Morgunblaðið - 02.12.1953, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.12.1953, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLADIÐ Miðvikudagur 2. des. 1953 Giiðiti. GuðimindssM Núpi í Fljótshlíð 70 úra djúp en dökk og ma er éá HINN 5. okt. s.l. var Guðmundur í Austurbænum að Núpi sjötugur. Komu margir þann dag að Núpi til þess að óska afmælis- barninu heilla. Barst fjöldi skeyta og ýmáar góðar gjafir frá vinum þessa heimilis. Guðmund- ur er fæddur að Núpi 5. okt. 1883. Hefir hann dvalið þar alla tíð og unað vel sínum hag. Ættmenn Guðmundar hafa búið á jörðinni hver fram af öðrum og hefir mér verið sagt að Guðmundur sé 5. maður í beinan karllegg, sem býr á jörðinni. Það er engin furða þótt menn taki tryggð við jarðir eins og Núp í Fljótshlíð. Þar fylg- ist að mikill og góður jarðar- gróði, enda er Fljótshlíðin e t. v. gróðursælasta sveit landsins. Jörðin er sérstaklega vel í sveit sett og liggur vel við samgöngum . og síðast en ekki sízt er náttúru- fegurð meiri á þessum slóðum en víðast annarsstaðar hérlendis. Guðmundur giftist 1925 ágætri konu Katrínu Jónsdóttur frá Hólmahjáleigu í Austur-Land- eyjum. Hefir hún eins og vænta mátti verið ómetanleg stoð og hjálparhella í erfiðleikum, sem þessi hjón áttu í meðan þau voru að koma upp hinum stóra en mannvænlega barnahóp. Ég veit ekki hvort ég hefi leyfi til að segja að þau hafi átt í erfið- leikum, svo æðrulaus og skapföst sem þau bæði eru. En ég tel mjög líklegt, þrátt fyrir óvenjulegan dugnað og ráðdeild hafi þau átt við ýmiskonar erfiðleika að stríða, þegar börnin voru öll lítil og þurftu alls með frá foreldr- unum. Guðmundur og Katrín byrjuðu búskapinn snauð af fjár- munum. Þau eignuðust 10 börn, sem öll eru mannvænleg og upp- komin. Eitt fósturbarn eiga bau einnig, sem þau hafa gengið í foreldrastað. Miklu verki hafa þau vissulega lokið og er því eðlilegt að mér og öðrum detti í hug að svo mikið starf verði ekki unnið án þess að leggja mjög hart að sér. Þá voru ekki tryggingar eða styrkir og hefði á þeim tím- um þótt fjarstæða að veita styrk til uppeldis barna eins og nú er gert. Hefði það eigi að síður alltaf verið réttmætt, þótt það verði nú að teljast öfgakennt að greiða styrk með 2. barni. Guðmundur og Katrín á Núpi hafa verið samhent um að bæta og byggja upp á jörðinni. Ibúðar- hús og peningshús hafa öll verið endurbyggð og eru nú reisuleg og 1 í bezta lagi. Túnið er vel slétt og fóðrar að mestu leyti það stóra bú sem nú er að Núpi. Allar framfarir og nútíma tækni hefir þetta heimili tileink- að sér og geta þessi ágætu hjón, sem nú verða að teljast roskin, þótt ungleg séu, verið ánægð með þann árangur, sem þau hafa náð með mjklu og góðu starfj. Vil ég enda þessar fáu línur með því að óska þeim til ham- ingju með starfið ailt og þeirra efnilega og mannvænlega hóp ungra kvenna og karla, sem eru þeim alltaf til ómetanlegrar ánægju og munu ef með þarf veita öldruðum foreldrum skjól og aðstoð eftir því sem í mann- legu valdi stendur að veita. í. J. Innilega þakka ég öllum þeim, er sendu mér gjafir og skeyti á 75 ára afmæli mínu. Jón Runólfsson. Steinholti 16 við Seljalandsveg. k : Ríó-kafíi Ágæt tegund, fyrirliggjandi. ÓLfitr CjíJason & Co. h.f Hafnarstræti 10—12 — Sími 81370. MBL. kom fyrir nokkrum dög- um að máli við Jón Þ. Björnsson, fyrrv. skóíastjóra á Sauðárkróki, en hann er nýkominn heim úr fjögurra mánaða ferðalagi til Vesturheims. Jón lét af skóla- stjórastarfinu s. 1. ár, 71 árs að aldri og hafði þá gegnt kennslu- störfum um réttrar hálfrar ald- ar skeið. Hann er enn hress í anda og léttur í spori — enga uppgjöf á honum að sjá. ÁTTI ÆRIÐ ERINDI — Hvað kom þér helzt til að leggja upp í þessa miklu reisu, kominn á áttræðisaldurinn? spyr ég Jón. Hafðirðu komið til Vest- urheims áður? — Nei, ég hafði aldrei farið vestur um haf áður, en er hins vegar Norðurlöndunum vel kunn ugur. Já, víst var þetta í nokkuð mikið ráðizt — en mér fannst ég eiga ærið erindi, þ. e. ég á tvö af 10 uppkomnum börnum mínum búsett í Ameríku, Björn, sem er læknir í Manitoba (Benito) og Ragnheiði Lilju, semj er húsmóðir suður í Missouri í Bandaríkjunum. Ég varð sam- ferða Vestur-íslendingunum, er þeir héldu heimleiðis héðan 26. - segir Jón Þ. B jörnsson f yrrv. skólastj. nýkoininn úr Ameríkuför um sérstaklega milt og gott. Landið er ríkt og gjöfult, moldin dökk og mjúk. En bændurnir hafa samt sína örðugleika og áhyggjur við að stríða. Þeir fá ekki markað fyrir uppskeruna, sitja með hlöðurnar fullar af ó- seldu korni, jafnvel frá fyrra árs uppskeru. Þetta var bænd- unum mikið og alvarlegt vanda- mál. HEIMSOTTI SKOLA OG KIRKJUU — Segðu mér, heimsóttir þú ekki einhverja skóla þarna fyrir vestan. — Jú, ég kom í allmarga barna skóla, átti tal við kennara og nemendur og hafði af því mikla ánægju, þó að ég kynntist ekki sjálfu kennslustarfinu, svo að þarna í Benito, með allskonar nokkru næmi. Yfirleitt virtust útúrdúrum, lagði ég leið mína mér skólarnir fullkomnir og suður á bóginn á ný — til borg- mjög vel að börnunum búið. arinnar St. Charles í Missouri (Einnig kom ég í margar kirkj- júlí til New York. Þar stóð ég ] fylki, nálægt stórborginni St. ur. Að því er ég komst næst er Jón Þ. Bjömsson. Leiluðu vars HAMBORG, 30. nóv. — Útvarps- stöðvar við Norðursjávarströnd Þýzkalands vöruðu í dag skip við miklum stormi sem búast mætti við á Norðursjó. — Minni skip leituðu vars í höfnum. — NTB-Reuter. BEZT AÐ AVGLÝSA I MORGUNBLAÐINU við í tvo daga og hélt síðan til Winnipeg og dvaldi þar í eina ijóra daga, þar til hinn 3. ágúst, að ég fór til Gimli og var þar á íslendingadeginum. ÍSLENDINGADAGURINN í GIMLI — Og þar hefir verið mikið um dýrðir? — Ó, já dagurinn var mjög hátíðlegur og ánægjulegur, en ekki fannst mér hann samt nógu íslenzkur, þegar það er haft í huga, að þetta er eini dagur árs- ins, sem helgaður er sérstaklega íslandi og íslendingum. Mér fannst, að enskan hefði full mik- ið vald yfir deginum — að ís- lenzkan væri í skugganum. Lát- um svo vera, að fjalldrottningin ein beri skautbúninginn, en held- ur lítið fannst mér að sjá aðeins eina unga konu í íslenzkum upp- hlutsbúningi og enga í peysu- búningi. Nei, íslendingadagurinn að Gimli ætti að vera ennþá ís- lenzkari. Louis, rétt á takmörkunum, þar safnaðar- og trúarlíf nokkuð öfl- sem fljótin Missisippi og Missouri ugt og lifandi. Það sem mér koma saman. Sú ferð tók okkur t fannst helzt einkenna kirkjulíf- ekki minna en heila sex daga ið eru hinir mörgu trúarflokk- í fólksbifreið. Fjarlægðirnar eru ar, sem iðka trú sína með meira óskaplegar í þessu stóra landi, eða minna mismunandi hætti. í eins og m. a. má marka af því Benito, t. d., sem er smáþorp, að Manitoba-fylki eitt er sex sinn fjórum sinnum minna en Sauðár- um stærra en allt ísland. Mér ( krókur, eru 4 sjálfstæðir trúar- ofbauð líka hraði farartækj- flokkar, sem hver fyrir sig hef- anna á þjóðvegunum — vill til, að þeir eru alilr breiðir og stein- steyptir — en hvað um það virt- ir sitt sérstaka guðshús. Svo kom ég einnig í marga Rotary-klúbba í ferðinni og var ist mér slysahættan feykileg af hvarvetna tekið með miklum öllum þessum heimskulega æðis- ágætum. Talaði ég þar nokkrum sinnum um ísland og fékk jafnan gangx. Þarna í St. Charles var ég rúman mánuð hjá Ragnheiði dóttur minni, fór þaðan norður til Chicago, síðan flugleiðis til Winnipeg til Benito á ný og svo þaðan fljúgandi heim til Fróns um Winnipeg og New York. prýðilegar viðtökur. SAKNAÐI ISLENZKA VATNSINS I SVANARDAL Frá Gimli lá leiðin til Benito, sem er smábær í norðvesturhluta Manitoba-fylkis, til Björns son- ar míns. Þetta er mikið og mannmargt vel> yfjrleitt vel að því búið. *Þó hérað, kallað Swanriver Vailey.vil ég ekki segja) að við höfum eða Svanáidalui, eins og Is- ekki ýmislegt fram yfir. Hið flata lendingar kalla hann. Reyndar jarl(jsjag j héruðum þeim, seiri ég sá ég nú tæpast nokkra dalsmynd fér um gerir f_ d. mjög erfitt á honum. Svanafljótið agoast fyrir um öflun neyzjuvatns. Það þarna að visu um það, sem á að ekki nema hinar stærri borg. heita dalbotninn með lagog svip- | ir sem hafa efni á að dæla vatn. lítil hæðadrög til beggja handa.' inu af jafnsléttunni upp a við j A FUNDI I S. Þ. — Og hvað fannst þér um risa- borgina New York? — Þetta er fjarskalega stór- kostleg borg á allan hátt. Það, sem mér er einna minnisstæðast þaðan er heimsókn í bækistöðv- ar Sameinuðu þjóðanna. Mig — Og hvernig leizt þér á lífið , hafði lengi langað til að koma á — og fólkið þarna vestra? I þann stað, og svo heppinn var — Yfirleitt mjög vel, þó að ég, að mér gafst kostur á að vera talsvert sé það ólíkt því, sem við á fundi í Öryggisráði og einnig eigum að venjast hér heima. I í Stjórnmálanefndinni. Þótti mér — Lífsþægindin meiri en hjá það ákaflega skemmtilegt og okkur? | fræðandi. — Fólkinu virðist líða mjög — harla ólíkt norðlenzku dölun- um með sínum háu og tignar- legu fjöllum. MARGIR INNFLYTJENDUR — Er mikið um íslendinga þarna í Svanárdal? — Allmargt er af þeim, marg- þrær, þannig að rennandi vatn fáist. í smærri bæjum og til sveita er enn haft gamla lagið á hlutunum, fólkið sækir vatnið í brunna og í sumarhitunum er mjög erfitt að fá gott og kalt vatn. Reynt er að kæla það með , ís — en aldrei jafnast það til ir hverjir gildir myndarbændur. hálfs á við tæra og yndislega Annars hafa a seinni árum ver- uppsprettuvatnið isjenzka. ið mikil brögð að þvi, að útlenn- ingar hafa flutzt í héraðið og keypt upp jarðirnar. Aðallega KANN BETUR VIÐ eru það Pólverjar, Hvítrússar og ÍSLENZKU HÚSIN Gyðingar. Ber mikið á þessum ínr.flytjendum, t. d. er svo margt um Rússana, að sonur minn, sem þarna er héraðslæknir, verður Ekki var ég heldur séi'lega hrifinn af amerísku húsunum, kanrj betur við þau íslenzku. Meirihluti þeirra eru byggð úr 'J/ S í i'Ejirnarcafé á fimmtudagskvöld * 3. des. kl. 8,30. Skemmtiatriði: 1 5 , , ,,, , v ; Skuggamyndir, Lausavísur o. fl. — Góð hljómsveit. I að hafa rússneskan túlk, sem timbri að minnsta kosti út til taláð geti við hina rússneskiji sveitanna, enda eru þarna hrein íbúa, sem yfirleitt skilja ekk-i ógrynni af viði. — Þú hefir verið þarna um uppekerutímann? — Já, hún var með bezta móti i ár. Sumarið þarna vestra var óvenjulega heitt og þurrt og erisku. FJARLÆGÐIRNAR ÓSKAP; LEGAR — HRAÐINN ^ ![i ÆDÍSGENGINN , ' Blsl Eftir um fimm vikna dvöl.haustið djf það sem af er vetrin- 10 HÆDIR UPP AÐ TÁNUM! Nú, annað, sem mér þótti mik- ið til um, var hin mikla Frelsis- stytta á Manhattan eyjunni. Mér þótti hún langtum tilkomumeiri og mekrilegri en hæstu skýja- kljúfarabáknin. Við fórum í 10 hæðir upp að tánum á henni ög aðrar 12 upp eftir skrokknum. Um 20 manns geta staðið í einu innan við enni hennar og 10—12 manns í uppréttum handlegg hennar, reyndar var okkur bann- aður aðgangur að honum. HÆSTA BYGGING NEW YORK 1896 Síðasta kvöldið, áður en ég hélt heim frá New York kom ég í kirkju eina, stóra og undur- fagra, sem árið 1896 hafði verið hæsta bygging borgarinnar. Nú stendur hún þar á götubotni, um kringd og yfirskyggð af risavöxn um skýjakljúfurum á allar hlið- ar. Mér varð á að hugsa, að þarrtá sæju Ameríkumenn „symböl“ sítt — hvort ekki væri hættá á, að þeir í allri sinni efnis hyggju 'glati og grafi niður það, sem helgast er — þannig, að það hverfi fyrir hinu. — Þetta snart mig einkennilega. ,'lií Franxh. & bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.