Morgunblaðið - 22.11.1956, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.11.1956, Blaðsíða 20
279. tbl. — Fimmtudagur 22. nóvember 1956 Tímaritið Stefnir efnir til Ung- verjalandskvölds Fjölbreytt kynning á ungverskri tón■ list og bökmennturri i Sjálfstæðis- húsinu annað kvöld iNNAÐ KVOLD efnir tímarit ungra Sjálfstæðis- manna, Stefnir til kynningar á ungverskri tónlist og bókmenntum og fer kynningin fram í Sjálfstæðishúsinu. Verður þar fjölbreytt dagskrá sem góðir listamenn munu flytja. Ungverska þjóðin hefir um langan aldur átt sér blóm- lega og djúpstæða menningu, mikil tónskáld og ágæta rit- höfunda. Vill Stefnir kynna lítið brot af verkiun þeirra á þessiun tímamótum, er íslendingar allir fylgjast með baráttu hinnar hugrökku þjóðar fyrir frelsi sínu. Aðgangur að Ungverja- landskvöldi þessu er ókeypis. MIKIL MENNINGARÞJÓÐ Hugir manna hér á landi sem annars staðar í veröldinni hafa mjög dvalið við hina hetjulegu baráttu ungversku þjóðarinnar fyrir frelsi sínu og fornri menn- ingu. ísiendingar hafa fylgzt með þeirri baráttu með djúpri hlut- Ráðherrann ber a!la ábyrgðina FRÁ ÞVÍ var skýrt hér í blaðinu í fyrradag, að stór- felldar hækkanir hefðu orð- ið á flutningsgjöldum með olíuskipum. Myndi næsti farmur af brennsluolíu til togaranna hækka útgerðar- kostnað þeirra um 2000 kr. á dag, frá því sem nú er. — Væri ástæðan sú að skip það sem hingað fiytur olí- una tekur 220 shillinga fyr- ir hvert íotrn hennar. Nú hefur Mbl. sannfregn- að, að hér áttu sér stað stór kostleg mistök hjá við- skiptamálaráðherra, Lúð- vík Jósefssyni, er um þessa olíuflutninga var sam ið. Þegar olíufélögin leituðu til hans, er semja þurfti um flutning á þessari olíu hing- að heim, höfðu þau fyrst í stað á hendinni tilboð um flutning, sem hljóðaði á 120 shillinga fyrir tonnið. Heirn ild Lúðvíks fékkst ekki. Því gátu olíufélögin ekki tekið þessu hagstæða tilboði. Annað skip bauð síðar 130 shillinga farmgjald fyrir olíutonnið. En leyfi viðskiptamálaráðherrans fékkst ekki. Þriðja skipið, sem bauðst til flutninganna skyldi leigt fyrir 160 shill- inga tonnið. Leyfi viðskipta málaráðherra ríkisstjórnar- innar fékkst ekki heldur fyrir því. Þegar svo flutn- ingsgjaldið var komið upp í 220 shiilinga fyrir tonnið, þá kom svarið frá skrif- borði ráðherrans: Takið þessu tilboði! Af því sem hér hefur ver- ið rakið, er það ljóst, að Lúðvík Jósefsson ber fulla ábyrgð á því, að dagkostn- aður við togaraútgerðina mun með tilkomu næsta olíufarms til togaranna hækka um hvorki meira né minna en 2000 krónur. Skarpskyggnin leynir sér ekki á sviði viðskiptanna hjá viðskiptamálaráðherran um! tekningu og margir lagt eitthvað af mörkum til hjálpar. Með Ungverjalandskvöldi því, sem Stefnir hyggst halda annað kvöld vill tímaritið kynna nokkra þætti úr bókmenntum og tónlist Ungverja. Verða m. a. fluttir kaflar úr ritverkum ís- lenzkra manna um frelsisbaráttu Ungverja 1849, ungversk tónlist, smásögur og ljóð. FJÖLBREYTT DAGSKRÁ Dagskráin er í höfuðdráttum sem hér segir: Gísli Magnússon píanóleikari leikur lög eftir Bela Bartok, Gunnar G. Schram ritstj. Stefnis flytur ávarp, Sveinn Víkingur les ungverska smásögu. Helga Váltýsdóttir og Ævar Kvaran lesa m. a. ungversk ljóð í þýðingum Steingríms Thor- steinssonar og fleiri, og kafla úr ritum Gísla Brynjúlfssonar um frelsisstríð Ungverja 1849. Þor- steinn Hannesson syngur ung- versk þjóðlög, Baldvin Halldórs- son les ungverska smásögu og Guðmundur Jónsson píanóleikari leikur verk eftir Franz Liszt. Á Ungverjalandskvöldi þessu verður tekið á móti framlögum í Ungverjalandssöfnunina. AKRANESI, 21. nóv. — Suð- austan rok var hér í nótt, senni- lega um 11 vindstig. Voru sjó- menn á ferli í alla nótt til þess að gæta báta sinna. — Oddur. ,Samningarnir v/ð Banda- ríkin eru í höndum ríkis- stjórnarinnar allrar' „Þjóöviljinn" skýrir frá oð samið sé um brottflutning varnarliðsins Alþýðusambandsþingid': Hannihal víttur fyrir að misnota Alþýðu- sambandið STÖRF Alþýðusambandsþingsins héldu áfram í gær. Miklar um- ræður urðu um skýrslu forseta samtakanna, Hannibalds Valde- marssonar og var harðlega deilt á hann fyrir að hafa notað Al- þýðusambandið til pólitísks áróðurs og jafnvel gengið svo langt að láta það bjóða fram í samvinnu við stjórnmálaflokk í Alþingis- kosningunum. Voru það forystumenn Alþýðu- flokksins í verkalýðssamtökun- um, þeir Magnús Ástmarsson for- maður H.Í.P. og Jón Sigurðsson fyrrv. framkvstj. sambandsins, sem víctu Hannibal Valdemars- son fyrir þessa misnotkun hans á Alþýðusambandinu. Fundir hófust ekki fyrr en eft- ir hádegi í gær. Gaf forseti sam- bandsins þá skýrslu sína um starf stjórnarinnar síðustu tvö árin. Var það löng ræða en að henni lokinni hófust umræður um þessa skýrslu Hannibals Valdemars- sonar. ÁRÓÐURSTÆKI Við það tækifæri töluðu Al- þýðuflokksmennirnir tveir. Gerðu þeir sérstaklega að um- talsefni frásögnina í skýrslunni um fundahöld og erindisrekstur. Þar er þess getið, að Hannibal hafi haldið fundi víða á Aust- fjörðum, og hafði i för með sér Lúðvík Jósefsson alþm. Deildu þeir mjög á þetta fram- fsrði forseta sambandsins að ferð ast á vegum þess og í þess erinda- gjörðum í för með þingmanni eins pólitiska flokksins og einnig það að Hannibal hefði haldið pólitíska fundi í þessum ferðum sínum asamt Lúðvík. STJÓRNMÁLAÞÁTTTAKA Þá var og rætt um hve óhæft það væri að Alþýðusambandið sem ætlað hefði ver'ð 'cð starfa eingöngu sem kjarasamtökum verkalýðsins í landinu, tæki allt í einu að bjóða fram með einum stjórnmálaflokki. Væri þeð mikil og ill misnotkun á tilgangi Al- þýðusambandsins og ranglæti við fjölmarga meðlimi þess. Umræður úrðu nokkrar urn skýrsluna á kvöldfundinum í gær en hann hófst kl. 21. 7 ísl. sundmet setl í gærkvöldi. Sjá bls. 2 EFTIRFARANDI fréttagrein birt ist í „Þjóðviljanum" í gær: „Samningárnir við Bandaríkin eru í höndum ríkisstjórnarinn- ar allrar. Morgunblaðið segir í gær að búið sé að skipa nefnd til samn- inga við Bandaríkin um brottför hernámsliðsins og eigi sæti í henni Emil Jónsson, Guðmundur í. Guðmundsson og Tómas Árna- son. Þessi fregn Morgunblaðsins er tilhæfulaus með öllu. Sam- kvæmt ákvörðun Alþingis verða samningarnir við Bandaríkin í höndum rikisstjórnarinnar allrar, en búizt er við að forsætisráð- herra og utaníkisráðherra annist einkum viðræðurnar við banda- rísku samninganefndarmennina." í forustugrein blaðsins segir síðan á þessa leið: „Það er stefnt að brottflutningi erlends herliðs af íslandi og samn ingar um það hafnir." AFDRÁTTARLAUS AFSTAÐA í þessu sambandi er rétt að minna á að í fyrradag birti „Þjóð- viljinn" þá yfirlýsingu að „álykt un Alþingis um hernámsmálin stendur enn óbreytt og óhögguð". Loks má benda á að þann 5. þ.m. lýsti miðstjórn og þingflokkur A1 þýðubandalagsins því yfir að Atlantshafssamningurinn væri raunverulega úr gildi fallinn og hin mesta nauðsyn að allt varn- arlið yrði flutt burt. Það er því ljóst, að Alþýðu- bandalagið hefur nú markað afstöðu sína til samninga þeirra við Bandaríkin, sem nú standa yfir. Flokkurinn heldur fast við að yfirlýsingu Alþing- is frá 28. marz verði fylgt fram og varnarliðið hverfi burt í seinasta lagi, þegar samnings- frestur er útrunninn, en á hann er þegar byrjað að iíða. Þessi afstaða Alþýðubandalags ins er hins vegar alveg gagnstæð afstöðu utanríldsráðherrans. sem lýsti eftirfarandi yfir á Alþingi hinn 16. þ.m.: „Ég álít að nú sé slíkt hættu- ástand að varnarlið sé íslandi nanðsyn.“ Hvort cfan á verður í samning- unum, hin skýlausa afstaða Al- þýðubandalagsins, að varnarlið- ið hverfi á burt eða afstaða utan- ríkisráðhcrrans, að „varnarlið só íslandi nauðsyn“ mun svo værtt- anlega koma bráðlega í ljós. Eftir svo eindregnar yfirlýsingar er ljóst að kommúnistar munu ekki sætta sig við að hvikað verði um hænufet frá yfirlýsingu Alþingis um brottför varnarliðsins og er þá eftir að vita hvort samstarfs- flokkar þeirra eru á sama málL Almenningu bíður þess með eftirvæntingu að sjá hvað ofan á verður í þessu stórmáli. Gullfoss mcð jólat re ÚM DAGINN var frá því sagt í Kaupmannahafnarblaðinu Dag- ens Nyheder, og birt mynd með, er verið er að setja jólatré um borð í Gullfoss. Svo skammt er nú orðið til þessarar stórhátíð- ar. Bæjarráð hefur verið minnt á nálægð jólanna, því að á síðasta fundi þess voru afgreidd tvö leyfi til jólatréssölu tii lögreglu stjóra, tvær umsóknir um jóla- tréssölu, við Laugaveginn innan verðan, frá Alaskastöðinni og í Bankastræti, fyrir Agnar Gunn laugsson. Fargjöld skólabarna Á FUNDI bæjarráðs er haldinn var á þriðjudaginn, var rætt um fargjald skólabama, þeirra sem eldri eru en 12 ára. Var þar samþykkt að nemendur barna- skólanna skuli, þótt eldri séu en 12 ára, greiða sama gjald með strætisvögnum og yngri nemend ur skólanna. Knnnur tébknesknr visindn- og stjórnmnlnmnðnr kemnr hingnð í heimsókn Flytur fyrirlestra um járnt jaldslöndin AFÖSTUDAGSKVÖLDIÐ kemur kunnur tékkneskur vísinda- og stjórnmálamaður í fyrirlestraferð liingað til lands og mun hann dveljast hér í viku. Er það dr. Lúmír Soukup, en hann starfaði um skeið í utanríkisþjónustu Tékkóslóvakíu, og var einkaritari og nánasti samverkamaður Jan Masaryks, hins kunna utanríkis- ráðherra Tjekka, allt þar til dauða hans bar að höndum með svip- legum hætti 1948. FLÚÐI EFTIR VALDARÁN KOMMÚNISTA Eftir dauða Masaryks og valda rán kommúnista flúði dr. Sou- kup land og hefir á seinni árum verið lektor í tékkneskum bók- menntum og málvísindum við háskólann í Glasgow. Dr. Soukup hefir stundað nám við háskólana í Prag og París og doktorsprófi í heimspeki lauk hann frá há- skólanum í Edinborg. Nú er hann einn af leiðtogum frjálsra Tékka í Englandi og hef- ir ferðazt víða og haldið fyrir- lestra um ástandið í löndunum austan járntjalds, og stjórnarfar kommúnismans sem þar ríkir. ALMENNIR FYRIRLESTRAR Það er Samband ungra Sjálf- stæðismanna, sem stendur að heimsókn Dr. Soukups hingað til lands. Hann mun flytja fyrirlestur á vegum Almenna bókafélagsins í Háskólanum á laugardaginn kl. 5 og talar þá um tékkneskar bók- Dr. Lúmír Souk; menntir og menningarlíf. — Á sunnv daginn kl. 2 e. h. flytur hann fyrirlestur fyrir almenning um ástandið í löndunum austan járntjalrts og verður fyrirlestur- inn í Sjálfstæðishúsinu. Þessi merki fræðimaður mun halda víðar fyrirlestra, meðan hann dvelst hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.