Morgunblaðið - 14.01.1956, Síða 14

Morgunblaðið - 14.01.1956, Síða 14
14 MORGVNBLABIB Laugardagur 14. jan. 1956 ANNA KRISTÍN EFTIR LALLI KNUTSEN Framh’aldssagan 48 aldrei i hug að hann sneri galdr- inum gegn honum. Ég s'ralf frá hvirfli til ilja. Nótt ina milli þriðja og fjórða septem- ber hafði Ove drukknað. — ívar kom heim, hélt Anna Kristín áfram, en það varð einum góðum manni færra í veröldinni þann dag. — Trúir þú þessu? sagði ég. Finnst þér ekki ólíklegt að fátækur Lappi geti ráðið yfir lífi og dauða manna? — Já, ég trúi því, sagði hún einlæglega. ■— En hvers vegna ertu að segja mér þetta? Því þegirðu ekki yfir því? — Ég get það ekki lengur. Þegar ívar kom heim vissi ég 6trax hvað gerzt hafði. Katja gat þess til líka. Síðan hefi ég þjáðzt af samvizkubiti, systir. Ég, sem aldrei hefi viljað þér nema það bezta, hefi orðið orsök í dauða eiginmanns þíns. Skyndilega varð mér ljóst að Anna Kristín var miklu óþrosk- aðri í hugsunarhætti en ég. Hún var eins og áhrifagjarnt barn, sem þarfnast verndar og um- hyggju. Sjálf trúði ég ekki á mátt Nilasar gamia, en ég vissi að hún mundi trúa þessu alla sma ævi. Geturðu nokkurn tíma fyrir- gefið mér, systir? hvíslaði hún. Augu hennar stóðu full af tárum Og neðri vörin titraði, eins og hún væri að bresta í grát. . Á þessu augnabliki var hún ekki hin léttúðuga húsfreyja á Mæri, heldur hrætt barn, sem biður sér verndar. Enn þurfti systir mín á allri ást minni og fórnfýsi að halda og hvoru tveggja ætlaði ég að láta henni I té. Ég þrýsti hönd hennar og saeði blíðlega. — Við skulum ekki tala meira um þetta í kveld. Farðu nú að sofa og þér mun h'ða betur á morgun. Eftir að hún var farin lá ég lengi vakandi og hugsaði með kvíða til framtíðarinnar. 28. kafli. Það leið ekki á löneu þar til ég tók við minum daglegu störf- um á Mæri. Mér leið betur þegar ég var sífellt önnum kafin, en þó lá óttinn í levni í sál minni. Mér féll illa er ég varð þess vör að svstir mín fór bnra reið- túra alein, eins og forðum daga. Ég vissí hvern hún hitti á þeim ferðum. Öðru hvoru fór hún til Þránd- heims og dvaldi bá oft vikum sam an þar. Dag nokkurn sagði hún mér bær eóðu fréttjr að sér tekizt að afla aftur nokkurs hluta fiár þess, er eitt sinn var eign okkar. — Hvernig í ósköpunum hefir þú getað bað? spurði ég vantrúuð. Er það Ebbe, sem hefir hjálnað þér? Er það hann. sem bú ert að heimsækja í Þrándheimi? Nei, ég hefi þar íbúð á leieu. Ebbe er giftur. Hann sift.ist dótt- ur Hornemanns os við erum eng- ar vinkonur. En Ebbe hefir hiáln- að mér með fiármálin. í unohafi lánaði hann mér fé og kenndi mér hvernig ég ætti að græða á bví. Nú lána ég peninga með báum vöxtum. Meira að segia fær ívar lánað hiá mér sesn veði í Mæri. Auð'dtoð vpit hanri eWi að "“n- íngarnir koma frá mer. Móses Gyðineur er þar milliliður. — En hvers vegna ferðu svona oft til Þrándheims. Er það vegna Ebbe? — Nei. Eieinlega er það Lárusi að kenna. Hann annaðist ] þetta fyrir mig fyrst. en síðan { hann komst að því að ívar er lent i ur í klónum á mér, neitar hann • alveg að eiga þátt í þessu lengur. i Eins og ég sé ekki í fullum rétti. f Hún var orðin æst og bvnuð að ganga um gólf. — Ef ívar skyldi deyja, hélt hún áfram, vil ég ekki eiga allt undir náð og miskunn Brostrops. Ég var rík þegar ég gifti mig og ég ætla mér ekki að ganga slypp og snauð út úr hjónabandinu. I — En hvernig ferðu að ef fvar kemst að öllu saman? Hann get- ur tekið allt af þér, lögum sam- kvæmt. — Heldurðu að ég hafi ekki vað ið fyrir neðan mig? Peningunum hefi ég komið til útlanda. Þar standa þeir á annars nafni en mínu. — Hvers nafni? — Þínu, systir góð. Þú átt féð með mér og skalt fljótlega fá öll skilríki þar að lútandi. Það er gott fyrir okk- ur að eiga peninga, eða hvað finnst þér? — Hvers vegna geym urðu þá utanlands? — Af því að maður veit aldrei hvenær þörf verður fyrir þá þar, sagði hún , glaðlega. ! Þá komst ég að raun um að enn hafði hún ekki hætt við fyrir- ætlun sína. Þó að hún næði Mæri aftur, ætlaði hún sér ekki að búa þar með ívari. Hún stanzaði fvr- ir framan mig, sló út handleggj- unum og sagði: — Ég hefi barizt eins og hetja og sigrað. Skilurðu það, systir, við erum ríkar, og það er mér að þakka. Ég hefi haft vit á því að auðgast aftur, og þann auð skal enginn taka frá mér. I Fyrr læt ég lífið. I Já, það veit ég, hugsaði ég þrevtt. En það láta kannske aðr- ir lífið fvrir þig, Anna Kristín Nú leið að vori. Svstir min hafði verið heima í langan tima. Hans Ehm var lika heima. Ann- ars var hann vanur að vera heima þegar hún var í Þrándheimi. ívar drakk alltaf mikið. en þrek hans virtist vera þrotið og við þurftum ekki að óttast hann leng ur undir áhrifum áfengisins Enn þá dáði hann fegurð Önnu Krist’nar, þó að tilfinningar hans í hennar garð væru allt aðrar en áður var. Og hún var fegurri en nokkru sinni fyrr. Öil sveitin vissi nú um samband hennar við Hans Ehm. Merete Carstensson fræddi mig á því að þau væru stöðugt saman er þau dveldu í Þrándheimi. ívar minntist sjaldan á þessar sífelldu ferðir konu sinnar til borgarinn- ar en ég sá hvað honum leið. En Brostrop þagði ekki. Hann valdi móður sinni og framferði hennar óþvegin orð og ég veit að mörg þeirra voru runnin beint undan rifjum föður hans. Lárus var ýmist að Mæri eða Eiði. Hann hafði nú tekið við ráðsmannsstöðunni hjá móður minni á Eiði. Jörðin var enn, í orði kveðnu, arfur minn, en ég kom þar aldrei. Það var kveld í maí. Ég og ein vinnukvennanna, Ingibjörg að nafni, vorum á leið utan úr skemmu með reykt kjöt, sem ætl- að var til kveldverðar. Það var logn og bjartviðri og Sæúlfurinn lá ferðbúinn á víkinni og átti að létta akkerum um nóttina. Allt í einu kom systir mín hlaupandi. — Flýttu þér inn með kjötið, Ingibjörg, sagði hún áköf, og segðu Sesselju og Kötju að setja fötin mín niður í tösku. Ég fer með skipinu til Þrándheims í nótt. Þegar Ingibjörg var farin sagði Anna Kristín og stappaði niður fætinum: — Ég vildi að fjandinn hirti Gynter. Gynter hafði dvalið allan vet- urinn í Strinda og við höfðum vonað að hann kæmi ekkert aft- ur. En nú var hann kominn í heimsókn til ívars og þeir höfðu setið mestallan daginn inni á skrifstofu og drukkið. — Hann hefir komizt að lánastarfsemi minni í Þrándheimi og ekki stend ur á því að hann trúi ívari fyrir því. Þeir leggja nú ráðin á hvernig þeir eigi að ná hverjum eyri af mér. En það er nú ekki það versta.... — Hvað getur verið verra fyrir þig? spurði ég. Hún ætlaði að segja eitthvað en hætti við það og lét sér nægja að endurtaka: — Ég verð að fara til Þrándheims í nótt. BARIMIÐ i. ÞAÐ VAR sorg á heimilinu, sorg í hjörtunum. Yngsta barn- )ð, fjögurra ára gamall drengur. gleði foreldranna og fram- tíðarvon þeirra, var dáinn. Þau áttu raunar tvær eldri dæt- ur. og átti sú eldri að fermast einmitt á þessu ári. Báðar voru þær góðar og elskulegar stúlkur, en það barnið, sem menn hafa misst, er jafnan kærast, og dána barnið var yngst og það var sonur. ! Það var þungt mótlæti. Systurnar syrgðu eins og ung hjörtu syrgja. Þeim gekk harmur foreldranna mest tií hjarta. í Faðirinn var sárhnugginn, en móðirin yfirkomin af þessu mikla hryggðarefni. Hún hafði verið yfir barninu nótt og dag í veikindum þess, stundaði það, tekið það upp og borið það. Hún hafði fundið til þess, að það var partur af henni sjálfri, hún gat ekki skilið í því, að bað væri dáið, að það ætti að kistuleggjast og geymast í gröfinni. | Henni fannst, að Guð gæti ekki tekið frá sér þetta barn, og þegar bað nú samt sem áður var að höndum komið og orðið að fullri vissu, þá sagði hún í hugarsturlun sinni: „Guð hefir ekki vitað um það. Hann hefir miskunnarlausa þjóna hér á jörðu, sem allt gera eftir eigin geðþótta, og þeir hevra ekki, bótt móðir biðii og grátbæni.“ í ofurharmi sínum hætti hún að hugsa til Guðs og myrkra- hugsanir sóttu á hana, hugsanirnar um dauðann, hinn eilífa dauða, að maðurinn verði að mold í jörðu og að þá sé allt á enda. Með slíku hugarfari hafði hún ekkert framar sér til stuðn- ings og sökk því niður í hið botnlausa tóm örvæntingar- innar. NÝ SENDING amerískir kjólar Mjög glæsilegt úrval GULLFOSS AÐALSTRÆTI Amerískir Síðdegiskjólar Samkvæmiskjólar MARKAÐURINN Mjólkurfélagshúsinu, Hafnarstræti 5 Nvir 1 liólar teknir fram í dag, þar á meðal samkvæmiskiólar Verzl. Guðrún Rauðarárstíg 1 Garðhfið - Svalahandrðð — Snúrustaurar smíðum eftir pöntunum, uppsetnmg ef óskað er upplýsingar í síma 5126 Málaskólinn Mímir Síðasti innritunardagur í dag kl. 1—5. Skipað verður í flokka og kennslustundir ákveðnar um helgina. Málaskólinn Mimir Sólvallagötu 3 — simi 1311.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.