Morgunblaðið - 18.11.1953, Side 6

Morgunblaðið - 18.11.1953, Side 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 18. nóv. 1953 HSjcmsvel! rúmíiggjandi sjúklinga íinimfugur i dag: Bragi Ólafsson, héra í sjúkrahúsi við smábæinn Laren í Hollandi hefur verið tekin upp nýbreytni, sem mun einsdæmi að gert hafi verið í sjúkrahúsi. Sjúklingarnir, rúmliggjandi, hafa stofnað munnhörpuhljómsveit, — en einnig er leikið á lútur og trommu. í hljómsveitinni eru jafnt konur sem karlar og einnig unglingar. Hljómsveitarstjórinn er einnig rúmliggjandi. Hér sést klutí hljómsveitarinnar. iiristmann Guðmundsson skrifar um Sagnaþætti Fjallkonunnar SAGNAÞÆTTIR FJALLKONUNNAR Jón Guðnason sá um útgáfuna. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. ÁRIÐ 1884 var stofnað nýtt blað í Reykjavík. Nefndist það „Fjall- konan“ og ritstjóri þess var ung- ur Þingeyingur, Valdimar Ás- mundsson. Hann varð síðar þjóðkunnur fyrir marga hluti góða, en einkum þó afskifti sín af íslendingasögum, er Sigurður Kristjánsson gaf út. Bjó Valdi- mar þær til prentunar, og er ekki ofmælt það, sem Jón Guðna- son segir í formála, að útgáfa þeirra hafi verið eitt hið þarf- asta verk, sem unnið hefur verið fyrir bókmenntir þjóðar vorrar á síðari tímum. Valdimar Ásmundsson var lítt settur til mennta, mun aðeins hafa notið tilsagnar nokkrar vik- ur, fram yfir barnalærdóm þeirra tíma, sem oftast var af skornum skammti. En menntunar aflaði hann sér eigi að síður og vakti snemma á sér athygli með ýms- um ritstörfum. Meðal annars gaf hann út „Ritreglur handa byrj- endum“, er hann var tuttugu og sex ára gamall. Var kver það svo vel úr garði gert, að það var notað sem aðalkennslubók í íslenzkri málfræði handa byrj- lendum í meira en aldarfjórðung. Þótt ,,Fjallkonan“ væri lítið blað, var hún furðulega fjöl- breytt að efni, og náði brátt miklum vinsældum. — Mér er hún minnisstæð frá fyrstu bernskuárum mínum, því afi minn hafði haldið henni saman og mun hafa átt hana mestalla. Las ég margt í henni, en einkum sagnaþættina, og var mér mikil ánægja að rifja þá nú upp, eftir nálega fjörutíu og fimm ár. — Mun svo fleirum fara, að lestur bókar þessarar veiti þeim gleði, því hún er að mörgu merk, og sagnaþættir úr þjóðlífinu eiga hér miklum vinsældum að fagna, sem lofsvert er og gott. Þótt Valdimar Ásmundsson hafi safnað sögum þessum og! birt þær hefur hann skráð fæst- j ar þeirra sjálfur, því víðast er annarra höfunda getið. Þó eru | þarna nokkrar, sem ekki eru j „feðraðar", og auk þess ýmsar | greinar fróðlegar, er birtust í „Fjallkonunni“. Ein þeirra er i Valdimar Asmundsson ritstjóri Fjallkonunnar. eftir Jónas skáld Hallgrímsson og fjallar um íslenzka kvenbún- inginn, vel rituð og skemmtileg. Margir af þáttunum eru mjög vel færðir í letur og í þeim ágætar mannlýsingar, t. d.: „Þáttur af Guðmundi ríka í Brokey“ Guð- mundur þessi arfleiddi Ftihr- mann amtmann að maurum sin- um, en Fuhrmann klæddist ís- lenzkum bændabúningi í þakk- lætisskyni, 'á ferðum sínum, og hafði minningu Guðmundar mjög í heiðri. Fúhrmann þessi var, eins og kunnugt er, ein aðal- persónan í hinu jllræmda Schwartzkopf-máli, og ekki naut hann arfsins lengi, því hann andaðist á Bessastöðum árið 1735. — í bókinni eru og þættir af Ragnheiði Brynjólfsdóttur og Jóni Indíafara, smásögur um Skúla landfógeta og ævisaga hans, er hann hefur sjálfur ritað á dönsku. Þá er vel gerður þátt- ur um Sjöundármál og tildrög þess; skemmtilegar sögur um skrítna menn og sterka; sagt er frá brúðkaupi Eggerts Ólafsson- ar; ennfremur þáttur af Jörundi hundadagakonungi og tilfærðar auglýsingar þær, er hann lét upp festa í Reykjavík; merk saga um dráp Spánverja í ZEðey érið 1615; testamennti Guðbrandar biskups, og smásögur um Bjarna Thorar- ensen. Þarna er og margs konar fróðleikur, sem fengur er í, t. d. greinin: „Missir dýrgripa úr landi“, sem segir frá því hversu Danir hafa rænt og rúið land vort að flestu því, er hér fapnst fémætt, ekki sízt handritum og bókum fornum. Er það sorgleg saga, en rétt að menn geri sér grein fyrir efni hennar, svo eng- inn efist um siðferðilegan rétt vorn til handritanna, sem nú er deilt um. Öll er bók þessi hin ágætasta, á sínu sviði, og mikill fengur að henni því hún geymir ýms verð- mæt brot úr menningarsögu vorri. Frágangurinn er vandaður og smekklegur. — Jón Guðnason hefur ritað fróðlegan formála og tekið þar samari í stuttu máli ævisögu Valdimars Ásmundsson- ar, auk þess sem hann gerir grein fyrir útgáfu sagnaþáttanna. Ágrip af sögu ariKianna kornið út á íslenzku NÝLEGA er komið út á íslenzku Ágrip af sögu Bandaríkjanna sem Upplýsingaþjónusta Banda- ríkjanna gefur út. — Bókin sem er prentuð á myndapappír og er um 170 blaðsíður að stærð er hin prýðilegasta að öllum frágangi, smekkvís og vönduð og skreyta hana fjölmargar skemmtilegar myndir. Ágrip af sögu Bandaríkjanna er í 7 köflum og í henni er saga Bandaríkjanna rakin í stórum dráttum allt til okkar daga. — Höfundur bókarinnar er Frances Frideman og samdi hann rit sitt í samráði við færustu sögupró- fessora Bandaríkjanna. Þórður Einarsson fulltrúi hefur þýtt bókina og leyst það verk sitt af hendi ágætavel. Er mikill fengur að þessari bók og ættu allir þeir sem vilja kynna sér sögu vold- ugasta lýðræðisríkis vorra tíma að lesa hana. FIMMTUGUR er í dag góður og gegn Árnesingur, Bragi Ól- afsson, héraðslæknir á Eyrar- bakka. Hann var fæddur 48. nóv. 1903, í Keflavík í Gullbringu- sýslu, sonur Ólafs Ófeigssonar, verezlunarstjóra þar og konu hans Þórdísar Einarsdóttur frá Kletti í Geiradal. Var Ólafur verzlunarstjóri sonarsonur Ófeigs Vigfússonar hins ríka, bónda á Fjaalli á Skeiðum. Eru nú af- komendur Ófeigs Fellsbónda orðnir margir um Suðurland, vel gefið og merkt sæmdarfólk. Tvítugur að aldri lauk Bragi stúdentsprófi og prófi í læknis- fræði 6 árum síðar. Upp þaðan stundaði hann framhaldsnám í Þýzkalandi um skeið. 19. nóv. 1929 kvæntist hann frændkonu sinni, Sigríði Jónsdóttur, systur- dóttur séra Ófeigs í Fellsmúla, 2. maí dag 1934 var honum veitt Hofsóshérað og þiónaði því til nýjárs 1945, er hann var skipað- ur héraðslæknir í Eyrarbakka- héraði. En þar hefur hann ver- ið læknir síðan. Hér hefur verið stiklað á stóru, er rakin hefur verið hin ytri atburðaröð í ævi læknisins. En hann á um það sammerkt öllum ágætismönnum, að slík tímasetn- ing atburða gefur litlar upplýs- ingar um manninn sjálfan, mann- gerð hans og mannkosti. Mér veerður nú, í rmnningunni, reik- að til þeirra stunda, er ég naut kynningar hinna ágætu læknis- hjóna, meðan þau voru búsett í Hofsósi. Þau unnu sér þar skjótt almennar vinsældir. Bar margt til þess, að svo hlaut að verða, og þó einkum glæsimennska þeirra, góðar gáfur og miklir mannkostir. Læknirinn reyndist prýðilega vaxinn starfi sínu, ágætur læknir og harðfengur ferðamaður. En læknisfereðir á þessum slóðum eru torsóttar um vetur, því að héraðið er vítt og venjulega snjóasamt. Einkum mun hinum gömh’. héraðsbúum Braga læknis í ljósu minni, hve auðveldlega honum tókst að vinna trausts fólksins, sem til hans leitaði. Má í því sambandi j minna á orð granna míns, sem hafði leitað til hans sjúkur: I „Hann er þess konar maður nýi ! læknirinn okkar, að hver maður hlýtur að gleyma sjúkdómi sín- um og fá nokkurn bata við það eitt að sjá hann og eiga við hann tal“. Þótt ég beri raunalega lítið skyn á lækinsfræðileg efni, hugsa ég, að starf lækr.a muni vera tvíþætt: læknislist og læknavís- indi. Má hvorugs án vera, ef vel á að duga. Mun það ljóst vera, að læknavísindi koma að litlu haldi þeim lækni, sem lítt er til fallinn að vinna traust sjúklinga sinna. Læknar þurfa, öllum mönnum fremur, að vera mann- skyggnir og laðandi, léttir í svör- um og flytja með sér þrótt og hressingu þjáðum mönnum og hrelldum. Þessir kostir allir eru Braga lækni meðfæddir eigin- leikar. Víst á ég margra yndisstunda að minnast frá því er ég var gestur þeirra góðu læknishjóna í Hofsósi. Stórar kaffidrykkjur j á mína hlið, en frábær gestrisni þeirra, gefa þessum stundum | gleggst svipmót í minningur.ni. I Læknirinn, hinn víðförli maður og skyggni mannkönnuður og i hugkönnuður, hafði þar jafnan svo miklu að miðla, að ég fór frá honum hverju sinni betri maður og bjarsýnni en ég var, j er ég kom til hans. Þessar stundir þakka ég af alhug ásamt öllum j öðrum samskiptum og óska, fyrir mína hönd, fjölskyldu minnar og sveitunga, læknisfjölskyldunni giftu og gengis um ókomin æfi- ár. Kolbeinn Kristinssson. BRAGI Ólafsson, héraðslæknir á Eyrarbakka er fimmtugur í dag.Það má segja að þetta sé ekki hár aldur, enda er maðurinn fríð- ur og föngulegur ennþá. Kynni okkar Braga hófust fyr- ir nær 20 árum, eða 12. maí 1934, var ég þá svo heppinn að bera hann á bakinu inn í Hofsóslækn- ishérað, í fyrsti skipti, er hann kom þangað. Bragi kom þá frá Siglufirði með opnum vélbáti í kalsa veðri. Kaldur og hrakinn steig hann fyrst fæiti í þetta hérað, en þar átti hann eftir að ylja mörgum um hjarta með vel heppnuðum læknisaðgerðum og drengilegri og góðri framkomu. Okkar kynni hófust þann 12. dag maímánaðar, en þau áttu eft- ir að verða að halclgóðri vináttu, sem vonandi mun endast æfi- langt. Ég varð brátt heimagangur á heimili læknishjónanna og ætíð var viðmótið og handtökin hin sömu og hlýju. Mér og mínu mannmarga heimili hefir Bragi veitt mjög marga og góða læknis- hjálp, sem vart er hægt að þakka sem skyldi, munu og áreiðanlega margir segja og hugsa svipað og ég á þessum tímamótum í lífi hans. Læknarnir eiga svo mikil ítík í hjörtum fólksins sem alla jafna treysta þeim til fulls og leggja ekki ósjaldan líf sitt í þeirra hendi, þegar læknirinn er þá líka góður drengur að allra dómi, þá er það ekki að furða, þó mörgum verði nú hugsað með hlýju og þakklæti til Braga læknis. Ég er ekki í vafa um að ef austur- skagfirðingar væru nú það hand- leggjalangir, að þeir næðu suður yfir fjöllin, þá myndi Bargi verða handsár að kveldi eftir mörg föst og hlý handtök, en hugurinn flýg- ur þó og mun áreiðanlega ylja ykkur, Bragi og frú Sigríður. Ég sjálfur á svo margar góðar minningar frá okkar skiptum, að of langt yrði upp að telja hér, en það veit ég, að Bragi efast ekki um hug minn til þeirra hjóna, og gott vinarþel er þó allt af nokkurs virði í þessum heimi. íbúar Hofsósslæknishéraðs óska Braga lækni og fjölskyldu hans allrar blessunar. Björn, Bæ. Kosning Iðnráðs siendur rnl yfir KOSNING fulltrúa til Iðnráðs Reykjavíkur fer fram í þessum mánuði. Kjósa skal einn fulltrúa fyrir hvert félag sveina og meist- ara í hverri iðngrein. í byrjun næsta árs verður svo aðalfundur iðnráðsins haldinn, og koma þá hinir nýkjörnu fulltrú- ar saman. EGGERT OLASSEN og GÍJSTAV A. SVEINSSON hœstaréttarlöfanenn. Mnhamri við Templaranuut. Sími 1171 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.