Morgunblaðið - 22.11.1956, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.11.1956, Blaðsíða 4
4 mORCvynr 4ðið Fimmtudagur 22. nóv. 1956 í dag er 329. dagur ársins. Pimintudagur 22. nóvember. Árdegisflæði kl. 7,51. Síðdegisflæði kl. 20,24. Slysavarðstofa Reykjavíkur í Heilsuverndarstöðinni er opin all- an sólarhringinn. Læknavörður L. R. (fyrir vitjanir), er á sama stað kl. 18—8. Sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki, sími 1618. — Ennfremur eru Holts-apótek, Apótek Austur- bæjar og Vesturbæjar-apótek, op- in daglega til kl. 8, nema á laug- ardögum til kl. 4. Holts-apótek er opið á sunnudögum milli kl. 1 og 4. Garðs-apótek, Hólmgarði 34, sími 82006, er opið daglega frá kL 9—20, nema á laugardögum, 9—16 og á sunudögum 13—16. Hafnarfjarðar- og Keflavíkur- apótck, eru opin alla virka daga frá kl. 9—19, laugardaga frá kl. 9—16 og helga daga frá kl. 13— 16. Hafnarfjörður: — Næturlæknir er Ólafur Ólafsson, sími 9536. — Akureyri: — Næturvörður er í Stjörnu-apóteki, sími 1718. Nætur- læknir er Pétur Jónsson. Heigafell 595611237 — VI — 2. I.O.O.F. 5 == 13811228(4 = kvms. RMR— Föstud. 23.11.20. — HS-K — 20.30. — VS-K — Hvb. □------------------------□ • Veðrið • I gær var all hvöss sunr.an átt og víða rigning um aust- anvert landið, en all-hvöss vestlæg átt með skúrum á Vesturlandi. — 1 Reykjavík var hiti kl. 3 í gærdag, 4 st. á Akureyri 8 stig, á Galtar- vita 4 stig og á Dalatanga 8 stig. — Mestur hiti mældist hér á landi á sama tíma í gær dag, 9 stig á Loftsölum, Hól- um í Homafirði og á Egiis- stöðum. Minnstur hiti mæld- ist 3 stig í Keflavík og í Stykkishólmi. — í London var hiti um hádegi í gær, 5 stig, í Farís 2 stig, í Berlín 2ja st. frost, í Stokkhólmi 1 stigs frost, í Kaupmannahöfn 2 st. hiti og í Þó rshöfn í Færeyjum 9 stiga hiti. □------------------------n • Aímæh J 80 ára er í dag Guðmundur Magnússon, skósmiður, Sörla- skjóli 62, Reykjavík. D ag bók • Bruðkaup • Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Þorsteini Bjömssyni ungfrú,Margrét Hans- dóttir og Jón Kristjánsson. Heim- ili þeirra er á Smyrilsveg 29. S.l. laugardag voru gefin sam- an í hjónab. af sr. Þorst. Kristjáns syni, ungfrú Greta Sigurjónsdótt- •, Skipasundi 71 og Atli Helga- son prentari, Kirkjuhvoli við Reyk j anesbraut. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Kristni Stef- ánssyni, Erna Sigurbjörg Ragn- arsdóttir, hárgreiðsludama, Sól- vallagötu 72, Reykjavík og Jón Boði Bjömsson, bryti á m.s. Helga felli, Sjónarhól, Hafnarfirði. Heim ili þeirra verður á Sörlaskjóli 38, Rvík. Brúðhjónin eru á siglingu með M.s. Helgafelli. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Garðari Svav- arssyni ungfrú Unnur Óskarsdótt ir, Melstað við Kleppsveg og Hall- dór Birgir Olgeirsson, sjómaður, Ægissíðu 109. Heimili þeirra er á Kleppsvégi 26. • Skipaíréttir • Eimskipafélag íslands h.f.: Brúarfoss fór frá Hamborg 20. þ.m. til Reykjavíkúr. Dettifoss fór frá Hamborg 17. þ.m., var vænt- anlegur í gærdag. Fjallfoss fór frá Vestmannaeyjum 17. þ.m. til Rotterdam og Hamborgar. Goða- foss er í Reykjavík. Gullfoss fór frá Leith 20. þ.m. til Reykjavík- ir. Lagarfoss fór frá Reyðarfirði gærdag til Norðfjarðar. Reykja- foss er í Rvík. Tröllafoss er vænt anlegur til New York 21. þ.m. — Tungufoss fór frá Eskifirði 20. þ. i. til Gautaborgar og Gravarna. Straumey er í Reykjavík. Vatna- jökull fór frá Hamborg 18. þ.m. til Reykjavíkur. Eimskipafélag Rvíkur h.f.: Katla er á Siglufirði. • Flugferðir • Flugfélag íslanda h.f.: Millilandaflug: Gullfaxi er vænt anlegur til Reykjavíkur kl. 18,00 í kvöld frá Hamborg, Kaupmanna höfn og Osló. Sólfaxi fer til Glas- gow -08,30 í fyrramálið. Væntan- legur aftur til Reykjavíkur kl. 19,45 samdægurs. — Innanlands- flug: I dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Bíldudals, Egilsstaða, Isafjarðar, Kópaskers, Patreksf jarðar og Vestmannaeyja. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar, Fagurhólsmýrai’, — Hólmavíkur, Hornafjarðar, Isa- fjarðar, KirV' bæjarklausturs og V estmannaeyj a. LoftleiSir h.f.: Millilandaflugvél Lofti —i er væntanleg kl. 18,00 frá Hamborg, Kaupmannahöfn og Gautaborg. — Fcr kl. 19,30 áleiðis til New York. Bazar temi>lararef>rhinnar Hinn árlegi bazar Góðtemplara- Eldvarnafræ&sía S. B. Á. í. í Bandarikjunum er þessi handslökkvitækja nýkomin á markaðinn. Þau sprauta vatni með loftþrýstingi og engar efna blöndur, eða hleðslur þarf í þau. Samb. brunatr. á íslandi. reglunnar er húsinu. — í dag kl. 2 í G.T.- Æskulýðsfélag Laugarnessókn ar Fundur í kvöld kl. komusal kirkjunnar. fundarefni. sókn’arinnar lega boðið á fundinn. — Séra Garðar Svavarsson. 8,30 í sam- Fjölbreytt — Fermingarbörnum nú í haust sérstak- Kvenfélag Neskirkju Afmælisfundur félagsins verð- ur á föstudaginn 23. nóv. kl. 9,30, í húsakynnum félagsins í kirkj- unni. Skemmtiatriði og afmselis- kaffi. Handíða- og mynlistaskólinn Nýtt kvöldnámskeið fyrir konur er í þann veginn að byrja. Á nám skeiðinu, sem stendur yfir fram til loka apríl n.k., verða þessar greinar kenndar: útsaumur — (margar saumgeiðir m.a. bast- saumur), gerð lampaskerma, leð- urvinna, linoldúkþrykk á margs konar vefnað o. fl. — Annað nám- skeið í mynzturgerð er einnig að hefjast. Kennslan fer fram á kvöldin kl. 8—10, tvisvar í viku. Aðeins fáir nemendur geta kom- izt að á hvoru námskeiði. — Um- sóknir tilkynnist skrifstofu skól- ans hið fyrsta (sími 82821, kl. 11 —12 árd.). Kennari á báðum náms skeiðunum er frú Sigrún Jónsdótt ir. — Félag Djúpmanna heldur skemmtifund í Tjamar- café (niðri), laugardaginn 24. nóv. kl. 8,30 e.h. í*rír vinningar eru enn ósóttir í happdrætti LandssambancU KFUM en dregið var s.l. vor. Vinningar þessir komu á nr. 1503 (þvottavél), nr. 1498 (hrærivél) og nr. 2110 (ryk- suga), og óskast þeir sóttir sem fyrst í hús KFUM Amtmanns- stíg 2B. — Hallgrímykirkja í Saurbæ Afh. Mbl.: G H H kr. 30,00. — Kvennad. Slysavamafél. Islands Eftirtaldir ósóttir vinningar, er upp komu í happdrætti Hlutaveltu kvennadeildar Slysavarnafélags Is lands, óskast sóttir sem allra fyrst í verzlun Gunnþórunnar Hall dórsdóttur, Hafnarstræti 5: 4647 15609 19315 13764 27146 1155 3745 16900 24059 11515 (Birt án ábyrgðar) Sjálfstæðiskvennafélagið Edda í Kópavogi Handavinnu- og kaffikvöld í Valhöll klukkan 8,30. Áfengið veldur fleiri slysum en flest annað. — Umdæmisstúkan. Kjarnorka og kvenhylii Þessi vinsæli gamanleikur Agn- ars Þórðarsonar verður vegna anna leikenda við önnur leikrit og æfingar sýndur í næstsíðasta sinn á föstudagskvöld. Gjafir og áheit á Strandakirkju Heiður kr. 100,00; áheit S N 30,00; S V B J 500,00; H J 1.000,00; Kr. Kr. 100,00; Una 100,00; E 25,00; Guðbjörg 20,00; g. áheit 20,00; J Ó 150,00; Stína 50,00; N N 100,00; N N 10,00; Þ G 50,00; S Þ 150,00; Þakklát 94,00; A K 75,00; áheit N N 50,00; J M 70,00; g. áheit 35,00; S J 40,00; g. áh. M G G 60,00; S I 500,00; 2 ónefndar 20,00; M S 120,00; S R 20,00; ónefndur 50,00; N N 60,00; N N 1.000,00; H 100,00, A og E 10,00; N N 100,00 Bagga 20,00; Sigurbj. Ágústsd., Höfn, Hornafirði 50,00; S G 50,00 Þ K Hafnarfirði 25,00; N N 100,00; g. og ný áheit G Þ 100,00; áheit í bréfi 50,00; B H Akranesi 50,00; 1 S 100,00; K E 100,00; Á K 500,00; Þ. Þórðardóttir 100,00; Á H 200,00; K D 20,00; G og G 20,00; G I 2 áheit 150,00; N N 30,00; K V 100,00; X 30,00; J 1.000,00; H K G 10,00; g. áheit 25,00; A R 50,00; Þ. I. 30,00. Læknar fjarverandi Bjarni Jónsson, óákveðinn tíma. Staðgengill: Stefán Björnsson. Bjöm Guðbrandsson, fjarver- andi frá 19,—-25. nóv. StaðgengiU Hulda Sveinsson. Elías Eyvindsson læknir er hættur störfum fyrir Sjúkrasam- iagið. — Víkingur Arnórsson gegn ir sjúklingum hans til áramóta. Ezra Pétursson óákveðinn tíma. Staðgengill: Jón Hjaltalín Gunn- laugsson. Hjalti Þórarinsson verður fjar- verandi til nóvemberloka. Stað- gengill: Ólafur Jónsson, Háteigs- vegi 1. Heimasimi 82708, stofu- slmi 80380. Kristbjöm Tryggvason frá 11. október tií 11. desember. — Stað- gengill: Árni Björnsson, Brött - götu 3A. Sími 82824. Viðtalstími kl. 5,30—6,30, laugard. kl. 3—4. • Söfnin • Listasafn Ríkisins er til húsa í Þjóðminjasafninu. Þjóðminja- ■ safnið: Opið á sunnudögum kl. 13—16. Náttúrgripasafnið: Opið á sunnudögum kl. 13,30—15, þriðju dögum og fimmtudögum kl. 14— 15. m # ^ meíf — Hvemig er það með Friðrik, ætlar hann ekki að fara að kvæn- ast? •— Jú, en hann er í hálfgerðum vandræðum. Hann getur ekki kvænzt fyrr en hann er búinn að greiða fyrir leyfisbréfið, en það getur hann ekki, fyrr en hann er kvæntur. ★ — Hvers vegna varstu látina sitja eftir í skólanum í dag, Pétur minn? — Kennslukonan spurði okkur, hvað væri synd og ég rétti upp hendina og sagði, að það væri synd að láta lítii börn sitja inni í góðu veðri. FERDIIMAND Sækjast sér um líkir ★ Það er sagt að Mark Twain haf! sagt þet.ta: „Þegar ég var 19 ára, fannst mér að faðir minn vissi ekki neitt en þegar ég var 25 ára, var ég undrandi yfir því, hve mikið hann hefði lært á undanfömum árum." ★ — Hvernig stendur nú eigin- lega á þvi, að þú ferðast á fyrsta farrými, maður með ekki meiri tekjur? — — Það er ill nauðsyn, því að & öðru og þriðja farrými hitti ég svo marga sem ég skulda peninga. ★ — Hvemig er hægt að vita, hvort perla er ekta eða ekki? —■ Auðvitaö á verðinu, kjáninn þinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.