Morgunblaðið - 27.10.1956, Page 9

Morgunblaðið - 27.10.1956, Page 9
Laugardagur 27. oM. 1&5G MORCl’MiLAÐlÐ 9 Ég vildi að hann yrði forseti í hundrað ár 66 ára afmæli. I>á vildi ég mega; DEMÓKRATAR ÓÁNÆGDIR biðja hvern borgara þessa þjóð-j Þeir einu, sem ekki voru hrifn- | ir, voru Demókratarnir, andstæð- félags að haf.. þögn, þótt ekki sé nema skamma stund og segja viðj sjálfan sig. — Ég skal helga sjálf- in6ar Exsenhowers. Tala þeir um an mig friði í heiminum. — Bezta að allt sé þetta tómt yfirskin hjá afmælisgjöfin, sem ég gæti hugs-j Eisenhower. Og helzta blað New York, 14. oklóber. í flÆR talaði Eisenhower for- seti við féikið. Hann talaði til þess gegnum sjónvarpið með ein- hverju því skemmtilegasta áróð- ursbragði, sem ég hefi séð í stjórn málum. Eisenhower var staddur í ein- um sal Sheratons-gistihússins í Washington. Þangað var boðið um 100 manns af öllum stéttum og úr ýmsum héruðum Banda- ríkjanna. Eisenhower forseti kom síðan fram á meðal fólksins og sagði við það: —■ Þið megið spyrja um hvað sem ykkur sýn- ist. Og allri athöfninni var sjón- varpað út um gervöll Bandaríkin. Persónulega er ég ekki sérlega hrifinn af pólitískum áróðri, en hinu get ég samt ekki neitað, að þessi þáttur' var mjög skemmti- legur. Það var margt, sem bar á góma, bæði fólkið og forsetinn, sem spurður var, í góðu skapi, svo að gamanyröin íuku. Athöfnin fór fram, eins og áð- ur er sagt í salarkynnum gisti- húss í Washington. Ég sat í gisti- húsinu í New York og horfði á allt sem fram fór í sjónvarpinu. VONGÓÐUR UM SÚEZ — Forsetinn byrjaði með þvi, að segja í fáum orðum, að hann hefði fengið fregnir, sem bentu til þess að samkomulag væri hugsanlegt í Súez-deilunni. Ekki við Rússa, heldur við Egypta, sem virtust nú tilleiðanlegir að koma til móts við Vesturveldin. Þetta er von mín, en ég lofa engu sagði forsetinn. Yfirlýsirigin vakti mikla hrifningu og hlaut lófaklapp. ERU EINTÓMIR MILUJÓNA- MÆRINGAR í RÍKIS- STJÓSNINNI? — Eru það tómir milljónamær- ingar, sem ráða í rikisstjórninni? spurði einn maður. Kvaðst fyrir- spyrjandi heita Siegel, vera skyrtusaumari í New York, hafa kosið Eisenhower 1952, en vera óráðinn nú. Eisenhcwer hló hæðnislega. — Ég veit, að demokratar halda því alltaf fram. Við skulum athuga það betur. -— Haldið þið að Jam- es P. Mitchell, verkamálaráð- herra sé milljónamæringur, mað- ur, sem vissulega heíur unnið fyrir sér með handafli? Eða hald- ið þið að Ezra Taft Benson, land- búnaðarráðherra sé milljónamær ingur. Nei, hann er að ég held fremur fátækur maður. — Það eru tveir menn i stjórn- inni, sem hægt er að segja að hafi verið milljónamæringar. Viðskiptamálaráðherrann, Sincl- air Weeks og landvarnaráðherr- ann, Charles E. Wilson. En ég spyr: — Hefði verið skynsam- legra fyrir mig að ráða sem yf- irmann landvarnanna — sem kosta þjóðina 40 milljarða doll- ara í beinum útgjöldum — mann, sem óhæfur hefur reynzt í við- skiptalífinu, hsldur en að ráða Wilson, sem bjó yfir geysimikilli reynslu og þekkingu við rekstur eins stærsta fyrirtækis þjóðarinn- ar, General Motors. HVERS VEGNA HERSKYLDU? — Næst var sjónvarpsauganu snúið að frú Jackson frá Dallas í Texas. Hún sagði m.a.í — Hérna við hlið mér stendur sonur minn, 18 ára. Hann hefur nýlega verið kvaddur til að gegna herskyldu. Herra forseti, — hvers vegna þarf að halda þess ari herskyldu við, sem er svo þungbær fyrir okkur? Er ekki friður í heiminum? — Forsetinn skýrðl fyrlr kon- unni, hvaða þýðingu varnarað- gerðir vestrænna þjóða hefðu haft til þess að forða heiminum frá styrjöld. Vestræn ríki yrðu að viðhalda styrkleika sínum, svo Eisenhower kemur frum í skemmtilegri sjónvurpsdogskra að árás á þau gæti ekki borgað sig. Nú sem stendur er talið nauð synlegt, að 3 milljónir manna séu í her Bandaríkjanna. Þar af fást aðeins 1,5 milljón sjálf- boðaliða. Við komumst því ekki hjá herskyldu til að fá 3 milljón- ir. RÍKI OG KIRKJA ADSKILIN Nú var sjónvarpsaugahu beint að gamalli hrukkóttri konu. ■— Mátti greinilega sjá, að hún var full eftirvæntingar og mjög taugaóstyrk. Líklega var þetta í eina skiptið, sem hún hafði kom- ið svo nálægt sínum mikilsvirta og elskaða forseta. Konan hét Adelaide O’Mara, og átti heima í húsinu nr. 7301 við fjórða breið- stræti í Brooklyn. Hún spurði forsetann: — Getum við ekki byrjað trú- arlega kennslu og handleiðslu í öllum skólum landsins? — Forsetinn svaraði gömlu konunni í fáum orðum: — í okkar þjóðfélagi ríkir sú regla, að ríki og kirkja skuli vera með öllu aðskilin. í okkar þjóð- íélagi ríkir fullkomið trúfrelsi. Við getum því ekki kennt neina ákveðna 'guðstrú í skóluni okkar, því að þaö væri skerðing á rétti annarra trúfélaga. En það vil ég benda yður á, frú O’Mara, að í stjórnarskrá okkar eru skráðar þær reglur, sem halda vörð um kristilega virðingu og siðgæði mannsins. FREDUR í HEIMINUM Fjölda mörg önnur viðfangs- efni voru tekin fyrir á þéssari skemmtilegu samkomu. Að lok- um sagði Eisenhower: — Á sunnudaginn kemur á ég að mér, er að himinn alþjóða- stjórnmálanna yrði heiðskír ogj að við gætum treyst á frið. Mannfjöldinn í salnum kvaddi forsetann með því að syngja „Happy birthday to you“ eða „Til hamingju með afmælisdaginn’‘. Ég held að þessi sjónvarps- þát-tur hafi verið mjög árangurs- rikur í kosningabaráttu Repu- blikana. Almennum borgurum Bandaríkjanna geðjást ekki að þeim mönnum, sem sakir ein- hverra valda eða auðæfa telja sig yfir aðra hafna. Þess vegna fagna allir' því, þegar forsetinn kemur til fólksins og talar við það. Þetta var að því er mér var sagt fullkomin nýjung í kosn- ingabaráttunni. þeirra, „New York Post“ fer hin- um mestu háðungarorðum um samkomuna. Hæðist blaðið sér- staklega að gömlu konunni, frk O’Mara. Segir í stórri yfirsögn á forstðu, "að frk. O’Mara gamla hafi staðið á öndinni, þegar hún mætti forsetanum sínum. í fram- haldstíyrirsögn stendur: Fröken O’Mara stendur enn á öndinni!! Kveðst blaðið hafa talað við kon- una og spurt, hvernig henni lík- aði við svar Eisenhowers um trú- arkennsluna. — Hún sagði. — Þetta var dá- samlegt svar. Hann minntist á stjórnarskrána! Ég vildi að hann yrði forseti í hundrað ár!! P. Th. Eisenhower í sjónvarpsscndingunni. sun er broti aftur s leppnkjum Rú§ Síðustu daga hafa borizt frétt- ir frá Ungverjalandi um, að þar hefði átt sér stað mótmælafund- ur og kröfuganga 200 þúsund manna og hefðu stúdentar verið þar í broddi fylkingar. Á eftir þessu kom svo uppreisn almenn- ings gegn kúgun kommúnista, sem öllum er kunn. Þetta kemur síður en svo á ó- vart. Allt síðan í sumar hafa ver- ið miklar hi'eyfingar meðal manna í landinu og hafa kröí- urnar um meira lýðræði og sjálf- stæði gagnvart Rússum orðið sí- fellt háværari. Menntamenn hafa þar látið mjög að sér kveöa. Jafn- vel meðal menntamanna úr hópi Lommúnista hefur óánægjan með hina kommúnistisku kúgun orðið magnaðri eftir því sem tím ar liðu. Kommúnistar hafa nokkurt ritfrelsi og fundafrelsi, og má af orðum þeirra nokkuð' marka hvernig andrúmsloft- ið er og má nærri geta að úr því að óánægja þeirra er svo mikil, sem raun ber vitni um, mruni þeir, scm ekki eru kommúnistar vera enn ó- ánægðari og kröfuharðari um réttarbætur í lýðræðisátt, eins og einnig heíur komið ljóst fram. FJANDSEMI í STAÐ AFSKIPTALEYSIS Þann 27. júní sl. var haldinn fundur í svonefndum Petöfi- „klúbb“ í Búdapest, sem stofn- aður var í marzmánuði sl. og hefur orðið eins konar miðstöð frelsisunnandi menntamanno. Þessi „klúbbur" er kenndur við þjóðskáld Ungverja, Alexander Petöfi, en hann var mikill mál- svari Ungverja í frelsisbaráttu v/ðnrkenna kúgunina þeirra gagnvart austurriska keis- aradæminu á öldinni sem leið. Petöíi-„klúbburinn“ er a.m.k. í orði kveðnu, deild úr æskulýðs- samtökum kommúnista. Fundur- inn 27. júní var mótmælafundur mörg þúsund manna og beindu þeir ályktunum sínum gegn ó- frelsi og kúgun í andlegum efn- um, sem ríkjandi er í landinu. Á- lyktanir fundarins voru svo harðorðar að sjálft „Piavda“ í Moskvu taldi sig ekki geta geng- ið fram hjá þeim. Á fundinum hélt m.a. marxist- iskur bókmenntafræðingur, að nafni Georg Lukacs, ræðu. Fór- ust honum m.a. svo orð: „Hvernig er marxismranum liáttað í Ungverjalandi nú? Ég held að almenningur hafi aldrei litið hann slíku hornauga sem nú. Á dögum Horthys ríkisstjóra fyr- ir styrjöldina var það hópur manna, þó lítill væri, sem var reiðubúinn til að leggja líf sitt í sölurnar til þess að ná í eitt- hvað til lestrar eftir Marx eða Lenin. Og menntamenn yfirleitt voru þá marxismanum ekki fjand samlegir, þó að þeir aðhylltust ekki kenningar hans beinlínis. En síðustu sjö eða átta ár hafa í þessu efni haft gerbreytingu í för með sér, nú er fjandsemi komin í stað velviljaðs afskipta- leysis.“ KÖLD ÍIJÖRTU OG TÓM HÖFUÐ í allvíðlesnu tímariti birtist í sumar grein eftir Tibor Tardos, sem er ungur rithöfundur. Þar stóð m.a. að krefjast yrði „óháðr- ar kommúnistiskrar hugsunar“ Gagnvart hverju átti hugsunin að vera óháð? Átti hann við flokk inn sjálfan eða kenningar komm- únista? Tardoc fór svofelldum crðum um sljóvgandi áhrif hinnar kommúnistisku kúgunar á frjálsa hugsun: „Ég skeytti ekki um að lesa blöð eða hlusta á útvarps- sendingar, scm hefðu getað séð mér íyrir lifandi fréttum. Smátt og smátt fór ég að gleyma því, að til eru kvikmyndir, þar sem menn koma og fara á eðlilegan hátt, þar sem sýnd eru venjuleg stræti og þar sem hið góða fær ekki alltaf verðug laun og hið illa ekki ætíð verðskuldaða refs-| ingu. Ég hætti að taka þátt í venjulegum samtölum. Þegar ég heimsótti verksmiðjur úti á landi og heyrði þar kvartanir fólksins, þá fann ég aðeins eina skýringu: Ég taldi mér trú um, að hér væri um að ræða undantekningar og ýkjur, mér fannst jafnvel oft eins og raddir þeirra, sem kvört uðu, væru raddir, fjandmanna. Og svo kom sá tími þegar við glötuðum virðingunni fyrir mannslífunum og íórnuðum þeim á altari blindrar trúar. Og viff, sem í æsku okkar ,höfðunt sett allt okkar traust á mátt hugsun- arinnar, sem flutt gæíi f jöll, stóð- um með köld hjöríiu og með tóm höfuð, stjarfir og daufir eins og líkneskjur í safnhúsi." Það mætti taka fleiri dæmi um það hve bugaðir jafnvel hinir kommúnistisku menntamenn í Ungverjalandi eru orðnir, en hvað þá um hina, sem ekki eru kommúnistar og ekki geta leyft sér neina slilca útrás fyr- ir bældar tiifinningar, en verða að þegja og aðeins þegja? MIÐALDA-KLÆR Stunur hinna kommúnistisku skálda undir andlegri kúgun og fátækt hafa sífelit orðið sárari í leppríkjum Rússa. Dæmi um þetta er ljóð eftir pólska skáldið Adam Vazyk, sem hann nefnir „Tvenn brot“. Eitt erindið er á þessa leið: Kona, sem enn er á góðu skeiði, gamall kommúnisti, fórnar höndum og bíður: Tætið af mér tötra kennisetn- inganna! Úr klóm miðalda, miðalda-augna, miðalda-eyrna, miðalda-tortryggni, miðalda-hugsana, miðalda-aðferða, mun flokkurinn leysa anda bylt- ingarinnar, svo hann verði líkur því, sem Lenin dreymdi um. Lenin er dauður fyrir nógu löngu til þess að þessum mönnum sé það gleymt, að hann var líka harðstjóri — andlegur harðstjóri og kúgari manna. Vanlíðan, þjáningar mennta- manna og distamanna í lepp- ríkjumim er aðeins ein Mið á l>eim lífskjörum, sem þjóð- irnar búa við. Ótalinn er mat- vælaskorturinn, hungrið, fá- tæktin og hið áralanga dag- lega basl, sem er undirrót þess ■ að fólkið ris upp með þeim fítonskrafti, að kalla þarf á illvígasta hervald heimsics — Rauða herinn — til að berja það niður. Ef Rauði herinn hefði ekki verið til taks í Budapest hefði frelsið sigrað. Málstaður þess hefur tapað að sinni — en að- eins í bráð. — Ógnaröld kommúnista mun halda áfram í aðeins eitthvaö breyttri mynd, þar til kcmmúnisminn fellur og verður ekki annað en ógeðfelld söguleg cndur- minning.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.