Morgunblaðið - 17.11.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.11.1955, Blaðsíða 16
32 MORGVNBLAÐIB Fimmtudagur 17. nóv. 1955 Giinnar Eyjólfsson bryti hjá Pan American í viðtali við fréttamenn nýlega, gat Guðlaugur Rósinkranz þess að á ferðalagi sínu um Bandarík- in hefði hann hitt þrjá íslenzka listamenn, Gunnar Eyjólfsson, Guðmundu Elíasdóttur og Hönnu Bjarnadóttur. Gunnar tjáði Rósinkranz, að hann hefði haft nokkur hlutverk á hendi i fyrra í sjónvarpsstöð. Var hann í leikflokki í fyrra sum- ar, og lek þá í New York. Ungir leíkarar eiga mjög erfitt upp- dráttar í Bandaríkjunum, og eru ÖH hlutverk nema aðalhlutverkin svo illa launuð, að þeir þurfa ahir að hafa eitthvert annað sta'rf. Hefur Gunnar ráðið sig í vetur sem bryta (steward) hjá Pan American flugféiaginu og fiýgur hann til Evrópu. — Kem- ur hann heim næsta sumar, og leikur hjá Þjóðleikhúsinu hæsta hr,ust. Guðmunda Elíasdóttir syngur reglulega í útvarpið, aðallega kirkjuiega tónlist, og hálfsmán- aðarlega í Washington. — Hefir kún nú verið ráðin til þess að syngja í Hvíta-Húsinu hinn 20. desember, en þá kveikir forseti Bandaríkjanna á jólatrénu við Igátíðlega athöfn. Er hún annar af tveim söngvurum, sem syngja við það tækifæri. Hanna Bjarnadóttir, söngkona frá Akureyri, stundar söngnám hjá fyrrverandi ítalskri óperu- söngkonu í Hollywood. Gafst Þjóðleikhússtjóra tækifæri til þess að hlusta á söng hennar Og fannst hún hafa tek’ð miklum framförum. Lauk kennuri hennar miklu lofsorði á hana og sagði, að hún gæti tekið að sér óperu- hlutverk hvenær sem væri. — Hanna kemur væntaniega heim til íslands næsta vor, en þá hef- ur hún stundað söngnám í Banda xíkjunum í 3 ár. Rússar breyta um steínu í byggingarlist Þrír sviptir Stalinverðlaumnn ,,-íft ekki hvað sízt á við valdamenn austan járntjaWs, srvo sem komið hefur í ljós að undanförnu. En það er ekkí nóg með að valdatími embættismanna í einræðisríkjunum sé ýnasiam duttlung- um undirorpinn —- því að alkunnugt er eftirlit þaðr feem stjórnar- völdi-n hafa með listamönnum og öðrum andans jnönnum þar austur frá. í dag eru þeir leiðandi stjörnur á menningarhimnin- um — en á morgun eru áhrif þeirra skaðsamleg fyrir ííkið — og þeir orðnir þjóðhættulegir menn. frá Báfeafsríegi Björnssonar BÓKAFORLAG Odds Björnsson- ar sendir frá sér um þessar mund- ir þrjár barna- og unglingabæk- ur í vandaðri, myndskreyttri út- gáfu. Ármann Kr. Einarsson, hefir ritað drengjabók, sem heitir ,,Fiugferðin til Englands“. Þetta er framhald af bókunum „Falinn fjársjóður" og „Týnda flugvélin", sem báðar náðu miklum vínsæld- um, þegar þær komu út. Ármann Kr. Einarsson er nú orðinn einn j af uppáhaldshöfundum yngri kyn slóðarinnar. Síðasta drengjabók hans, sem kom út fyrir ári, seld- ist upp á skömmum tíma. Pipaluk Freuchen ritar bókina „fvik b,jarndýrabani“. Hún er dóttir hins fræga landkönnuðar og rithöfundar Peter Freuchen. j Móðir hennar er grænlenzk. Bók- in segir frá því, hvernig græn-' lénzki drengurinn ívik bjargaði fjölskyldu sinni frá hungurdauða með því að berjast við bjarndýr. j Margar myndir prýða bókina, sem er í íslenzkri þýðingu Sig- ' urðar Gunnarssonar skólastjóra.! Þriðja bókin er „Gullhellirinn“ ^ eftir ameriska barnabókahöfund- . inn Frances F. Neilson. Þetta er myndskreytt saga frá frumskóg- um Suður-Ameríku, og segir frá ævintýrum svertingjadrengsins Mikka og hvíta drengsins Tomma í frumskógunum. Frú Gunnhild- ur Snorradóttir Lorensen þýddi bókina. Bækurnar eru allar prentaðar í Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri. sviíTin STALIN-VERÐLAUNLNUM Það eru því orðnir daglegir viðburðir, að mönnum, sem nutu æðstu virðingar í gær, sé slengt í gröfina í dag — ef svo mætti að orði komast. Nú á dögunum lét Moskvu- útvarpið þess getið, að þrír byggingarfræðingar hefðu verið sviftir Stalinverðlaununum fyrir mistök, sem brjóta í bága við hag flokksins og ríkisins — og jafnframt hafa haft lamandi áhrif á efnahagslíf þjóðarinnar. VILJA FELLA FJAÐRIRNAR Byggingafræðingar þessir hafa um langt skeið haft forystu í byggingarmálum í Rússlandi, og Verið eins konar leiðandi menn í öllu því, er að byggingarmál- um lýtur. Stefna sú, er við líði hefur verið í Rússlandi þessi síðustu ár — og byggingarfræðingarnir hlutu svo harðan dóm fyrir — er frábrugðin því, sem tíðkazt hefur í Vesturlöndum að því leyti, að lögð hefur verið mikil áherzla á íburð og skrautlegt út- lit Rússa. Byggingarstíll Vesturlanda hef- ur verið svo fordæmdur, að stjórnin lét ioka öllum söfnum, er sýndu vestræna list og lista- j stefnur. Nú hefur Æðstaráðið, j ákvarðað, að vestræn bygginga- ! list sé Rússum hagfeldari — og j þeirra fyrri aðferðir séu þjóð- . hættulegar. I SAMSÆRI GEGN FLOKKNUM í nýútkomnu „Novy Mir“, sem er blað rússneska rithöfundafé- lagsins, segir leikhússtjóri „Malý“ leikhússins — Alexander Diky, ar þar í landi hafi nú verið opn- að að nýju, en það hefur verið lokað síðan árið 1941. Samgleðst hann rússneskri al- þýðu — vegna þess að nú fái hún að kynnast vestrænni list að nýju, en harmar hins vegar að ekki hafi verið hægt að opna safriið fyrr. Byggingarfræðingarnir þrír, sem sviftir voru Stalin-verð- laununum, geta nú horft á hinar fallegu byggingar, er þeir byggðu fyrir alþýðuríkið — og þær verða óbrotgjarn minnisvarði um samsæri þeirra gegn flckknum og efna- hagi þjóðarinnar. Fyrir nokkru voru frumsýnd á Broadway tvö leikrit eftir Arthur Miller. Bæði eru þau stutt og eru sýnd saman. Ncfnast þau sam- eiginlega „A View from the Bridge“ eða Útsýn frá brúnni. Á inyndinni sést atriði úr öðru leikritinu „From under the Sea“. Þar sést aðaipersónan, sem er leikin af Van Heflin. lagnfræiaskóli Aknreyrar 25 ára Hátíðaköl í því tilefni J. nóv. s.l. að stærsta safn vestrænnar list- Á liðnum árum hafa slík skraut hýsi verið stolt rússneskra-bæja og borga — og þeir, sem þau hafa reist, — verið í hávegum hafðir. í dag eru þessir menn þjóðhæítulegir — og hafa hlotið eilifa útskúfun. Akureyri, 5. nóv. ' SÍÐ ASTLIÐINN þriðjudag minntist Gagnfræðaskóli Akur- eyrar aldarfjórðungs afmælis síns, en þann dag fyrir 25 árum var skólinn settur í fyrsta sinn. Fyrir hádegi á þriðjudaginn var samkoma í Gagnfræðaskólanum og voru þar samankomnir núver- andi nemendur og kennarar skól- ans. Þar rakti Árni Jónsson kennari, sögu skólans í stórum dráttum og sagði nokkrar endur- minningar frá fyrstu starfsárum skólans, en hann er gamall nem- andi hans. Þorsteinn M. Jónsson, fyrrum skólastjóri, flutti nem- endum ávarp. AFMÆLISHÓF AÐ IIÓTEL KEA Á þriðjudagskvöldið hélt skól- inn svo afmælishóf að Hótel Kea. Þar voru saman komnir margir eldri nemendur, kennarar skólans fyrr og nú og aðrir starfsmenn, auk margra gesta stofnunarinnar. Jón Sigursteinsson, yfirkennari, sem annazt skólastjórn í veik- indaforföllum Jóhanns Frímanns skólastjóra, stýrði samkomunni og flutti Þorsteini M. Jónssyni ávarp, en Þorsteinn stjórnaði skólanum farsællega um 20 ára skeið, frá 1935 til 1955. — Árni Jónsson rakti sögu skólans frá upphafi og minntist sérstaklega hjónanna frú Þorbjargar og Sig- fúsar frá Höfnum, en Sigfús var skólastjóri fyrstu 5 starfsár skól- ans. Þá fluttu þessir menn ræð- ur, heillaóskir og kveðjur: Þor- steinn M. Jónsson, Steinn Stein- sen bæjarstjóri, Þórarinn Björns- son skólameistari, Hannes J. Magnússon skólastjóri, Vignir Guðmundsson blaðamaður og Áskell Snorrason tónskáld. Kór eldri og yngri nemenda söng undir stjórn Áskels Jónssonar söngkennara. Að lokum var svo stiginn dans. IIEILLASKEVTI OG KVEÐJUR Fjölmörg skeyti, heillaóskir og kveðjur bárust skólanum, þar á meðal frá menntamálaráðherra, fræðslumálastjóra, námsstjóra, Sigfús Halldórs frá Höfnum og frú og Jóhanni Frímann og frú. — Jónas. FJOGRA MANAÐA FANGELSI FYRIR AÐ AKA UNDIR ÁHRIFUM ÁFENGIS Vörubílstjóri, sem ók mjólkur- bíl í Noregi, var nýlega dæmdur í fjögra mánaða fangelsi fyrir að hafa verið drukkinn hvað eftir annað við starf sitt á síðastliðnu ári. Dómstóllinn lagði á það áherzlu að akstur undir áhrifum áfengis væri þjóðfélagsvandamál, og yrði að taka hart á því. Slys- um af þessum ástæðum færi fjölgandi. Er hægt að bræða Grænlands- jökul og hæfa veðráttuna? KAUPMANNAHÖFN, 8. nóv. — Frá NTB RANNSÓKNIR eru nú að hefjast á því hvort framkvæmanlegt sé að bræða einhvern hluta Grænlandsís og bæta með þvl veðráttufar í heiminum. Alþjóðlegur rannsóknarleiðangur undir stjórn Frakkans Paul Emils Victor er skipulagður til að gera þessar athuganir. Rússar eru ekki minna upp á kvenhöndina en aðrir. — Hér á myndinni sést fegurðardrottningin, Miss World 1955, með nokkr- um rússneskum sjóliðum scm voru í Lundúnum þegar fegurðar- samkeppnin fór þar fram. Miss World er frá Venezuela, eins og kunnugt er. Schweitzer sæmdur einni æilstu oriki Breta LONDON — Hinn áttræði lækn- ir, trúboði, heimspekingur, orgel- leikari og Nóbelsverðlaunahafi, Albert Schweitzer, gekk s.l. mið- vikudag á fund Elísabetar drottn- ingar, og sæmdi drottningin hann „the Order of Merit“, sem er æðsta heiðursmerki, sem brezka ! stjórnin veitir útlendingum. Eis- j enhower Bandaríkjaforseti er j einasti útlendingurinn — auk1 Schweitzers — sem hlotið hefir . orðu þessa. — Tuttugu og þrir ■ Englendingar hafa hlotið orðuna. j Schweitzer kom til Lundúna ■ frá fæðingarbæ sínum Gunsbach ! í Elsass, og hafði hann dvalizt þar um skeið. HÆKKUN HAFSINS Talið er að Grænlandsjökull sé að meðalþykkt um 1500 metr- ar. Ef hægt væri að bræða að meðaltali 60 sentimetra á ári myndi yfirborð hafsins hækka um 2 Vz mm árlega. Danski jöklafræðingurinn Ni- els Nielsen mun beita sér fyrir að koma á víðtækri alþjóðasam- vinnu um þessar rannsóknir, en þær munu verða einn liðurinn 3 jarðeðlisárinu 1957. LIFÐU I GRÆNLANDSJÖKH Paul Emile Victor, hinn franski vísindamaður, hefur tvisvar áð- ur gert út leiðangur á Græn- landsjökul. Er þess m. a. að minnast að starfsmenn hans dvöldust heilan vetur uppi á miðjum Grænlandsjökli. Hrepptu þeir mikil illviðri en það kom ekki að sök, því að þeir grófu sig niður í jökulinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.