Morgunblaðið - 02.12.1953, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.12.1953, Blaðsíða 2
1 MönGUiSBLAÐSÐ Miðvikudágur 21 des. 1953 S-æknisráð vikurasisr: Sjúkdómar er stafa gf B-fjórvisskorti RANNSÓKNIR á sjúkdómnum Beri-beri urðu til þess að menn lcomust að raun um tilveru fjðr- cfnanna. Beri-beri er sjúkdómur, sem einkum var, en er raunar enn, mjög tíður meðal þeirra þjóða, er Iifa að miklu leyti á hrisgrjón- um. í Japan dóu árlega um 15 þúsundir manna úr Beri-beri á árunum kringum 1930, svo að dæmi sé nefnt. Sjúkdómurinn hagar sér aðal- lega með tvennum hætti, sum- part |„þurr“, sumpart „votur“, sem kallað er. í byrjun verða J>eir, sem veikjast af Beri-beri, varir við ýmiss konar taugaein- kenni, svo sem smástingi eða náladofa og fiðring, einkanlega í fótunum. Mönnum getur fund- izt eins og fæturnir séu ekki í sambandi við likama sinn. Fæt- urnir ,,sofa“ og þeir geta orðið tilfinningarlausir. Það kemur sinadráttur og verkir í vöðvana. Stundum getur þetta breiðst út í handleggina eða á aðra líkams- hluta. Sjúklingarnir verða mjög þreyttir, og síðar kemur lömun í fætur og handleggi. Stundum fá menn fyrir hjart- að, hjartslátt og andþrengsli, jafnvel af lítilfjörlegri áreynslu. Stundum tærast menn upp og verða grindhoraðir. Aðrir belgj- ast út af vátnssótt (bjúg). Menn geta einnig fengið sambland af hvorutveggja. Allir deyja þeir, cf ekki er gripið til læknisráða í tíma. Margir vísindamenn hafa unn- ið að því að leysa gátuna um Beri-berisjúkdóminn, en drýgst- an þáttinn í því átti hollenzkur læknir á Java. Hann gat sannað með tilraun- um á fuglum, að framkalla mátti Beri-berisjúkdóminn með því að gefa „fægð“ (afhýdd) hrísgrjón eingöngu til matar, þ. e. a. s. hvít hrísgrjón, sem hér á landi eru notuð í hrísgrjónagraut. En nú skulum þið ekki halda að þið fáið Beri-beri af að borða hi ísgrjónagraut á jólunum. Beri- heri fá menn, ef menn eingöngu lifa á hvítum hrísgrjónum, dag eftir dag, en það er mataræði fátæklinga í heitu löndunum. Hvað eru fægð hrísgrjón? Hrísgrjónin eru frækorn eins og hveitikorn og hafrar. En til þess að gera hrísgrjónin Ijúf- fengari og útgengilegri, eru þau afhj'dd í myllunum. Fyrr á tím- urn var aðeins tekið nokkuð af hýðinu, en við það skemmdust gt-jónin ekki verulega. Síðar fengu menn sér nýtízku vélar, sem tóku hýðið allt og við það fengu grjónin fínt útlit og urðu haldgóð verzlunarvara. Þá urðu grjónin hættuleg þeim, er fegnu ekki aðra fæðu. En svo kom hollenzki læknir- inn Ejkman til sögunnar og fann, að beinlínis var hægt að lækna Beri-beri sjúka fugla, með því að gefa þeim hrísgrjón með hýðinu, eða ef þeir fengu afhýdd grjón og hýðið sérstaklega. Nú kom- ust rannsóknirnar á rekspöl. Ég man að ég las að í fangelsi á Java voru margir Beri beri- sjúkir fangar. Þetta var nýtízku fangelsi og fangarnir fengu af- hýdd hrísgrjón. í öðru fangelsi, þar sem lifn- aðarhættir vou eftir gömlum venjum, fengu fangarnir hrís- grjón með hýðinu. En þar voru engir Beri-beri sjúklingar. Svo er skipt um mataræði í þessum tveimur fangelsum', og Beri-berisjúkdómurinn hvarf þgð an sem hann áður var, en hans vorð aftur á móti vart þar sem menn urðu ekki varir við hann fyrr. Svo það hlaut að vera eitt- hvað í hýðinu, sem kom í veg fyrir Bei'i-berisýkina, og þetta j „eitthvað“ var B-fjörvið. Árið 1927 var B-fjörvi fram- leitt hreint, og árið 1936 var hægt að framleiða það efnafræðilega. | Þetta fjörvi er kemur í veg fyrir Beri-beri sjúkdóminn er, kallað Bi fjörvi. Nú hafa menn fundið margar tegundir af B-fjörvi. Nýjast er Bi2 fjörvi, er hjálpar til að lækna mergruna (Pernieiös 'anæmi). Annar B-fjörvisskorts sjúk- dómur heitir Pellagra, er eink- um þeir menn fá, sem lifa ein- j I göngu á maís, t. d. i sumum | Balkanríkjanna og á Ítalíu. i Sjúkdómurinn byrjar með því að menn fá bólgu í tunguna og munninn, síðan niðurgang, því- næst sérkennilegan húðsjúkdóm, er lýsir sér í roða í húðinni á þeim líkamshlutum, sem fötin ekki hylja, einkum á handar-' bökum. Gétur það minnt nokkuð á sólbruna. Húðin verður einnig ’ dökk eins og hún sé mikið sól- I brennd. En þarna er um sjúkdóm að ræða, og húðin springur og afmyndast. Með því að gefa sjúklingunum | eina tegund af B-fjörvi (nikótín- sýru), byrjar batinn fljótt, jafn-j vel að nokkrum klukkustundum , liðnum. Beri-beri og Pellagra eru al- gengir sjúkdómar í fjarlægum j löndum og þekkjast einnig á Norðurlöndum, en ekki ef menn neyta álgengrar fæðu. Aðeins | meðal fólks sem hefur einhliða mataræði. Ég hef sjálfur séð eitt íilfelli af votum Beri-beri. Sjúklingur- inn hafði langan tíma nærst ein- göngu á öli og brennivíni, unz hann þrútnaði allur og varð að ólögulegu hrúgaldi. En þetta sælgæti var frá honum tekið og hann fékk B-fjörvi og venjulegt fæði, og komst í samt lag. Ég held að hann hafi losað sig við 50 kg af bjúgvökva á viku eða hálfum mánuði og varð fullfrísk- ur og eðlilegur að nýju. Við sérstæðar og einkennileg- ar kringumstæður koma fyrir einstöku Pellagra tilfelli í Dan- mörku, en engin ástæða er fyrir heilbrigt og hraust fólk að troða í sig fjörvi-lyfjum. Borðið að- eins venjulegan mat. (Eftirprentun bönnuð). Ejðmi Aðalbjarnar- son dr. phíl., HAFNARFIRÐI — í gærmorgun lézt að heimili sínu hér í bæ dr. phil. Bjarni Aðalbjarnarson — Hann hafði átt við vanheilsu að striða undanfarin tvö ár. Dr. Bjarni Aðalbjarnarson var fæddur á Hvaleyri 7. desember árið 1908. Hefði hann því orðið 45 ára n.k, sunnudag. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1927, og mag. art 1932. Var hann síðan við framhaldsnám í Osló veturinn 1932—33. Kennari við Flensborgarskóla varð hann 1934 og þar til er hann lézt. — Dr. phil. varð Bjarni Aðalbjarnarson við háskólann í Osló fyrir ritið Om de norske kongers sagaer. — G. Þý/fci fiskurinn brást DRÁTTUR hefur orðið á því að þýzkir togarar flytji fiskfarm til Bretlands, að því er Fishing News segir frá. — Var ætlað að þýzku togararnir færu að sigla til Grimsby upp úr helginni 22. nóvember, en enginn var enn kominn um helgina 29. nóvem- ber. Þetta stafar af því að fiskmark- aðurinn í Þýzkalandi hefur verið óvenjulega góður. — Þannig var ætlunin að þýzkur togSri' kæmi inn til Grimsby föstudaginn 27. nóvember með 4400 kits, en þá bárust fregnir af mjög hagstæðu fiskverði í Cuxhaven, svo útgerð- in kaus heldur að senda skipið þangað. Surprise og Júní með karfa HAFNARFIRÐI — Togarinn Surprise kom af karfaveiðum s.l. mánudagsmorgun með 257 tonn. Hann fór í slipp í morgun og fer líklegast aftur á veiðar á morg- un. — Þá kom togarinn Júní af veiðum í gær, og er hann með í kringum 260 tonn af karfa. — G. var óváfryggf Tvö brimaköll i gærdag I GÆRDAG var slökkviliðið kallað út tvívegis. f fyrra skiptið hafði kviknað í skála 12 í Laug- arnesbúðum. Eldurinn hafði læst i sig í þak skálans, en var fljótlega ' slökktur. — Þar urðu nokkrar skemmdir. í skálanum býr Þor- , steinn Alfreðsson. Ekki var um eld að ræða í síðara skiptið, er slökkviliðið var ' kallað niður að höfn, en talið var að eldur væri í fiskiskipinu Sig- i urði Péturs. — Svo reyndist þó ekki. Verið var að þurrka lestar f skipsins og voru koksofnar kynnt ir til þess. (hurchill Framh. af bls. 1. . I gert ráð fyrir, að hann færi frá Lundúnum seint í kvöld. — —1 Lániel leggur af stað annað kvöld og Eisenhower nokkru seinna,:j enda á hann stytzta ferð fyrinj höndum. I I BLAÐINU í gær var skýrt írá bruna sumarbústaðar skammt frá Baldurshaga. Bústaður þessi nefndist Lynghóll og var í landi Heiðabæjar. Eigandinn, Þorgeir Guðmundsson, verzlunarmaður hjá Ellingsen, átti þar heima ásamt konu sinni og barni. Enginn var heima, er eldurinn kom upp, og er álitið að kviknað hafi í út frá kolaeldavél. Húsið og innbú var hvorttveggja óvá- tryggt, þannig að tjón þeirra hjóna er mjög tilfinnaniegt. — Þorgeir var að byggja við hús sitt og ætlaði ekki að láta meta það til brunabóta fyrr en því verki væri lokið.________ Ný skáldsaga eftir Slaughler komin úf KOMIN er út ný skáldsaga eftir Frank G. Slaughter, er nefnist „Erfðaskrá hershöfðingjans", en Slaughter á hér marga aðdáend- ur, sem beðið hafa þess með eftir væntingu að ný bók eftir hann kæmi út í íslenzkri þýðingu. Af fyrri bókum Slaughters má t.d. nefna „Líf í læknis hendi“. Þessi nýja saga gerist ó fyrstu árunum eftir frelsistríð Banda- ríkjanna og fjallar um ungan skurðlækpi, sem á í harðri bar- áttu við. volduga andstæðinga. Andrés Kristjánsson hefur þýtt bókina, en útgefandi er Draúpnisútgáfan. í SUMUM af dagblöðum bæjar- ins, og þá einkum Alþýðublað- inu og Tímanum, hafa eigendur Kveldúlfs h. f. sætt illkvittnum árásum fyrir það að hafa greitt stóreignaskatt sinn og félagsins með fasteignum félagsins á Hest- eyri og hefur verið látið að því liggja, að sú grein í stóreigna- skattslögunum, sem heimilar skattgreiðslu með slikum eign- um hafi verið sett í lögin að okk- ar undirlagi. Eigendur Kveldúlfs h. f. eru að sönnu orðnir því all vanir að taka ómaklegum ádeilum með þögninni, en þó þykir nú eftir atvikum rétt að leggja fram ein- föld og óyggjandi gögn, sem fyr- ir hendi eru, svo að öllum geti skilizt, að óhróður þessi á við engin rök að styðjast. Lögin um stóreignaskatt eru samþykkt á Alþingi 19. marz 1950. Nærri níu mánuðum seinna, eða 7. desember 1950, skrifar Kveldúlfur h. f. skattstjóranum í Reykjavík svohljóðandi bréf varðandi umræddar eignir okk- ar á Hesteyri. „Við sendum yður hjálagt afrit af fasteignamati síldar- verksmiðjustöðvar okkar á GETIMIMSPÁ GETRAUNASEÐILL þessarar viku virðist fljótt á litið ekki svo erfiður, því að í mörgum leikj- anna er um nokkuð góð heima- lið að ræða gegn veikum útlið- um. Meðal liklegra heimasigra má geta helzt Burnley—Sunder- land, en Sunderland hefur enn ekki getað farið með sigur af hólmi í leikjum sínum að heim- an, Newcastle—Chelsea, en bæði eru í uppgangi síðustu leikina, Newcastle. vegna nokkurra kaupa á leikmönnum, sem hafa skanað marksæknari framlínu, en liðið hefur haft til þessa í vetur. Chelsea hefur alltaf verið samt við sig, upp og ofan og alltaf óútreiknanlcgt. í London hefur verið spurt um orsakir þess, að Arsenal hefur verið öðruvísi en vant er, þ. e. í efstu sætunum, en enginn spyr, hvers vegna Chelsea er alltaf eins, þ. e. í neðstu sætunum. Sheffield Wed. Preston, Rotherham og Swan- sea hafa öll meiri möguleika en andstæðingarnir ef dæma skal eftir árangri liðanna í vetur. Bolton hefur enn ekki tapað heima, unnið 6, 3 jafntefli, en þó má gera ráð fyrir tvísýnum leik gegn Huddersfield, sem alltaf nær góðum leik gegn góðu llði. Wolves hefur ekki tapað í síð- ustu 17 leikjum sínum, en Totten ham er erfitt viðureignar heima í London, þótt það hafi ekki sömu yfirburði og er það var nýkomið upp úr 2. deild, þar eð svo mörg félaganna hafa tekið upp leikstíl þess. Vert er að veita athygli, að Plymouth hef- ur tekið sig á síðustu leikina, og er komið upp í 17. sæti og hefur einnig góðan árangur að sýna heima, eitt tap, 7 jafntefli en 2 •'ígra. Bolton—Huddersfield 1 (x2) Burnley—Sunderland 1 Liverpool—Blackpool (x) 2 Middlesbro—Arsenal 2 Newcastle—Chelsea 1 Preston—Aston Villa 1 Sheffield W,—Cardiff 1 (x) Tottenham—Wolves (x) 2 Birmingham—Everton 1 Plymouth—Doncaster x Rotherham—Derby 1 Swansea—Blaekburn (1) x Hesteyri. Mat þetta er fra árinu 1942. SíldarVerksmiðj-< una höfum við ekki getaö rek-< ið í um 10 undanfarin ár og er það meðfram af því, að all-* ar brýggjur og pallar verk- smiðjunnar brotnuðu niður á' stríðsárunum af völdum ill- viðra og ísa. Þau mannvirkf cru því ekki lengur til staðarí og geta því ekki talizt eigni en eru að fasteignamati kr4 53.700,00. Síldarþró, steinsteypt. Botri þróarinnar er steyptur en öll yfirbygging og þróarpallar úfl timbri, sem er nú niðurbrotið og fúið að svo miklu leyti serri sá efniviður hefur ekki veri3 notaður áður til viðhalds öðr- um húsræflum, er legið hafa við foki eftir hin mörgu ár- legu illviðri þar um slóðir. Sem síldarþró teljum við þetta einskis virði, en er að fast- eignamati kr. 16.400,00. Öll hús verksmiðjunnar eri| timburhús, gömul og mjög úr; sér gengin enda upphaflegri illa byggð og frá þeim tíma* er þar var rekin hvalveiði- stöð, flest líklega 40—50 árri gömul. Þessi hús eru að fast- eignamati kr. 124.000,00, erj við teljum með öllu óvíst að kr. 20—30.000,00 fengist fyriri þau nú til niðurrifs, en við- gerðir mundu kosta hundruð þúsunda króna. Svona er þá ástand þessara fasteigna og treystum við því, að þér leið- réttið fasteignamatið frá 1C42 samkvæmt framanrituðu“. Skattstjórinn varð að sönnu að litlu leyti við þessum tilmælum en hafnaði megin kröfum félags- ins og voru þessar eignir mctn- ar til stóreignaskatts á kr. 390 þúsund. Eins og bréf þetta ber með sér, er félagið ekki að fara fram á að megk- greiða skattinn með þessum eignum heldur þvert á móti að eignirnar verði ckki metnar til stóreignaskatts. En ef skattstjóri hefði séð sér fært að verða við þeirri ósk, gat Kveld- úlfur h. f. ekki lengur greitt ckatt inn með eignunum. Eftir þetta liggur málið aiveg Ijóst fyrir, því að bréfið tekue af öll tvímæli um það, að Kvzid- úlfur h. f. hefur ekki haft r.eina tilhneigingu til að greiða skatt- inn með fasteignunum, seri þó út af fyrir sig engan veginn gætí verið ámælisvert. Fyrir félaginu vakir þao eitt að fá cignimar rétt metnar, Og það er ekki fyrr en þeirri ósk er hafnað, að félagið ákveður að afhenda ríkinu þessar eignir við því verði, scm ríkið sjálft iagði á þær gegn skoðun og vilja Kvelúlfs. Kjarni málsins er því þessi: 1. Löggjafinn ákvéður að greiða megi rstóreigna- katt með fasteignum á því verði, sem ríkið sjálft legg- ur tii grundvallar við á- kvörðun stóreignaskatts. 2. H. f. Kveldúlfur óskaði ekki eftir að notfæra sár þennan rétt. 3. H. F. KVELDÚLFUR BER ÞVERT Á MÓTI FRAIVt ÓSK, SEM ÚTILOKADI GREIÐSLU MEt) ÚM- RÆDDUM EIGNUM, EP HÚN HEFÐI VERID SAM- ÞYKKT. 4. Það cr eki fyrr en þeirrl sanngjörnu ósk var hal'n- að, að Kveldúlfur h. f. ákveður að afhenda ríkimt umræddar cignir á þv| verði, sem það sjálft lagði á þær. 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.