Morgunblaðið - 02.12.1953, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.12.1953, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 2. des. 1953 Bjöm Últtfs skipstjóri1 „Það er mndi að eiga ótai marga IViýrarhúsum — Minning' VÍnÍ Og VirO þsllH öiluiH tfÚ“ ÞEGAR Björn Ólafs, skipstjóri, frá Mýrarhúsum, verður til graf- ar borinn í dag, vil ég fyrir hönd Fulltrúaráðs Sjómannadagsins í Reykjavík og Hafnarfirði, senda honum hinstu kveðjur okkar og þakklæti fyrir öll hans störf í þágu þessara sjómannasamtaka og þá alveg sérstaklega fyrir hið þýðingarmikla og ósérplægna starf er hann ynnti af höndum sem gjaldkeri Dvalarheimilis aldraðra sjómanna. Það málefni átti hug hans allan. Björn Ólafs var einn af stofn- endum samtakanna um sjó- mannadag fyrir 16 árum síðan, sem fulltrúi Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins ,,Ægis“ félags togaraskipstjóra, sem hann var fulltrúi fyrir. Alla tíð síðan hef- ur hann verið mjög nátengdur þessum samtökum, og gjaldkeri Byggingarsjóðs Dvalarheimilis- ins hefir hann verið frá öndverðu er það mál kom fyrst á dag- skrá innan sjómannadags sam- takanna. Hann var lífið og sálin í allri fjársöfnun og byggingar undirbúningi, trúði á málefnið og var alltaf hvetjandi til að hefjast handa, en latti aldrei. Með slíkum mönnum er gaman að vinna. Hann trúði því að nægi legt fé myndi alltaf fást ef að- eins yrði byrjað á framkvæmd- um og bar í því sambandi mikið traust til sjómannanna sjálfra og velunnara þeirra. Þegar hafin var bygging Dval- arheimilis aldraðra sjómanna 1. nóvember í fyrra, og Björn Ólafs stakk þar fyrstu skóflustunguna var það honum mikil ánægju- stund. Hann helgaði sig undir- búningi byggingarframkvæmd- anna með ráðum og dáð og vann að þeim málum allan veturinn og undi sér ekki hvíldar þótt heilsu hans hrakaði og hann sæi fram á nýjan og tvísínann upp- skurð. Á Sjómannadaginn í vor hafði hann gengið undir upp- skurðinn og gat ekki tekið þátt í Sjómannadagshátíðahöldunum nema í gegnum útvarpið, en Sjó- mannadagssamtökin veittu hon- um þá sérstaka heiðursviður- kenningu fyrir störf hans. Eftir uppskurðinn komst hann aldrei til fullrar heilsu aftur. Björn Ólafs, skipstjóri, til- heyrði þeirri merku kynslóð er lyft hefir þjóð sinni úr kreppu erfiðleika og fátæktar til bjarg- álna og bjartari ffamtíðar, og í hópi þeirra ágætu manna var hann einn af þeim fremstu. Öld- um saman höfðu forfeður hans búið á Seltjarnarnesi og á smábát um plægt hinar freyðandi og hrynjandi öldur útnesja og skerja við Faxafjörð án þess að , mikil breyting yrði á erfiði og | aðstöðu. Sem ungur sveinn var Björn hertur við árina og andóf- ið meðan særokið barði andlitið. En hann sá snemma bregða upp birtu árroðans og framfaranna. Faðir hans og næstu nágrann- ar voru brautryðjendur í útgerð þilskipa við Faxaflóa. Sjálfur fór hann í fararbroddi hinnar stór- stígu byltingar og framfara er varð í lífi íslenzku sjómannanna fyrstu áratugi þessarar aldar. Hann var einn af frumherjunum í hinu glæsilega togara tímabili, hinni nýju gullöld íslenzkrar sjómenzku og athafna. Guðmundur Björnsson, land- læknir, sem brá sér eina bjarta > sumarnótt 1910 út í Faxaflóa á togveiðar með Birni Ólafs, sem þá var skipstjóri á b.v. Snorra goða, lét svo um mælt: „ að hvorki utan lands né innan, hefði hahn séð fríðari og röskvari menn að verki en þá skipshöfn“. JÞað voru árgangar Björns Ólafs og jafnaldrar hans sem juku hróð ur íslands og íslenzkra sjómanna ineð frábærum dugnaði sínum, | Björn Ólafs. áræði sínu og ábyrgðartilfinn- ingu. Þessir árgangar sjómannastétt- arinnar lögðu mikið á sig og fórnuðu flestum stundum sínum, kröftum sínum og heilsu til að færa „börnunum brauð og þjóð- inni auð“. Það var ekki sízt vegna þess- ara starfsbræðra sinna og jafn- aldra, sem Bjö-rn í Mýrarhúsum, vildi hraða byggingu dvalar- heimilis aldraðra sjómanna, svo þeir sem vildu mættu þar una ævikveldinu í hlýju og betri að- búnaði en uppvaxtarárin höfðu þeim flestum að bjóða. Minningu Björns Ólafs verður bezst borgið með því að merki hans verði ekki látið niður falla. Hér verður ekki farið út í það að rekja einstök æviatriði Björns Ólafs, það munu aðrir gera kunn- ugri. Hann var fæddur i Mýrar- húsum 10. ágúst 1879 og því rúm- lega 74 ára er hann lézt. Fyrir mína hönd og Sjómanna- dagssamtakanna vil ég að lokum votta frú Valgerði Guðmunds- dóttur konu Björns, börnum þeirra hjóna og öðrum aðstand- endum, okkar dýpstu samúð og hluttekningu. Henry Hálfdánsson. BJÖRN ÓLAFS verður okkur samferðamönnum sínum minnis- stæður maður. Hann var svo hispurslaus, fjörlegur og óvenju- | lega spsngilegur á velli allt til. þess að hann tók þann sjúkdóm,1 sem dró hann til dauða. Við sem störfuðum með honum fundum alltaf hressandi blæ, sem barst .með honum þegar hann kom inn úr dyrunum. Og við söknum hans, að hann skuli vera horf- ] inn. Við vissum líka, að hann hefði kosið að fá að lifa og starfa — heill heilsu, því svo mörg voru hans áhugamál, sem hann vildi að fram gengi. Hann hafði áhuga á fjölmörg- ' um þjóðfélagsmálum, jafnt til sjávar og sveita. _ ! En þó að Björn Ólafs hefði áhuga fyrir atvinnumálum, var það víðs fjarri að hann gæfi sér ekki tíma til að létta sér upp' og njóta ýmissa unaðssemda lífs- ins, því að honum var það í blóð borið, að blanda geði við aðra menn og einnig að njóta útivist- ar og náttúrufegurðar. Og helzt ( vildi hann aldrei að neitt sumar liði svo, að hann gæti ekki verið nokkra daga á Þingvöllum, þvi þann stað dáði hann mest utan síns fæðingarstaðar, Mýrarhúsa. Það má segja, að táknræn væri fyrir líf hans síðasta förin hans nú seinni hluta sumars, sem hann fór þó þjáður, þegar hann einn góðan veðurdag, meira af áhuga en mætti, fór til Þing- valla og dvaldi þar nokkra stund, en síðar áfram að sjá hina nýju Sogsvirkjun, og hann var svo innilega glaður, að hafa not- ið þessa, sem hann unni svo mik- Framh. á bls. 11. „ÞAÐ er ekki mikill vandi að eiga fáa vini og vera þeim góður — en að eiga ótal marga vini og vera þeim öllum trú — eins og hún Guðbjörg — það er vandi“. Þatta eru orð einnar vinkonu merkiskonunnar Guðbjargar Kristjánsdóttur, sem i dag held- ur innreið sína á níunda aldurs- tuginn. Þessi orð, hélt vinkonan áfram — eru góð lýsing á henni, — og mun það einnig álit hinna annarra vina Guðbjargar. Vin- festi hennar og drengskapur í hvívetna er öllum þeim kunn, er til hennar þekkja. Mbl. hefir komið að máli við frú Guðbjörgu í tilefni þessa merkisafmælis hennar, og hafði hún frá ýmsu að segja af löng- um og starfsömum æviferli. HÚNVETNINGUR AD ÆTT Guðbjörg er Húnvetningur að ætt en ólst upp að Grenjaðar- stað í Þingeyjarsýslu hjá Bene- dikt Kristjánssyni, föðurbróður sínum. Foreldra sína, Kristján Kristjánsson á Snæringsstöðum og Steinunni Guðmundsdóttur, missti hún er hún var enn ung að árum. — Hvenær fluttust þér hingað suður? — spyr ég frú Guðbjörgu. — Það var árið 1900, er ég, 27 ára gömul giftist eiginmanni mínum, Ögmundi Sigurðssyni kennara og síðan skólastjóra Flensborgarskólans í Hafnar- firði. Það var að haustlagi og við fórum landleiðina, á hestum suður og vorum eina 5 eða 6 daga á leiðinni, hrepptum illsku veður og urðum veðurteppt í einn dag á Akureyri. Þegar þetta var, átti fólk ekki völ á öðru en hestum eða skipum til ferða- laga á íslandi. Strandferðaskip- in Hólar og Skálholt skriðu með- fram ströndunum, heldur svifa- sein, voru stundum hálfan mán- uð á milli Akureyrar og Reykja- víkur. 49 ÁR í HAFNARFIRDI — Og þá settust þér að í Hafn- arfirði? — Já, og bjó þar í 49 ár eða þar til ég fluttist hingað til Reykjavíkur árið 1949. — Hvernig var Hafnarfjörður um aldamótin? — Æði ólíkur því, sem hann nú er. Þá bjuggu þar um 3—400 manns. — Húsið okkar stóð nokk uð út úr aðalbyggðinni og var því oft fleygt í gríni, að við byggjum fyrir „sunnan siðmenn- inguna" — þéttbýlið. Þegar fara þurfti til Reykjavíkur var að jafnaði farið gangandi. Ég fór það oftast á um það vil tveimur tímum, hafði oft prjónana mína með mér til að mér yrðu einhver not að tímanum. Annars var veg- urinn ekki sem beztur — allur upp og niður, hlykkjóttur og grýttur. Það var mikil breyting á orðin, þegar ég árið 1938 gekk síðast á milli og nú er þetta ekkert orðið, síðan góðu vegirn- ir komu. LÍF OG FJÖR í FLENSBORG — Var ekki alltaf mikill sam- gangur milli heimilis yðar og Flensborgarskólans. — Jú, víst var það svo. Ég hefi alltaf haft gaman af að vera innan um ungt fólk, ég held, að það sé nauðsynlegt fyrir eldra fólkið að hafa alltaf samband við æskuna til að halda sér ungu í andanum. Um það bil er maður- inn minn tók við skólastjórn ár- ið 1909 voru um 50—60 manns í skólanum, þar af rúmlega 20 nemendur í heimavist, helzt þeir, sem voru utan af landi. Það var oft líf og fjör í hópnum, en aginn samt ætíð strangur. Nem- endur tóku það sem sjálfsagðan hiut að hlýða þeim reglum, sdm skólinn setti þeim, þeir gerðu Samfa! við frú Gyðbjörgu Krisfjánsdótfur áffræða Guffbjörg Kristjánsdóttir það af fúsum og glöðum vilja, án þess að kvarta eða mögla. — Það var í hæsta la’gi, að þeir kæmu stundum til mín, þegar dansleikur var í skólanum og bæðu mig að koma því til leiðar, að ballið yrði framlengt í aðeins einn hálftíma. — Þá fór ég á fjörurnar við mann minn og íékk oftast hjálpað upp á sakirnar. Heimavistarbragurinn og skóla- andinn var alltaf einstaklega ánægjulegur og skemmtilegur — eins og á stóru heimili. IMUNA EFTIR MÉR — Og hafið þér ekki enn sam- band við gamla Flensborgarnem- endur? — Jú, þeir muna eftir mér í ellinni, koma til mín með gjafir og blóm, þegar þeir eiga eitt- hvert merkis skólaafmæli og sýna mér á margan hátt hlýju og vin- semd, sem ég met mjög mikils. — Létuð þér ekki mikið að yður kveða í félagsmálum Hafn- arf jarðar? — O-jæja, það var nú ekki rétt eins mikið um allskonar félög hér áður fyrr og í dag, né heldur um samkomur og skemmt anir. Að fara og skrafa við vin- konur sínar var í rauninni eina skemmtunin, sem um var að ræða. Nú í seinni tíð hefi ég mikla ánægju af að spila bridge heima hjá vinkonum mínum eða fá þær heim til mín. FORMADUR „HRINGSINS“ UNDANFARIN 16 ÁR — Jú, og svo var kvenfélagið Hringurinn stofnað í Hafnarfirði og hefi ég veið formaður þess undanfarin 16 ár. Ég held, að e.ig inn geti átt betri félagskonur en ég. Svo ágætar og elskulegar eru þær í öllu samstarfi. Við höfum reynt að láta ýmislegt gott af félagsstarfseminni leiða. í fyrstu beittum við okkur aðallegu að því að hjálpa fátækum berkla- sjúklingum, einnig höfum við styrkt börn til sumardvalar í sveit og nú síðast gáfum við 120 þús. kr. til fæðingarheimilisins í Hafnarfirði, er það var vígt uú í haust og tekur væntanlega tii starfa um næstu áramót. Hér fyrr á árunum gerðum við Hringkonr.rnar töluvert af því að leika, en nú síðan öll )eik- félögin og leikstarfsemin kom til sögunnar hefir minna orðið úr því hjá okkur. ELSKAÐI SVEITINA OG HESTANA — Segið mér, voruð þér ekki töluverð hestamanneskja hér áð- ur? — Jú, ég hefi alltaf elskað sveitina og hestaferðalög. Þegar ég var unglingur norður á Grenj- aðarstað fór ég oft í póstferðir til Skútustaða, og eitt sumar fór ég ásamt manni mínum á hestum norður Kjöl til Sauðárkróks. Nú fer ég ekki lengur á hestbak, nema aðeins í svefni. Mig dreymdi hér eina nóttina fyrir nokkru, að ég var að búa mig í reiðtúr, en fann hvergi reiðpilsið, þegar til átti að taka. Það var nú hvergi nærri gott, en ég tók þá bara stúdentshúfu, sem ég sá við hend ina og setti hana upp til að „vsra fín“. — í gamla daga .þótti það nefnilega ekki lítils um vert að vera fínn á hestbaki. Þá dreymdi ungu heimasæturnar um að eiga falleg reiðföt á sama hátt og ungu stúlkuna í dag dreymir um að eiga fínan og fallegan samkvæm- iskjól. hefi aldrei KVIÐIÐ NEINU — Og þér kvíðið ekkert fyrir níræðisaldrinum? — Nei, ég hefi yfirleitt aldrei kviðið fyrir neinu á lífsleiðinni. Mér finnst ég líka geta ýmislegt gert enn. Ég hefi gaman af að lesa, sérstaklega ljóð og er ágæt til heilsunnar. Var reyndar anzi slæm af gigt um tíma, en mér er að batna hún smám saman. Svo hefi ég líka átt því láni að fagna að vera ætíð samvistum við gott og yndislegt fólk — og yfir hverju ætti ég þá að vera að berja mér. „í SPRETTINUM ALLT SITT LÍF“ Nei, frú Guðbjörg er svo sann- arlega ekkert á því að leggja ár- ar í bát. Hún er ein þeirra, sem hefur eins og fyrrnefnd vinkona hennar komst að orði, „verið í sprettinum allt sitt líf“ — en stendur samt keik og óbeigð, hress og lífsglöð andspænis ell- inni — hún býður henni svo greinilega byrginn. Það sópar enn að henni eins og þegar hún áður stjórnaði hinu stóra og umfangsmikla heimili sínu af alkunnum myndarskap og rausn. — Hún lætur ekki und- an fyrr en hún má til. sib. ÞAÐ er nú liðinn rúmur hálfur fjórði tugur ára síðan ég sá frú Guðbjörgu í Flensborg í fyrsta sinn og einhvern veginn er það svo, að alltaf er ég hitti hana, þá finnst mér hún nær ekkert breytast þó aidurinn færist yfir i hana. Það eru sömu léttu hreyf- ingarnar í fasi og framkomu, sami áhuginn og dugnaðurinn, sama glaðværðin og alúðin. Þetta er því merkiiegra, er maður hef- ur það hugfast, að lífsstarf henn- ar hefur verið ærið umfangs- mikið og lýjandi og lífsbrautin síður en svo rósum stráð á köfl- um. Heimili hennar og Ögmund- ar heitins skólastjóra var mann- margt, börnin mörg og gest- kvæmt mjög, bæði af náms- mönnum og öðrum, en skóla- stjóralaunin lág. — Hús- móðirin varð því að sýna sér- stakan dugnað og hagsýni, ef allt átti að haldast í sæmilegu horfi og tókst henni það með afbrigð um vel. Þetta var samt Guð- björgu ekki nægilegt verkefni. Hún hefur tekið þátt í margvís- legri félagastarfsemi og alls- staðar hefur munað um hana. Starf hennar í kvenfélaginu Hringurinn í Hafnarfirði, er þó einna veigamest, enda má segja, að hún hafi verið þar einn ötul- asti félaginn frá öndverðu og formaður þess hefur hún verið síðast liðin 16 ár. Félagið hefur í þessi rúm 40 ár, sem það hefur starfað, unnið að margvíslegum líknar og mannúðarmálum og verið ómetanlegur styrkur íyr- ir bæjarfélagið. Má þar m. a. Framh. á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.