Morgunblaðið - 24.06.1956, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.06.1956, Blaðsíða 20
20 MORCllWfíLAÐlÐ Sunnucfagur 24. júní 1956. Sfyðjið frelsi og framfarir Kjósið NOVIA skyrfur hvítar og mislitar — allar sfœrðir hjá kaupmönnum kaupfélögum um KEFLAVIK SLÐLRIMES ÞVOTTAVELAB, LITLAR OG STORAR, MEÐ OG AN HITARA, AVALLT FYRIRLIGGJANDI STAPAFELL Haínarg. 35, Keflavík Sigrum haftastefnuna, íslendingar! FORFEBUR vorir fluttu. til þessa fagra og stórbrotna lands, af því að þeir voru menn frjálslyndir og kunnu lítt að meta framtakssemi manna, sem vildu gera þá sér undirgefna. Enn lifir andi forfeðranna með íslendingum, og honum er það að þakka, að menn geta hér enn í dag látið sannfæringu sína í ljósi, án þess að eiga á hættu að vera settir undir lás og loku. En það er til nóg af mönnum, sem hafa það á stefnuskrá sinni, að færa íslendinga í fjötra nefnda og ráða, sem ætlað er að ráða fyrir þá. Það er merkilegt umhugsunar- efni, að það skuli takast, að telja nokkrum frjálsbornum manni trú um, að honum vegni bezt með því að fela forsjá sína nefndum og flokkum drottin- gjamra manna. Hver sannur maður ætti að hafa þá trú á sjálfum sér, að málum hans væri betur borgið í hans eigin hönd- lun en annarra. Tvær megin stefnur hafa undanfarna áratugi barizt til valda á íslandi, stefna for- feðranna, sem vildu vera frjálsir menn í frjálsu landi, menn sem trúðu því og voru þeirri hugsjón trúir, að frjáls einstaklingur hefði mesta möguleika til að vera ham- ingjusamur. Þessi stefna er nú borin uppi af einstakling- um í Sjáifstæðisflokknum. Hin stefnan er aðflutt, stefna yfirdrottnarans, er forfeður vorir forðuðu sér undan, en hefur numið hér Iand og náð fótfestu undir ýmsum póli- tískum merkjum. Nú er íslendingum boðið upp á að velja um þessar tvær stefn- ur 24. júní næstkomandi. Full- komlega sjálfráðir gjörða okkar gefst okkur kostur á að velja um þessar tvær stefnur, hvort við viljum heldur vera frjáls- ir menn í frjálsu landi eða und- irgefnir og niðurlútir ölmusu- menn, er biða auðmjúkir eftir að einhverjum fulltrúa einhvers haftastefnuflokksins, þóknist að rétta að okkur útdeildan verð, eftir hæfilega langa niðurlægj- andi bið í forstofugangi einhverr ar haftastofnunarinnar. Ef minni einhvers okkar skyldi hafa sljóvgast við það, að við búum í augnablikinu við minni höft en þegar boðberar haftastefnunnar, Jafnaðarmenn og Framsóknarmenn, fóru einir með völd, skulum við aðeins líta til baka, og þá sjáum við hverju við eigum von á. Á árunum fyrir stríðið, er Jafnaðarmenn og Framsóknar- menn fóru með völdin, mátti enginn maður um frjálst höfuð strjúka. Nefndir, skipaðar fulltrúum þessara flokka, voru settar á stofn, hver á éftir annarri i þeim tilgangi aff hefta frjálst framtak fslendinga. Mönnum var bannaff aff flytja til lands- Ins vélar, skip og önnur fram- leiffslutæki, þó aff hægt væri að fá að greiða tækin með afrakstrí þessara tækja, og efnivörur til byggingafram- kvæmda var vart minnzt á. Þjóffin varff fátækari og fá- tækari meff liverjum degi, því f,1*142 dugandi íslendinga fekk ekki aðhafst fyrir haftapostul- unum, sem sátu á rétti hvers manns til að bjarga sér. Þegar styrjöldin breytti þessu ömurlega ástandi ófrelsis og niðurlægingar Islendinga, og kallaði menn til starfa fyrir I sameiginlegt málefni lýðræðis- þjóðanna, var hér fjöldi ungra og hraustra manna yfir tvítugs- aldur, sem aldrei höfðu fengið tækifæri til að vinna fyrir fram- færi sínu. Öll stríðsárin lögðu íslend- ingar mikið af orku sinni til starfa í þágu hins sameiginlega málefnis, að vinna styrjöld þá, sem nazistar og heimskommún- isminn stofnuðu til. Fjöldi hraustra og dugmikilla Islend- inga fluttu bandamönnum sín- um matvæli frá ströndum ís- lands — hergögnum verðmæt- ari — og létu sér hvergi bregða þó siglt væri gegnum neðansjáv- ar flota óvinanna. í hildarleik heimsstyrjaldar- innar létu margir vaskir synir íslands lífið fyrir sameiginlegan málstað frelsisunnandi þjóða, hafandi í huga, að þeirra land var í hættu af völdum árásar- mannanna, nazista og kommún- ista. í styrjaldarlokin var hafizt handa undir forustu Sjálfstæð- isflokksins að endurnýja fram- leiðslutækin. Togaraflotinn var allur endurnýjaður og fjöldi minni fiskiskipa voru keypt til landsins eða byggð hér á landi. Fjöldi stórvirkra vinnuvéla, sem fslendinga hafði aldrei dreymt um'að eignast, voru keyptar til landsins. Vegna fyrirstríðshafta hafta- postulanna skorti tilfinnanlega húsnæði og foreldrar, sem höfðu ráð á íbúð, þurftu oft að taka fleiri en eina fjölskyldu upp- kominna barna sinna inn í íbúð sína, sem aðeins var ætluð for- eldrunum. Islenzkir menn og konur hugsuðu því til hreyfings er möguleikar opnuðust til bygg- ingaframkvæmda eftir stríðið og hófu að byggja nauðsynlegt húsnæði yfir sig. En Adam var ekki lengi í Paradís. Haftapostularnir voru komnir til valda áffur en varffi og gerffu kröfu til, aff þeir fengju aff blanda sér í innflutningsmálin. Fjár- hagsráff var stofnaff til aff taka ráffin af mönnum. í staff þess að starfa aff nauffsynleg- um byggingaframkvæmdum fyrir húsnæffislaust fólk, urffu byggingamenn aff taka sér stöffu í forsal Fjárhagsráffs og biðu þar í halarófu mikinn hluta dagsins eftir aff þjónar haftastefnunnar — oftast fólk, sem hafffi enga þekkingu á byggingarmálum —, gerffi þeim handahófslega úrlausn, sem höfðu fundiff náff fyrir augum haftapostulanna. Fyr- ir atbeina Sjálfstæffisflokks- ins var slakað svo á höftum þessum, að íslendingar fá nú, án manngreinarálits, aff byggja sér mannsæmandi íbúðarhúsnæði. En haftapost- ulunum finnst nú nóg um frelsi íslendinga í þeim efn- um. Stofnað er til kosninga áffur en kjörtímabilið er út- runnið meff þaff fyrir augum, aff reyna að koma hér á sama neyðarástandinu i samvinnu við Jafnaðarmenn, sem ríkti hér áður undir stjórn Fram- sóknar og Jafnaðarmanna. Til þess að gera hlut íslend- inga enn aumlegri næstu árin, hefur Framsóknarflokkurinn gengið til samvinnu við Jafn- aðarmenn, Þjóðvarnarmenn og kommúnista, um að stöðva vinnu við mannvirkjagerð varnarliðs- ins og reka burtu áf landinu hina fámennu varnarliðssveit hinna frjálsu þjóða, sem íslend- ingar deildu kjörum við á stríðs- árunum í harðvítugri baráttu fyrir lifi sínu og frelsi. Þetta vanhugsaða frumhlaup Fram- sóknarflokksins og Jafnaðar- manna á að koma þeim í sam- eiginlega valdastöðu á íslandi svo hið fyrrverandi glæsilega stjórnartímabil þessara flokka fái endurtekið sig. Framsóknar- forustan segist ætla að krefjast þess, að öll vinna við varnar- liðsframkvæmdir á íslandi falli niður, en í þess stað vill flokk- urinn bjóðast til að gæta mann- virkjana, þegar varnarliðið er farið. Þetta lögreglulið íslend- inga á að gæta hernaðarmann- virkjanna undir stjórn íslenzks hemmálaráðherra? Ég trúi því ekki, að 24. júní næstkomandi verði margir Islendingar með því, að fá haftastefnuflokkun- um í hendur fjölmennt lögreglu- lið, sem auðveldlega mætti mis- nota í þágu haftastefnu og frels- isskerðingarprógrams þessara flokka. Forfeður vorir voru vanir að standa við orð sín, þó að það hefði einhver óþægindi í för með sér. Ég trúi því ekki að margir íslendingar fáist til að kjósa þá menn fulltrúa sína, sem vilja í alvöru skerast úr leik hinna frelsisunnandi þjóða, sem ný- verið börðust fyrir frelsi sínu, á meðan þessar vinaþjóðir telja nauðsynlegt að standa saman viðbúnar árás heimskommún- ismans. Okkur íslendingum er óhætt að trúa því, að Ameríku- menn óska ekki eftir að dvelja hér á landi lengur en nauðsyn- legt er vegna öryggis hinna frelsisunnandi þjóða. íslenzka þjóðin mun ekki hafa þá fulltrúa sína í hávegum, sem gera þjóð- ina að viðundri í augum vina- þjóða okkar, með því að slá á framrétta bróðurhönd þeirra. Allir góffir íslendingar hljóta aff standa saman um frelsi sitt, inn á viff og út á viff. Látum ekki haftastefnu- flokkana fá tækifæri til aff leggja þjóffina í haftafjötrana á ný. Látum þá ekki fá tæki- færi til aff spilla vináttu okk- ar við sameinuðu þjóðirnar. Vinnum virffingu þeirra meff skilningi og heiffarlegri fram- komu, svo þeir treysti okkur og trúi okkur fyrir hluta fjár- muna sinna. ísland býr yfir ótakmörkuðum möguleikum. Oss skortir aðeins fjármagn til að beizla orku ís- lenzkra fallvatna, og byggja stór iðjuver við þær aflstöðvar. Nokkur slík iðjuver gætu tryggt öllu dugandi íslenzku fólki, sem ekki hefði atvinnu við núver- andi atvinnugreinar, nóg að starfa um ókomin ár og skapað nægan gjaldeyri til að flytja til landsins allar þær efnivörur, sem við framleiðum ekki sjálfir og óskuðum eftir til eigin þarfa. Viff megum ekki láta postula haftastefnunnar eyffi- leggja traust vinaþjóffa okk- ar á íslenzku þjóðinni og þar meff möguleika hennar til aff lyfta því Grettistaki, sem bíffur hennar í átökunum viff auðlindir Íslands. Viff verff- um að vera samtaka um þaff, að senda fulltrúa frelsis og mannréttinda inn á næsta Al- þing. Ef viff vinnum ötullega að sigri Sjálfstæðisflokksins 24. júní, þá stígum viff spor til framfara og heilla, en sigri haftastefnan mun okkur bera hraffbyri til þess niffurlægj- andi ástands, sem viff þekkj- um alltof vel og enginn ís- lendingur óskar eftir. Þorkell Ingibergsson. s;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.