Morgunblaðið - 17.11.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.11.1955, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 17. nóv. 1955 MORGVNBLAÐIÐ 23 Síirsn mikli flutningakostnaður fram og til baka er Örœfmgum fjötur um fót Þó kom skurðgroía í sveitina í sumttr og fraiuraltupir manna vokonði Samtai við öia Runólfsson bénda á Hnappavölium FRÉTTAMAÐUR Mbl. hitti ný- lega að máli Óla Runólfsson bónda á Hnappavöllum í Öræf- um, er hann var staddur hér í bænum. En nú er sem kunnugt er ekki miklum erfiðleikum háð fyrir Öræfinga að skreppa suður til Reykjavíkur, því að Flugfélag íslands heldur uppi föstum áætl- unarferðum að Fagurhólsmýri tvisvar í viku. Spurði ég Óla fyrst um tíðar- far hjá þeim Öræfingum. — Við vorum ekki á óþurrka- svæðinu, það var vestar. Hey- skapur hjá okkur gekk ágætlega miðað við það sem annars staðar var og eru hey í góðu meðallagi. RÆKTUN ARÁHU GI VAKNAR — Hvað eru margir bæir í Öræfum? — Það munu vera 22 bæir. Landið er víða gott, þannig að töluvert má færa út túnin. Mest- megnis eru það mýrar. Hingað til höfum við e. t. v. verið á eftir öðrum og afskiptir. Bænd- um hafa staðið til boða hagkvæm lán til ræktunar, en við höfum ekki getað notað okkur þau, af því að stórvirkar vélar hefur vantað. Það var fyrst nú í vor, sem skurðgrafa kom í sveitina. Hefur mikill ræktunaráhugi vaknað upp og hefur verið mælt fyrir rúmlega 20 km af skurðum. En því miður gekk skurðgröfturinn ekki vel. — Grafan bilaði, svo að framan af var lítið gert og verkið hefur einnig gengið stopult í sumar. Hún byrjaði austast hjá okkur á Hnappavöllum og hélt áfram vestur — að Fag- urhólsmýri og var komin að Hofsnesi, þegar ég vissi síðast til. SAMGÖNGUR BATNA EN KOSTNAÐUR MIKILL —• Nú er rofin hin aldagamla einangrun ykkar Öræfinga. — Já, samgöngurnar við Ör- æfin hafa verið erfið. Nú hefur verið leitað ýmissa ráða til að bæta úr þeim, en hinar nýju sam- gönguleiðir þykja okkur kostn- aðarsamar. Eins og allir vita, eru Öræfin króuð inni af tveimur miklum vatnsföllum, Jökulsá á Breiða- merkursandi og Skeiðará ásamt miklum söndum, sem gera alla flutninga á landi mjög erfiða. Póstur var að vísu alltaf fluttur yfir Skeiðarársand á hestbaki, en mestu aðflutningarnir voru með skipi, sem kom upp að hafn- lausri strönchnni. Þarna er líka ákaflega aðgrunnt og brimasamt. Voru menn sannarlega orðnir þreyttir á vöruskemmdum og þrældómi við uppskipun. Skipið kom oftast ekki nema einu sinni á ári. Það var á vorin. Kjötið,' helztu afurðir Öræfinga, var saltað niður á haustin, geymt þar yfir veturinn og skipað út á vorin eða snemma sumars. FLUTNINGAR FRÁ HORNAFIRÐI KOSTNADARSAMIR — Hefur nokkuð verið reynt til að bæta samgöngur á landi? — Ýmislegt hefur nú verið reynt, en þess ber að geta, að enn treysta menn sér ekki til að brúa Skeiðará eða Breiðamerk- urá. En ég skal nú reyna að rekja nokkuð þær tilraunir, sem gerðar hafa verið með flutninga á landi: Það hefur verið reynt að flytja vörur austan að frá Hornafirði. Fyrst var varan flutt frá Höfn í Hornafirði, ferjuð yfir á Mela- tanga. Síðan flutt á bílum að Jökulsá á Breiðamerkursandi, þá á ferju yfir hana og enn með bílum vestur í byggðina. Til- færslan á vörunni með þessu móti og stöðug umhleðsla hefur valdið svo miklum kostnaði, að alls ekki hefur verið hægt við það að una. FERÐIRNAR AÐ VESTAN LÍKUÐU VEL Þá hefur verið reynt að flytja vöruna vestan að yfir Skeiðarársand. Voru það Klausturbræður, sem byrjuðu á þvi 1947. Notuðu þeir stóra trukka með drifi á öllum hjól- um. Öræfingum líkaði ágæt- lega við þessar ferðir, sem farnar voru haust og vor. Voru þær fjárhagslega hag- kvæmastar. En af einhverj- um ástæðum hefur þó verið horfið frá þeim og þykir okk- ur það miður. Annars verður að taka það fram um báðar þessar land-leiðir, að austan og vestan, að þær geta ’irugðizt hvenær sem er í jökul- hlaupum og öðrum hamförum jökulvatnanna. Þær virðast seint geta orðið öruggar samgöngu- leiðir. FLUGVÉLAR ÖRUGGUSTU SAMGÖNGUTÆKIN — En líkar ykkur ekki vel við flugið? — Jú, flugvélarnar eru áreið- anlega öruggustu samgöngutæk- in fyrir okkur Öræfinga. Flug- völlurinn er hjá Fagurhólsmýri. Þar er ágætt flugvallarstæði. Hafa þar verið melar, sem hægt var að gera að flugvelli með til- töulega litlum tilkostnaði. Var fyrst hægt að lenda þar litlum flugvélum, en nú heldur Flug- félag íslands uppi föstum áætl- unarferðum þangað með stórum farþegaflugvélum. Flugfélagið hefur komið mjög vel fram við okkur og verið liðlegt í alla staði. Má heita að allir farþegaflutn- ingar séu flugleiðis. FLUTNINGSKOSTNAÐUR NIDURGREIDDUR — Fara vöruflutningar með flugvélunum ekki lika vaxandi? — Jú, en okkur finnst þeir nokkuð dýrir. í þrjú ár voru seld líflömb úr Öræfunum í Mýra- sýslu og Rangárvallasýslu og voru þau öll flutt flugleiðis. — Flutningar á afurðum og inn- keyptum vörum færast æ meira yfir á flugvélarnar. En kostnað- urinn við slíka flutninga í lofti þykir okkur æði mikill. Hann gerir það að verkum, að mönn- um finnst þeir fá of lítið fyrir afurðir sínar og aðfluttar vörur of dýrar, þar sem hinn mikli flutningskostnaður leggst ofan á þær. Nú hefur það ráð verið upp tekið, að ríkissjóður greiðir flutningana niður að nokkru og fögnum við bændurnir því sannarlega. En það finnst okk- ur sumum óheppilegt, að það er eins og við fáum ekki fiutn- ing á öðrum vörum niður- greiddan en þeim, sem við kaupum gegnum kaupfélagið í Vík í Mýrdal. Nú er það svo oft, að maður gæti komizt að hagkvæmari skilmálum ann- ars staðar, en þá myndi mað- ur ekki fá flutningskostnaðinn niðurgreiddan nema með stímabraki. Maður vonar að á þessu máli verði fastara tek- ið, þannig að niðurgreiðslan verði ákveðið gjald eftir þunga og fyrirferð vörunnar. 200 FJÁR SLÁTRAÐ. — ALLT FLUTT FLUGLEIÐIS — Voru miklir flugflutningar í haust? ■— Við slátruðum um 2000 fjár og voru allar afurðirnar fluttar flugleiðis. Flutningar til og frá, munu hafa verið um 35 'tonn. Eitt vildi ég minnast á í sam- bandi við þetta, að okkur bænd- um finnst við fá lítið fyrir af- urðir okkar, og sé flutnings- og dreifingarkostnaðurinn alltof mik 1 in. . | Þegar ég fór að heiman nú ■ fyrir nokkrum dögum höfðum við ekki enn séð reikningana yfir ■ kjötverðið til okkar í fyrrahaust. Var liðið ár frá því við send- um vöruna frá okkur og höfðum við aðeins fengið 10 kr. fyrir kjötkílóið fært inn á reikninga okkar hjá Kaupfélaginu. ÞÖRF Á NÝJU SLÁTURHÚSI Annars er eitt sem okkur vantar einna tilfinnanlegast og er það nýtt sláturhús. Nú- verandi sláturhús er gamalt og lélegt. Vegna þess hve að- stæður þar eru vondar hefur slátrunarkostnaður á kind komizt upp í 35 krónur. Von- ast menn fastlega eftir að um- bætur eða bygging nýs slátur- húss verði ekki dregin lengur, enda sjáurn við að sláturhús t. d. á Suðurlandi hafa hvar- vetna verið mjög endurbætt. BYGGINGARFRAMKVÆMDIR ERFIDAR — En hvað um aðrar bygging- ar, á íbúðarhúsum og útihúsum? — Húsakostur í sveitinni er víða orðinn frekar lélegur. Hefur ekki verið mikið imi byggingar- framkvæmdir. Menn hafa ekki treyst sér til að leggja í miklar byggingar vegna dýrra flutn- inga á efni. Þó er meiri kraftur að kom- ast í það. eins og aðrar verk- legar framkvæmdir í sveit- inni. Einkum hyggja ’menn nú á byggingu gripahúsa, treysta sér frekar til að leggja út í byggingu þeirra, af því að efniskaup eru ekki eins mikil til þeirra. Ég vona að fram- kvæmdir aukist og það þarf að vinna öfiuglega að þvi að menn í sveitinni okkar geti lifað við sömu kjör og víða eru annars staðar, sagði Óli Runólfsson að lokum. Þ. Th. -ay • . ; ?| >1 * Sfórframkvæmdir toiara- 6PÉTTISG0TU 8 ÍSFIRÐINGUR H. F. var stofn- að 13. júní 1946. Hlutafé er alls 900 þús. kr., þar af á bæjarsjóður ísafjarðar 480 þús. kr. Félagið á tvo togara: Isborg og Sólborg. ísborg kom til ísafjarðar 5. maí 1948 og Sólborg 29. ágúst 1951. Allt frá því að þessir tveir togarar komu til ísafjarðar hafa þeir verið meginstoð atvinnu- lífsins á ísafirði og í náiægum þorpum: Bolungarvík, Hnífsdal og Súðavík. Auk útgerðar togaranna hefir ísfirðingur h.f. staðið í stórfram- kvæmdum undanfarin ár, og halda þær framkvæmdir enn áfram með vaxandi stórhug. Haustið 1952 keypti félagið Harðfiskstöðina h. f. á Stakka- nesi, og lét strax á næsta vori reisa 150 fiskhjalla í landi Hafra- fells og Tungu. Hefir félagið síð- an keypt nokkurt land til skreið- arverkunar og með því tryggt sér ágæta aðstöðu til frambúðar. Á miðju sumri 1953 var hafin bygging fiskverkunar og geymslu húss félagsins með forhlið að, Suðurgötu og tveggja óskirðra þvergatna að norðan og sunnan. | Gef ég þeim heitið Fiskibraut j (syðri gatan) og Farmannabraut (nyrðri gatan). Hús þetta er stórt og myndarlegt. Grunnflöt- ur 900 íerm., tvær hæðir og hátt ris. Á neðstu hæð er salt- og saltfiskgeymsla Á annarri hæð er fyrirhuguð fiskþurkun og þurrfiskgevmsla. Nokkur hluti hæðarinnar verður vinnusalur fiskiðjuversins, sem nú er í bygg- ingu. Þar verður einnig kaffi- stofa, verkstjórastofa og hrein-j lætisherbergi. í rishæð er neta-. verkstæði, veiðarfærageymsla, geymsla á lestarborðum ásamt þurrkun og lökkun o. fl. Þessari byggingu var að fullu lokið á s. 1. sumri. Stærð allrar byggingarinnar er um 9000 rúmm. Er hún að mestu úr stein- steypu en að nokkru úr hlöðn- um steini, sem félagið lét vinna á ísafirði. í ágúst s. 1. sumar hóf ísfirð- ingur h. f. byggingu fiskiðjuvers. Verður sú bygging framhald af fiskverkunar og geymsluhúsinu svo langt fram eftir hafnarupp- fyllingunni sem leyft er að byggja, eða 22 metra frá hafn- arkanti. Er þegar lokið að steypa frystigeymsluna, sem tekur 40 þúsund kassa af hraðfrystum flökum, sem samsvarar þúsund smálestum. Einnig er lokið við hluta af fiskmóttöku og vélasala iðjuversins. Afköst þessa nýja iðjuvers eiga að vera: Hraðfrysting: 20 smál. á 12 klst. — Frystigeymsla: fyrir þúsund smál. af flökum. — ís- framleiðsla: 20—25 smál. á sól- arhring. — ísgeymsla: fyrir 200 smálestir. — Fiskmóttaka: fyrir 200 smálestir. Framkvæmdabankinn hefir lof að 2,2 millj. kr. til fiskiðjuvers- ins, þar af 1,2 millj. kr. til véla- kaupa, með gengisáhættu. Á s. 1 ári greiddi ísfirðingur h. f. nær 6Vz millj. kr. í vinnu- laun á sjó og landi. í ár verður þessi upphæð sennilega yfir 7 millj. kr. ísfirðingur h. f. hefir greitt bæjarsjóði í útsvör frá 1949—'55 alls um 350 þús. kr. en bæjar- sjóður hefir enn ekki lagt féktg- inu fé, umfram áður umgetijla hlutafj ár. Stjórn ísfirðings h. f. skig$> tveir kosnir af hluthöfum öðrum en bæjarsjóði, þeir Kjartan J. Jóhannsson og Matthías Bjar-'ta- son og brír kosnir af bæjarstjóim þeir Ásberg Sigurðsson, Ragnaf’ Ásgeirsson og Stefán Stefánsson. Ásberg Sigurðsson er stjórnar- formaður og hefir haft með hönd um framkvæmdastjórn. Þessar stórstígu og mikils- verðu framkvæmdir ísfirðings h. f. bera lofsverðan vott um dugnað og framsýni og munu lengi halda uppi orðstír þeirra, sem þai hafa fremstir staðið. Næsta verkefni ísfirðings h. f. verður eflaust að freista þess a<J eignast Ueiri togara. Gæti félag- ið eignast tvo togara til viðbót- ar væri framtíð þess, ísafjarðar og nágrannaþorpa sæmilega tryggð til all-langrar framtíðar. Reynsla .sú, sem fengist hefir, staðfestir fyllilega að aðstaða til togaraútgerðar er góð frá ísa- firði, bæði vegna ágætrar hafn- ar og vinnsluskilyrða, sem auk- ast stórlega þegar nýja fiskiðju- verið verður fullbyggt. Mun það verða á næsta hausti, ef engia sérstök forföll koma fyrir. Þegar sú framkvæmd kemur í gagnið fær ísfirðingur h. f. nauðsynlega aðstöðu til vei’kun- ar og hagnýtingar á eigin afla og tryggir jafnframt rekstur annara hraðfrystihúsa á ísafirði og í nágrenninu. Má því vænta, að lánsstofnanir þær, sem leitað verður til, láti í té sem bezta fyrirgreiðslu með slíkar nauð- synjaframkvæmdir, sem tryggja framtíðarhag um fimm þúsund manns, sem enn byggja svæði það, sem þessar framkvæmdir ná til að meira og minna leyti. ísafirði, 30. okt. 1955. Arngr. Fr. Bjarnason. Verður Warren fram- lijóðandi repúblikana REPÚBLIKANIR í Bandaríkjun- um eru að verða bjartsýnm á, að þeir muni vinna í forsetakosn- ingunum næsta ár, jafnvel þó svo fari, að Eisenhower vilji ekki gefa kost á sér. Talið er víst, að vilji Eisenhower ekki bjóða sig fram, -muni hann reyna að telja forseta Hæstaréttar Bandaríkj- anna, Earl Warren, á að „hlaupa í skarðið". En það er sannfæring flestra áhrifamanna innan repú- blikanaflokksins, að Warrén mundi sigra Adlai Stvensen eða hvaða annan demókrata sem væri — svo framarlega sem repú- blikönum tekst að halda öllú í horfinu innanlands og utan á næstu mánuðuum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.