Morgunblaðið - 04.01.1955, Side 1

Morgunblaðið - 04.01.1955, Side 1
16 sáður 42. árgangur 1. tbl. — Þriðjudagur 4. janúar 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsins lóðrar tefjasf vegna um- ræðna m LÍKLEGT er talið að vetrarvertíð hér á Suð-Vesturlandi hefjist ekki í dag. Ástæða þess er sú, að ekki hefur ennþá tekizt endanlegt samkomulag milli samtaka útvegsmanna annarsvegar og ríkisstjórnarinnar hinsvegar um framlengingu þeirra gjaldeyris- fríðinda, sem bátaútvegurinn hefur notið undanfarið. Tillögur munu hafa komið fram um það að draga eitthvað úr þeim fríð- indum. Endanleg ákvörðun í máli þessu verður sennilega ekki tekin fyrr en undir lok þessarar viku. Á Vestfjörðum hófust róðrar víðast hvar í október eða nóvem- ber. Var afli þar sæmilegur í desember og voru farnir um 20 róðrar frá ýmsum verstöðvanna í þeim mánuði. Snnþfkkt útgerðannamia í GÆRKVÖLÐI héldu útgerðar- menn vélbáta í Reykjavik fund með sér og var þar gerð eftir- farandi samþykkt: „Þar sem ekki hefur náðst samkomulag við ríkisstjórnina um starfsgrundvöll fyrir vél- bátaflotann næstu vetrarver- tíð, ákveður fundur Útvegs- mannafélags Reykjavíkur, haldinn í fundarsal L.Í.Ú. 3. jan. 1955, að hefja ekki veiðar fyrr en fullt samkomulag hef- ur náðst.“ Virkiun Efra-Sogs ins boðin út Viðtal við Steingrím Júnsson rafmagnsstjóra Verkið gæti hafizt næsta sumar eba haust SAMKVÆMT því, sem Steingrímur Jónsson rafmagnsstjóri skýrði Mbl. frá í gær, var á fundi Sogsvirkjunarstjórnarinnar, sem haldinn var s. 1. þriðjudag, tekin ákvörðun um að hafa útboð a framkvæmd byggingarvinnu, vélum og rafbúnaði til stöðvarinnar við Efra-Sog. — Útboðinu verður liagað á sama hátt og gert var haustið 1949, þegar útboð var gert um virkjun írafossvirkjunar- innar, þannig að auglýst er almennt hér á landi en gert er ráð fyrir að hafa takmörkuð útboð á byggingarvinnu innan Norður- landanna, þannig að bjóða þeim firmum, sem við höfum verið í sambandi við og þekkjum, að taka þátt í samkeppninni um bygg- ingaframkvæmdirnar. Út af vélunum er aðeins auglýst hérlendis en umboðsmenn ýmsra erlendra fyrirtækja munu vafalaust gera tilboð fyrir hönd aðila í ýmsum löndum í Evrópu og Ameríku. LÁNSHEIMILD FENGIN Stjórn Sogsvirkjunarinnar hef- ur fengið þingheimild til lántöku með ríkisábyrgð, sem nemur allt að 100 millj. kr. Er búizt við að fjáröflun til virkjunar Efra-Sogs- ins verði reynd að útboði loknu og ef til vill í sambandi við bjóð- endur sjálfa. Seato-ráðsfefna í febréar ★ MANILA, 3. jan. — Utanrík- isráðuneyti Filippseyja tilkynnti síðdegis í dag, að utanríkisráð- herrar hinna átta landa, er aðild eiga að varnarbandalagi Suð- austur Asíu hyggisthalda með sér fund í Bangkok, höfuðborg Thai- lands, 23. febrúar til að ræða, hver háttur verði hafður á, um framkvæmd Seato-sáttmálans, er undirritaður var í Manila í lok september. ■Jr Þau átta lönd, er aðild eiga að bandalaginu eru: Astralía, Bretland, Frakkland, Nýja Sjá- land, Pakistan, Thailand, Banda- ríkin og Filippseyjar. A ráðstefnunni munu ráð- herrarnir einnig ræða, hvernig bezt verði komið á friði og öryggi í Suð-austur Asíu, en í því er fólginn einn aðaltilgangur Seato- sáttmálans. ORKA, SEM NEMUR 27 ÞÚS. KW. Það sem virkja á er fallhæð- in milli Þingvallavatns og Úlf- ljótsvatns. Sjálft stöðvarhúsið mun standa á vatnsbakkanum við norðurenda Úlfljótsvatns en vatnið verður tekið úr Þingvalla- vatni um aðrennslisgögn til stöðvarinnar. Gert er ráð fyrir tveimur véla- samstæðum, hverri um sig 13500 kw eða alls 27 þús. kw og er þá virkjunin fullkomin. Lág stífla verði í Þingvallavatni til vatns- miðlunar, þannig að fyrst um sinn haldist vatnsborðið milli 102—103 m yfir sjó en það er það, sem mælingar hafa sýnt að vatnsborðið breytist, af náttúr- unnar völdum, frá lægsta sumar- vatnsborði til hæsta vetrarvatns- borðs. Ekki er gert ráð fyrir, að hægt sé að hækka hæsta vatns- borð frá þessu vegna Þingvalla. Virkjun Efra-Sogsins er tölu- vert minna mannvirki en íra- fossvirkjunin og á því að verða Framh. á bls. 7 Forseti Panama myrtur á veðreiðum iólabcðskapur páfans VATÍKANINU, 3. jan.: — Páfinn hefir hvatt bæði vestrænar og austrænar þjóðir til að leitast við að lifa í sátt og samlyndi. í jóla- boðskap sínum, er nokkur töf varð á vegna veikinda hans, lét hann svo ummælt, að friður sá, er nú ríkti í heiminum, ætti rót sína að rekja til ótta. ★ Ef tryggja ætti friðinn í heiminum yrðu þjóðirnar að gera friðrof að broti á siðferðilegri skyldu, og þessu broti ætti að fylgja ströng refsing, sagði páf- inn. Margir hafa ver/ð handteknir. Fylgismenn fyrrverandi forseta, Arias, liggja undir grun Panama, 3. jan. — Reuter—NTB. JsjTJÓRN Panama lét það boð út ganga. að strangri reglu yrði haldið uppi um land allt, eftir að forseti ríkisins, José Antonia Remon, var myrtur í gærkvöldi á veðreiðabrautinni í Panama City. Sú ez-skurð urinn opn- aður á ný í gærkvöldi Umferð kemst í samt lag á morgun LONDON, 3. jan. — Reuter-NTB/ VONIR standa til, að Súezskurðurinn verði opnaður að nýju í kvöld og hægt verði að sigla gegnum skurðinn n. k. miðviku- dag. Mikil mergð skipa bíður báðum megin skurðsins við Port Said og Súez. Til að koma í veg fyrir allt of mikla þröng á þingi befir 60 skipum verið leyft að sigla frá Rauðahafinu inn á Great Bitter Lake, sem er víðasti hluti skipaskurðsins. • EITT VERSTA SLYSIÐ Á SKURÐINUM Eins og áður hefir verið skýrt frá var skurðinum lokað eftir að olíuskipið „World Peace“ frá Líberíu rakst á stálbrúna við E1 Ferdan, er liggur við norður- enda Great Bitter Lake. Slys þetta, sem er eitt hið versta í sögu Súez-skurðsins, átti sér stað á gamlárskvöld. • BRUIN HÆTTULEG SKIPUM Hefir nú tekizt að ná skipinu undan brakinu úr brúnni og flytja það nokkrir mílur frá slys- staðnum, en ráðgert er að flytja það til Port Said til viðgerðat. Nokkur hluti úr stálbrúnni ligg- ur enn á aftur hluta þilfarsins. Því hefir oft verið haldið fram, að brúin, er byggð var á stríðs- árunum, væri hættuleg skipum og hefir oft verið skorað á egypzku stjórnina að láta rífa hana. Örin sýnir staðsetningu stálbrúar- innar riS El Ferdan í nánd við borgina Isniailia. V.-þýzki sendiherran í London býðst til að segja af sér vegna ummæla konu sinnar BONN, 3. jan. — Reuter-NTB VESTUR-ÞÝZKA stjórnin í Bonn hefir sent brezku stjórninni afsökunarbeiðni vegna ummæla vestur-þýzku sendiherrafrúar- innar í jólaboði. Vestur-þýzki sendiherrann, Oskar Schlitter, hefir boðizt til að láta af embætti, en talsmaður utanríkisráðuneytisins í Bonn sagði í dag, að enn hefði ekki verið tekin endanleg ákvörð- un um tilboð Schlitters. Hinsvegar hefir sendiherrann verið leyst- ur frá störfum í bili. ★ „í ÓVINAI,AND1“ Schlitter var þegar kallaður heirn, er kunnugt var, að kona hans, sem er fyrrverandi kvik- myndaleikkona, og var kjörin fegursta kona Berlínar 1930, hafði látið svo um mælt í ræðu, er hún hélt í jólaboði starfsmanna vestur-þýzka sendiráðsins í Lon- don, að Þjóðyerjar yrðu að halda vel saman „í óvinalandi1. Sendi- herrahjónin komu flugleiðis til Bonn frá London. Var frú Schlitt- er lasin og var þegar flutt í sjúkrahús. ★ TAUGAÓSTYRK OG ÓUNDIRBÚIN í opinberri tilkynningu í Bonn í dag var sagt, að frú Schlitter iðraðist mjög þesasra ummæla Framh. á bls. 7 W Fyrrverandi forseti landsins, dr. Arnulfo Arias og margir fylg- ismenn hans hafa verið hand- teknir í sambandi við morðið, en almennt er álitið meðal stjórn- málamanna í Panama, að Arias eigi ekki beinan þátt í morði for- Setans. Rannsókn málsins hefur verið haldið sleitulaust áfram í dag. Ostaðfestar fregnir herma, að kona nokkur, er var í fylgd með forsetanum hafi bent morðingj- unum á hann, og hafi hún verið handtekin. ★ VEÐHLAUPAHESTUR HANS SIGRAÐI Veðreiðavöllurinn hafði því nær tæmzt af áhorfendum, er skotið var á forsetann af flokki árásarmanna með vélbyssum. Var forsetinn þegar fluttur í sjúkra- hús og dó þar nokkrum klst. síðar. Einn af veðhlaupahestum forsetans hafði unnið í veðreið- unum og dvaldist forsetinn á vell- inum, þar sem hann hafði ætlað að fagna sigrinum með nokkrum vinum sínum. Einn af lífvörðum forsetans var drepinn í skothríð- inni. Þekktur sundmaður, Danila Sousa, var drepinn í skothríð þeirri, er fylgdarlið forsetans hleypti af gegn árásarmönnunum. Sousa var ákafur fylgismaður hins fyrrverandi forseta, Arias. ★ ARIAS STEYPT 1951 Arias var steypt af stóli með uppreisn alþjóðar og almennu verkfalli 10. maí 1951, eftir að hann hafði lýst yfir þeirri fyrir- ætlun sinni, að nema úr gildi stjórnarskrána frá 1946, en setja í gildi stjórnarskrána frá 1941, er hann sjálfur gegndi forseta- embættinu. Enn önnur kona liggur undir grun í þessu morðmáli. Hún er menntakona, að nafni Chelma King. Ekki er vitað, hvaða stjórn málaflokki kona þessi tilheyrir, en óstaðfestar fregnir herma, að hún hafi veitt tilræðismönnunum forustu og gefið þeim skipun um að skjóta. VARAFORSÆTISRÁÐHERR- ANN TEKUR VIÐ EMBÆTTI Varaforsætisráðherra Panama, Juan J. Guizado, vann í dag em- bættiseið sinn sem forseti lands- ins. Remon var kosinn forseti lands ins með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í maí 1952. Tók hann við af Alcibiades Arosemana, er kjörinn var forseti í maí 1951, er ! Dr, Arnulfo Arias var steypt af stóli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.