Morgunblaðið - 04.01.1955, Qupperneq 6
i
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 4. janúar 1955
Verðmæfi litrar 11 mil!j.
kr. á tveimur árum
Frá aðalfundi lifrarsamlags Vestmannaeyja
VESTMANNAEYJUM, 3. jan.
LIFRARSAML.AG Vestmannaeyja hélt aðalfund sinn hinn 30.
des. s. 1. Var aðalfundur þessi fyrir tvö starfsár eða 1952
Og 1953.
GÓÐUR HAGUR
Hagur samlagsins er mjög góð-
ur, en það er eins og kunnugt er
eina lifrarvinnslustöðin í Eyjum
og samlagsfélag útgerðarmanna.
■— Árið 1952 tók samlagið á móti
2248 smálestum af lifur af 78
heimabátum og 18 aðkomubátum.
Fengust úr þessu 1574 smálestir
af lýsi fyrir að verðmæti 5,580.000
kr. Fengu félagsmenn greitt fyrir
hvert innlagt lifrarkíló kr. 1,45.
Árið 1953 tók samlagið á
móti 2306 smálestum af 67 heima-
bátum og 16 aðkomubátum. Feng
ust úr því 1459 smálestir af lýsi.
■— Útborgunarverð til samlags-
íélaga varð á því ári kr. 1,60 pr.
kg, en verðmæti alls lifrarmagns
ins var það ár alls 5,501,000 kr.
HÚSAKOSTURINN
ENDURBÆTTUR
Á undanförnum árum hefir
markvisst verið unnið að því að
endurbæta húsakost samlagsins,
og er nú svo komið, að þau húsa-
kynni, sem upphaflega voru til,
voru svo til eingöngu úr timbr:,
en eru nú orðin öll steinsteypi.
Þar að auki hefir öll aðstaða t;l
vinnslu og móttöku afurða verið
stórlega bætt. Má í því sambandi
benda á, að lýsisgeymar samlags-
ins hafa árlega verið auknir, og
á það nú lýsisgeyma sem taka
1300 smálestir, og byggst bæta
einum 300 lesta geymi vió á kom-
andi vetri. Að þeirri framkvæmd
lokinni hefir samlagið geymslu-
rúm í geymum fyrir árlega fram-
leiðslu samlagsins. Þar að auki
Sæmdir Fálkaorðu
á nýársdag
A NYARSDAG sæmdi forseti Is-
lands, að tillögu orðunefndar,
þessa menn heiðursmerki fálka-
orkunnar:
1) Davíð Stefánsson, skáld, Ak-
ureyri, stórriddarakrossi fyrir
• bókmenntastörf,
2) frú Guðrúnu Pétursdóttur,
Reykjavík, stórriddarakrossi, fyr-
ir störf að málefnum kvenna,
3) Helga Arason á Fagurhóls-
mýri, stórriddarakrossi, fyrir
störf að rafvirkjunum í sveitum
o. fl.,
4) Olaf Bjarnason, bónda í
Brautarholti, riddarakrossi, fyrir
Störf að búnaðarmálum,
5) Olaf Thorarensen, bankastj.,
Akureyri, riddarakrossi, fyrir
störf að bankamálum.
6) Pál Isólfsson, tónskáld,
Reykjavík, stórriddarakrossi, fyr
ir störf að tónlistarmálum, og j
7) Sigtrygg Klemensson, skrif-
stofustjóra, Reykjavík, riddara-
krossi, fyrir embættisstörf.
(Frá orðuritara).
hefir það látið gera frárennslis-
leiðslu inn á Eiði, og með því
komið í veg fyrir það, að óhrein-
indi frá verksmiðjunni renni í
höfnina. Einnig hefir samlagið lát
ið gera leiðslu frá lýsisgeymum
félagsins niður að aðalathafna-
svæði hafnarinnar, svo að hægt
er að láta lýsið renna beint um
borð í tankskipin, sem taka lýsið
til útflutnings.
Aðstaða til vinnslu í verk-
smiðjunni hefir einnig verið mjög
bætt, og er nú fyrirhugað að auka
húsakost félagsins og afkastagetu
verksmiðjunnar. Allar þessar
endurbætur hafa að sjálfsögðu
stórbætt alla vinnslumöguleika
og um leið skapað aukið öryggi í
sambandi við brunahættu og
fleira.
Úr stjórn samlagsins áttu að
ganga að þessu sinni þeir Jónas
Jónsson og Ástþór Matthíasson,
en þeir voru báðir endurkjörnir.
FÆRÐAR ÞAKKIR
Á fundinum var Jóhanni Þ.
Jósefssyni færðar sérstakar þakk
ir fyrir vel unnin og góð störf
í þágu samlagsins, en hann hefir
verið formaður þess frá stofnun
eða s.l. 22 ár.
í tilefni af 20 ára starfrækslu
samlagsins, þá samþykkti fund-
urinn að gefa 30 þús. kr. til
turnbyggingar við Landakirkju,
svo og 15 þús. kr. til að láta gera
líkan af gömlu áraskipunum.
Sömuleiðis af fyrstu vélbáta-
gerðinni og nútíma vélbáti. Og
mun ætlunin að þessi líkön verði
afhent væntanlegu byggðasafni
Eyjanna. — Bj. Guðm.
Fróðlegl erindi um
eldfjöll llalíu
Á FUNDI Hins íslenzka náttúru-
fræðifélags, er haldinn var í Há-
skólanum í gærkveldi flutti Sig-
urður Þórarinsson, jarðfræðingur
erindi, er hann nefndi ,.Frá
Albanafjöllum til Etnutinds".
Fjailaði það um eldfjöll Ítalíu,
en í sambandi við þátttöku í al-
þjóðaþingi jarðeðlisfræðinga s.l.
haust gafst Sigurði tækifæri til
að skoða flestar eldstöðvar þessa
lands, bæði á Ítalíu-skaganum
sjálfum og einnig á Liparisku eyj
unum og Sikiley.
Virkustu eldfjöllin síðan sögur
hófust eru Etna, Vesivíus og
Stromboli. En auk þess hefir gos-
ið alloft á eynni Ischia í Napoli-
flóa og á Brimavöllum tCampi
Phlegrai) norðan við Napoli, en
þar myndaðist nýtt eldfjall,
Monte Nouova, árið 1938. Sumir
fræðimenn telja og að gosið hafi
í Albanafjöllum, skammt suður
af Róm, eftir að sögur hófust.
Sigurður kom á öll þessi svæði
nema til eyjarinnar Ischia, og
sýndi fjölda litskuggamynda.
Auk þess brá hann upp nokkr-
um myndum frá raforkuverunum
í Larderello suðvestur af Florenz,
en þau eru knúin jarðhita og eru
þar og á svæðum í Toscana virkj-
uð um 350 þús. hestöfl á þann
hátt, en víða í Ítalíu er nú borað
eftir gufu og gera menn sér sér-
staklega vonir um árangur af
borunum á Brimavöllum við
Napoli og undirbúningur er haf-
inn að borun í Vesivius sjálfan.
lamilton-félagið
nær allri starfsemi
EINS og utanríkisráðherra skýrði! vallagerð með það fyrir augum
O-
-□
r
Araméfamóflaka
forsela blands
FORSETI íslands hafði móttöku
í Alþingishúsinu á nýársdag svo
sem venja hefur verið.
Meðal gesta voru rikisstjórnin,
fulltrúar erlendra ríkja, ýmsir
embættismenn og fleiri.
senda kveðjur
MEÐAL árnaðaróska sem forseta
íslands bárust á nýjársdag voru
heillaskeyti frá Hákoni Noregs-
konungi, Friðriki Danakonungi,
Gústafi Adolf Svíakonungi.
Paasikivi Finnlandsforseta og
Francisca Franco ríkisleiðtoga
Spánar.
Hýr báfur III Eyja
Svíþjóð seglr upp
loflferðasamningi
Maður hætt
kominn vegnn
kolsýrueitrunnr
KEFLAVÍK, 2. jan.: — í gær
var maður hætt kominn vegna
kolsýrueitrunar, er verið var að
bjarga m/b Auði frá því að reka
upp í fjöru í Njarðvíkum.
Þetta vildi til með þeim hætti,
að m/b Auður var að slitna frá
bryggjunni. Vélstjórinn var ekki
viðstaddur en maður að nafni
Þorsteinn Eiríksson er þarna var
nærstaddur, var fenginn í hans
stað, enda var hann þaulkunnur
vél bátsins. Þegar hann hafði sett
vélina í gang fór hann upp, en
þurfti svo að bregða sér niður
aftur að aðgæta vélina. Er Þor-
steinn kom ekki upp aftur var
farið að gæta að honum, en þá lá
hann meðvitundarlaus vegna kol-
sýrungs er myndast hafði frá út-
blástursröri vélarinnar.
Ekki mátti tæpara standa að
honum yrði bjargað þar sem
hann mun hafa legið um hálf-
tíma niðri meðvitundarlaus.
— Ingvar.
□---------------------□
frá í útvarpi þann 26. maí s.l. var
síðastliðinn vetur samið um það
milli ríkisstjórna íslands og
Bandaríkjanna, að Hamilton fé-
lagið hætti sem fyrst störfum hér
á landi. Skyldi áherzla lögð á að
útivinnu félagsins yrði lokið um
þessi áramót og annari vinnu sið-
an eins fljótt og auðið er. Sam-
komulag varð um, að nýjum verk
samningum yrði ráðstafað beint
til íslenzkra verktaka, svo fram-
arlega sem það sé á þeirra færi
að framkvæma verkið. Jafnframt
var ákveðið, að fyrir lok þessa
árs yrði samið um framkvæmd
verka á árinu 1955.
Þessum samningum er nú ný-
lokið og varð samkomulag um
eftirfarandi:
1. Hamilton félagið hættir allri
útivinnu, nema hvað örfáir menn
munu enn í byrjun þessa árs
vinna að því að ljúka fáeinum
smáverkum. Auk þess mun félag-
ið fram eftir næsta ári halda
áfram eftirliti með verkum, sem
það hafði hafið fyrir febrúar 1954
en sem framkvæmd eru af ís-
lenzkum verktökum. Hér er eink-
um um að ræða radarstóðvar á
Austur- og Vesturlandi. Emnig
mun það halda áfram viðgerð
vinnuvéla sem nú stendur yíir
þar til félagið hefur skilað öllum
tækjum í góðu ástandi. Því mun
lokið á næsta sumri. Hafr.ir eiu
þegar samningar við íslenzka
verktaka um sand- og grjótnám
varnarl. í Stapafelli og annars
staðar, sem og um framkvæmd
allmargra verka, sem verða tekin
af Hamilton félaginu um áramót-
in.
Þá náðist samkomulag um, að
þeir íslendingar, sem vinna hjá
Hamilton félaginu við innivinnu
þar til félagið fer alveg, verði að
svo miklu leyti, sem unnt er á
ráðningarsamningi hjá íslenzkum
verktökum.
2. íslenzkir verktakar munu
framkvæma milliliðalaust öll
verk á þessu ári að undantekinni
flugvallargerðinni. Að dómi ís-
lenzkra sérfræðinga geta íslenzk-
ir verktakar því aðeins tekið
flugvallargerðina að sér, að þeir
ráði til sín hóp erlendra sérfræð-
inga, því hér er um mjög vanda-
samt verk að ræða, sem einkum
er fólgið í nauðsynlegu viðhaldi
á flugbrautum. Samkomulag
varð um, að verkfræðingadeild
varnarliðsins sjái sjálf um flug-
vallargerðina og fái leyfi til að
ráða til sín erlenda sérfræðinga
til þess verks.
Flugvallargerðin er tiltölulega
Uítill hluti framkvæmdanna á
næsta ári. Til hennar þarf um
200 til 300 manns og fá þeir út-
lendingar sem þörf er á aðeins
dvalarleyfi hér næsta sumar með
an verkið stendur yfir. Jafnframt
verða íslendingar þjálfaðir í flug
að taka við viðhaldi flugbrauta
í framtíðinni.
Ákveðið var að framkvæmdir
skyldu miðast við vinnuafl sem
fyrir hendi er á hverjum tíma í
landinu, þannig að þær trufli sem
minnst íslenzkt atvinnulíf.
Rétt þykir að vekja athygli á
því, að samningar þeir sem nú
hafa farið fram eru nýtt skref í
framkvæmd varnarsamningsins.
Þetta er í fyrsta sinn, sem fram-
kvæmd verka á Keflavíkurflug-
velli er ákveðin í fullu samráði
við íslenzku ríkisstjórnina. Er
ætlunin að sami háttur verði
hafður í framtíðinni samhliða
mjög auknu eftirliti með öllum
varnarframkvæmdum.
(Frá utanríkisráðuneytinu)
HangikjöHð sauð vel
- slökkvillðið kvatt
á vellvang
SIÐASTA gamlárskvöld hefir
sennilega verið það alrólegasta
í sögu slökkviliðsins ,og er
ánægja til þess að vita.
Jón Sigurðsson, slökkviliðsstj.,
sagði blaðinu í gær, að liðið hefði
aðeins einu sinni verið kvatt út
snemma um kvöldið. Rauk mik-
ið út um glugga á húsi einu og
hringdu nágrannarnir. Þegar
slökkviliðið kom á staðinn, var
þar ekkert athugavert, heldur var
komin góð suða upp á hangikjöt-
inu og rauk gufan út um glugg-
ann.
Þá var Tiðið gabbað einu sinni
um nóttina, og var það allt og
sumt.
Dagiepr ferðír yfir
FjarSarkelli
SEYÐISFIRÐI, 30. des. — Mjög
snjólétt er nú hér eystra og hafa
daglegar ferðir verið yfir fjarð-
arheiði að heitið má.
Flutningur er nú mikill yfir
heiðina, þar sem Seyðfirðingar
fá mjólk ofan af Héraði, og
einnig í safnbandi við flugferð-
irnar að sunnan, en reglubundnu
áætlunarflugi er haldið uppi frá
Reykjavík til Egilsstaða. •—B.
„$ólfaxi“ fór tvær ferð-
ir til Sauðárkréks
SÆNSKA ríkisstjórnin hefur sagt
upp loftferðasamningi íslands og
Svíþjóðar, er gerður var 3. júní
1952. Afhenti sendiherra Svía, hr.
Leif Öhrvali, utanríkisráðherra í MIKLAR annir voru hjá Flug-
Miklar annir hjá Flugfélagi íslands.
A ÞRIÐJA JOLADAG kom til
Vestmannaeyja nýr vélbátur, sem
hlotið hefir nafnið Frosti. Var
hánn byggður í Svíþjóð og er 53
lestir að stærð. Hann er með 180 gaer opinbera orðsendingu þessa félagi Islands s.l. sunnudag.
hestafla June Munktell vél, og efnis. „Gullfax'i“ fór til Kaupmanna-
er ganghraði um 9 sjóm. Þá er í Samkvæmt 11. grein samnings- hafnar á sunnudagsmorgun og
hon,um 10 hestafla ljósavél af ins, fellur hann úr gildi 12 mán- kom aftur samdægurs til Reykja-
sömu gerð. Sömuleiðis talstöð, uðum eftir uppsögn eða 30. des. víkur. A innanlandsflugleiðum
miðunarstöð og dýptarmælir. j 1955, hafi ekki orðið samkomulag félagsins voru fluttir hátt á 3.
Oll yfirbygging bátsins er úr um að afturkalla uppsögnina fyr- hundrað farþegar, og tók „Sól-
aluminium og er mjög létt, vigt- ir þann tíma. faxi“, hin nýia millilandaflug-
aði 700 kg áður en innréttingin; | orðsendingu sinni hefur vél F.L, þátt í þeim flutningum.
var sett í hana. — Rúm er fyrir sænska ríkisstjómin jafnframt Voru farþegar selfluttir í Kata
11 pnanna áhöfn. •— Skipstjórí á stungið upp á samningaviðræðum lína- og Douglasflugvélum frá
Frosta VE 363, verður Ingólfur Um nýjan loftferðasamning milli Akureyri, Siglufirði og Hólmavík' fluttir voru samanlagt í janúar
Matthíasson. Verður báturinn landanna. yfir til Sauðárkróks, en þar tók fyrstu fimm árin, sem félagið
gerður út á línu og net í vetur. I (Frá utanrikisráðuneytinu). „Sólfaxi“ við þeim og flutti til I starfaði.
Reykjavíkur. Fór hann tvær ferð-
ir fullskipaður farþegum og voru
um 60 manns í hverri ferð. Auk
þessa fóru aðrar flugvélar F. I.
fjórar ferðir milli Akureyrar og
Reykjavíkur á sunnudag og eina
milli Siglufjarðar og Reykjavík-
ur. — Sem dæmi um hinn öra
vöxt í flugsamgöngum hér innan-
lands má geta þess, að flugvélar
Flugfélags Islands flyt.ja nú álíka
marga farþega á einum degi og
Barnakennarar
óánægðir með
lélegar kjarabælur
KEFLAVIK, 27. des. 1954. — A
aðalfundi „Félags barnakennara á
Reykjanesi*, er haldinn var í dag,
var rætt um launakjör barna-
kennara og launauppbót þá, er
Alþinig afgreiddi fyrir skömmu
og voru allir á einu máli um, að
sú afgreiðsla væri með öllu óvið-
unandi.
Var út af þessu samþykkt eftir-
farandi:
„Aðalfundur „Félags barna-
kennara á Reykjanesi“, haldinn
27. des. 1954 lýsir óánægju sinni
yfir óeðlilega lélegum kjarabót-
um barnakennara og lægst laun-
uðu starfshópa opinberar starfs-
manna, er fengust með launaupp-
bót þeirri, er ríkisstjórnin nýlega
hefur úthlutað.
Einnig lýsir fundurinn sig full-
komlega samþykkan framkom-
inni tillögu Kennarafélags Hafn-
arfjarðar, um að barnakennar-
arnir geti ekki sætt sig við lægri
laún en kr. 4.000.00 á mánuði,
miðað við núverandi verðlag og
peningagildi".