Morgunblaðið - 02.12.1953, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.12.1953, Blaðsíða 8
8 MOKGVISBLAÐIÐ Miövikúdagur 2. des. 1953 .rj Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábjrrgöarm.) Stiórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Freisishugsjónir kommúnista FYRIR réttum þrjátíu árum, 1. desember 1918, tók gildi sam- bandslagasamningurinn milli ís- lands og Danmerkur. Með hon- um varð ísland frjálst og full- valda ríki, eftir langa og erfiða baráttu. Tuttugu og sex árum síðar fór fram lQkaþáttur þessar- ar frelsisbaráttu þjóðarinnar, er lýðveldið var stofnað á Þingvelli 17. júní 1944. Þann dag rættist margra alda draumur þjóðarinn- ar. Með fögnuði í hjarta horfði hún vondjörf fram á veginn, staðráðin í því að gera sitt itr- asta til þess að hún mætti skipa með fullum sóma sæti sitt við hlið annarra lýðfrjálsra þjóða. — Og það hefur henni vissulega tekizt. Með stórkostlegum fram- förum í andlegum og veraldleg- um efnum á síðustu áratugum, hefur hún sýnt það, að hún var þess umkomin að ráða málum sínum sjálf öllum landslýð til heilla og blessunar og hún hefur sýnt það í verki, að hún vill eiga samstöðu með þeim þjóðum, sem virða frelsi og mannréttindi ein- staklinga og þjóða. Á merkum tímamótum er þjóðinni hollt að staldra við og hugleiða það sem liðið er ekki aðeins í lífi hennar sjálfrar held- ur einnig á alþjóðavettvangi, því að margt má að sjálfsögðu af því læra. Þegar Island endurheimti full- veldi sitt 1918, var heimsstyrjöld- inni fyrri nýlega lokið. — Eftir styrjöldina gekk mikil frelsis- alda yfir Evrópu. Margar smáar og umkomulausar þjóðir, sem öldum saman höfðu verið kúg- aðar undir járnhæl voldugra ná- grannaríkja, heimtu nú aftur frelsi sitt fyrir fulltingi sig’.ir- vegaranna. Danir gerðu þá víð- tækar kröfur til Suður-Jótlands og hefur það vafalaust ráðið miklu um sanngirni þeirra er þeir gengu að samningaborðinu um fullveldi íslands. — Sex þjóð- ir, auk íslendinga, gerðust þá fullvalda: Finnland, Eistland, Lettland, Litháen, Pólland og Tékkóslóvakía. í hugleiðingum sínum í tilefni fullveldisdagsins 1. desember, fer Þjóðviljinn réttilega mörgum fögrum orðum um frelsisþrá og frelsisbaráttu íslenzku þjóðarinn- ar, og lýsir því hversu hörmuleg voru kjör hennar undir hinni er- lendu ánauð. Um það kemst hann svo að orði: „Jörðin sem þeir gengu á var nýlenda fjarlægs þjóðhöfðingja, Stóridómur var réttlæti þeirra, einokunin frelsi þeirra, örbirgðin var hlutskipti þeirra, hungrið örlög þeirra.... “ Og þegar Þjóðviljinn minnist á fögnuð þjóðarinnar við stofnun lýðveldisins segir hann: „En þótt himininn væri svona heiður í hugum íslendinga, eftir torsóttan fullnaðarsigur, þá var loftið lævi blandið. Hinn blái litur íslenzks fagnaðar á Þingvelli 1944 var ekki litur heimsins" — Þessi orð Þjóðviljans eru vissu- legá athyglisverð, ekki hvað sízt af því að þau koma úr þeim her- búðum. Satt er það, — litur heims- ins var ekki þá og er ekki nú blár litur fagnaðarins. Hann er rauður litur þess heims- veldis, sem ógnað hefur heims friðnum frá því er styrjöld- inni síðari lauk og til þessa dags, — þess heimsveldis, sem svælt hefur undir sig með of- beldi og svift öllu sjálfsfor- ræði nágrannalönd sín þau er heimtu sjálfstæði sitt 1918: Eistland, Lettland, Litháen, Pólland og Tékkóslóvakíu og hefur neytt Finnland til þess að láta af hendi við sig mikil lönd. ★ Og hvernig er svo umhorfs^iú í þessum löndum? — Því verður bezt lýst með orðum Þjóðviljans sjálfs, sem tilfærð eru hér að ofan: Stóridómur er réttlæti þeirra, einokunin frelsi þeirra, örbirgðin er hlutskipti þeirra og hungrið örlög þeirra. Og hvað olli því að þjóðir þess- ar urðu fyrir þessum þungu ör- lögum? Orsökin var sú og engin önnur að þær uggðu ekki að sér. ★ Þær höfðu látið blekkjast af flugumönnum kommúnista í landi sínu, er töldu þeim trú um að yfirlýst hlutleysi þeirra væri þeim örugg vörn gegn utanaðkomandi hættum. ★ Þegar örlög þessara þjóða eru höfð í huga, skilja menn af hvaða toga er spunninn allur bægsla- gangur og ofsi kommúnista og Þjóðvarnarmanna gegn þeim j varnarráðstöfunum, sem hér hafa i verið gerðar til þess að ísland verði ekki sömu hættunni að bráð. j í hugleiðingum sínum, sem að framan getur, gleymdi Þjóðvilj- inn alveg að skýra frá högum þeirra þjóða, sem Ráðstjórnar- ríkin hafa kúgað undir sig. Og enn hafa kommúnistar ekki, þrátt fyrir margítrekaðar áskor- anir treyst sér til þess að gera nokkra grein fyrir því, hvernig stendur á hinum stöðuga og stór- kostlega flóttamannastraumi frá leppríkjum Ráðstjórnarríkjanna, þar sem menn daglega í þúsunda- tali leita á náðir Vesturveldanna. ¥ Hvers vegna sækjast menn svo ákaft eftir því að komast á brott úr þessum „sæluríkj- um“ kommúnista að þeir hætta til þess lífi sínu og sinna? — Hvers vegna svara kommún- istar ekki þessari margendur- teknu spurningu. ■¥• Er hún þeim eitthvað óþægi- leg? — Nú stendur yfir í Austur- Þýzkalandi einhver stórfengleg- asta ofsóknaralda sem riðið hefur yfir hina marghrjáðu þjóð þar í landi. Menn eru hnepptir í fang- elsi í hundraðatali daglega, og skyndidómar eru kveðnir upp yfir saklausum mönnum og kon- um. Allt er þetta gert í hefndar- skyni fyrir það að verkalýðurinn þar lét í Ijós 17. júní í sumar af fullri einurð að hann gæti ekki lengur unað við þau bágu lífs- kjör, er hin kommúniska stjórn landsins hafði búið þeim. ★ Eru það staðreyndir sem þessar, er bögglast svo komm- únistum fyrir brjósti, að þeir standa uppi eins og þvörur þegar minnzt er á flóttamanna strauminn frá leppríkjunum austan járntjaids? — Og er það þetta hlutskipti, sem kommúnistar hér og taglhnýt- ingar þeirra, Þjóðvarnarmenn vilja búa íslenzku þjóðinni? Er þetta þeirra frelsishug- sjón? Á „MÉR fyndist þú ættir að eiga þér eittþvert tómstunda gaman. Hugsaðu þér, hvað það er skemmtilegt þegar karlmenn hafa áhuga á einhverju öðru en morgunskónum sínum og að lesa blöðin. Geturðu t.d. ekki byrjað að safna frímerkjum? Og hugsaðu þér, hve mikið þú mynd ir hjálpa mér, ef þú dundaðir í garðinum af og til“. O—O—O Á ÞANNIG komst konan mín að orði ekki alls fyrir löngu, þegar við sátum yfir kvöldkaff- inu. Hún var með fullt fangið af sokkum, sem hún var að stoppa í — ég sat gegnt henni með blað í n- merteja ocf ótopp í óoLLa hendi. Það hefur sennilega verið mýimunurinn á iðju hennar og iðjuleysi mínu þá stundina, sem gaf henni hugmyndina um, að ég ætti nú endilega að taka upp einhverja tómstundaiðju. Auð- vitað maldaði ég í móinn. Var uu andi áhripar: Veturinn beztur á íslandi. ÞAÐ er hvergi í veröldinni betra að vera yfir veturinn j heldur en á íslandi“. ' Okkur finnst ef til vill dálítið I skrítið að heyra þetta núna í ! dimmu og köldu skammdeginu ' okkar, en petta eru nú samt orð ítala eins, sem dvelur í Reykja- ! vík, og þekkir vel íslenzkt veður- I far. „Það er einhver munur á ís- lenzka vetrarveðrinu og hörku- kuldunum í Flórens og Feneyj- um — hélt hann áfram — og svo það sem mestu máli skiptir — góðu og hlýju íslenzku húsin ^ eiga sér engan líka“. Ekki ómaksins vert. ÞÁ VITUM við það — að það er óþarfi af okkur að vera að kvarta og barma okkur yfir vetr- arkuldunum á íslandi, á meðan þeir suður í Flórens og Feneyj- um sitja kaldir og krókloppnir í óupphituðum húsum sínum. Sann leikurinn er sá, að Italir og aðr- ar þjóðir Suður-Evrópu, sem eiga við sól og hlýju að búa mest- allan ársins hring, virðast ekki telja það ómaksins vert að láta upphitunartæki í húsin fyrir þetta brot úr árinu, sem vetrar- kuldarnir ríkja hjá þeim — það heyrir til, að þeir skjálfi meðan á þeim stendur — og njóti í því ríkari mæli hins langa og sólríka sumars. Aðfarir Hótel Borgar. j 1/'ELVAKANDI góður! „ T Eins og mörgum er kunn- ugt, reyndu háskólastúdentar að fá Hótel Borg fyrir hóf sitt 1. desember, sem þar hefur verið haldið undanfarna áratugi. Jafn- kunnugt er það, að þeim var út- hýst með óaðgengilegum skil- yrðum af hálfu húsráðandans. Skilyrðin voru þau, að Stúdenta- ráð ábyrgðist að haldin yrðu hin óvinsælu áfengislög, þ.e. vín yrði ekki haft um hönd. Nokkru síðar fréttist, að ung- kommúnistar hefðu fengið húsið til sinna hátíðahalda s.l. laugar- dagskvöld gegn -lófolfei um að ofangreind skilyrði yrðu haldin. Nú held ég, að flestum hljóti að vera það ljóst, að hverjum heiðarlegum manni er ómögulegt að ábyrgjast, að enginn af um það bil 400 manna hópi, sem Hótel Borg rúmar, neyti áfengis á dansleik þar. Til þess hafa ó- breyttir borgarar engin ráð. — Jafnvel lögreglunni reynist það erfitt. Vín sá á flestum. ÞVÍ var það, að við, félagi minn og ég, lögðum leið okkar að Hótel Borg aðfaranótt sunnudags, er ungkommúnistarnir komu út gf skemmtun sinni. Og svo var, sém okkur grunaði: vín sá á flest- um, þótt ölvun væri ekki áber- andi. Þó sáum við, er við litum inn í anddyrið, hóp ungra manna og kvenna, sem létu flösku ganga á milli sín og supu af stút. Allt var sem sé sem á öðrum dans- leikjum, eins og þeir gerast um þessar mundir. En því rita ég þessar línur, að mér gremst sú ósvífni húsráðand- ans á Hótel Borg, að fara fram á loforð, sem hann veit mæta vel, að ekki er örugglega hægt að halda. Tel ég það sízt heiðarlegra en að gefa slíkt loforð. Einnig er vert að hafa það i huga, að ekki er Hótel Borg með þessum athöfnum sínum að stuðla að aukinni siðmenningu. Því ber fortíð Borgarinnar vitni. Þar hefur ekki verið minna um ölvun en á öðrum veitingahúsum. Ályktanir. AF OFANGREINDU dreg ég þessar ályktanir, — að Hótel Borg er ekki á móti áfengisneyzlu eða jafnvel ölvun, ef hún annast sjálf áfengissöluna, og hirðir því ágóðann af henni, — að Hótel Borg álítur sig flýta fyrir því, að henni verði veitt vínveitingaleyfi á ný, með því að setja skilyrði, sem jafn- gildir neitun, fyrir leigu á húsa- kynnum sínum, sem stærðar sinnar vegna eru nauðsynleg mörgum félögum til hátíðahalda. Með þökk fyrir birtinguna og von um, að Hótel Borg bæti skjótt ráð sitt. — Laganemi“. Tunglið og þjófurinn. UM TUNGLIÐ sér i lagi er til þessi saga: Einu sinni var sauðaþjófur, sem settist niður á afviknum stað með feitt sauða- læri (aðrir segja bringukoll) í hendinni, sem hann hafði stolið og ætlaði að snæða það þar í makindum. En tunglið skein skært og bjart, því engin skýská var á lofti. Þjófurinn ávarpaði þá tunglið þessum ósvífnis orðum og rétti um leið upp á móti því hnífinn með ketbita á oddinum: „Viltu, tungl, þér á munn þenna bita feitan?“ Þá svaraði honum aftur rödd af himni: „Viltu, hvinn, þér á kinn þenna lykil heitan?“ í sama bili féll glóandi lykill úr hálofti beint niður á kinn þjófsins og brenndi þar á hann brennimark, og bar hann örið eftir æ síðan. Sagan er alkunn bæði á Suðurlandi og Norður- landi og sagt, að af þessu hafi sá siður verið tekinn upp, sem al- gengur var á fyrri öldum, að brennimerkja þjófa, en þó var það gert á ennið en ekki kinnina. Að leyna fundi er að líkjast þjóf. ekki nóg, að ég inni allan lið- langan daginn. En þau rökin dugðu þó ekki til. Mér var nefni- lega tilkynnt ofur góðlátlega, að hún hefði einnig í ýmsu að stússa á daginn, og væri bardús hennar ekki minna en mitt. Þá benti ég henni á, að ég læsi blöðin og fylgdist rheð, eins og sagt er, og spurði hvort það væri ekki nóg tómstundaiðja — safna frímerkj- um! Uss! Ætlaði hún eiginlega að gera mig að einhverjum safn- ara. Og hvaða gagn var að því að safna frímerkjum? Var þá ekki betra að lesa blöðin. Mér fannst það að minnsta kosti .... O—O—O •k ÉG ER nú orðinn frímerkja- safnari. Ég hef keypt mér mikið af frímerkjum og frí- merkjabókum og lesið allt, sem ég hef komizt yfir um frímerkja- söfnun. Ég hef nú orðið ágætt vit á gildi frímerkja, — veit, að það er ekki sama, hvaða myndir eru á þeim, og verð að játa, að mér þykir mest gaman að frímerkjum með konungsmyndum. En það getur verið að það séu bara eftir- stöðvar af Englandsdvöl minni! 0—0—0 Á SÍÐAN ég fór að safna frí- merkjum, hef ég tekið upp ýmiss konar aðra tómstundaiðju og haft hina mestu ánægju af. Seinni hluta sumars dundaði ég i garðinum okkar af áhuga þess manns, sem um mörg ár hefur lifað í borgarrykinu án þess svo mikið sem hafa veitt trjánum í görðunum athygli eða fundið ilm inn af sumarblómunum Garð- störfin hafa orðið mér afþreying. Er það jafnvel svo, að ég vár farinn að hlakka til að koma heim á síðdögum — taka hrífu eða skóflu mér í hönd, ganga út í garðinn og gleyma áhyggjum hversdagsins. 0—0—0 ★ OG EKKI nóg með það. held- ur er ég einstaka sinnum far- inn að stoppa í sokka upp á síð- kastið. Sumir halda því fram, að það sé lítið verk og löðurmann- legt og hæfi ekki sterkum karl- manni, en það er hin mesta firra. Það getur að vísu verið þreyt- andi, en ánægjulegt engu að síð- ur. Sú er að minnsta kosti mín reynsla, — þegar ég hef stagað saman stórt gat á tá eða hæl lít ég á verkið með hrifningu þess manns, sem unnið hefur stóran sigur og sér, er hann lítur til baka, að starf hans var harla gott. Og enn hef ég fengizt við fleira síðan ég maldaði í móinn, er konan mín gaf mér eitt af sín- um móðurlegu hollráðum kaffi- kvöldið góða. Hún vann sigur að vísu, en minn sigur er stærri vegna þess að ég hef sigrazt á gömlum vana, — að gera heizt aldrei neitt nema hið allra nauð- synlegasta. ★ NEISTAR ★ Helgi litli grætur ákaflega, og móðir hans ætlar að þagga niður í honum með einni karamellu. Helgi: — Nei, þú mátt eiga karamelluna, — ég vil heldur gráta. !-!-!-! — Mamma, mamma, komdu og leiktu við okkur. Yið ætlum að leika birnina á Skansinum. — En hvað á ég að leika? — Jú, þú átt að vera góða fræhkan, sem gefur þeim rjóma- ís. — KARACHI, 1. des. — Múhameð Ali, forsætisráðherra Pakistans, sagði í kvöld, að aldrei hefði borizt í tal, að Pakistansstjórn leyfði einu eða neinu ríki að hafa herstöðvar í landi sínu. — Upplýsingar þessar gaf forsætis- ráðherrann , í tilefni af því, að Indverjar hafa: verið með ýmsar getgátur viðvíkjandi „bandarísk- um herstöðvum í Pakistan“. —Reuter-NTB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.