Morgunblaðið - 22.11.1956, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.11.1956, Blaðsíða 2
2 MORCT’\BLAÐ1Ð Fimmtudagur 22. nóv. 1956 Eins hlýtt og í jiilí ’55 Ein Iægð ó diog yfír kndlð Vatnsborð Þingvallavatns hækkar mikið IFYRRINÓTT var hið versta veður hér í Reykjavík, sunn- an slagviðri með stórrigningu. Mun langt vera síðan jafn- stórfellt úrfelli hefur orðið hér í Reykjavík, en úrkoman mæld- ist 26 millimetrar. — Mest var úrkoman þó á Þingvöllum, tæp- lega 49 millimetrar. EIN LÆGÐ A DAG & Undanfarið hefur sem kunnugt er verið óvenju umhleyphigasamt veður, og sá dagur ekki úðið, að ein lægð a.m.k. hafi ekki farið yfir landið. Og ekki mun eiim einasti dagur þessa nóvember- mánaðar hafa verið þurr og úr- komulaus. Hér í Reykjavík eru götumar í úthverfuniun illa farnar eftir svo miklar rigning- ar. í fyrrinótt slitnaði vélbétur- inn Hilmir hér frá bryggju inni á höfninni og rak upp í Örfirseyj- argranda, en ekki mun hann hafa orðið fyrir verulegum skeinmdum. BÁTAR fóru A flot Séra Jóhann Hannesson, þjóð- garðsvörður á Þingvöllum sagði í símtali við Mbl. í gær, að vatns- borð Þingvallavatns hefði hækk- að mikið undanfarið. í gær, eftir hina stórfelldu úrkomu þar í fyrrakvöld og nótt, voru allir hólmamir fyrir framan túnið við Þingvallabæ á kafi; bátar, sem sumarbústaðaeigendur voru búnir að ganga frá, höfðu farið á flot, — og inn við Vaínskot var mikið flóð í Þingvallavatni og vatnsborðið svo hátt að einnig þar flutu bátar upp. Svo mikill vöxtur hljóp í Öxará, að hún flæddi yfir vegarspottann heim að Þingvallabæ, og sagðist séra Jóhann aðeins einu sinni muna eftir slíku flóði í ánni áður. Á Þingvöllum hefur ekki kom ið þurr dagur í nóvember frekar en hér í Reykjavík. Sagði séra Jóhann, að hann hefði um dag- inn gert samanburð á hlýindun- Um í þessum mánuði og júlimán- uði í fyrra, óþurrkasumrinu, og væri hitastigið hið sama nú og þá. Stórrigningin á Þingvöllum minnti mjög á skýfall, og einn- ig var mikill veðurofsi. Fréttaritari Mbl. á Seyðisfirði sagði, að í hvassviðri þar í gær, hafi sviptivindur feykt um koll skúr, sem stóð við rafstöðina. Drengur var uppi á skúmum að lagfæra þar eitthvað, og fékk hann mjög slæma byltu og var í sjúkrtihúsi í gærkvöld. Heitir hann Gunnar Ragnarsson. Litlu munaði að annar maður, Gísli Blomkvist að nafni, yrði undir skúrnum er hann fauk. Hann fékk að fara heim til *ín strax eftir að læknir hafði gert að meiðslum er hann hlaut. Stúlka slasaðist í gærkvöldi í gærkvöldi varð allharður á- rekstur á Suðurlandsbraut á móts við Múla. Bifreiðinni R-7750, var ekið inn á Suðurlandsbraut, sem er aðal- braut, af Múlavegi og rakst þá á bílinn R-6723, sem kom eftir Suð urlandsbrautinni. Stúlka í þess- um bíl, Sigurborg Bragadóttir, til heimilis í Ártúnum, slasaðist í árekstrinum og var hún flutt í Slysavarðstofima. Var verið að rannsaka meiðsli hennar, er blað ið spurðist fyrir um þau í gær- kvöldi. Mun hún einkum hafa meiðst í baki. Hverjor eru sbyUuraor? LUNDÚNUM, 15. nóv. — Valda- mestu menn 8 Arabaríkja hafa gefið út tilkynningu að afloknum fundi þeirra í Beirut, höfuðborg Lebanon. Þar er þess krafizt að Bretar, Frakkar og ísraelsmenn fari með heri sína frá Egypta- landi þegar í stað og án skil- yrða. Ef það yrði ekki gert, og til nýrra bardaga kærni myndu Arabaríkin þegar í stað verða við skyldum sínum samkvæmt varn- arbandalagssamningi Araba- ríkjanna. — Reuter. Fundur norrænna landvarnarábherra Landvamaráðherrar þriggja Norðurlanda, Danmerkur, Sviþjóðar og Noregs, komu í síðustu vikn saman á fund í Kristjánsborgarhöll i Kaupmannahöfn. Þeir ræddu meðal annars hinar ískyggÞ legu horfui’ i alþjóðamálum, scm skapazt hafa eftir að Rússar sýndu sitt rétta andlit í Ung- verjalndi. Einnig ræddu þeir með hvaða hætti Norðurlöndin gætu tekið þátt i lögrcgluliði Sam- einuðu þjóðanna á Súez-eiði. Ráðherrarnir eru taiið frá vinstri: Torsten Nilsson frá Sviþjóð, Poul Hansen, Danmörku og Nils Handal frá Noregi. 7 ný ísl. sundmet í gœrkv. 5 ísl.met fullorðinna - 2 unglingamet á síðari degi Ármannsmótsins — einnig telpnamet hjá Agústu. | Drengjasveit Ármanns settl í bringusundi karla 100 m. varð drengjamet í greininni 2:38,7 mín. enn 7 ný met og sum svo glæsi leg, að þau skipa okkar bezta fólki á bekk með beztu sund- mönnum Norðurlanda — og er þá mikið sagt. Hafa því á þessu móti verið sett alls 10 ísl. met og auk þess 4 unglingamet. — Samtals 14 sundmet. í fyrstu fjórum greinum kvölds ins komu ný met. Helgi Sigurðs- son byrjaði í 400 m. skriðsundi. Þar sem hann varð annar á eftir Wolf A. Þýzkal. Synti Helgi á 4:55,3. Ari, sem nú varð 4. átti gamla metið 4:56.4. í næstiu grein bætti Ágústa Þorsteinsdóttir 100 m kvenna- raetið í skriðsundi um 2,1 sek., synti á 1:00,5. Glæsilegt met. — Kiinast synti á 1:14,0. Þetta er Þorgeir Ólafsson Á, annar á eftir Fricke. Tímarnir 1:13,1 og 1:14,7, en sá tími Þorgeirs er 6/10 úr sek. betri en ísl. metið var. Í 100 m flugsundi karla setti Pétur Kristjánsson glæsilegt ísl. met 1:10,8 mín og bætti sitt fyrra met um 4,5 sek!!! Pétur varð þriðji. Schneider sigraði (1:09,8) og Wolf varð annar (1:10,1). í 4x50 m bringusundi karla setti sveit Ármanns ísl. met synti á 2:29,9 (2:21,9 það gamla). Húsvíkingar gáfu sjúkrahúsi sínu vegiega afmælisgjöf HÚSAVÍK, 19. nóvember: SJÚKRAHÚSIÐ í Húsavík varð 20 ára síðastl. laugardag. — Húsvíkingar og Þingeyingar voru mjög samhentir og unnu með sér stökum áhuga og skilningi áð byggingu spítalans og var húseignin skuldlaus þá rekstur sjúkrahússins hófst. Á liðnum starfs- árum hefur sjúkrahúsið eignazt ýmis ný tæki og húsbúnaður verið aukinn og endurbættur og hafa allir héraðsbúar átt hlut að máli. Húsvíkingar hafa sýnt þessari stofnun sérstaka ræktarsemi. Kurr í liði Rússa í IJngverjalandi LONDON, fréttaritari Daily Telegraph símar frá Vín: FLÓTTAMENN, sem síðast komu yfir landamærin, segja, að fregnir fljúgi nú um allt Ungverjaland þess efnis, að mikil ólga sé í rússneska hernum í Ungverjalandi. Hafi meira að segja slegið í bardaga með hinum nýju liðsaukum og her þeim, sem fyrir var í landinu. Á þetta að hafa gerzt um helgina, í Papa — um 70 mílur norður af Búdapest og einnig í Eperjes norð-austur af borginni. Einnig hafa borizt fregnir um það, að nokkur hundruð rússneskra hermanna hafi farið yfir landamærin til Júgó- slaviu — og skilið vopn sín eftir. Júgóslavar hafa styrkt landamæravörð sinn við rúmensku og ungversku landa- mærin mjög. Þá segja flóttaraenn einnig þær fréttir, að í Rússlandi, skammt frá ungvcrsku landamærunum, hafi verið unnin skemmdarverk á aðaljárnbrautarlíuunni, sem liggur tU Ungverjalands — og liðsafli Rússa hefur verið fluttur eftir Mun þetta hafa átt sér stað suður af Przemnysl. BÓKASAFN Á 17. afmælisdegi sjúkra- hússins var Egill Jónasson hag- yrðingur sjúklingur á sjúkrahús- inu og orti hann þá ljóð þar sem hann benti á að sjúkrahúsið 'ætti ekkert bókasafn. Var Ijóðið fjöl- ritað og borið í hús í bænum. Samdægurs eignaðist sjúkrahús- ið nokkurt bókasafn. 17 ÞÚS. KR. Afmælisins á laugardaginn var minnzt þannig að verzlanir bæj- arins tóku á móti afmælisgjöfum til sjúkrahússins og skyldi fé sem gefið væri- renna til kaupa á nýj- um tækjum til sjúkrahússins. Gáfu bæjarbúar aUs 17 þús. kr. í peningum. Siðan hafa fleiri gjaf- ir borizt og í dag sendi Kven- fálag Mývatnssveitar 1000 kr. svo að söfnunin er alls komin á 19. þús. og hefur stjórn sjúkrahúss- ins beðið Morgunblaðið að færa Húsvíkingum beztu þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf og um leið þakka aðrar góðar gjafir á und- anförnum árum. —SPB. í öðrum greinum sigruðu. Sig- ríður Sigurbjörnsdóttir Æ í 50 m bringusundi telpna, 41,9. Guð- mundur Gíslason ÍR í 50 m skrið- sundi drengja, 28,2. Ágústa Þor- steinsdóttir Á I 100 m bringu- sundi kvenna, 1:31,4. Schncider AÞ í 50 m baksundi karla 32,5. Norðurbær vann Suðurbæ i sundknattleik. Fögur flugþerna Þessi fallega Ijóshærða stúlka er íslcnzk. Hún heitir Guðrún Fjóla Jónsdóttir og er dóttir Jóns Þórðarsonar, Fálkagötu 9A hér á Melunum. Eftir að maður hefur horft um stund á þessa fallegu mynd undr ast maður það ekki, að Guðrún Fjóla var valin úr fjölda um- sækjenda til að gerast flugþema hjá hinu geysistóra bandaríska flugfélagi American Airlmes. Hún hefur nú um nokkurra vikna skcið gengið á flugþernuskóla fé- lagsins í Chicago og er nú farin að gegna störfnm á flugvélum fé- lagsins, sem hafa bækistöð á La Guardia flugvellinum við New York. Vér höfum fregnað það, að Guðrún Fjóia sé um 170 senti- metrar á hæð, og vegur 59 kg. Hún stundaði nám í Gagnfræða- skóla Vesturbæjar á Öldugöt- unn i. Helzta tómstundagaman hennar er að lesa góðar bækur, synda og fara á skíði. Viðskiptaskráia 1956 komin út VIÐSKIPTASKRÁIN fyrir ári* 1956 er komin út. Þetta er mikil bók, á tólfta hundrað blaðsiður, og flytur, eins og að líkum lætur, minkinn fróðleik um viðskipta- og kaupsýslumál landsins, en einnig eru þar margvíslegar upp- lýsingar um félagsmál í Reykja- vík, kaupstöðum og flestum kaup túnum landsins. Bókinni er skipt í sex megin- flokka. I 1. flokki eru uppdrættir af Reykjavík, íslandi og af vita- kerfi og fiskimiðum kringum landið. I 2. flokki er skrá yfir öll hús f Reykjavik, á Akureyri og í Hafn- arfirði, og er tilgreint lóða- og húsamat, ^óðastærð og nafn eig- anda. í 3. flokki eru upplýsingar um stjórn landsins, fulltrúa Islands erlendis og erlendra ríkja hér á landi og stjórn Réykjavíkurbæj- ar. Þá er einnig félagsmálaskrá og og nafnaskrá Reykjavíkur. f 4. flokki eru kaupstaðir og kauptún utan Reykjavíkur, 47 talsins, með félagsmálaskrá og nafnaskrá fyrir hvern stað um sig. f 5. flokki er Varnings- og starfsskrá, sem er meginkafli bók arinnar. Eru fyrirtæki og ein- staklingar af öliu landinu til- greind þar, raðað eftir starfs- og atvinnugreinum. Aftan til í bókinni er ýtarleg ritgerð á ensku, eftir dr. Björn Björnsson, hagfræðing, og nefn- ist hún „Iceland: A Geographical, Political and Economic Survey“. Útgefendur leggja áherzlu á að allt hafi verið gert sem unnt var til að hafa allar upplýsingar í bókinni sem réttastar. Ritstjórn annaðist Páll S. Dalmar, en Stein dórsprent h.f. er útgefandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.