Morgunblaðið - 24.06.1956, Síða 12

Morgunblaðið - 24.06.1956, Síða 12
12 MORCUISBLAÐJÐ Sunnudagur 24. júní 195C. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Frarnkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur • Lesbók: Árni Öla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn: Austurstræti 8. Auglýsingar og afgre*ðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600 Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands í lausasölu 1 króna eintakið I Fram til varnar fyrir sóma og Öryggi íslands! TC'FTIR að hafa verið sam- þykkir varnarliði á ís- landi fyrir aðeins fimm árum og síðan staðið árum saman mtð Sjálfstseðismönnum um að brýna fyrir þjóðinni al- gera nauðsyn þess að landið sé viðbúið og varið gegn heimskommúnismanum, ef til stríðs skyldi koma, svikust Framsókn og Alþýðuflokkur undan merkjum íslands og hins frjálsa heims, og skipuðu sér við hlið kommúnista. Það eru svik við öryggi ís- lands og hinn vestræna menn- irigarheim að vilja uppsögn varnarsamnings að gersam- lcga óhugsuðu máli og undir- búningslaust, — aðeins vegna þess að Hermann Jónasson fannst tími til kominn að hieppa forsætið cð nýju, og Alþýðuflokkurinn hélt sig vera að visna upp í aðgerðar- og málefnaleysi. Hræðslubandalagið gat eng in boðleg rök fært fyrir sinna- skiptum sínum í varnarmál- unum — og greip til þess eins, að láta utanríkisráðherrann tala eins og barn um „andann frá Genf“, — öllum hinum frjálsa heimi til aðhláturs og skelfingar í senn, því allir vissu að sá skammlífi andi var löngu farinn veg allrar veraldar. Hvað hafði breytzt á vett- vangi alþjóðamála síðan við báðum um varnarlið 1951? Ólafur Thors svaraði þeirri spurningu í útvarpsræðu sinni 20. þ. m.: „Mér vitanlega það eitt, sem máli skiptir, að kommún- istar hafa skýrt frá því, að stjórnarkerfi þeirra sé þann- ig, að um áratugi hafi brjál- aður morðingi verið einvald- ur, öllu ráðið, smáu og stóru, í stærsta herveldi heimsins.“ ★ Margra vikna fádæma ó- vandaður málflutningur, — lubbalegur og rætinn í garð Sjálfstæðismanna, hefur nú sanníært þjóðina, eins vel og íramast verður á kosið, um óheilindi hinna sakbitnu manna, sem ákváðu að flana að varnarsamnings-uppsögn til þess að ginna þroskaminni kjósendur til fylgis við tvo minnkandi flokka. Sjálfsteeðismenn hafa láíiðj vit og ábyrgð ráða afstöðu sinni, og tilfinninguna fyrir s-æmd landsins. Þeir vilja að landið sé varið, unz tryggara sé að heimsfrifnum sé borg- ið. Þeir vilja afla upplýsinga, ræða málin við stjórnir vina- og bandalagsþjóða okkar, og umfram allt hugsa ráð okkar vandlega áður en nokkrar breytingar eru gerðar frá því sem nú er. Þeir vilja að engu hafa öskur og ógnanir hins fjarstýrða kommúnistaflokks. Bjarni Benediktsson gerði enn á ný grein fyrir afstöðu flokksins í útvarpsumræðun- um með svofelldum orðum: „Á meðan með öllu er óvíst, hvort flóðalda konimúnism- ans hefur einungis stöðvazt við varnarvegginn eða hún er í raun og veru að sjatna, vilj- um við Sjálfstæðismenn ekki að þjóð okkar hafi forystuna um að rjúfa skarð í frelsis- varnirnar. Við teljum hcimsfriðinn þess virði, að vert sé að taka á sig nokkur óþægindi og áhættu hans vegna.“ ★ Um allan hinn vestræna heim hafa menn á síðustu mánuðum haft vaxandi skömm á framferði þess þing- meirihluta, sem undir óheilla- forustu Hermanns Jónasson- ar stóð að uppsagnarhótun- inni 28. marz. Kosningasigur þeirra flokka sem í dag ganga erindi heims- kommúnismans gegn sóma og öryggi þjóðar sinnar, eftir margra vikna óheilindafleip- ur um „andann frá Genf“ og annað ámóta vitutlegt, myndi staðfesta í augum heimsins þá skoðun, að íslendingar séu þroskalítil þjóð á sviði heims- málanna, og því miður ekki eins vandir að viroingu sinni og æskilegt væri. Það er ekki hægt að biðja erlent vinveitt stóiveldi, sem við erum í varnarbandalagi við, að hjálpa okkur til að tryggja öryggi landsins með því m. a. að verja offjár í varnarvirki á ísiandi — og biðja það að því loknu, að- .eins fimm árum síðar, og að óbreyttu ástandi í heiminum, að hafa sig á brott — því nú ætlum við sjáli'ir að fara að verja landið, þó að enginn af landsbúum kunni neitt til þeirra hluta. Heimurinn myndi fyrir- líta þjóð, sem þannig færi að ráði sínu — líka komm- únistarnir í Moskvu, sem verið væri að skemmta með þessum skrípaleik rneð heiður og öryggi íslands að ieikscppi. Strífa o(ý j'i&ur — U ótórlrotn ii UoLtojó iwilimyndact i/erh ^dudreu í ct reij ^rrepDurn Sct Íli (u tverhi 'inu MILLJÓNIR manna hafa aldrei lesið orð eftir Tolstoj, en á næsta ári kemur á markaðinn kvikmynd, sem gerð er eftir hinni frægu sqgu hans „Stríð og friður“. Kvikmyndatakan hófst s. 1. ár í júlí, og þess er vænzt, að henni verði lokið fyrlr næstu áramót. Tveir atkvæðamestu kvikmynda- framleiðendur á Ítalíu, Carlo Ponti og Dino de Laurentiis, ásamt Hollywood-kvikmynda- félaginu Paramount hafa sam- vinnu um gerð þessarar kvik- myndar, sem kosta mun 5—6 milljónir dollara. Ekki er að undra, þó að kostnaðurinn sé mikill — auk 18 manna, sem fara með meiriháttar hlutverk, eru 64 í minniháttar hlutverkum og 10 þúsund aðstoðarmenn — einnig þurfti til kvikmyndagerðarinnar 4000 hesta og 7000 mismunandi klæðnaði. Kvikmyndin er tekin í nokkrum löndum, en aðalað- setursstaðurinn er í kvikmynda- hverfi Rómaborgar, Cinecitta. o—O—o Slcáldsagan „Stríð og friður" fjallar um þá sögulegu viðburði, sem urðu í Rússlandi á árunum 1805—1812, og snýst aðallega um Rostovaðalsættina, sem er skuld- um vafin, en örlát. Af þessari ætt er Natasja, lífsglöð og fjörmikil ung stúlka. Hún trúlofast metorða gjörnum, viljasterkum liðsfor- ingja, Andrei að nafni, en segir skilið við hann, er hún verður ástfangin af glæsimenninu Ana- tole Kuragin. Síðar hittast þau, þegar Andrei er fluttur — særður banasári — til bústaðar Rostovfjölskyldunn- ar. Natasja hjúkrar honum, fær fyrirgefningu hans, og hann öðl- ast á banasænginni þá rósemi hugans, sem hann hefur farið á mis við vegna metnaðargirni sinnar. Andstæðan við Andrei er hinn þreklitli Peter Betusjev. o—O—o í „Stríði og friði“ eru áhrifa- miklar lýsingar af bardögunum við Borodino og Leipzig, bruna Moskvuborgar og undanhaldi óvinanna. Þessi atriði í kvikmynd inni eru yfirleitt öll sett á svið í Finnlandi og Júgóslavíu. Mestur hluti kvikmyndarinnar var gerð- ur í Cinecitta í Rómaborg, og þar fylltist allt af fallbyssum, skot- færum og sverðum frá tímum Napóleons er kvikmyndatakan hófst. Gera þurfti einkennisbún- inga, hárkollur, stígvél og allan vígbúnað handa heilum herdeild- umKósakka, fótgönguliða og ridd ara — pantaðir voru 100 þúsund hnappar á einkennisbúninga frá verksmiðju í Sviss, 50 sleðar smíð aðir í Finnlandi og 35 hestvagnar í Ítalíu. o—O—o Það olli þó hvað mestum erfið- leikum að stytta þetta viðamikla verk Tolstojs svo, að vel mætti fara í tveggja klukkustunda kvikmynd. Skrifuð voru fimm ítölsk handrit og tvö frönsk, en ekkert þeirra fann náð fyrir aug- um framleiðendanna. Þá voru brezku rithöfundarnir Bridget Boland og Robert Westerby kall- aðir á vettvang og áttu þeir að velja beztu atriðm úr þeim sjö handritum, sem skrifuð höfðu verið. Á ýmsu gekk, þar til ákveðið var að hefjast handa með því að ganga endanlega frá þeim atrið- um, sem Audey Hepburn í hlut- verki Natösju, kom fram í. Er því var lokið, komust kvikmynda- stjórarnir að þeirri niðurstöðu, að handritið væri með of „enskum“ blæ, og var bandaríska rithöfund- inum Irwin Shaw fengið það í hendur til endurskoðunar, svo að orð Tolstojs hljómuðu rétt í eyr- um Brooklynborgara. o—O—o Er handritið var fullgert, kom í ljós, að það var ýmsum vand- kvæðum bundið að skipa í hlut- verkin. Atvinnulausir kvikmynda leikarar og tælcnilegir sérfræð- ingar streymdu til Rómaborgar í því skyni að hagnast af þessu Atriffi úr kvikmyndinni „Stríff og friffur" — Henry Fonda, sem fer meff hlutverk Peter Betusjev, og Audrey Hepburn. Audrey Ilepburn í hlutverki Nat- ösjn — hún fær 350 þús. dollara fyrir leik sinn. mikla fyrirtæki, en margir hurfu tómhentir þaðan — það eru ták- mörk fyrir því, hversu margir að stoðarmenn og uppgjafa íegurð- ardrottningar geta komið til greina, þegar um er að ræða kvikmynd um Rússland á tímum Napóleons. ítalir vildu fá vissan fjölda af hlutverkunum í sinn hlut. Hlutverkaskipunin tókst samt vel að lokum. Audrey Hepburn er í hlutverki Natösju, eiginmað- ur Audrey, Mel Ferrer, leikur Andrei og Henry Fonda er í hlut- verki Peter Betusjev. Frá Eng- landi komu John Mills, Herbert Lom, Peter Ustinov, Dawn Adams o. fl., frá Svíþjóð Anita Ekberg og Maj-Britt. ítalinn Vittorio Gassman fer með hlutverk Ana- tole Kuragin, og allmörg fleiri hlutverk féllu einnig í hlut ítala. o—O—o Annar framleiðendanna Dino de Laurentiis hefir lagt allar sín- ar eignir í gerð þessarar kvik- myndar. Hann hefir látið af hendi öll hlutabréf sín í kvik- myndafélagi.sem hann rak ásamt Carlo Ponti, til að geta fengið einkaréttindi á „Stríði og friði“. Þetta er mikil áhætta, því að kostnaðurinn er gífurlegur og hefur farið langt fram úr áætlun. Audrey Hepburn fær rúmlega 350 þúsund dollara fyrir að leika hlut verk Natösju, til samanburðar má geta þess, að hún fékk 12,500 doll- ara fyrir leik sinn í „Prinsessan skemmtir sér“. Enda mun annar eins kostnað- ur ekki hafa verið lagður í nokkra kvikmynd, síðan kvikmyndin „Á hverfanda hveli“ var gerð. □----------------------□ PARÍS í GÆR: — Hin opinskáa gagnrýni ítalska kommúnistaleið togans Togliattis á núverandi leið togum Sovétríkjanna hefir komið frönskum kommúnistum í alvar- leg vandræði. í fyrstu dró franska blaðið „Humanité“ í heilan sólar hring að birta Togliatti samtalið, en birti síðan útþynntan kafla úr því. Nú hefir miðstjórn franska kommúnistaflokksins tekið á sig rögg og gagnrýnt í fyrsta skipti svo sögur fari af leiðtoga Sov- étríkjanna. í stuttorðri yfirlýs- ingu hefir miðstjórnin gagnrýnt Sovétstjórnina fyrir tvennt: í fyrsta lagi fyrir að birta ekki leyniræðu Krúséffs um Stalín og gefa með því kommúnistum um allan heim kost á að ræða málið og í öðru lagi að kenna Stalín sinum um allt, sem gengið hefir úr skorðum í Sovétríkjunum á undanförnum áratugum. Yfirlýsing miðstjórnar franska kommúnistaflokksins sýnir betur en nokkuð annað þann glundroða sem skapazt hefir í kommúnista- flokkum vestrænna þjóða með ræðu Krúséffs. □----------------------□

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.