Morgunblaðið - 22.11.1956, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.11.1956, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 22. nóv. 1956 mtfrfafrtfr Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Askriftargjald kr. 25.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakjð. Úrrœöin og Alþýðu- sambandsþingsð ALÞYÐUSAMBANDSÞINGIÐ kom saman í fyrradag. Forseti þess, Hannibal Valdimarsson, félagsmálaráðherra, flutti þar ræðu og lýsti því hve þetta þing væri mikilvægt. Kom fram í ræðu hans að þetta þing sam- bandsins hefði algera sérstöðu, sem væri fólgin í því, að nú væri „verkalýðshreyfingin samherji ríkisstjórnar, sem heitið hefði að taka tillit til samtaka verkalýðs- ins og bænda í störfum sínum“. Hannibal lýsti því með sterkum orðum í ræðu sinni að „þessa Alþýðusambandsþings biði meiri ábyrgð og vandi en beðiði hefur nokkurs Albýðusambandsþings". Nú lægi fyrir að ieysa vandann í cfnahagsmálum þjóðarinnar og ætti Alþýðusambandsþingið að eiga sinn ríka þátt í því. Mælti Hannibal á þessa leið til þing- fulltrúa: „Sýnum það með alvöru í starfi, bróðurhug og samstarfs- vilja allt frá byrjun þessa þings, að við höfum strengt þess heit að stuðla að farsælli lausn þess efnahágsmálaöngþveitis sem nú- verandi ríkisstjórn hefur tekið við og verður að leysa — eða falla að öðrum kosti“. Þegar ráðherrann mælir þessi orð er hann í rauninni að ákalla Alþýðusambandsþingið til að hjálpa ríkisstjórninni við að ráða fram úr efnahagsmálunum og bjarga þar með ríkisstjórninni. „Það er vald, sem getur ráðið rniklu", sagði ráðherrann við fulltrúana. Það virðist vera ljóst að því Alþýðusambandsþingi sem nú situr, er ætlað miklu meira hlutverk en öðrum slíkum þing- um, enda bíði þess nú „meiri ábyrgð og vandi“ en nokkru sinni áður, eins og ráðherrann komst að orði. Ráðherrann, forseti þingsins, vék í setningarræðu sinni að ástandinu í efnahagsmálum þjóð- arinnar. Fórust honum m.a. svo orð: „Þetta ástand er svo alvarlegt að sennilega er engra góðra kosta völ því til leiðréttingar." Hér kveður við nokkuð nýjan tón úr hópi stjórnarflokkanna. Hingað til hafa þeir látið í veðri vaka að þeir hefðu ráð á hverjum fingri til að leysa úr þessum málum Á því hefur verið klifað að það væri einungis „óstjóm íhaldsins", sem hér bæri sökina og þegar „íhaldinu" væri rutt úr vegi, væri vandinn raunverulega leystur. Það vekur því nokkra furðu þeg- ar einn af ráðherrunum lýsir því að nú sé „engra góðra kosta völ“ í þessum efnum og ákallar þing Alþýðusambandsins til hjáipar og leggur á það meiri „ábyrgð og vanda en beðið hefur nokkurs Alþýðusambandsþings.“ Nú kemur til kasta A. S. í. Það mun líka vera svo að ríkis- stjórnin sé nú búin að átta sig á að vandinn sé ekki svo auðleyst- UTAN UR HEIMI lyjng hjón — Iroátnar — „óli vonir L L arm cjóaniecýur /./ “ leiki J. oul Trier Pedersen, fréttaritari danska blaðsins „Dag- ens Nyheder", var eini frétta- maðurinn frá Norðurlöndum, sem varð eftir í Búdapest, þegar Rúss- ar slógu hring um borgina. Tókst honum við illan leik að brjóta sér braut til frelsis og hefur und- anfarna daga birt í blaði sínu dagbókarblöð, þar sem lýst er ástandinu í hinni brennandi borg. Fer hér á eftir frásögn hans af nýgiftum hjónum og örlögum þeirra. ur, sem látið var. Hannibal Valdi marsson mun hafa látið sér þau orð um munn fara, sem að vísu eru ekki prentuð, að til þess gæti komið að það yrði að „grípa til gömlu íhaldsúrræðanna" Lúðvík Jósefsson talaði einnig á fundi út- gerðarmanna um hinar þrjár leið- ir, sem unnt væri að fara, en þær voru: 1. Bátagjaldeyriskerfið og uppbætur úr framleiðslusjóði, eins og á yfirstandandi áu-i, en með allverulegri aukningu. 2. Gengisfelling. 3. Niðurgreiðslu- leiðin. Allt eru þetta gömul ráð, jafnvel „gömul íhaldsúrræði“, þegar í harðbakka slær. En það bólar enn ekki á neinu nýju. Á Akureyri hélt forstjóri Kaupfé- lags Eyfirðinga mikla gengisfell- ingarræðu fyrir skömmu og mælti Eysteinn Jónsson, sem þar var viðstaddur, ekki á móti. Þörfin fyrir ný urræði er sýnilega knýjandi í stjórnarherbúðunum og stafar hið ákafa ákall ráðherr- ans til Alþýðusambandsþingsins, _, , vafalaust af því að rikisstjórnin ' Budapest. Hun er ígjira^en hann telur sig þar vera stadda í alvar- T ið höfðum árangurs- laust reynt að komast út úr borg- inni, en alls staðar urðu í vegi okkar gapandi byssukjaftar rúss- neskra skriðdreka. Vonbrigðin voru átakanlegust hjá ungu hjón- unum, sem voru með okkur í bílnum. Fyrir þeim var þetta ekki aðeins hryllileg brúðkaupsfevð, heldur brustu nú allar vonir þeirra um lausn frá óttanum við ógnaröldina og nauðungarflutn- ingana. Við höfðum kynnzt þeim, áður en Rússar hófu árásina á legri klipu og þurfa aðstoðar við. í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar var tekið fram, að ekki skuli neinum ráðum ráðið nema fengið sá álit hinna „vinnandi stétta“. í samræmi við þetta telur ríkis- stjórnin sig hafa fengið sam- þykki þeirra stétta til kaupbind- ingarinnar í sumar. í framhaldi af þessu er alveg vafalaust, að ríkisstjórnin hlýtur nú að leggja þau úrræði, sem hún hefnr i efna- hagsmálunum, hvort sem þau eru gömul eða ný, fyrir Alþýðusam- bandsþingið. Miðast hin mikla ábyrgð og vandi þingsins, sem for seti þess lýsti, án efa við það. Hér breytir vafalaust engu, að Hsrmann Jónasson afhenti komm únistum meirihlutavaldið á þing- inu með því að koma í veg fyrir samstöðu lýðræðisflokkanna um kosningar til þess. Fram hjá þing- inu verður ekki gengið og verða íillögur ríkisstjornarinnar í efna- hagsmálunum vafalaust þar til umræðu og ályktunar. Þetta Alþýðusambandsþing verður því vafalaust þýðingar- mikið og þess „ábyrgð og vandi meiri en beðið hefur nokkurs annars Alþýðusambandsþings“, svo notuð séu orð forseta þess. 22 ára og nam verkfræði. Þau höfðu gift sig tveimur dögum áð- ur en Rússar sviku ungversku stjórnina og hófu árásina, sem einn af ráðherrum Nagys hafði áður kallað „óhugsanlegan harm- leik frá öllum mannlegum sjón- armiðum". Þ Jr a au höfðu ætlað að halda upp á frelsi Ungverjalands með því að fara til Austurríkis og hitta ættfólk sitt, sem þau höfðu ekki séð árum saman. Þau höfðu aldrei komið út fyrir landa- mæri Ungverjalands. Utanfarir austan járntjalds eru aðeins leyfð ar valdhöfunum og kumpánum þeirra. Við höfðum orðið vottar að gleði þeirra síðustu dagana, þegar þau töldu sér trú um, að nú væri að renna upp nýtt, far- sælt, óskiljanlegt tímabil fyrir ungversku þjóðina einmitt í sama mund og þau hétu hvort oðru ævilöngum tryggðum. Við vor- um með þeim á sunnudaginn, þeg- ar allar vonir brustu. if að getur verið erfitt að gera sér í hugarlund þján- ingar og vonbrigði heillar þjóð- ar. Hver á slíkt ímyndunarafl, að- hann geti skilið og fundið summuna af harmleikjum níu milljóna manna? En þegar maður stendur andspænis vonbrigðum tveggja elskenda, sem voru *ur hamingjusamir í gær, þá skynj- ar maður þessi djúpu vonbrigði með slíkum ógnarmætti, að mann svíður í hjartað. i yrir hádegi ók ég með frönskum starfsbróður mínum yfir Dóná til Pest, þar sem við áttum að hitta hina erlendu fréttamennina í bandaríska sendi ráðinu til að ræða um möguleik- ana á því að komast frá Búda- pest. Flestir fréttamennirnir voru orðnir óþolinmóðir að komast burt. Áhrifin af sex daga of- beldisverkum höfðu fengið mjög á þá, og nú iðuðu þeir í skinn- inu að létta á sálum sínum og koma sannleilcanum á prent. u. ngu hjónin áttu að hitta okkur við sendiráðið, og þau biðu úti í kuldanum, meðan við ræddum ferðaáætlunina. Tveim stundum síðar ók bílalest í vest- urátt — frá Búdapest, og ungu hjónin voru í aftursætinu hjá okkur. Við ákváðum, að þau skyldu ekki segja neitt, nema brýn nauðsyn krefði, ef við yrð- um stöðvuð. Ef beðið yrði um skilríki, áttu þau að segja til sín og játa, að þau væru Ungverjar. Þá átti það svo að heita, að þau væru bara að fara til Magyarov- ar, sem er lítill bær í vestan- verðu landinu, skammt frá landa- mærum Austurríkis. Ef nánar yrði spurt, ætluðum við að segja, að íbúð þeirra í Búdapest hefði verið lögð i rúst, og að þau ættu skyldfólk í Magyarovar. Hvað gera skyldi, þegar þangað kæmi, töluðum við ekki um. Við þorð- um ekki einu sinni að hugsa um það, hvernig þau ættu að komast yfir landamærin án vegabréfs. Fyrst lá fyrir að komast frá Búdapest. lóttatilrauninni lauk 8 kílómetrum fyrir utan höfuð- borgina. Bílarnir voru stöðvaðir af rússneskum hermönnum, vopn- uðum vélbyssúm og með skrið- dreka að bakhjarli. Rússneskur liðsforingi tjáði okkur, að hann ætti bara að sjá um, að vopnaðir menn færu ekki um veginn, en hins vegar gæti hann ekki leyft útlendingum að fara frá Búda- pest. Það væri mál, sem kæmi undir utanríkisráðuneytið, og við yrðum að bíða, þangað til menn frá ráðuneytinu kæmu á staðmn. Um leið og hann gekk inn til að síma, lét hann þau orð falla, að þeir sem tækju myndir yiðu skotnir á staðnum. 5,5 milljónir Þjóðverja létu lílið í síðari heimsstyrjöldinni • HAGFRÆÐIDEILD þýzku stjórnarinnar í Bonn hefur nú sent frá sér þá áætlun að 5,5 milljónir Þjóðverja hafi látið lífið í síðari heimsstj rjöldinnl eða af afleiðingum hennar skjótlega að henni lokinni. Manntjánið í röðum hermanna var 3,76 milljónir. Um hálf milljón óbreyttra borgara lét lífið af völdum ioftárásanna eða í bardögunum í landinu. Auk alls þessa létu um 1,3 millj. manna í Austur-Þýzka- landi lífið á meðan hinn mikli flóttamannastraumur vestur á bóginn átti sér stað. Annar fróðleikur í skýrsl- unum er m. a. sá, að talið er að um milljón Þjóðverja búi á þeim landsvæðum, sem Þýzkaland liefur orðið að láta af hendi til annarra ríkja, eða sem stríðsfangar og sem þýzk- ir borgarar með búsetu utan Þýzkalands. Ungu hjónin u, ngu hjónin voru nú að missa móðinn. Þau höfðu bæði tekið inn taugaróandi töflur. Ungi maðurinn hafði tekið of margar, og hann barðist við klígju og uppköst. Ég gekk með honum inn í bóndabæ til að biðja um glas af vatni. Ég talaði við hjálpsama konu á bænum. Það varð úr, að líklega væri ráðlegast, að vinur minn léti það ekki uppi, að hann væri Ungverji. Meðan við biðum eftir mönnunum frá utanríkis- ráðuneytinu, tókum við eftir því, að* Rússarnir leyfðu fótgangandi Ungverjum að fara fram hjá vegartálmanum eftir að þeir höfðu gert vopnaleit á þeim. » ið töldum ungu hjón- in á að reyna að komast leiðar sinnar með sama hætti. Ef bílun- um yrði leyft að halda áfram, ætluðum við að taka þau upp síðar. Við báðum þau að hafa auga með bílalestinni. Ef hún yrði að snúa aftur til Búdapest, ætl- uðum við að bíða nokkur hundruð metra frá Rússunum, þangað til hjónin kæmust fram hjá vegartálmanum aftur. E: ftir tvo og hálfan tíma gáfum við upp vonina um að komast áfram. Við höfðum aug- sýnilega verið göbbuð, klukkan var orðin margt, og ferðin til austurrísku landamæranna var óframkvæmanleg fyrir myrkur. Það hefði orðið hættulegt að aka í myrkri. Þaðan sem við vorum heyrðum við greinilega hávað- ann af skothríð í vesturátt. u, ngu hjónln komu aft- ur í bílinn til okkar, eins og tal- að hafði verið um. Hinn stóri skammtur af deyfilyfjum var nú farinn að hafa sömu áhrif og svefnlyf. Þau gátu naumast hald- ið augunum opnum. E. t. v. var það bezt svona, þegar á allt var litið. Það tók sárasta sviðann úr vonbrigðunum. Þegar til lengdar léti, mundU taugaróandi töflur ekki lina þjáningu þessa fólks, en þær komu sér vel í augna- blikinu. Fréttamennirnir snéru aftur til gistihúsa sinna. Stóri heimurinn fyrir vestan varð að biða, a. m. k. einn dag enn, eftir fregnum sjónarvotta af þjóðar- morðinu í Ungverjalandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.