Morgunblaðið - 24.06.1956, Side 23

Morgunblaðið - 24.06.1956, Side 23
Sunnudagur 24. júní 1956. M0RCUNRLAÐ1Ð 23 Storskemmdar kartöflur í búðunum HÚSMÓÐIR cin í Austurbæn- um hringdi í gær tii Mbl. og kvaðst lengi liafa beðið eftir því, að sjá því hreyft í Mbl., hvílíkt óæti Grænmelissala ríkisins leyf- ir sér að bera á borð fyrir bæj- arbúa. Þessi ríkisstofnun, sem hefur verið trúað fyrir því að kaupa einu helztu nauðsynjavöru íslcnzkra heimila, hefur svo gjör- samlcga brugðizt skyldu sinni að furðulcgt er, að ráðamenn henn- ar skuli ekki biðjast afsökunar á því, hversu kartöfluinnkaupin Veiðibjallan hefur drepið marga unga I»RÁTT fyrir ítrekuð blaðaskrif um nauðsyn þess að halda þeim mikla vargi, veiðibjöllunni, frá Tjörninni meðan andarungarnir eru aii vaxa upp, hefur því ekki verið sinnt sem skyldi. Mun veiðibjallan að frásögn kunnug- ustu manna, hafa valdið meiri ungadauða á þessu vori en á nokkru öðru. Eru nú allmargar endur aðeins með einn eða tvo en þær voru áður með þetta 4—6 og jafnvel fleiri. í gær urðu menn sjónarvottar að því er veiðibjalla hremmdi einn unga um leið og hún stakk sér niður að nokkrum andarung- um. Hún gerði síðan aðra atlögu að ungunum og hremmdi þá ann- an. Hann barðist um í nefi rán- fuglsins sem missti hann, en þrisvar stakk veiðibjallah sér á ungann, en honum tókst að stinga sér og ko^iast un'dan í öll skiptin og veiðibjallan gafst upp. Hundfuð manna hafa byssu- leyfi í þessum bæ og þar -er margt góðra skotmanna Þeir ættu nú að taka sig til'og koma bjölluna á brott af Tjörninni. hér til hjálpar og hrelcja veiði- Dy ftromh&rq a& RAFMOTORAR vatnsþétftir 0,33 ha., 0,5, 0,66, 0,75, 1, lbi, 4, 5‘/a, 7%, 10 ha. LUDVIG STORR & (ó. Samkomnr ZlOPf Almenn samkoma í kvöld kl. 8,30. — Hafnarfjörður: Almenn samkoma í dag kl. 4 e.h. — Allir velkomnir. Heimatrúboð lcikmanna. 41mcnnar sanikomur Boðun Fagnaðarerindisins er á Austurgötu 6, Hafnarfirði, á sunnudögum kl. 10 f.h. og kl. 2 og 8 e. h. hjá þeim hafa farizt þeim illa úr höndum. EKKI í GÆÐAFLOKKI? Konan benti réttilega á það, að svo lélegar væru kartöflurnar, að það muni ekki vera hægt að flokka þær, svo sem gert er með ætar kartöflur, en þeir gæða- flokkar munu vera fjórir alls, einn úrvalsflokkur og síðan hinir I.—III. Margir hafa gripið til þess að borða rúgbrauð með fiski þar eð þeir hafa ekki treyst sér til að borða kartöflurnar. BOllflA AÐRIR ÞETTA? Það kann að vera, að Græn- metiseinkasalan hafi á taktein- um skýringar á þessu öllu sam- an og telji þá málið afgreitt af sinni hálfu. — En ástæða er til þess að spyrja: Getur það verið, að Hollendingar, írar eða Danir, láti bjóða sér svona stórkostlega skemmdan mat, sem Grænmetis- einkasalan býður íslendingum upp á? Margir halda því nefnilega fram, að það sé sá flokkur lcart- aflna, sem nú er fluttur hingað til landsins, sem erlendis er not- aður sem svínafóður. Yfirlýsing frá SÍF VEGNA þrálátra blaðaskrifa vegna þátttöku Sambands ísl. fiskframlesðenda í byggingu Morgunblaðsins vill SÍF upp- lýsa, að það byggir í húsi þessu skrifstofuherbergi til eigin af- nota eingöngu. Nemur pláss- ið hálíri hæð í húsinu. Fyrir skrifstofuherbergjum þessum er löglegt byggingar- og fjár- festingarleyfi. Skal tekið fram að SÍF hefur verið í Ieiguhús- næði s. 1. 24 ár. Fiskifélagið lætur teikna nýja 20 og70 tonua báta Stærri báturinn verði línu- og hringnótabátur 1 NÝJU hefti af Ægi, sem út kom í gaer, er sagt frá því að Fiskifélag Islands hafi látið gera teikningu að nýrri gerð fiski- báta. Er birt um þetta grein í blaðinu og teikningar fylgja. 20 TONNA BÁTIJR Hér er um að ræða 20 og 70 tonna báta. Minni báturinn er með vistarverur fyrir 5 menn aft- ast undir þilfari og tvo menn í framlúkar. í Ægi segir m. a. á þessa leið í lýsingu á hátnum. „Báturinn er með „krussara" skut með gafli og veitir gott neta- pláss að aftan, auk þess er aftur- mastrið svo framarlega að greiða má net yfir káhettureisnina. Úr stýrishúsinu er góð aðstaða til að sjá á línuna. Fremst er hoga- myndað skýli úr aluminium fest þannig, að hægt er að taka það af þegar stundaðar eru veiðar með reknetum. Mörg undanfarin ár hefir sild ekki veiðzt á grunnmiðum svo nokkru nemi, svo að síldarveiði- bátarnir hafa neyðzt til að sækja á djúpmið jafnvel út á reginhaf. Sjósókn þessi hefur valdið tjóni og missi á nótabátum. LÍNU- OG HRINGNÓTABÁTUR Til þess að komast hjá því að nota hringnótabáta, er það bein- asta leiðin að smíða síldarskip- in með sama lagi og Fanney RE 4. Fyrirkomulagið og húnaður- inn á þessu skipi er talinn henta vel til síldveiða með hringnót, en siður til veiða með línu. Fiskimálastjóri hefur lagt fyr- ir að gera athugun á, hvort hægt sé að gera skip með hæfni til veiða mað línu og jafnframt til veiða með hringnót án hringnót- arbáts. 1 þessu augnamiði hefur 70 rúmlesta bátur verið teiknaður. Hann er líkur að gerð og 20 rúm- lesta báturinn og er áhöfnin 14 menn. Það sem einkum er frábrugðið því sem tiðkast á fiskibátum hér, er stór stálpallur fyrir vörpuna, sem nær yfir mikið af afturhlutá skipsins. Pallur þessi er hring- lagaður 5 metrar í þvermál og 60 cm djúpur. Hann snýst á oddi undir miðju og á hjólabraut ut- ast, svo að hægt er að snúa hon- um með tveim vírum sem leiddir eru fram á vindu. Smíði á undir- stöðunum og á pallinum sjálfum er miðuð við það að auðvelt sé að f jarlægja hvorttveggja, þegar skipið stundar veiðar með línu. ★ Bárður G. Tómasaon hefur gert teikningar að þessum nýju bát- um“. Silfurtunglið Göenlu dansarnir í kvöld til kl. 1. Hin vinsæla hljómsveit RIBA leikur. Dansstjóri Baldur Gunnarsson. Aðgöngumiðar scldir eftir kl. 8. SILFURTUNGLIÐ Sími 82611. í síðdegiskaffitímanum leikur og syngur hljómsveit Riba Drekkið síðdegiskaffið í Silfurtunglinu. SILFURTUNGLIÐ. Hjartanlega þakka ég börnum mínum, stjúpbörnum og venzlafólki, og öllum öðrum er glöddu mig með heim- sóknum, gjöfum, blómum, skeytum og hlýjum handtökum l á 70 ára afmæli mínu þann 20. þ.m. — Guð blessi ykkur öll. Asgeir Damelsson. , Blaðaprentvél su, sem Morgunblaðið hefir verið prentað í undanfarin ár, er tii sölu. Uppl. hjá framkvæmdastjóra blaðsins. onuiufilahih ELEKTROLUX HRÆRIVÉLAR BÓNVÉLAR RYKSUGUR LOFTBÓNARAR Komnar aftur Pantanir óskast siVttar. Einkaumboðsmenn: Hannes Þorsteinsson & Co. Ungur maður vanur verzlunarstörium óskast til að gegna verzlunarstjórastarfi hjá stóru fyrirtæki. — Góð kjör. — Tilboð send- ist Mbl. fyrir 30. júní merkt: „Dugmikill — 2744“. Jarðarför SIGRÍDAR ÞORSTEINSDÓTTUR fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 25. júní kl. 10,30 f.h. — Blóm afbeðin. Vandamenn. BræSraborgarslíg 34 Almenn samkoma I kvöld kl. 8,30. Allir velkomnir. I. O. G. T. St. Framtíðin nr. 173 Fundur annað kvöld kl. 8,30. — Fundarefni: Kosning embættis- uianna. Hagnefndaratriði. Æ.t. Lokað vegna sumarleyfa frá 9.-28. júlí. Kassagerð Reykjavíkur h.f. Eiginmaður minn, faðir, sonur og bróðir JÓN HALLDÓRSSON Hamarstíg 26, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju. þriðjudaginn 26. þ.m. kl. 2 e.h. Lilja Jónsdóttir og börn, Helga Jónsdóttir Sylvía Halldórsdótiir, Fanney Halldórsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.