Morgunblaðið - 22.11.1956, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.11.1956, Blaðsíða 6
6 MORCIWBLAÐIÐ Fimmtudagur 22. nóv.. 1956 I ••' ••• ••• ••• •••!• •••••* ••••• ••••• ••••• • • • ••••• ••••• ••••• • • • • • ••••• ••••• á reynslu fyrirtíekis, sem hefir yfir KM ár afí baki í framleiðslu hitunartækja. THATCHER olíubrennarinn er transt- ur og sérstaklega sparneytiim. — THATCHER olíubrennariun hitar upp íbnðina á svipstundu, og þér njótið ákyggjuiaus þess hita, sem þér kjósið dag og nótt. m . OLÍUFÍWIÐ SKELJUHIGUR Hf. íbúðir til sölu 3ja herbergja íbúð við Skipasund. Stærð 70—80 ferm. Lán að upphæð kr. 100.000,00 til 15 ára fylgir. Sér mið- stöð. Sérstaklega smekkleg og vönduð innrétting. Skemmtileg 4ra herbergja íbúð á hæð í húsi í Smáíbúða- hverfi. Stærð 112 ferm. auk sameignar í kjallara. Bíl- skúrsréttindi. Selst fokheld. Gert ráð fyrir sér miðstöð. Glæsileg 5—6 herbergja hæð í húsi við Bugðulæk. Hæðin er 134 ferm. auk geymslu og annarar sameignar í kjall- ara. Bílskúrsréttindi. íbúðin er með fullfrágenginni mið- stöð, búið að grófpússa hana. Fínpússningu verður lokið eftir nokkra daga. Mjög skemmtileg innrétting. 3ja og 4ra herbergja íbúðir í húsi við Laugarnesveg til- búnar undir tréverk og málningu, þ.e. með fullfrágengn- um miðstöðvarlögnum, gróf- og fínpússaðar að innan, með svala- og útidyrahurðum. Hagstætt verð og greiðslu- skilmálar. Tilbúnar til afhendingar. Nánari uppýsingar gefur Fasteigna & Verðbréfasalan, (Lárus Jóhannesson, hrl.) Suðurgötu 4. Símar 3294 og 4314. HJÚPSÚKKULAÐI ljóst og dökkt .% kg. og 6 kg. í pakka Eggert Kristjánsson & Co. h.f. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 48., 50. og 51. tbl. Lögbirtingablaðsins 1956, á m.b. Braga R.E. 237, eign Mýrkjartans Rögnvalds- sonar, fer fram eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík, Hauks Jónssonar hdl., Fiskveiðasjóðs íslands og Landsbanka íslands, við skipið, þar sem það liggur við Grandagarð, föstudaginn 23. nóvember 1956, kl. 2,30 síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík. Grimur Þorkelsson: Á snærum kom múnista HÉR er endurprentuð grein eftir Grím Þorkelsson, sem birtist í Alþýðublaðinu s. 1. þriðjudag. >að er ekki oft, sem Alþýðu'olaðið birtir skynsamlegar greinai um þjóðmál, nú orðið, en þessi grein er þar undantekning. Með því að Alþýðublaðið er lesið af tiltölulega fáum er grein þessi endurprentuð hér, svo að hún verðí lesin af sem flestum. ÞEGAR ÉG hljóp á snæri komm- únista hér um árið, þá var það ekki fyrst og fremst af aðdáun á stjórnarfari Rússa. Það héld ég mér sé óhaett að fullyrða. Ég hélt þó, að Rússar væru ekki eins afleitir og margir vildu vera láta. Ég vissi, að íslenzkir komm- únistaforsprakkar voru Rússum hliðhollir. En ekki kom mér til hugar, að þeir myndu fylgja þeim hvað sem fyrir kæmi. Forsprakk- ar kommúnista sögðust vilja ný- sköpun og alhliða framfarir. Þeir töluðu mikið um einingu og góð kjör handa verkafólki. Þetta fannst mér gott og blessað. Þeir töluðu mikið um, að við þyrft- um að taka allt landgrunnið við ísland og nytja það sjálfir. Það þótti mér gott að heyra. Þetta allt saman vildu víst aðrir ílokk- ar líka. Kommúnistar sögðu, að hægt væri að selja allan þann fisk, sem við gætum fiskað á landgrunninu, til Rússlands og fylgiríkja þess, þar væri ótæm- andi fiskmarkaðir. Þetta þótti mér þjóðráð. Ég gleypti þessa flugu. Það sem ég sá ekki þá en sé nú mæta vel, er þetta: Komm- únistar vilja stofna til deilna og fjandskapar við vestrænar þjóð- ir. Með því að flæma þær allar af landgrunninu við fsland er þeim tilgangi náð. Kommúnist- ar vilja gera okkur sem mest háða Rússum í verzlun og við- skiptum. Með því að leggja mikla stund á fiskveiðar og selja allan fiskinn til Rússlands er þeim tilgangi náð. Þótt ég tæki Rússagrýluna svo nefndu frem- ur léttilega til að byrja með, fóru svo leikar, að ég sannfærð- ist um, að þetta var engin grýla. Glæpaverk kommúnista í öðrum lör.dum urðu mér æ meiri þyrnir í augum. Eitt sinn spurði ég einn for- sprakka kommúnista hvernig öllu væri háttað með Eystrasalts* löndin. Hann svaraði því til, að þau hefðu verið fyrst til að gera byltingu og verða rauð. Þetta friðaði mig nokkuð. Úr því þau voru svona rauð gat ekki verið satt, að þau hefðu sætt hinni níðingslegustu meðferð af hendi bolsivíka. Ég varð fyrir mjög harðri gagnrýni kunningja og vina, sem sögðust ekki trúa því, að ég væri orðinn kommún- isti. Ég var þeim oft samþykkur með sjálfum mér, en vildi ekki við það kannast eins og komið var. Ég neyddist oft til að bregða fyrir mig röksemdum kommún- ista eða standa uppi varnarlaus eins og glópur. Ég varð nokkuð leikinn í þeirri list að snúa við staðreyndum og að tyggja upp það, sem kommúnistar sögðu. Ég var á góðri leið með að verða að umskipting eins og kommún- istar eru sjálfir. Áður en út í það endemis forað var komið til fulls gerði samvizkan alhliða uppreisn gegn öllum þessum dæmalausa ósóma og hringa vit- leysu. Við ekkert varð ráðið, ég hlaut að gefast upp og slíta sam- bandinu við kommúnista á stund- inni, sem ég gerði. Það er hart að hafa reynt að narra aðra menn til fylgis við hina voðalegu ofbeldisstefnu kommúnista. Slefnan, sem reynslan hefur sýnt, að leiðir óstjórn og fáfræði, ófrelsi og hvers konar hörmungar yfir fólk- ið í löndum þar sem hún nær fullum tökum. Ekkert er þó hægt að gera úr því sem komið er nema lýsa fullkominni andúð á öllum blekkingum og framferði kömm- únista hvar sem er í heiminum. Bölvunin fylgir í kjölfar þeirra eins og nótt fylgir degi. Það sem helzt ber að varast í fari hin* froðufellandi Moskvukommún- isma er í einu orði sagt blekk- ingar. „Að tala fagurt en hyggja flátt það er lóðið“. Kommúnistar hér á landi segjast vera ákaflega þjóðhollir íslendingar. Þeir hafa frá því fyrsta beitt varnarliðið eitruðum rógi, níði og blekking- um. Þeir vilja varnarliðið í burtu umfram flesta hluti á jörðu hér, en ekki af þjóðhollustu. Því ætti enginn að trúa. Þeir eru að vinna fyrir kommúnismann nú eins og endranær. Þegar varnarliðið er farið, þegar þeir eru búmr að koma okkur í fjandsamlega af- stöðu við vestrænar þjóðir, þegar þeim hefur tekizt að gera okkur Rússum háða í verzlun og við- skiptum, þá mun þeim varla verða skotaskuld úr því að hrifsa hér völdin, náttúrlega með svik- um og ofbeldi, og láta okkur sva hoppa inn í þjóðafangelsið og þrældómshúsið mikla þegjandi og hljóðalaust. Samúð með Ungverjum „FUNDUR í Alþýðuflokksfélagt Hafnarfjarðar haldinn 19. nóv- ember 1956 fyrir fullu húsi lýsir hér með yfir fyllstu samúð með baráttu ungversku þjóðarinnar fyrir frelsi sínu og frumstæðusta mannréttindum. Jafnframt lætur fundurinn í ljós megnustu andúð og fyrirlitningu á þeim svívirði- legu glæpaverkum, sem Rússar hafa beitt ungverska alþýðu. Og varar alvarlega við þeirri hættu, sem Islendingum og öðrum þjóð- um er búin af blóðveldi og villl- mr-nnsku kommúnismsns". shriFar úr daglega lífinu J Í'G fékk í gær bréf frá ungum stúdent þar sem hann kemur fram með góða hugmynd um það hvernig verja skuli peningunum sem söfnuðust i Ungverjalands- söfnuninni eða a.m.k. einhverjum hluta þeirra. Leggur hann til að keypt verði íslenzk síld fyrir féð og send til Ungverjalands. Hungruð þjóð '17'ITAI) er að hungur hefur * mjög sorfið að þjóðinni eftir hina hryllilegu innrás Rússa í landið, og að auki hefur rúss- neski herinn hagað sér eins og herir Djengis Kahns og sviðið landið allt, rænt matvælum og vistum öllum frá íbúunum en ekkert flutt með sér, svo sem herir nútímans eru þó vanir að gera. Þessi tillaga er athyglis- verð. í ráði mun vera að verja stórum hluta hinna 600 þúsunda sem söfnuðust til kaupa á lýsi en ekki ætti sildin síður að koma sér vel. Jarðstrengur skorinn Á vil ég minnast á atburð, sem gerðist nú fyrir tveim dög- um, vandræðaatburð, sem allt of oft endurtekur sig þó. Menn frá bænum voru að vinna með stórri vegavél inni í Vogahverfi. Var vinnan fólgin í greftri og jarð- raski. Mönnunum, sem vélinni stýrðu, var fullvel kunnugt um að einmitt þar sem þeir grófu lá jarðstrengur frá símanum, sem taldi hvorki meira né minna en 500 línur. En hvað skeður? Varfæmin er ekki meiri en svo hjá þessum bæjarvinnumönnum að þeir slíta í sundur jarðstreng- inn með þeim afleiðingum að heilan deg verður allt hverfið símasambandslaust. En þessi at- burður er því miður ekki ein- stakur og því er hann gerður hér að umtalsefni. Það kemur oft fyrir á hverju ári að vegagerðarmenn, bæjar- starfsmenn eða ýmsir aðrir vinnuhópar slíti jarðstrengi sím- ans með þeim afleiðingum að hverfi eða bæjarhlutar verða símasambandslaus. Þetta er óaf- sakanleg óaðgæzla sem engri átt nær. Andartaksgáleysi þessara tnanna veldur feikilegum óþæg- indum fyrir þúsundir manna og ærna fjármuni kostar venjulega að gera við bilunina. Það hlýtur því að vera krafa almennings til allra þeirra sem jarðraski og göíuviðgerðum stjórna að þeir hafi ekki aðra menn í þjónustu sinni en þá, sem eru sæmilega greindir og varfærnir og höggva ekki jarðstrengi í sundur við fætur sér þótt þeir viti fullvel af þeim. Fögur list og göfug IGÆR var mér gengið upp í Þjóðleikhús og þar næstum upp undir rjáfur. Þar er danski ballettmeistarinn Bidsted til húsa með álfaflokk sin.n fríðan og föngulegan. Tugir kornungra, fagurlimaðra barna svifu mjúk- um skrefum um gólfið undir ör- uggri stjórn Bidsteds og konu hans. Það var unun að horfa i börnin, mjúkar og háttvísar hrcyfingsr þeirra féllu við tón- fall slaghörpunnar í öruggri sam- stilling, sem æfður meistari er einn fær um að skapa. Nú eru um 350 börn og ung- Jingar í ballettskólanum hjá Bid- sted. Það er mikil breyting frá því sem áður var, þegar við viss- um varla hvað leikdans var, hvað þá að við ættum nokkra slíka dansara. En leikdansinn er ein göfugst og fegurst lista. Þar tjáir maðurinn á ljúfan, fagran og tignarlegan hátt hugsanir, sögur og ljóð með dansi sínum einum saman Bidsted kennir börnunum að koma frjálsmannlega fram, hreyfa sig með mýkt og lipurð á sviði sem utan þess, vekur feg- urðartilfinningu þeirra á unga aldri og þroskar samstarfskennd þeirra. Trygg.jum Bidsted VEGNA þessa getum við glaðzt yfir því að hafa fengið hinn danska ballettmeistara að leik- húsi okkar, og aukið með því einni listgrein við þær sem fyrir voru í landinu. En er ekki tíma- bært að Þjóðleikhúsið tryggi sér að fullu starfskrafta þessara ágætu listhjóna, og fastráði þauí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.