturbörn og ólu þau upp
frá barnæsku, þau: Maríu
Árnadóttur, Ólaf Ólafsson, nú
bónda í Kambákoti og Þór-
hildþ Jakobsdóttur Frímanns-
sonar skálds á Skúfi. Voru þau
Árbakkahjón þessum fóstur-
börnum sem sínum eigin, og
voru af þeim elskuð og virt
sem foreldrar.
Ölafur Björnsson fór snemma
hð beita sjer í sveitar- og fje-
íagsmálum. Hann kom ungur
á stærsta hrepp Húnavatnssýslu
Vindhælishrepp. Þar ól hann
allan sinn aldur upp frá þvi.
Þar beitti hann sjer fyrir sír.-
«m áhugamálum og þar var
hann um langt skeið einn af
helstu forustumönnum og nauí
mikils trausts. í hreppsnefnd
var hann í 24 ár og þar af odd-
viti í 21 ár. Hann var einn af
aðal hvatamönnum um stofnun
Verslunarfjelags- Vindhælinga.
Formaður þess fyrstu 3 árin pg
f. stjórnarnefnd þess samtals í
£4 ár.
Meðan Vindhælishreppur
var óskiftur og það var hann
allan þann tíma sem Ólafur var
oddviti, þá mun hann hafa ver-
£ð einhver allra stærsti hrepp-
ur á landinu um 80 km. á lengd
og mjög fólksmargur Er óhætt
að segja, að $að var eigi heigl-
um hent að standa þár fyrir
HIÐ íslenska biblíufjelag var
stofnað 10. júlí árið 1815, með
22 mönnum í Reykjavík. Sjera
Ebenezer Henderson, fulltrúi
Hins breska og erlenda Biblíu-
fjelags, undirbjó jarðveginn, en
forystu tók Geir biskup Vídalín.
Mun fjelagið því vera elst allra
starfandi f jelaga hjerlendis.
Saga Biblíufjelagsins verður
ekki rakin hjer. Hún er of löng
til þess, en merk er hún og
lærdómsrík á ýmsa lund og því
miður flestum lítt kunnug, eins
og eðlilegt er, þegar þess er
minnst, að sárfámenn stjórn, sí-
endurkosin meðan ævin entist,
annaðist allar framkvæmdir,
þegar einhverjar voru, og birti
almenningi engar ársskýrslur.
Undirritaður hefur sótt um j
2> anó íeiL u r
I BREIÐFfRÐlNGABÚÐ I KVÖLB KL. 9.
Aðgöngumiðasala r anddyri hússins frá kl. 5.
*■■■■■■■■■■*
■■■■■■■■■■■■■*■■■■»»*■■■
sveitarmálum á þriðja tug ára
eins og öllum högum var hátt-
að á þeirri tíð. En Ólafur
Björnsson var mjög áhugasam-
ur og ósjerhlífinn forvígismað-
ur sveitar sinnar út á við og
innbyrðis, enda gefur að skilja,
að hann naut traustsins éigi að
ástæðulausu svo lengi sem
raun varð á. Á samvinnumál-
unum hafði hann og mikinn á-
huga og taldi miklu varða, að
sá fjelagsskapur dafnaði vel.
Ólafur tók mikinn þátt í
stjórnmálum, einkum á yngri
árum. Hann fylgdi Sjálfstæðis
flokknum g'amla, em gekk í
Framsóknarflokkinn þegar
hann var stofnaður og fylgdi
honum upp frá því.
Þó svo væri um þenna mann,
að hann væri svo mjög tengd-
ur fjelagsmálum og opinbervi
starfsemi, þá var hann þó
fyrst og fremst bóndi og heim-
ilisfaðir. Heimili hans er og
hefir verið mesta sæmdarheim-
ili. Húsbóndinn glaður og reif
ur. Húsfreyjan greind og sköru
leg. Gestkvæmt mun þar oft
hafa verið og gestrisni í besta
lagi.
Við sveitina og sveitástörfin
var allur hugur Ólafs á Ár-
bakka bundinn. Þar taldi hann
farsældina helst að finna. Hann
var ræktunarmaður mikili og
það bæði á jurtir og búpening.
Fór vel með fjenað sinn og
hafði af honum góðan arð, enda
jafnan öruggur með nægan
fóðurforða.
Á síðustu árum hafði hann
að vonum dregið sig út úr öll-
um opinberum störfum, enda
heilsan þá farin að bila. Fans:
honum þá margt ganga á ann-
an veg en æskilegt væri en
fagnaði þó þeim miklu verk-
legu framförum sem orðið hafa
á síðustu árum.
Nú, þegar þessi aldraði
bóndi kveður vora veröld, þá
hafa sveitungar og vinir og
samstarfsmenn margs að minn-
ast frá liðinni æfi. En flestar
og hugljúfastar eru þó minn-
ingarnar fj'rir nánasta skyldu-
lið. Konuna sem horfir yfir ást-
ríkt hjónaband og langa æfi,
dóttujina, tengdasoninn, fóstur
börnin og aðra þá er nánust og
lengst kynni höfðu af hinum
látna. Minningarnar eru mikil
eign og góð. Þakkirnar fyrir
hið liðna fylgja út yfir hafið.
J. P.
Súglirðingar
Súgfirðingar, búsettir í Reykjavík og nágrenni, sem
hug hafa á að stofna Súgfirðingafjelag, eru vinsamlega
beðnir að rita nöfn sín á áskriftarlista, sem liggur frammi
í raftækjaverslun Eiríks Hjartarsonar h.f., Laugaveg 20B,
fyrir 18. þ. m.
45 Biblíufjelagsfundi síðan^um;
aldamót. Fundartíminn var
röskur hálftími einhvern synó-
dusdaginn. Þá var ársreikning-
ur lesinn, stjórnin endurkosin
„til næsta fundar“, og loks-
greiddu viðstaddir guðfræðir.g-
ar árstillög sín, eina eða tvær
krónur. Ekkert minnst á, ao ,
aðrir væru eða ættu að vera
fjelagsmenn. Svo var sá fund-
ur á enda.
Fyrir tveim árum var tveim
mönnum bætt við í stjórn fje-
lagsins. Skipa hana nú: biskup
Sigurgeir Sigurðsson formað-
ur, vígslubiskup Bjarni Jóns-
son fjehirðir, prófessor Sigur-
björn Einarsson bókari og sjera
Magnús Már háskólakennari,
og undirritaður, meðstjórnend-
ur. —
Þessi stjórn sendi í ársbyrjun
1949, í sambandi við nýskipað-
an Biblíusunnudag, ávarp eða
áskorun til landsmanria um að
ganga í Biblíufjelagið. — Var
því prýðilega tekið víða og mur,
fjelagið telja nú um 800 með-
limi.
í vor sem leið var — i ryrsta
sinn um langt skeið — enginn
Biblíufjelagsfundur haldinn, í
sambandi við synódus, enda
fjelagið nú hætt að vera fyrst
og fremst prestafjelag, þótt
enn vanti leikmenn í stjórn
þess.
Nú á að halda aðalfund, með
nýju fjelögunum — og þeim,
sem við kunna að bætast á
fundinum, — í Dómkirkjunni,
mánudagskvöldið kemur kl.
8,30.
Auk venjulegra aðalfundar-
staNa verður þar lagt fram
frumvarp að endurskoðuðum
fjelagslögAi. mikilvæg fram-
tíðarmál rædd væntanlega og
erindi flutt. Vonandi verður
fundurinn fjölsóttur.
Sigurbjörn Á. Gíslason.
- Úr heimsfrjetium
Frh. af bls. 6
frá völdum og leitaði á náðir
indverska sendiráðsins í höfuð-
borginni ásamt ríkisarfanum og-
öðru skylduliði sínu. Þriggja
ára sonahsonur hans er settur
í tignarstólinn, þó væntanlega
ekki ýkja valdamikill.
48 TÝNA LÍFINU
I FLUGSLYSI
j Á föstudaginn var týndist
'indversk farþegaflugvjel í
j Alpafjöllum. Var hún á leið frá '
Bombay til Lundúna með 40
indverska sjómenn, áhöfnin var
8 manns. Á sunnudag fannst
vjelin á Mont Blanc. Var hún í
gífurlegri hæð, þar sem geisaði.
j stórhríð og grimmdarfrost. Sjö j
manna björgunarleiðangur fór j
. áleiðis til flugvjelarinnar, og;
fórst einn þeirra í snjóflóði á j
leiðinni. Ekki þarf að spyrja að j
■ ævilokum þeirra, sem í flug-j
slysinu lentu.
KVÖÍ, slálfslæoiskvennsfjclagið
barnaskemmtun
í Sjálfstæðishúsinu á morgun, og hefst hún stundvís-
)ega klukkan 3,30.
Skemmtiatriði:
1. Skrautsýning.
2. Kvikmyndasýning.
3. Baldur og Konni.
4. Aage Lorange spilar á skemmtuninni.
Aðgöngumiðar fyrir börn f jelagskvenna og gesti þeirra
og líka fyrir þá, sem þurfa að fylgja litlum börnum,
verða seláir í dag í miðasölu Sjálfstæðishússins kl. 1—
4 e. h. — Óreldir aðgöngumiðar verða seldir á sunnu-
dag kl. 1C—12 árd. á sama stað.
SkemmtinefniHn.
Al menn skemmtun
i HÓTEL HVERAGERÐI, laugardaginn 11. nóvember
og hefst klukkan 9 síðdegis.
SKEMMTIATRIÐI:
Ræða. Stúlkur syngja. Kvikmynd. Dans.
Ferð frá Ferðaskrifstofunni klukkan 9 e. h. . _ .
SLYSAVARNADEILDIN MANNBJÖRG.
FUNDUB
verður haldinn í Fóstbræðra|jelagi Fríkirkjusafnaðarins
í Reykjavík, sunnud. 12. nóv. kl. 5 e. h. í Fríkirkjunni.
FUNDAREFNI:
Sjera Þorsteinn Björnsson, ávarp.
Sigurður Isólfsson, orgelleikur.
- Óperusöngvari Sigurður Skagfield syngur
Próf. Guðbrandur Jónsson flytur erindi.
Fjelagsmál.
Nýir fjelagar velkomnir. STJÓRNIN.
Keflvíkingar!
Suðurnesjamenn!
Tllkynning
til viðskiptamanna Aðalstöðvarinnar.
Höfum nú fengið útisíma við stöð okkar. Viðskipta-
menn okkar geta því hringt í þann síma, þegar stöðin
sjálf er lokuð.
AÐALSTÖÐIN, Keflavik,
* Sími 420.
EEIBBBEM „BBBI" S.F.
opnar í dag verslun að Laugaveg 74 undir nafninu
,,ROÐI“. — Seldir verða íslenskir leirmunir, olíumál-
verk og vatnslitamyndir.
LEIRBRENNSLAN ROÐI S/F.
Laugavc^ 74.
m
’«4