Morgunblaðið - 24.06.1956, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.06.1956, Blaðsíða 3
Sunnncla<*!ir ’''r? lORfi. jl/rtRcnn'P' *r>iT> 3 Ólafur Xhors Kosningaskrifstofur Gullbringu- og Kjósarsýsla TryggSð Ólafi Thors glœsilegan kosningasigur KEFLAVlik. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðis- flokksins á Suðurnesjum og Keflavíkurflugvelli er í Sjálf- stæðishúsinu í Keflavík. Sími 21. NJARÐVÍK Kosnin-gaskrifstofa Sj álfstæðis- flokksins í Njarðvík er að Brekku stíg 4, Ytri-Njarðvík. Sími 719. MIÐNESHREPPUR Kosningaskrifstofa Sjálfstæðis- flokksins í Miðneshreppi er að Tjarnargötu 1, Sandgerði, símar 5, 42 og 43. SELTJARNARNESHREPPUR Kosningaskrifstofa Sjálfstæðis- flokksins er á Tjörn í Lamba- staðatúni. — Sími 1256. HINN 9. janúar síðastliðinn voru rétt 30 ára frá því Ólafur Thors, forsætisráðherra, var kosinn á Alþing sem frambjóðandi Sjálf- stæðisflokksins í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Hann er því nú að byrja 40. áratuginn sem umboðs- maður kjördæmisins á Alþingi. Framboð Sjálfstæðisflokksins í Gullbringu- og Kjósarsýslu er hiklaust talið langsamlega sterk- asta framboðið á öllu landinu, enda ber þar margt til. Ólafur er það vel kunnur öllum landslýð, að óþarfi er hér í stuttri grein, að segja nein deili á honum, en öllum, sem nokkuð þekkja til stjórnmálaferils hans, kemur saman um það, að hann sé einn víðsýnasti og stórbrotnasti stjórn málamaður síðari ára hér á landi og vinsæidir hans ná langt inn í raðir andstæðinga hans, enda mun Ólafur sjálfur ekki bera hatur eða óvildarhug til nokkurs manns. Til þess er góðhugurinn og réttlætiskenndin of rík með honum. Undir forustu Ólafs Thors hef ur Sjálfstæðisflokkurinn haft megin áhrif í stjórn landsins allt frá 1939, eða hin síðustu 17 árin. En þetta árabil hefur Ólafur verið í ríkisstjórn nær óslitið. Óhætt er að segja, að aldrei í sögu íslands hafa átt sér stað jafn stórfelldar breytingar til batnað- ar á þjóðarkjörum og efnahags- legri afkomu einstaklingsins sem á þessu tímabili. Á þessum 17 árum hefur allt atvinnulíf blómg ast, efnahagsleg þróun og hvers konar framfarir með þjóðinni til sjávar og sveita orðið svo miklar og örar, að þess eru engin dæmi meðal nokkurra þjóða hér i álfu. Undir forustu Ólafs Thors sem forsætisráðherra var lagður grundvöllur að atvinnumálum þjóðarinnar fyrir ókominn tíma og hlaut sú ríkisstjórn nafnið ný- sköpunarstjórnin vegna þess, að á valdatímabili hennar hófst ný- sköpun atvinnutækja landsmanna í stórbrotnari mynd en áður hafði þekkst hér á landi. Þótt Ólafur hafi öll þessi 30 ár á Alþingi látið sér annt um velferð og framfaramál kjör- dæmis síns og beitt sér fyrir margs konar framkvæmdum þar svo sem rafvæðingu Suðurnesja, hafnarbótum, vegagerð o. fl. o. íl. þá hefur hann þó öðru frer.n'r látið sig skipta velferðamál þjóð- arinnar allrar, bæði út á við og inn á við, og má þar til nefna forustu hans í sjálfstæðismáli þjóðarinnar og landhelgismálinu. Flestum kemur saman um, að Ólafur Thors sé þingmaður þjóð- arinnar allrar í ríkari mæli en nokkur annar þingmáður, að þeim öllum ólöstuðum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei gengið eins heill og ein- huga til kosninga eins og nú, en málefnalegt öngþveiti hinna flokkanna lýsir sér bezt í þvi, að þeir ganga nú til þessara kosn- inga ýmist undir fölsku flaggi eða með breytt yfir nafn og númer til að dyljast og villa á sér heimildir. Sjálfstæðismenn í Gullbringu- og Kjósarsýslu standa nú þétt saman og fylkja sér meir en nokkru sinni áður undir merki flokksins og formanns hans og daglega fer fylgi hans meðal kjós- enda í sýslunni vaxandi, enda er val þeirra nú ekki erfitt frekar en endra nær, að öðrum fram- bjóðendum ólöstuðum. Kjósendur í Gullbringu- og Kjósarsýslu eru ákveðnir í því, að gera sigur Ólafs Thors nú 1 þessum kosningum meiri og glæsilegri en nokkru sinni fyrr. X — Ólafur Xhors. Alfreð Gíslason. Kópavogur KOSNINGASKRIFSTOFA Sjálfstæðisflokksins i Kópavogi er að Melgerði 1. Bílasímar 5636 og 5603. Upplýsingar: 80525. Fólk, sem ætlar að vinna fyrir flokkinn í dag mæti kl. 9 f. h. — Finnig fer þá fram skráning bila. — Stuðningsmenn Ólafs Thors, hafið samband við kosningaskrifstofuna sem fyrst. Sýnishorn af kjorseSli Finnbogi Rútur Valdemarsson frambj óðandi Alþýðubandalagsins Guðmundur í. Guðmundsson frambjóðandi Alþýðuílokksins X Ólafur Thors frambjóðandi Sjájfstæðisflokksins Valdemar Jóhannsson frambjóðandi. Þjóðvarnarfl. íslands A Landslisti Alþýðuflokksins B Landslisti Framsóknarflokksins D Landslisti Sjálfstæðisflokksins F Landslisti Þjóðvarnarflokks íslands G Landslisti Alþýðuflokksins Þannig lítur kjörseðillinn út, þegar krossað hefur verið við Ólaf Thors HAFNARFJÖRDVR... ALLT það fólk, er vinna vill að kosningu Ingólfs Flygenring, er góðfúslega beðið að mæta snemnia á kjördag. — Símar: Bíla- afgreiðsla 9228—9828. Upplýsingar um kjörskrá 9928. Aðrar upp- lýsingar 9580. X Ingólfur Fiygenring Þannig lítur kjörseðillinn út eftir að Ingólfur Flygenring, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins hefur verið kosinn. Geir Gunnarsson frambjóðandi Alþýðubandalagsins Emil Jónsson frambjóðandi Alþýðuflokksins Ingólfur Flygenring frambj óðandi Sj álfstæðisflokksins Kári Arnórsson frambjóðandi Þjóðvarnarflokks íslands A Landlisti Alþýðuflokksins B Landlisti Framsóknarflokksins D Landlisti Sjálfstæðisflokksins F Landlisti Þjóðvarnarflokks íslands G Landlisti Alþýðubandalag'sins í dag er kosið um það, hverjir eigi að skipa þessi sæti á Alþingi íslendinga Kjósið Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.