Morgunblaðið - 02.12.1953, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.12.1953, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 2. des. 1953 MORGUNBLAÐIÐ 9 > • íiommunisíai ÉG var á ferðalagi í Vestur- Þýzkalandi í marz 1952. Ég kom til Miinchen og sat þar nú og talaði við mann nokkurn. Maður þessi hafði verið sveit- arforingi í rauða hernum. Þetta var sterklegur maður á þrítugs- aldri, stórskorinn í andiiti og með snoðklippt hár. Eins og svo margir flóttamenn frá Rússlandi hafði hann tekið upp leyninafn til þess að koma ættmennum sín- um í Rússlandi ekkí í vanda. — Saga hans var einkennandi fyrir þúsundir annarra hermanna. Hann hafði hætt lifinu með því að hlaupa úr rússneska hernum í Austur-Þýzkalandi og flýja vestur á bóginn. Nú virtist hann reiðubúinn að hætta lífinu í ann- að sinn til að stuðia að því að hrinda harðstjórunum frá völd- um í Rússlandi. — Þið Ameríkumenn, sagði hann, — gefið milljarðir króna til að eignast bandamenn í bar- áttunni gegn kommúnismanum. Það er gott nokk. En hvers vegna gerið þið ekkert til að aðstoða þær milljónir manna og kvenna, sem þegar standa með ykkur? ■— Hverjir eru það? spurði ég. — Þið vitið víst hverjir það eru, sagði hann. — það eru andstæðingar Kreml-stjórnar- innar í Rússlandi sjálfu, — fólk af alþýðu bergi brotið eins og ég. Þetta fóik hefur barizt með berum hnefum gegn harðstjórum kommún- ista í 30 ár. Milljónir þessa fólks hafa veriff teknar af lífi. Aðrar milljónir veslast upp í þrælafangabúðum. Þetta hafa þeir gert og þó íengið litla uppörvun eða hjálp. Hann minntist á það að í Vest- urlöndum vissu menn almennt að kommúnistastjórnirnar í Pól- landi, Tékkóslóvakíu, Ungverja- landi o. s. frv. ættu allan almenn- ing á móti sér. Það væri svo til- tölulega skammt síðan okið var sett á þessar þjóðir, að það væri enn í fersku minni. — Rússneska þjóðin var líka á sínum tíma kúguð til undir- gefni, sagði sveitarforinginn. — Það er að vísu svo langt síðan að það er eins og umheimurinn sé farinn að gleyma því. —★— Ég minntist þessa samtals nú í sumar, þegar miklar og margar fréttir bárust frá lepprikjum Eússa um uppþot og óeirðir í þeim. En við þessar fréttir .úr lepp- ríkjunum má bæta því, sem rúss- neski sveitarforinginn hafði að segja, sem hundruð þúsunda ann- arra flóttamanna frá Rússlandi vita einnig, að geysileg og djúp- tæk óánægja ólgar jafnvel í sjálfu Rússlandi. Við höfum getað kíkt inn í Austur-Þýzkaland gegnum litið skráargat, það er gegnum Vest- ur-Berlín. Við sáum ljósiega gegnum þetta skráargat, hvað var á seyði í Austur-Berlín í júníbyltingunni 1953, vorum sjón arvottar að þeirri byltingartil- raun og ýmsum afleiðingum Jhennar. Það var svo gott þetta litla skráargat, að við fengum meira að segja að sjá kvikmyndir af austur-þýzkum verkamönn- um, sem uppnæmir af reiði rifu niður hinn rauða kúgunarfána og kveiktu bál úr áróðursspj öld- um valdhafanna. Við sáuro minn- isverðar myndir af ungnm mönn- um, sem köstuðu grjóti að rúss- neskum skriðdrekum; þeir voru eggjandi táknmyndir hinnar hetjulegu og þó vonlausií mót- spyrnu. Því miður eiga vestrænu þjóð- irnar ekki fleiri svo góð skráar- göt í öðrum leppríkjum né í Rússlandi sjálfu. Þess vegna hef- ur kommúnistum tekizt að fela það hve uppreisn fólksins var Þegar hermenn neifa að skjófa á mannsöfnnð Fyrri grein — Eftir Eugene Lyons KlAIScuJQmim HUMV ISS'Q'TOS Farþegi slasaðist af flug- vélarskrúfu. Flugvélareig- andi greiði hluta tjónsins ! Ungir menn köstuðu grjóti að rússneskum skriðdrekum í júníbylt- ingunni í Berlín eru táknmynd hinnar víðtæku hetjulegu baráttu. geysi víðtæk og álmenn í öllum þessum löndum. Samt hefur svo mikið frézt og borizt út af at- burðum þessum, að það er ljóst að það hrikti í máttarviðum kommúnismans. Rússnesku hernámsyfjrvöld in neyddust til að lýsa yfir) hernaðarástandi í næstum öllu Austur-Þýzkalandi og að j minnsta kosti í nokkrum hluta ' Póllands. Lögregla með sveifl andi kylfum og herlið stál- grátt barðist við mannfjöld- ann og til júlíloka var til- óttanum. Það er ekki aðeins ótti við gerandi mótspyrnu, heldur engu síður við hina hægu og hljóðalausu mót- spyrnu, skemmdarverk unnin í kyrrþey og óhlýðni bænda, sem sjá sér ekki hag í að auka framleiðsluna. Sfyrkið lamaða og faflaða kynnt opinberlega að 50 þús- j und manns, flestir þeirra verkamenn í verksmiðjum,' hefðu verið handteknir. Við vitum með fullri vissu! að stórkostleg verkföll fóru1 i'ram í Tékkóslóvakíu og Búlg aríu, að hungurgöngur og margskonar önnur mótþróa- J fyrirbæri komu fram í Pól- landi, Ungverjalandi og Rúm- eníu og að hin rauða Albanía ólgaði af uppreisn og heift. Menn hafa ekki veitt einum merkiiegasta atburðinum í Aust- ur-Þýzkalandi athygii sem skyldi. I borg einni réðist hópur óvopnaðra verkamanna á fang- elsi, sem rússneskt herlið gætti. Hinir rússnesku herverðir neit- uðu að hlýða fyrirmælum um að skjóta á fólkið. 18 þessara rúss- nesku hermanna hafa nú verið dæmdir til dauða. Þetta atvik hlýtur að hafa vald ið stjórnarherrunum í Kreml hrylhng, því að það minnir svo óþægilega á það, þegar hermenn rússneska keisarans neituðu að skjóta á fólkið í Pétursborg 1917. Viðbrigði stjórnarherranna og þjóna þeirra í leppríkjunum sýna þó betur en allt annað, að nú hefur kommúnistaforsprökk- unum skotið skelk í bringu. Því að svo örvæntingarfullar virðast sumar aðgerðir þeirra vera. — I Ungverjalandi lofaði nýr forsæt- isráðherra þjóðinni betri og auk- inni atvinnu og gekk síðan alger- lega í berhögg við kenningu kommúnismans með því að við- urkenna að nokkru eignarétt ein- staklingsins. I Rúmeniu var korni úr vöruskemmum ríkisins, sem átti að fara til útflutnings, dreift til þjóðarinnar sjálfrar og matarskammturinn var nokkuð aukinn. í Tékkóslóvakíu var til- kynnt að nokkrar þrælavinnu- búðir hefðu verið uppnumdar. EriTÍnn skyldi álíta að Kreml-herrarnir geri þessar breytingar af fúsum vilja. — Hitt er sannara, aff valda- mennirnir láta nú leiðast af NÚ HEFUR Eva Hjálmarsdóttir fundið upp á að búa til bóka- merki, sem verði seld til ágóða fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Merkin eru mjög þokka- lega úr silkiborðum með áfestum margs konar myndum. Þau eru tilvaldar jólagjafir, sem láta má í pakka, leggja innan í með Lítil táknræn gjöf, sem sýnir blómum, eða senda með korti. smekkvísi og látleysi og minnir á gefandann um leið og lesið er í bók, sem verður kær, ef þetta vinarmerki er haft fyrir miða. Frk. Elínborg Aðalbjarnar- dóttir og nemendur hennar í Handavinnudeild Kennaraskól- ans hafa aðstoðað við útbúnað merkjanna eftir fyrirsögn Evu. Og vona ég, að Guð blessi þeim starfið með mikilli jólagleði og ljóma frá rósrauðum leyndarmál- um og blikandi blástjörnum. En bezt er, að hver sem kaupir merkin getur stuðlað að því sem verða má hinum máttvana hönd- um, og titrandi fótum vonar- stjarna í sorta framtíðar. Hvað er okkur, sem njótum heil handa að sýna þá nærgætni að kaupa eldspýtur, sem ylja og lýsa og bókmerki, sem bæta og fegra, ef Framh. 6 bLs. 12. ÞANN 11. ágúst 1948 var Garð- ar Sigurðsson flugmaður staddur á Keflavíkurflugvelli í lítilli tvegggja sæta flugvél af Auster- gerð með einkennisstöfunum TF — FOX. Eigendur flugvélarinnar voru Hallgrimur Jónsson og Al- bert Tómasson "lugmenn. Þegar Garðar var nú staddur þarna með flugvél þessa, kom til hans SigurðuT Magnússon starfs- maður á Keflavíkurflugvelli og varð það að samkomulagi með þeim að Garðar færi einn flug- túr með hann yfir nágrenni Kefla víkurflugvallar gegn 130 króna gjaldi á klukkustund. í LOFTSTRAUM FRÁ ANNARI VÉL Flugu þeir nú nokkra stund yfir flugvellinum og lentu að því loknu. Þá skeði það óhapp skömmu áður en þeir óku að farþegastöð vallarins, með þeim hætti, að Dakótaflugvél var ekið skammt frá þeim. Myndaðist sterkur loftstraumur aftur af hreyflum Dakótavélarinnar, sem varð þess valdandi að litla flug- vélin sveigðist til hægri og rann með framhjólin út af brautinni. Er svo var komið, kvaðst Garðar flugmaður hafa stigið út úr vélinni í því skyni, að reyna að toga hana með handafli upp á brautina aftur. Kveðst hann um leið og hann steig út úr vélinni hafa beðið Sigurð Magnússon farþega sinn að sitja kyrran í sæti sínu. HREYFILLINN VAR I GANGI Flugmaðurinn lét hreyfil vélarinnar vera í gangi, en stóð þannig við hann, að hann gat bæði stillt benzíngjifa og eins stöðvað hreyfillinn ef með þyrfti. Kveðst hann síð- an hafa rykkt í vélina, þannig að hún hafi færzt til að aftan, en i sama bili hafi hann orðið var við að stefnandi stökk úr sæti sínu hinum megin, og séð hann augnabliki síðar falla til jarðar fyrir framan vélina. — Garðar flugmaður kveðst þeg- ar hafa stöðvað hreyfilinn og gengið til Sigurðar, er virzt hafi rænuítill, en síðan kallað á hjálp og var stefnandi flutt- ur í sjúkrahús flugvallarins. Við athugun kom í ljós, að skrúfuspaðar vélarinnar höfðu lent á höí'ði Sigurðar og fékk hann nokkurn áverka af. ÖNNUR SAGA FARÞEGANS Sigurður Magnússon skýrði öðru vísi frá málavöxtum. Hann segir að hann hafi ekki heyrt flugmanninn segja neitt við sig, er hann hafi farið út ýr vélinni. Kveðst hann eklji hafa séð hvað flugmaðurinn fór að gera, en bjóst við, að hann ætlaði að koma vélinni aftur upp á braut- ina. Kveðst Sigurður nú hafa kallað út til flugmannsins, ; hvort hann ætti ekki að koma út og hjalpa honum og hafi flugmaðurinn játað því. — Kveðst Sigurður þá hafa farið út úr véiinni hægra megin og reynt að toga vélina aftur á bak, en þá hafi flugmaður- inn kallað og beðið hann að koma til sín, en hvorki nefnt j hvaða leið hann skyldi fara né tekið lionum vara fyrir I nokkrum haettum. Kveður stefnandi sér fyrst hafa dottið í hug að ganga aftur fyrir vélina, en hætt viff það, án þess að gera sér greirv. fyrir hversvegna. KRAFÐI EIGENDUR UM SKAÐABÆTUR Afréð hann þá að ganga fram fyrir vélina og kveðst hafa geng- ið undir hægri vænginn utar- lega og stefnt síðan utan við skrúðuspaðana, sem ekki hafi snúizt hraðar en svo, að þeir hafi sézt greinilega. Kveðst hann hafa gengið langt utan við spað- ana, en ekkert muna, hvað gerzt hafi frá því, er hann gekk undir vænginn og þar til daginn eftir, að hann vissi af sér á sjúkra- húsinu. Sigurður taldi samkvæmt þessu að eigendur flugvélarinnar bæru ábyrgð á tjóni því, er hann hefði hlotið af slysi þessu. Krafðist hann rúmlega 20 þús. kr. skaða- bóta, en samkomulag var um að skipta málinu og dæma fyrst í stað eingöngu um skaðabóta- skylduna. DÓMUR HÆSTARÉTTAR Um þetta segir í dómi Hæsta- réttar: — Flugmaðurinn lét hreyfil vélarinnar vera í gangi meðan hann gerði tilraun til að ýta henni upp á brautina og gætti þess ekki að stöðva hann, eyr Sigurður, sem var ungur og óvanur flugi fór úr flugvél- inni. Varð slysið síðan, er Sig- urður gekk með fram vélinni. Verða eigendur flugvélar- innar því að hera ábyrgð á slysinu, en taka ber hinsvegar tillit til að Sigurður viðhafði ekki þá varúð, sem af honum mátti krefjast, er hann gekk meðfram vélinni. Að öllum aðstæðum athug- uðum þykir rétt, að flugvélar- eigendur bæti Sigurði in sol- idurn 3/5 hluta þess tjóns er hann beið af flugslysinu. Kvenfél. Hringurinn safnar fé til barna- spífala í rishyggingu Landspítalans UM nokkur undanfarin ár hefur Hringurinn unnið að fjáisöfnun til barnaspítala. Nú er svo komið, að barnaspítaia verður komið upp á næstu árum í viðbyggingu þeirri við Landsspítalann, sem þegar er byrjað á, enda mun ( Hringurinn leggja fram til þeirr- ar byggingar allt það fé, sem hann hefur safnað til barnaspít- ala undanfarið. En Hringurinn ætlar ekki þar með að skiljast við það máL heldur mun hann halda fjársöfnun sinni áfram með fuil- | um krafti meðan á byggingunni stendur og verið er að koma ' barnaspítalanum á fót. Sérstök , nefnd innan félagsins hefur með höndum forgöngu um fjársöfnun j félagsins í þessu skyni. í nefnd. þessari, sem kallast fjáröflunar- nefnd, eiga hú sæti þessar konur: Gunnlaug Briem, kem er formað- ur nefndarinnar, Soffía Haralds- dóttir, Herdís Ásgeirsdóttir, Gúð- Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.