Morgunblaðið - 04.01.1955, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 04.01.1955, Qupperneq 9
Þriðjudagur 4. janúar 1955 MORGUNBLAÐIÐ 9 „Sami sömu mikli rétturinn öllum til handa og þungu skyldurnar á allra herðar" SÚ SPURNING knýr án efa oít dyra hjá mörgum íslending- um, hvort saga vor sé ekki ein hin allra furðulegasta, sem heim- ildir greina frá. Yfir mikið úthaf sigla hingað höfðingjar með skyldulið sitt, hjú og búslóð á fleytum, sem nú eru taldar óhaffærar, og án allrar siglingartækni nútímans. Þeir kusu sér að leita hingað í óviss- una, og taka sér bólfestu á hjara veraldar vegna þess, að þeir vildu heldur yfirgefa ætt sína og óðal, en þola ráðríki og yfir- drottnun innlendra harðstjóra. Eftir fáa áratugi stofnsetja þeir hér þjóðveldi, sem um margt er einstætt, og vitnar um mikla vitsmuni, rökrétta hugsun og fyrirhyggju í nær öllum efnum. Þeim skauzt þó í því að skilja ekki nauðsyn þess að tryggja, að vald þessa nýja ríkis væri jafnan hið sterkasta í landinu. Sú yfir- sjón varð íslendingum dýr. Það kom í ljós eftir langa og grimma valdabaráttu hinna mikilhæfustu höfðingja landsins, manna, sem flest höfðu sér til ágætis annað en það, að þeim hafði gleymzt, að með lögum skal land byggja en með ólögum eyða. Með valdi og ofbeldi skyldi vilji þeirra ráða en að baki ríkisins stóð ekkert vald er þann leik megnaði að skakka. Margir þessara ágætismanna guldu skuld sína við lög og rétt með lífi sínu, en þjóðin öll með frelsi sínu, svo sem allir vita. Allt er þetta furðuleg saga, saga mikilla hetjudáða, höfðing- dóms og glæsimennsku. Furðu- legast er þó ef til vill, að vér skulum í dag kunna svo mikil skil á henni sem raun ber vitni um. Hnignun þeirri, sem æfinlega fylgir frelsisskerðingu, varð ekki liðfátt í útrýmingarbaráttunni gegn íslenzku þjóðinni næstu ald- irnar. Eldar, ísar, sóttir, sem stundum drápu hálfa þjóðina eða meira á fáum árum, slóust í þá för. Ofan á það varð svo þjóðin að sæta því, sem ef til vill lék hana sárast, er hún var svipt verzlunar- og athafnafrelsinu. Menn spyrja enn: Er þetta ekki furðuleg saga? Er ekki framt að því óskiljanlegt, að ís- lendingar skyldu fá afborið allar þessar raunir, og fóstrað við þessi kjör andlega afreksmenn, sem lýsa eins og bjartir vitar í gegnum myrkur langra og dimmra alda, menn, sem með snilld sinni hafa skráð nafn sitt óafmáanlegu letri á bókfell sög- unnar? Það er mikil þolgæði og þraut- seigja í þeirri þjóð, sem stenzt slíkar eldraunir, lætur þær ekki heygja sig hvað þá brjóta, en rís í þess stað upp gegn yfirdrottn- urunum og krefst aukins sjálfs- forræðis og þjóðfrelsis, svo sem íslendingar gerðu, er þeir snemma á síðustu öld hófu þá hina göfugu og blessunarríku baráttu, er lauk með endurreisn lýðveldisins á Þingvöllum hinn 17. júní 1944. Það er rétt, að lengst af er saga vor saga lítils framtaks. En hún er saga göfgi, mikilla and- legra afreka og óvenjulegs at- gerfis. Hún er sagan af einni fá- mennustu þjóð veraldarinnar, sem bólfest í stóru landi, stað- settu á takmörkum þess, sem tal- ið er byggilegt þeim, sem lifa vilja lífi siðmenntaðrar menn- ingarþjóðar, berst öldum saman gegn ofurefli, og sigrar. ★ Og enn hermir svo saga vor frá því, að þegar loks skriður komst á verklegar framfarir i landinu, og þá aðallega eftir að stjórnin fluttist inn í landið, og svo síðasta áratuginn, þ. e. a. s. hinn fyrsta áratug hins endur- reista lýðveldis, urðu þær svo hraðgengar, að efamál er að til Ef krafist er þvi meira af framleiðsl- unni sem henni vegnar verr kallar þjóðin skjótlega yfir sig nýtt gengisfall Ólafur Thors forsætisráðherra. verði jafnað með öðrum þjóðum, ’ ef á allt er litið. | Einnig það er furðuleg saga. Flestir telja sig fróða um fram- farirnar á þessari öld. En vita allir, að á síðustu þrem áratug- um hefur verið ræktað nær helm1 ingi meira land en hér var áður í rækt að meðtöldum sjálfgerðum túnum? Hér eru nú um 8000 kíló- metra lagðir vegir, sími á flestum býlum landsins, flestar elfur brú- aðar, hafnir víða sæmilegar og nýtt samfellt vitakerfi umlykur allar strendur landsins. Árabát- urinn hefur vikið fyrir fullkomn- ustu fiskiskipum veraldarinnar, hafskipafloti mikill og fagur, ný véltækni á mörgum sviðum iðn- aðar, en afl úr elfum landsins og iðrum jarðar flytur 5/6 hlutum landsmanna ljós, og auk þess yl inn á mikinn fjölda heimila, og er nú verið að hefjast handa um allsherjar rafvæðingu landsins jafnframt því sem reynt verður að bæta úr þörfum landsmanna fyrir aukinn húsakost. Er ekki ofmælt, að hin mikla nýsköpun er hófst eftir endurreisn lýðveld- isins og enn stendur yfir hafi gjörbreytt högum þjóðarinnar, en nær allar hafa framfarirnar orðið á þessari öld. Allt er þetta furðuleg saga. Erlendar þjóðir, er kynnast sögu vorri, högum og háttum, undrast allar þessar framfarir, og þá ekki síður hitt, að vér fáum risið undir tryggingarlöggjöf, sem vart á sinn líka, skólalög- gjöf, sem þótt gölluð kunni að vera, er ein hin kostnaðarsam- asta í veröldinni miðað við mann- fjölda, kostað Alþingi, forseta, ríkisstjórn, hæstarétt, stjórnar- ráð, sendiráð, lækna, presta, sýslumenn og lögreglustjóra og aðra þá embættismenn, er þjóðin af nauðsyn hefur ráðið í ríkisins þjónustu, menntað 700 stúdenta í Háskóla íslands og marga er- lendis, rekið nokkra menntaskóla, sjómannaskóla, vélstjóraskóla, iðnskóla og ótal aðra skóla, og stutt að auki listir og vísindi miklu ríflegar en aðrar þjóðir gera, og er þó enn margs ógetið. Þeim þykir þetta og margt fleira, er oss varðar, furðulegt. Og það er furðulegt. Þetta er ekki nýr boðskapur. Hér er aðeins brugðið upp svip- myndum, sem flestir kannast við og allir þykjast gerþekkja þegar á þær er bent. En því er þá þessi sýning hald- in? spyrja menn. Ég er að minna þjóðina á sögu sína vegna þess, að svo er nú komið fyrir mér, bjartsýnismann- inum, að stundum leita á mig óþægilegar spurningar. Hefur sólbirta síðustu áratuga gert oss svo glámskyggna, að vér sjáum ekki það, sem myrkrið gat ekki hulið sjónum forfeðranna? Látum vér auð og velsæld líð- andi stundar leggja að velli það, sem fátækt og þrengingar fyrri alda fengu ekki sigrað? Rótslítur rás viðburðanna þessa litlu þjóð, svo hún velkist um eins og rekald og berist með tím- ans straumi til ókunnra stranda? Ég er að minna á söguna vegna þess að hún er hald vort og traust. Saga íslendinga allt frá upphafi og fram á þennan dag er þjóð- inni ómetanlegur auður. Afrek löngu genginna kynslóða, þrek þeirra, hreysti, hugdirfð og þoi- gæði og loks stórhugur og fram- tak síðustu kynslóða, kveikja hollan metnað í hjörtum vorum, eru spori til stórra átaka, vopn til varnar og sóknar í baráttunni fyrir frelsi og framtíðarheill komandi kynslóða í landinu. Þær eggjar má aldrei deyfa. Þann arf Hinar geysimiklu framfarir sið- ustu áratugina, hafa að sjáif- sögðu valdið því, að íslendingar geta veitt sér stóraukin lífsþæg- indi. Þess var líka full þörf. Þjóðin hefur, og það ef til vill ón þess að veita því sjálf athygli, tekið skemmtilegum stakka- skiftum síðustu árin. Flestir eiga nú miklu skemmtilegri vistarver- ur, búa við miklu betra viður- væri og hafa loks af eigin raun kynnzt því, að það er rétt hjá skáldinu, að mikið er skraddar- ans pund. Þjóðin ber þessi bættu kjör með sér utan á sér, ef svo mætti segja. Menn bera höfuðið hátt, eru upplitsdjarfari en áður. íslendingar eru á einum áratug orðnir miklu fallegri þjóð, ekki bara hinar failegu konur, heldur líka hin ófríða karlþjóð. Auðvitað er þetta mikið á- nægjuefni. En á þessum góðu gjöfum Njarðar er sá galli, að menn kunna sér ekkt hóf. Þetta er í sjálfu sér ósköp eðlilegt. En það er jafn hættulegt fyrir því. Fari svo, að þjóðin missi fótanna í peningaflóðinu, heilbrigð þró- un og þjóðarmetnaður drukkni, en æði og ofmetnaður vaði uppi, myndi þrátt fyrir allt hafa reynzt farsælla að „flýta sér með hægð“ frá fátækt til bjargálna, svo góð og gleðileg sem vistaskiptin þó voru. Það er speki, sem menn eru farnir að kannast við, að engin þjóð getur til langframa eytt meiru en aflast. Þetta hafa marg- ir sagt oft. Líklega svo oft, að fólk er hætt að taka eftir því. En góð vísa er aldrei of oft kveð- in. Og fyrir því kveð ég nú þessa vísu og kveða við raust, að mér er nú stundum órórra en áður. Ég er ekki einn af minni spá- mönnunum af því að ég er eng- inn spámaður. En þó spái ég því nú — ég segi það fyrir, — að ef menn halda uppteknum hætti og krefjast æ því meir af framleiðsl- unni sem ver vegnar, þá er jafn víst, að þjóðin kallar skjótlega yfir sig nýtt gengisfall, eins og víst er að steinninn, sem sleppt er úr hendinni, fellur til jarðar Aramóiaávarp Olafs Thors forsætisráð- herra fluft í Ríkisúlvarpið á gamiérskvöid. ber oss alltaf að verja, hverju svo sem til þarf að fórna. Hann má aldrei skerða, hvað þá eyða, heldur ber að skila honum aukn- um í hendur eftirkomendanna. Sú skylda hvílir á oss, sem nu byggjum landið, og hver sú kyn- slóð, sem henni reynir að snara af sér, fremur afbrot, sem orðið getur örlagaríkt. Að þetta sé rétt, skilja menn bezt, er þeir hugleiða hvert þeir sóttu kraftinn, sem þrengingarn- ar þoldu. Það er sagan, tungan, bókmenntirnar, sem jafnan reyndust aflgjafinn, lífgjafinn, þegar mest á reið. Af þeim gnægtabrunni var alltaf ausið. Það ljós var tendrað þegar blikan var svörtust og þangað sótti sjálfur þjóðforinginn, forsetinn mikli, sín sverð „í sannleiks og frelsisins þjónustugerð." Ég er að minna á söguna vegna þess, að sú þjóð er rík og á að vera hamingjusöm, sem á sér sögu íslendinga og kann á henni þau skil, sem vér gerum. Ég er að minna á söguna vegna þess, að hún á að verja oss falli, en nú kenna sumir þess kvíða, að íslendingar muni glata fjár- hagslegu sjálfstæði sínu, en þá sé einnig frelsinu hætt, og veit þá enginn hvað við tekur. I en flýgur ekki í loft upp. Menn vita þetta, en hafa þá vitneskja að engu. Sá, sem öðlast trúnað- stéttar sinnar og valinn er til forystu, telur það helgustu skyldu sína að gera sem mestar kröfur á hendur atvinnurekstr- inum um bætt kjör sinnar stétt- ar. í þessu kapphlaupi virðist eng- inn vilja nota traust manna til að koma viti fyrir þá, heldur þykist sá mestur, sem geystast fer. Enginn vill vera annars eftir- bátur, og enginn læst skilja, að enda þótt ein stétt geti hagnast á kostnað annarrar, hagnast þó engin þegar allir eru komnir á leiðarenda. Þegar allar stéttir hafa fengið framgengt kröfum sínum, fó allir fleiri krónur, sem að sama skapi verða smærri. Framhjá þessari staðreynrt getur enginn hlaupið, fremur en menn hlaupa af sér skugga sinn. Þetta kapphlaup er því hreint feigðarflan að óbreyttum hag framleiðslunnar. Öllum ber rík skylda til að láta sig þetta skipta, einfaldlega vegna þess, að ís- lendingum er voðinn vís varist þeir ekki þá hættu, sem nú er á sveimi í hlaðvarpanum. Falli krónan nú, er ekkert sennilegra en að nýtt gengisfall láti ekki lengi bíða sín, og sízt ofmælt að óvíst er með öllu, hvar eða hvort þjóðin þá fær stöðvað sig. Glund- roðinn, sem þá mun skapast í fjárhags- og atvinnulífi þjóðar- innar leiðir íslendinga, líka þig, hlustandi góður, með betlistaf í hendi út á óheillabraut, sem éng- inn veit hvar endar. ★ En hvers er þá krafizt af þjóð- inni, er spurt? Það er einfaldúr sannleikur, sem öllum íslendingum ber að þekkja, að ísland getur aldrei orðið sæluríki ónytjunga. Hér verða menn að vinna ef þeir vilja mat fá og ekki sízt vilji þeir fá betra fæði, skæði og klæði en aðrir. Jafn fámenn þjóð getur ekki stofnsett og starfrækt menn- ingarríki, í svo stóru landi, við jafn óblíð náttúruskilyrði, nema að sérhver einstaklingur þjóð- arinnar afkasti meiru en ein- staklingar annarra þjóða gera, svo sem t. d. íslenzku sjómenn- irnir gera. Hér vinna margir langan dag og strangan, en ekki nærri allir. Og þeim fjölgar, sem sækja fast að stytta stuttan vinnudag og hækka jafnframt hátt dagkaup. Þetta myndu menn ekki gera, ef þeir gerðu sér grein fyrir því, að hóglífi og ómennska leiðir fjárhagslegt hrun yfir þjóð- ina og lang er líklegast að frelsið sigli í kjölfarið. En þeiin er heldur engin vork- unn að vinna sem heilir eru. Eng- in gleði er sannari og varanlegri en vinnugleðin. Hvíld og iðju- leysi er ekki gleði heldur kvöl, nema sem tilbreyting frá starf- inu. íslendingum ber því að vinna, vinna mikið og lengi, með vinnugleðina sem förunaut, svo afköstin verði sem drýgst og inn- legg hvers einstaklings í þjóðar- búið sem mest. ★ Á undanförnum áratugum hafa allir lagst á eitt um að tryggja það, að þjóðfélagið gerði skyldur sínar gagnvart einstaklingnum. Með víðtækri lagasetningu og nærri geigvænlegum tilkostnaði, sér þjóðfélagið fyrir þegninum þegar þörf krefst og jafnvel um- fram það. Hann fær styrk til að fæðast, meðgjöf í barnæsku, sé hann ekki elzta barn, ókeypis fræðslu, styrk til að rækta jörð sína, styrk til að borga útgerðar- tjón, styrk til að byggja hús sín, styrk til að flytja þangað ljós og yl, styrk ef hann hendir slys, Frh. á bls. l(k

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.