Morgunblaðið - 24.06.1956, Side 13

Morgunblaðið - 24.06.1956, Side 13
Sunnudagur 24. júnl 1956. M O R G U /V b ::a Ð IÐ 13 Reykjavíkurbréf Laugardagur 23. jún'i Kosningar fyrr og nú. - Spennandi kosningar á fyrri tíð. - Kosningasöngur - Landhelgismálið. - Hafizf handa undir forystu Sjátfsfæðismanna. - Barizf á tvennum vígslöðvum. - Kommúnisfar vilja fylgja sömu sfehiu og Rússar. - Hugsunarhálfur fangabúðarráðsmannsins. - Ófrelsi býður ofsfæki heim. Kosningar fyrr og nú í DAG er kosið. Það verður mik- il umferð á strætum bæjanna og þjóðvegum. Fyrr á árum mátti sjá stóra hópa riðandi fólks á vegum um allar sveitir á kjör- degi. Nú sést slíkt ekki lengur. Bílarnir eru komnir í staðinn og allt gengur með fleygiferð. Sú var tíðin að kjörsókn var miklum erfiðleikum bundin. Þá var aðeins einn kjörstaður í hverju kjördæmi, svo það var ekki torfærulaust að komast til að kjósa, enda sátu margir heima, þannig að kjörfundir urðu oft ótrúlega fámennir. En þess er að gæta, að þá höfðu konur ekki kosningarétt, hann fengu þær fyrst fyrir 40 árum. Einnig Var kosningaréttur bundinn skilyrð- um, svo sem tiltekinni eign, en því skilyrði gátu margir ekki fullnægt. Kosningabærir og kjör- gengir menn voru því ekki mjög margir. Kjörfundirnir sjálfir voru þá einnig mjög ólíkir því sem nú er. Þá var kosið í heyranda hljóði, þannig að hver kjósandi sagði upphátt hvern hann kysi, þegar nafn hans var kallað upp eftir kjörskránni. Fengu þá ýmsir kjósendur ill augnaskot frá fram- bjóðendum, sem venjulega voru viðstaddir. Þetta þætti frumstætt fyrir- komulag nú, enda var það líka svo. Spennandi kosningar á fyrri tíð Á FYRSTU 50 árunum, sem kosn ingar fóru fram hér á landi eða frá 1844 og fram undir aldamót var lítið um það sein kallað er „spennandi" kosningar. Margir þingmenn sátu þá fjölda ára á þingi og voru oft kosnir gagn- sóknarlaust. En þegar kemur nær aldamótunum fer að „færast líf“ í kosningar hér. Kosningarnar, sem „Alþingisrímurnar" frægu voru kveðnar út af, um alda- mótin, vöktu mikla athygli og svo rak hver kosningin aðra, sem þátttaka var mikil og tvísýnt um úrslit. Öllum, sem til þekkja ber sam- an um að kosningarnar 1908 hafi verið þær hörðustu, sem þekkzt hafi hér á landi til þessa. Þá var kosið um „uppkastið" svonefnda, en það var frv. til laga varðandi réttarstöðu íslands í sambandinu við Dani. Nefnd íslenzkra og danskra þingmanna hafði samið frumvarp þetta. Einn íslending- ur í nefndinni gerði ágreining og lagði til að frumvarp þetta næði ekki fram að ganga en meirihlut- inn með Hannes Hafstein í farar- broddi vildi að það yrði sam- þykkt. Hannes Hafstein hafði haft á bak við sig öruggan þing- meirihluta, en svo fór að fram- bjóðendur flokks hans, sem margir voru gamlir og grónir þingmenn stráféllu, þannig að fáir „lifðu af“, og var „uppkast- iíi“ þar með úr sögunni. Þetta þóttu undur og stórmerki, enda hisfur slík bylting í kosningu aldrei orðið hér á landi, hvorki fyrr né síðar. Kosningabardag- inn var ódæma harður og lifir minningin um hann Ijóslifandi misðal fjölda manna enn í dag. Kosningasögur MARGAR sögur eru sagðar af kosningum frá fyrri tíð og raunar seinni árum líka. Menn voru sízt ódeigari í þá tíð við að „agitera" en nú og eru af slíku margar frásagnir. Það bar við að fram- boð voru undirbúin með mikilli leynd, jafnvel á leynifundum á heiðum uppi. Stundum voru ýms- ar brellur hafðar í frammi eins og til dæmis þegar ferjumaður- inn anzaði ekki kallinu. Sú saga ’• er frá þeirri tíð, þegar ekki var nema einn kjörstaður í kjör-J dæmi. Yfir stórá var að fara til j kjörstaðar. Stuðningsmenn ann- ars frambjóðandans, sem yfir ána þurftu að fara, tóku þau ráð sam- an að hittast á tilteknum tíma og nokkuð snemma við ferjustað- inn, en áin var í vexti. Þeir fengu ferju yfir, en þegar mótstöðu- mennirnir komu í stórum flokki nokkru síðar, anzaði ferjumað- urinn alls ekki, svo að flokkur- inn komst aldrei á kjörstað. — Ferjubóndinn var nefnilega ekki af þeirra sauðahúsi í stjórnmál- unum og þóttist ekkert heyra, þó að kallað væri yfir ána! Margar sögur eru líka sagðar af einfeldni manna við kosning- ar. Einu sinni bauð Jón heitinn Baldvinsson sig fram á Snæfells- nesi og var viðstaddur á kjörstað nokkrum. Kom þar kona, sem beiddist leiðbeiningar og var henni sagt að hún ætti að setja kross fyrir framan þann fram- bjóðanda, sem hún ætlaði að kjósa. Gekk konan þá að Jóni, þar sem liann sat í kjörstofunni og gerði fyrir honum stóreflis krossmark með hendinni! Kosningasögur mætti lengi segja. Þeir, sem þær kunna, ættu að halda þeim til haga, því þar eru margar skemmtilegar og gefa um leið dálitla innsýn í kosningabaráttuna, eins og hún var háð á fyrri tíð. Landhelgismálið EKKERT mál, að undanteknu sjálfu sjálfstæðismálinu, mun hafa átt svo hug þjóðarinnar allrar eins og landhelgismálið. í rauninni er það líka hluti af sjálfstæðismálinu, því með út- færslu fiskveiðilandhclginnar er- um við að tryggja yfirráð okkar yfir hafsvæði, sem frá náttúr- unnar hendi tilheyrir íslandi. Á meðan ísland var undir er- lendri stjórn fengu landsmenn engu ráðið um það hvernig land- helgi íslands var áxveðin, enda var árið 1901 gerður samningur milli Breta og Dana um, að land- helgi íslands skyldi vera þrjár mílur frá stórstraumsfjöruborði og var línan dregin inn í flóa og stærri firði. Reynslan átti eftir að sýna, að þessi samningur leiddi þá hæt,tu yfir ísland, að fiskimiðin, sem eru námur lands- ins og skógar, yrðu gjöreyðilögð og þjóðin kæmist á vonarvöl af þeim sökum. Hafizt handa undir forystu Sjálfstæðismanna ÞVÍ NÆR jafnskjótt og ísland fékk öll mál í sínar hendur var hafizt handa um athuganir á því hvernig þessari hættu yrði bægt frá þjóðinni. Verkefnið var falið Hans G. Andersen þjóðréttar- fræðingi, sem hafði um nokkurra ára skeið kynnt sér erlendis þessi mál sérstaklega og hefur hann æ síðan verið sérfræðingur rík- isstjórnarinnar um málið, og unnið þar frábært starf. Frá upphafi féll það í hlut fulltrúa Sjálfstæðisflokksins i rikisstjórn að hafa á hendi forystu í þessu máli og hefur svo verið allt fram á þennan dag. Tvcir af forýstumönnum Sjálfstæðisflokksins hafa þar borið hita og þunga dagsins, þeir Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson. Barizt á tvennum vígstöðvum Undir forystu þeirra hefur Island háð örlagaríka baráttu i þessu mesta velferðarmáli islcnzku þjóðarinnar. Hefur þessi barátta verið háð á tvennum vígstöðvum og Iiefur frá báðum hliðum verið reynt að hrekja Íslcndinga af þeirri leið laga og réttar, sem þeir kusu sér í upphafi. Á öðrum vígstöðvunum hefur orðið að berjast við liarðdræga erlenda andstæðinga, sem ekki hafa vilað fyrir sér að beita við- skiptalegum þvingunum ef það mætti verða til þess að Íslendingar ncyddust til samn inga um eftirgjöf á þeim rétti, sem þeir telja sig eiga frá lagalegu og siðferðjlegu sjón- armiði. Þessi aðferð hinna er- lendu andstæðinga hefur nú, eftir tæplega fjögur ár, al- gerlega mistekizt og islend- ingar hafa farið með sigur af hólmi. Á hinum vígstöðvunum hefur orðið að berjast við flokka inn- lendra manna, sem með linnu- lausum blekkingaráróðri hafa reynt að telja þjóðinni trú um að þeir, sem forystuna hefðu í landhelgismálinu sætu á svik- ráðum við þjóðina og sættu hverju færi til þess að semja við útlendinga um eftirgjöf á rétti íslendinga. Fremstir í flokki hafa hér verið kommúnistar og hanni- balar. Kommúnistar vilja fylgja sömu stcfnu og Rússar JAFNFRAMT þessum áróðri sín- um hafa þeir hamrað á því, að Islendingar ættu að taka sér Rússa til fyrirmyndar í þessu máli sem öðrum. Það hefur nú komið í ljós hvaða stefna það er, sem þessir menn vilja fylgja. Þeir hafa lofsungið mjög samn- ing, sem Rússar hafa nýlega gert við Breta, en samkvæmt honum er brezkum togurum heimilt að fiska allt upp að þriggja mílna linunni við norðurströnd Rúss- lands. Eftir sem áður neita Bret- ar algerlega að viðurkenna kröfu Rússa um 12 mílna landhelgi. Ef íslendingar tækju sér Rússa hér til fyrirmyndar, svo aem kommúnistar og hannibalar ráðleggja eindreg- ið, mundi afleiðingin verða sú, að með samningum væri brezkum togurum heimilað að stunda veiðar inn að þriggja mílna línunni á öllum þýð- ingarmcstu fiskimiðum við ís land og þar með inn á ölhim flóum og hinum stærri fjörð-" um. Ef fylgt yrði þessari stefnu kommúnista og hannibala væri stigið spor aftur á bak til ársins 1901 og íslendingar stæðu aftur í sömu sporum og þegar Danir gerðu samninginn við Breta. Sá er aðeins munurinn, að á þeim tima var það erlend þjóð, sem skeytti lítt um hag íslendinga, sem fyrir þeim réði, en nú eru það menn, sem vilja kalla sig Islendinga, sem vilja fara samn- ingaleiðina um fjöregg þjóðar- innar, landhelgina. Hugsunarháttur fangabúða- ráðsniannsins SÚ spurning, sem talsverðu máli skiptir að fá einmitt nú svar við er þessi: Hvernig myndi hræðslubandalagsstjórn undir forsæti Hermanns Jónassonar bregðast við vanda atvinnubóta- vinnunnar og opinbers framfær- is í stíl áranna 1934—38? Því er auðsvarað. Hermann Jónasson hefur sjálfur svarað því í ræðu, sem hann hélt þegar ungir Framsóknarmenn stofnuðu samband sitt á sínum tíma. Vega- nestið sem hann gaf þessum ungu trúnaðarmönnum flokks síns var þetta: „Rikið verður að hafa rétt til þess að segja við þá, sem það framfærir: Þið verðið aö vinna þar sem ég hef þörf fyrir ykkur, ella fáið þið enga framfærslu.----“-----„Þetta er hið eina réttlæti — —“ bætir hann við. „Hitt sem nú gildir, er dulbúið ranglæti, sem kallað er miskunnsemi,“ og svo heldur hann áfram: „Til þess að klæða þetta íólk og fæða væri sjálfsagt að nota íslenzkar framleiðsluvörur, sem nú er erfitt að sclja.“- „Þessi nýja regla er lífsskoð- un, sem ég tel aö eigi að bera hæst í baráttu okkar á næst- unni,“ sagði formaður Fram- sóknarflokksins. Svo rftörg voru þau orð og þsnnig ætlar Framsókn að mæta atvinnuleysinu, að segja við verkamenn: Þ:ð verðið að vinna það sem ég skipa ykkur og þar, j sem ég skipa ykkur og svo getið ! Þið fengið dálítið af kaupinu j ykkar greitt í óútgengilegum nni lendum afurðum. Með öðrum orðum. Fram- sóknarmenn geta hvorki n« ætla að mæta því atvinnu- leysi, sem aðgerðir þeirra í varnarmálum kunna að kalU yfir Reykjavík og nágrennL Hermann Jónasson hefði sómt sér vel í Síberíu á dögum keis- araveldisins og sem fangabúða- ráðsmaður hjá Stalin. Stefna, sem er enn á lífi KOMMÚNISTAR hafa fyrr og síðar gefið út ýmsa bæklinga til að skýra sjónarmið sín og stefnu. Kér skulu tekin tvö dæmi. í bæklingnum: „Þróun aúð- valdsins" segjr: „Leið verkalýðs- ins liggur yfir lík þessa skipu lags, og um leið yfir hið borgara- lega lýðræði, inn í alræöi ör- eiganna.“ í ritinu: „Barátta kommún- istaflokks íslands" er ekki held- ur verið með neitt rósamál eða tæpitungutal, en þar segir: Flokkurmn berst gegn fjárfram- lögum til kúgunartækja yfirstétt- arinnar, svo sem lögreglu og kirkju“ — Og enn: „Fyrsta skil- yrðið til að ná hinu mikla mark- Framh. á bls. 15

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.