Morgunblaðið - 02.12.1953, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.12.1953, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIB Miðvikudagur 2. des. 1953 LJÓNID OC LtLMBIÐ EFTIR E. PHILLIPS OPPENHEIM Framhaldssagan 44 „Sáuð þér nokkurn, sem þér þekktuð þar í nágrenninu?“ „Nei, ég hef sagt ykkur allt, sem ég veit, og margt, sem aðeins ef ímyndun, og ef þið leyfið, ætia ég að fara“. „Við erum yður afar þakklát- ir“, sagði Milson og íylgdi hon- um til dyra. „Og minnist þess, að það, sem þér hafið sagt okkur, skal aldrei valda yður neinum ó- þægindum“. Fulltrúinn og undirmaður hans iitu aftur skilningsaugum hvor til annars. „Við fengum það, sem við þurft um að vita, trúi ég“, sagði sá síðarnefndi. „Svo sannarhega", samsinnti íulltrúinn. „Nú höfum við að minnsta kosti eitthvað ákveðið að fara eftir. Þú veizt allf um næsta vin okkar, geri ég ráð fyr- ir?“ „Mig grunar", sagði Milson og þáð vottaði fyrir kipringi í munn vikunum, „að ef ég vissi allt um hann, vissi ég líka hvar New- berry lávarður er niðurkominn XXXI. kafli. Aftur kom lögregluþjónninn inn. „Hr. Reuben Grossett", til- kynnti hann. Reuben var snyrtilegur til fara og brosti vingjarnlega þeg- ar hann gekk inn. Milson bauð honum sæti. „Við erum yður þakklátir fyr- ir að koma, hr. Grossett", sagði hann. „Gleður mig að gera ykkur greiða, ef ég get“, sagði Reuben um leið og hann settist. „Reyndar fæ ég ekki séð hvernig það mætti verða“. „Það voru nokki'ar spurning- ar“, sagði fulltrúinn, „sem lagð- ar hefðu verið fram í rannsókn- inni vegna ungu stúlkunnar í Milan-gistihúsinu, en hr. Milson vildi ekki að kæmu fram í rétt- inum. Hann áleit að betra væri að þér kæmuð til okkar hingað“. „Mér fannst þeir spyrja mig nóg í réttinum“, sagði Reuben tortrygginn. „Ekki um neitt, sem máli skipti, hr. Grossett. Til dæmis ekki hvers vegna þér gáfuð ung- frú Belle Morgan inn svefnlyf. Þér viljið vafalaust heldur skýra okkur frá því. Það hefði getað verið óþægileg spurning í rétt- inum“. „Astæðan var ofur einföld“, svaraði hinn um hæl. „Ég vissi að henni leist vel á David New- berry. Hún var unnusta mín, og ég viidi ekki missa hana Hefði ég ekki látið töfluna í glasið hennar, myndi hún hafa dansað við hann allt kvöldið, og ham- ingjan má vita hvað meira, og ég hefði staðið slyppur eftir“. „Ég skil“, sagði fulltrúinn. „Þetta er ekki svo fráleitt. En hvað gerðuð þér eftir að þér fór- uð úr gistihúsinu, hr. Grossett?" „Ég fór beint heim“, svaraði Reuben, — ,,í Cannon-stræti. Ég kom þangað fyrir klukkan tvö. Bæði húsbóndinn og kona hans sáu mig“. Fulltrúinn ieit á nokkur skjöl. „Hr. Grossett", sagði hann, „ég ætla að spyrja yður einnar eða tveggja spurninga um allt annað efni. Ég vona að þér hafið ekkert á móti því?“ t „Ég sé enga ástæðu til þess“, svaraði Reuben, „það er ekkert, sém ég hef ástæðu til að leyna, eða skammast mín fyrir“. „Jæja þá, hvað vitið þér um bófaflokk, sem nefndur er „Lömbin“?“ Ungi maðurinn virtist stirna upp. Hann glápti fast á spyrjand- ann. „Ekki neitt“, svaraði hann. „Hví skyldi ég gera það?“ „Datt í hug að þér hefðuð heyrt þeirra getið“, sagði Milton. „Það hafa margir. David Newberry var einu sinni félagi“. „Ég þekki David Newberry ekki neitt“, svaraði Reuben kuldalega. „Yður hefur brugðið við að heyra um hvarf hans, er ég viss um“, sagði fulltrúinn. „Mér brá eins og öðrum“, var hið stuttaralega svar. „Það veldur mér vonbrigðum að þér skuluð ekki geta sagt okk- ur neitt um „Lömbin“, hr. Gross- ett“, sagði Milson. „Ég óska að ég gæti það“, sagði ungi maðurinn. „Ég veit blátt á- fram ekkert um þau. Og það gleð ur mig að geta sagt, að vinir mín- ir eru allt önnur manntegund". „Við heyrum svo margt mót- sagnakennt", sagði Milson „Tit dæmis höfum við heyrt, að þér hafið sést í Milan kvöldið sem morðið var framið. Er það rétt?“ „Ég kom þar ekki nálægt“, sagði Reuben með áherzlu. „Jæja það“, sagði fulltrúinn. „En svo höfum við líka heyrt eftir ýmsum, að nokkur hula hvíldi yfir lífi yðar síðan þér hættuð að vinna á málflutnings- skrifstofunni. Enginn veit hvað þér gerið á daginn, en þér eruð oft úti alla nóttina". Reuben missti hattinn sinn og beygði sig til að taka hann upp. „Ég er að leita fyrir mér um atvinnu", svaraði hann. „Hafið þér verið atvinnulaus lengi?“ „Ég um það?“ Fulltrúinn hóf upp brúnirnar. „Svona, svona, hr. Grossett. „Ég áleit, að ef við færum vel að yður, myndi yður þóknast að vera hreinskilnari en þetta?“ „En hvern varða þessi einka- mál nema sjálfan mig?“ sagði Reuben. „Um hvað á ég að vera hreinskilinn?" „Fulltrúinn hallaði sér fram á borðið. Rödd hans var allt í einu orðin ofurlítið ógnandí. „Ég skal segja yður það, og tala alveg ljóst. Við viljum fá upplýsingar hjá yður um eftir- farandi atriði: í fyrsta lagi, hvar David Newberry er niðurkominn, í öðru lagi hver myrti ungfrú Morgan og í þriðja lagí nafn for- sprakka bófanna, sem nefndir eru Lömbin". „Með öðrum orðum, þið viljið að ég —“ Reuben þagnaði snögglega. — Hrollur fór um hann. Fulltrúinn lauk setningunni fyrir hann. „Alveg rétt, hr. Reuben Gross- et. Við viljum að þér Ijóstrið upp um þá. Þér gætuð eins vel gert það“. Þó tungan væri þur í munni hans og æðarnar ætluðu að springa á gagnaugunum, gerði Reuben hraustlega tilraun. Hann gleymdi þessari hroðalegu skissu, sem hann hafði gert. Hann leit á andstæðinga sína, og hélt áfram á sömu braut og áður. „Ég er hræddur um að ég hafi eytt tíma ykkar til ónýtis, og þið mínum. Ég er ekki sá, sem þið haldið. Ég veit ekkert um þessi mál. Ef þið leyfið —“ og gerði sig líklegan til að standa upp. „Ekkert liggur á, hr. Grossett", sagði fulltrúinn. „Við skulum reyna að komast að einhverri niðurstöðu. Eruð þér mikill ferðamaður?" „Ég fer aldrei út úr landinu", svaraði Reuben. „Hvers vegna eigið þér þá fimm ferðatöskur af nýjum al- fatnaði á járnbrautarstöðinni, merktar til flutnings í Tolada á mánudaginn? Er öllu lokið hér?“ Reuben hló móðursýkislega. „Yður skjátlast“, sagði hann. „Ég á engan flutning á járnbraut arstöðinni. Ég hef ekki í hyggju að fara úr landi, og þó svo væri, kemur nokkrum það við? Ég hef ekki verið kærður fyrir neitt, eða hvað?“ ■;.-..... ■ ■ --r”W'"7'“T.. • ■ " ••• •• ' •■ --•'•-• RAUÐU , SKÓRNIR Danskt ævintýri EINU SINNI var lítil stúlka, fríð og snotur. Á sumrin varð hún alltaf að ganga berfætt, af því að hún var fátæk. En á veturna gekk hún á tréskóm, svo að litla ristin varð þrútin og rauð, og það var aumkvunarleg sjón. j I miðju þorpinu átti heima gömul skóarakona. Hún tók sig til og saumaði dálitla skó úr gömlum rauðum klæðis- , ræmum. Það var gróft handbragð á þeim, en þeir voru af góðum huga gerðir og ætlaðir litlu stúlkunni, en hún hét I Katrín. | Svo hittist á, að hún fékk skóna einmitt sama daginn, sem ( átti að jarða móður hennar, og þá setti hún þá upp í fyrsta | sinni. Það voru nú reyndar ekki skór, sem við áttu á sorgar- J degi, en hún hafði enga aðra, og lét þá á bera sokkalausa fæturna, og gekk svo á eftir fátæklegu kistunni hennar móð- ur sinnar. I í þeim svifum kom stór vagn og fornlegur að sjá, og í honum sat frú nokkur mikil vexti og öldruð. Hún virti litlu stúlkuna fyrir sér og sagði við prestinn: „Heyrið þér! látið þér mig fá litlu stúlkuna. Ég skal verða henni góð.“ Og Katrín hélt að þetta væri allt vegna rauðu skónna, en gamla frúin sagði, að þeir væru hræðilega ljótir, og þeim var stungið í eldinn, en Katrín sjálf var látin fara í hrein föt og ný. Henni var kennt að lesa og sauma, og menn sögðu, að hún væri lagleg, en spegillinn sagði: „Þú ert meira en lagleg, þú ert ljómandi falleg.“ Þá bar svo til einhverju sinni, að drottningin var á ferð um landið, og hafði með sér dóttur sína, og var hún prins- essa. ' ■' /. emur i uerzictmr L cl niortjitii KÓKÓSMJÖL 15 kg. og 130 lbs. ks. Fyrirliggjandi J). (H>rynjólfóóon vay'avi 8AMDWICH 8PRED MAY0NNAI8E F y rirligg jandi. I. BrYnjólfsson & Kvaran Inmskotsborðin margeftirspurðu, eru komin. Lítið í sýningargluggann, Bankastræti 4. Húsgagnaverzlunin Husmunir, Hverfisgötu 82 — Sími 3655. Mungaruppboiíiií sem fram átti að fara á hluta í Flókagötu 45 ,hér ; m í bænum, eign Stefáns A. Pálssonar, miðvikudaginn S 2. desember 1953, kl. 2,30 síðdegis, fellur niður. Uppboðshaldarinn í Reykjavík. Húsnæði Oss vantar tvær íbúðir, 2 herbergi og eldhús eða eina stóra íbúð, 4—6 herbergi og eldhús. Samband ísl. samvinnufélaga, iðnaðardeild. — Sími 7080.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.