Morgunblaðið - 17.06.1955, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.06.1955, Qupperneq 1
16 sáður 43. árgangur 134. tbl. — Föstudagur 17. júní 1955. Prentsmiðja Morgunblaðsins ^auíf Stefánóóon frá fJac^raól? OCfL • ÁVARP FJALLKONUNNAR Þegar fagnar þjóðin öll, þá er bjart um íslandsfjöll. Fornra stöðva vitjar vorið, vermir landið endurborið, svo að klökkna klaki og mjöll. Lofgerð syngur landsins harpa, leika börn í grænum varpa. Gróðrarmáttur, gömul vé. glæða lífi blóm og tré. Þó að vetur þorrakaldur þylji margan svartagaldur, eiga bæði Sól og Saga sína fögru júnídaga. Andi fjallsins, frjáls og skyggn, fagnar þeirra dýrð og tign. í g'rænum kyrtli gat ég birzt görpum þeim, er sá ég fyrst. Öllum gaf ég auðlegð nóga, íslenzkt frelsi, græna skóga. Seinna var ég rænd og rúin, ráðafá og tötrum búin. Margir hrjáðu móður sína. Mér fannst sólin hætt að skína, vafði nídd og' nepjum bitin nakinn faðm um syni mína. Enn má heyra aldaþytinn æða gegnum söguritin, heyra íslenzkt brim og bál bylta sér í minni sál. Frelsi! hrópa fjöll og sær, fólksins hjarta undir slær. Þótti ég í fjötrum forðum fremur snauð af þakkarorðum, meðan féllu mér í skaut molarnir af konungsborðum. Stundum getur þyngsta þraut þjóðum markað sigurbraut, vafið saman veika þætti, valdið nýjum aldarhætti. Þannig vekja neyð og náð nýja krafta, dýpri ráð. í þann draum, sem hóf sig hæst, hefur enginn klónum læst. ísland getur enginn sakað. Andi fjallsins hefur vakað. Þó að skorti björg í bú, brast hann aldrei von og trú. Dætur fjallsins, djúpsins synir, dalabændur, vinnuhjú, gerðust íslands ættarhlynir. Aldrei hafa betri vinir heitið fomum fósturbyggðum fegri ást og meiri tryggðum. Engin rödd né reiðarslag g'at rofið þeirra bandalag. JÓN SIGURÐSSON (Eftir málverki Ásgríms Jónssonar). Fólksins trú og fomu dyggðum fagnar þjóðin öll í dag. Fullhuga, sem fremstur stóð, fylgdi djörf og stórlát þjóð, skeytti lítt um hríð né hregg, hreystilega féndum varðist. Með viljans stáli, orðsins egg', íslenzk þjóð til sigurs barðist. Kjarkur hennar, kraftur, hreysti, knútinn hjó og viðjar leysti — íslenzkt frelsi endurreisti. Lítil reyndust guma geð, sem gerðust erlend konungspeð. Hvert gat fólk í fjötrum sótt frelsishug og nýjan þrótt? Sjáið fjöll í hæðir hefjast, himinljósum jökla vefjast. Geymir spor í mold og mjöll minninganna stjömuhöll. Ilminn finn ég' upp úr snjónum, yl í frosnum tónum. Frelsisþrá og tröllatryggð tengja fjöll og mannabyggð. Náttúrunnar kjarnakynngi kvað sér hljóðs á landsins þingi. Kjarkinn ólu fossaföllin, festuna glæddu hamratröllin. Eldfjöll, lamin köldum kyljum, klettaborg með sprungnum þiljum, heiðavangur, greyptur giljum — þetta er forna frelsishöllin. Fjallahofið, vígið góða, storkar öllum stormabyljum, Stóradómi allra þjóða. Enn þá tala tindafjöllin tungumálið, sem við skiljum: Boða landsins börnum frið, benda sálum — upp á við, þekkja hverja þrá og fögnuð þjáningum og gleði mögnuð, þekkja hverja þjóðarsorg. Þau eru íslands höfuðborg. Fólk mitt hefur alltaf átt eðliskosti vits og dáða. Látið þeirra milda mátt marka sporin, lögum ráða. Gælið ei við gálgafrestinn, gerviblómin, Trójuhestinn. Vopnadýrkun, falskri fremd, fylgir alltaf réttlát hefnd. Fólksins mesti ástareiður er að vernda landsins heiður. Þegar loforð þrýtur efnd> -Þ4-SÍ- a«di fjallsins reiður. Verði frelsið hætt og hatað, hefur þjóðin öllu glatað. Nýja kynslóð eggja enn íslands fyrstu landnámsmenn. Fram hjá tímans fákur þýtur, fnæsir hátt og mélin bítur. Frá jökulrót til yztu ósa elfan streymir nótt og dag. Máttur elds og' máttur Ijósa magna hennar hjartalag. Dæm þú ekki, drottins kirkja, __drápur þær, sem f jöllin yrkja. Hátt frá bjargi berast ættum bergmálsóp, þegar hjörtun hrópa. Mælir jörð, er mennskir tala, magnar raddir, en himinn fagnar. Öll er byggð í örmum fjalla, andi þjóðar tengdur lanui, skyldur vorar um ár og aldir eldi skírðar — til hæstu dýrðar. Ógnum stríðs og stormabylja storka þeir, sem orð mín skilja. Þeim er líf í blóðið borið, bjargföst trú á landið, vorið. Blessuð séu börn mín öll, blessuð þeirra frelsishöll. Þrýtur hvorki þrótt né vilja 'þjðTírsetn-á sín himinfjöll. n,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.