Morgunblaðið - 02.12.1953, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.12.1953, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 2. des. 1953 MORGVNBLAÐIÐ 11 Nf bók, „Lífið og ég“ eftir ins komnar út I Fggert Stefánsson, nýkrnnin út FÉLAGSBÆKUR Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafé- iagsins fyrir þetta ár eru nú allar komnar út. Bækurnar eru þess- ar: Þjóðvinafélagsalmanakið 1954, skáldsagan „Musteri ótt- ans“ eftir Guðmund Daníelsson, . skólastjóra, „Suðurlönd" eftir Helga P. Briem, sendiherra, And- vari, 78. ár, og kvæði Eggerts Ól- afssonar. — Félagsmenn fá þess- ar fimm bækur, samtals 804 bls., fyrir 55 kr. ársgjald. Þjóðvinafélagsalmanakið kem- ur nú út í áttugasta sinn. Fremst i því er dagatal svo sem venju- lega, ásamt töflum um flóð og yfirliti um myrkva árið 1954. Sérstök grein er um almyrkva á sólu 30. júní 1954 og fylgja henni tvær skýringarmyndir. I grein- inni segir m.a.: „I almanakinu 1953 er skrá um meiri háttar sól- myrkva á íslandi á tímabilinu 700—1800. Almyrkvar eru þar alls taldir 11, eða einn á öld að m'eðaltali. Hér á landi hefur sól almyrkvazt eir.u sinni eftir 1800; það var 17. júlí 1833. Svo fátíðir atburðir vekja að sjálfsögðu at- hygli, og mun svo enn verða um almyrkva þann, sem mun eiga sér stað 30. júní á þessu ári og sést hér á landi“. — Annað efni almanaksins er þetta: Ritgerð um ameríska lækninn W. Gorgas og Panamaskurðinn eftir Níels P. Dungal, prófessor, Árbók íslands 1952, eftir Ólaf Hansson, mennta- skólakennara, íslenzk ljóðlist 1918—1944 (Skáld nýrra tíma II) eftir Guðmund G. Hagalín, rithöfund, Kaflar úr hagskýrsl- um og nokkrar smágreinar. All- margar myndir eru í almanakinu. Skáldsagan „Musteri óttans“, eftir Guðmund Daníelsson, skóla stjóra, er 180 bls. að stærð. Þetta er tíunda skáldsaga Guðmundar. Einnig hafa komið út eftir hann tvær ljóðabækur, tvær ferðasög- ur, eitt leikrit og eitt smásagna- safn. Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur ekki áður gefið út sem fé- lagsbók ákald^gu eftir íslenzkan höfund. Æðarvarpsrækt, eftir Ólaf Sig- urðsson, bónda. — Ritstjóri al- manaksins og Andvara er dr. Þorkell Jóhannesson. Kvæði Eggerts Ólafssonar eru tólfta bindið í bókaflokknum „ís- lenzk úrvalsrit". í því eru rúm- lega 50 kvæði og vísur, m.a. allt kvæðið ,,Búnaðarbálkur“. Vil- hjálmur Þ. Gíslason, útvarpsstj., hefur séð um útgáfuna og skrif- að ritgerð um kvæði Eggerts. Auk þessara félagsbóka hefur bókaútgáfan gefið út í ár 3 auka- félagsbækur, sem félagsmenn fá við hagkvæmara verði heldur en í lausasölu. Þessar bækur eru: Andvökur Stephans G. Stephans- sonar, I. bindi, Sagnaþættir Fjall konunnar og Saga íslendinga í Vesturheimi, V. bindi. — Áttræð Framh. af bls. 6. minnast á þá höfðingulegu gjöf, sem það nýlega gaf til fæðing- ardeildarinnar, sem bráðlega mun taka til starfa í hinum myndarlegu húsakynnum að Sól- vangi. Það er stutt siðan að ég hlust- aði á útvarpsþátt frá glæsileg- asta skipinu okkar, Gullfossi. Þar mælti m. a. elzti farþeginn um borð nokkur orð og var það enginn annar en hún Guðbjörg okkar, sem var þar á ferðinni, hress í anda eins og endranær. Ég minntist þess þá, að hún hafði ekki löngu áður farið um þver og endilöng Bandaríkin og nokkru áður höfðum við hjónin verið með henni í Kaupmannahöfn í svo miklum hita, að okkur þótti nóg um, en Gugbjörg var eins kvik og hress í peysufötunum sínum eins og hún var vön að vera hér heima. Sumir munu máske álíta, að það sé kunningj- um Jónasar bróður hennar, þess mæta manns og læknis, að þakka I hve gamla Elli hefir lítil áhrif haft á hana, en bezt gæti ég trú- J að því, að skapgerð hennar og ’ eðlileg hófsemi hafi þar mestu um ráðið. En hver svo sem ástæðan er, þá er það staðreynd, að frú Guðbjörg er eins og radí- | um, það geislar frá henni orku án þess maður verði þess var,' að nokkur eyðsla fari þar fram. j Við erum mörg, Guðbjörg mín, ' sem þökkum þér samverustund- j irnar og hin margvíslegu og heilladrjúgu störf þín. Vonum , við, að áframhald verði á hvoru tveggja sem lengst. Gleðileg komandi ár! Bjarni Snæbjörnsson. EGGERT Stefánsson, söngvari átti í fyrradag tal við fréttamenn og skýrði þeim frá nýrri bók eftir sig, sem er nýkomin út. Nefnist hún „Lífið og eg, III“. Fjallar hún eins og hinar bækur hans tvær í sama bókaflokki, um líf Eggerts og listamannsferil og ýmsar hugleiðingar í því sambandi. í NEW YORK 1925 Bókin hefst á frásögn frá dvöl söngvarans í New York árið 1925, um tónlistarlífið eins og það var þá í hinni miklu heimsborg. Þar eru og hugleiðingar um Banda- ríkjaforsetana Wilson og Jeffer- son, starf þeirra og hugsjónir. Næsti kafli bókarinnar fjallar um tónlist og rómantík. Síðan hverfur höfundur til Parísar og skýrir frá tónlistarsigri sínum er hann fyrstur íslenzkra söngvara hélt tónleika í Paris og í London árið 192"5 og kom einnig fram í franska og brezka útvarpinu. Eggert greinir í þessum kafla frá samveru sinni við ýmsa merka íslenzka listamenn, sem dvöldu í París er þetta var. HEIMA Á ÍSLANDI Síðari hluti bókarinnar snýst um tónlistarstarfsemi Eggerts hér heima, hljómleika í Reykja- vík 1925.—26 og söngferðalag út um land. „Á þessum árum — sagði Eggert — uppgötvaði ég óm íslands, sem aldrei deyr“. I þessum kafla er einnig að finna umsagnir og greinar ís- lenzkra dagblaða um söngvarann og list hans. Bókin er 140 síður að stærð, prentuð í ísafoldarprentsmiðju. Á kápunni er mynd af málverki eftir Gunnlaug Blöndal og auk þess eru í bókinni tvær aðrar myndir, önnur af gipsmynd af höfundi hennar, gerð af Ásmundi Eggert Stefánsson. Sveinssyni í París árið 1927 og hin ljósmynd af Tjörninni í Reykjavík. HYGGST SKRIFA 4. BINDIÐ Eggert kvaðst hafa í hyggju að skrifa 4. bindið af „Lífið og ég“, og hefur hann þegar hafið undir- búning þess. Þá gat hann þess, að hann og kona hans hefðu mikinn hug á, að ísland gæti í framtíð- inni tekið þátt í „Biennale“ sýn- ingunni, sem er mjög fræg al- þjóðleg listasýning, sem haldin er annað hvert ár í Feneyjum. Björn Ólafs 1342 kr. fyrir 11 réila Guðmundur Daníelsson „Suðurlönd“, eftir Helga P. Briem, sendiherra, er fimmta bókin, sem kemur út í safninu ' „Lönd og lýðir“. I þessu bindi segir frá Spáni, Portúgal og Ítalíu. Sérstakir stuttir kaflar eru um Andorra, Gíbraltar, San Mar- ' ino, Vatikanríkið og viðskipti ís- lendinga við Suðurlönd. Bókin er 240 bls. og með 83 myndum. Efni Andvara, 78. árgangs, er feem hér segir: Gunnlaugur Cleas- 1 sen, æviminning, eftir Sigurjón Jónsson, lækni, Á mótum gamals tíma og nýs, eftir Þorkel Jóhann- 1 esson, prófessor, Milli Beruvikur hrauns og Ennis, eftir Magnús Má Lárusson, prófessor, Þættir um kjör verkafólks á síðari hluta 19. aldar, eftir Böðvar Jónsson, póst, Landkostir í birtu raun- sýnnar athugunar, eftir H.H. og ÞRÁTT fyrir ýmis óvænt úrslit í getraunaleikjum síðustu leik- viku, komu 11 léttir fyrir á ein- um seðli og 10 réttir fyrir á 5 seðlum. Einn og sami þátttakandí átti 2 af þessum 6 seðlum, og koma 1342 kr. fyrir 11 rétta og 348 kr. fyrir 10 rétta, eða 1690 kr. fyrir tvo 8-raða seðla. Hann notaðist við svonefnd einföldunar kerfi, en þau eru fyllt út í ein- földum röðum, og gefa örugglega 10-—11 rétta leiki, ef nokkrir ó- breyttir leikir reynast réttir. — Nokkur slík kerfi eru sýnd í I hinni nýútkomnu handbók, l-x-2, Hvor vinnur? sem fæst hjá bók- sölum og umboðsmönnum, Vinningar skiptust jjannig: 1. vinningur: 1126 kr. fyrir 11 rétta (1), 2. vinningur: 160 kr. fyrir 10 rétta (7), 3. vinningur: 28 ,kr. fyrir 9<rétta <39). Framh. af bls. 6. ið í lífinu — sólskinsins, náttúr- unnar og framkvæmdanna. Og í þessu sambandi munum við vinir hans minnast hans lengst. Björn Ólafs var kosinn í stjórn Mjólkurfélags Reykjavíkur fyrir 20 árum og hefur setið í stjórn þess óslitið síðan, þar af 18 ár sem stjórnarformaður. Hann tók við formannssætinu þegar bróð- ir hans, Guðmundur Ólafs í Nýja bæ baðst undan því. Við kveðjum svo þennan fé- laga okkar, sem við vissum að hafði einlægan áhuga fyrir vel- ferð og framgangi félagsins, og þökkum honum fyrir hið langa samstarf og óskum honum allrar blessunar handan við hafið. Oddur Jónsson. VINAR er saknað, er ég minnist Björns Ólafs, skipstjóra frá Mýrarhúsum. Hann lézt á Landa- kotsspítala 27. f. m. eftir langa sjúkdómslegu. Árið 1885 réðist ég að Mýrar- húsum, sem vinnumaður til for- eldra Björns, mun hann þá hafa verið 6 ára gamall. Frá þeim tíma hefur haldizt staðföst vin- átta milli okkar. Strax og Björn gat farið að starfa byrjaði hann að hjálpa mér með þau störf, sem 1 mér voru falin, og vorum við í mörg ár samstarfsmenn bæði sem unglingar og eins eftir að við vorum báðir orðnir fullorðnir menn. Þegar Björn fór í Stýrimanna- skólann, ungur að árum, sagði ég við hann: Mikið langar mig til að vera með þér í skólanum — en sjálfur hafði ég engar ástæður til þess. Þá segir Björn; Ég skal tala um þetta við hana mömmu. Eftir samtalið kemur hann til mín brosandi og tjáði mér, að þetta væri samþykkt og yrði ég því skólafélagi sinn í Stýrimanna skólanum. Á ég því Birni að þakka það, að ég gat setið við hlið hans á skólabekknum og eins að námið gekk mér betur þar sem við Björn lásum saman og hann gat hjálpað mér, því að hann var betur undirbúinn skóla- gönguna. Alla okkar löngu æfi hefur Björn verið boðinn og búinn að Ijá mér lið bæði í orði og verki, þegar ég hef til hans leitað. Sama get ég sagt um konu hans, Val- gerði, og börnin þeirra, allt hefur þetta fólk sýnt mér sömu vin-' semd og vinur minn Björn. Það mun hafa verið viku fyrir andlát hans, að ég fékk boð um það, að Björn langaði að tala við mig. Fór ég strax á fund hans. Segir hann þá: Ég kallaði á þig, vinur minn, aðeins til að kveðja þig og þakka þér fyrir liðna daga. Berðu kveðju frá mér til skipstjóranna, sem mér voru sam ferða á lífsleiðinni, með þakk- læti fyrir gott samstarf. Þetta voru síðustu orðin, sem ég heyrði vin minn, Björn Ólafs, mæla. Öllum er mikil eftirsjá að slík- um manni, sem Björn Ólafs var, en sárastur er þó söknuðurinn sjúkri eiginkonu hans, börnum og systrum. Ég votta þeim öllum mína innilegustu samúð. En minningin lifir þó maðurinn deyi. Far þú í friði friður guðs þig b’essi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Sigurður Gunnlaugsson. Hallgrímskirkja ! Góðir íslendingar! j HALLGRÍMSKIRKJA á Skóla- i vörðuhæð kallar til ykkar um , hjálp. Hún þarf sannarlega á því , að halda, að þið bregðizt vel við. I Hallgrímskirkja er landskirkja, sem öll þjóðin á að reisa guði til dýrðar og sjálfum sér til ó- blandinnar ánægju og heiðurs. Eiginlega hefði þjóðin átt að reisa Hallgrímskirkju í minningu um fullveldi íslands, en því mið- ur bar hún ekki gæfu til þess, þó eiga íslendingar engum ein- um manni eins mikið að þakka eins og Hallgrími Péturssyni, sem orti Passíusálmana, þegar hann sjálfur var sjúkur og sár fann hann frið og ró í hinni sönnu guðstrú. Já, og gaf þjóð- inni með sálmunum kjark til þess að gefast ekki upp í lífs- baráttunni, þegar hörmungar ísa, elda og sjúkdóma herjuðu land- ið. Mér er sem ég sjái inn i hin lágreistu bændabýli fyrri alda, þegar heimilisfólkið hefur safn- azt saman á dimmum vetraf- kvöldum og sótt í sig kjark og styrk með því að syngja sálma Hallgríms. Saga þessarar kirkju er sam- felld sorgarsaga. Söfnuði Hall- grímskirkju var meinað að byrja á byggingunni meðan verð- lag var sæmilegt á byggingar- vörum, hverjar ástæður voru til þess skal sleppt, en nú þegar hafizt er handa á byggingunni rísa upp ótal raddir, sem dæma um listagildi útlitsins á kirkj- unnj. Prófessor Guðjón Samúelsson var sannur kirkjunnar vinur og lagði mikið verk í þessa teikn- fngu, enda var hann smekkmað- ur með afbrigðum eins og verk hans sýna. Fegurstu byggingar Reykjavíkurbæjar eru teiknaðar af honum, skal þar til nefna Háskóla íslands, Þjóðleikhúsið, Landakotskirkju og Laugarnes- kirkju. Allar þessar byggingar eru til sóma þeim sem gert hefur. Gamalt máltæki segir: „Að dæma hart það er harla létt, en hitt er örðugra að dæma rétt“, og þeir sem setja sig á dómara- stól, hvort sem heldur er um sálma Hallgríms eða Hallgrims- kirkju, ættu fyrst að hafa sýnt í verki að eitthvað liggi eftir þá, sem jafngildi því sem verið or | að dæma. Hallgrímssöfnuður | heitir á alla góða landsmenn að herða baráttuna fyrir byggingu Hallgrímskirkju og láta hverja I árás verða til að fylla okkur j samhug og einingu. i Minnist þess, að ef við aðeins gefum kirkjunni jólagjöf ár hvert, þó ekki væri nema 5—19 < krónur frá hverjum einstaklingi, ! meðan kirkjubyggingin stendur 1 yfir, þá mundi það verða mikil , hjálp og allir, sem unna verkum I Hallgríms Péturssonar og vilja j láta reisa honum minnisvarða vona, að bær og ríki gangi þar fram fyrir skjöldinn og leggi fram vissa fjárhæð í sérstakan, Hallgrímskirkjusjóð. | Minnist þess, að Hallgríms- kirkja er landskirkja, en ekki safnaðarkirkja og menningar- þjóð getur ekki gengið fram hjá því að reisa veglegt guðshús, sem sýnir, að þjóðin er kristin þjóð | og vill eitthvað á sig leggja til að gefa guði dýrðina. J Góðir fslendingar, gleymiS aldrei beztu mönnum þjóðarinn- ar. j Jólagjafirnar má senda til I skrifstofu biskups, merkt: ,,Hall- ' grímskirkja í Reykjavík“. Guðrún Guðlaugsdóttir. Worgunblaðið m hdminei ntbnti<Mar» m ookkurt annað ínlenr.Kt blsð skapar aukin viðskipti. — Ríflegri ferðapeningar BONN — Sjtjórn V-Þýzkalands hefur ákveðið að Vesturþjóðvefj - um skuli veitt 2300 mörk (196 pund) til ferðalaga erlendis. Er hér með efnt eitt af kosningalof - orðum stjórnarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.