Morgunblaðið - 22.11.1956, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.11.1956, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIB Fimmtudagur 22. nðv. 1956 LOUIS COCHRAN: | SONUR HAMANS SAMSTARF Vil komast í samband við skipstjóra eða aðra, er vildu gerast meðeigendur að stóru og góðu fiski- og síldarskipi. Hlutaðeigendur þurfa að geta lagt íram þó nokkuð fé. Hins vegar liggja fyrir mjög miklir möguleikar. Nafn og heimilisföng sendist blaðinu merkt: „Strax —3417. k Framhaldssagan 82 l>ess að þú málaðir þetta allt núna. Hvað nú, ef kaemi allt í einu rigning?“ Lije leit alvarlegur á svipinn til vinnuveitanda síns og það vottaði ekki fyrir brosi á vörum hans. „Nú, þér sögðuð mér að mála allt, bæði utan og innan og það er einmitt það, sem ég er að gera. Eins gott að Ijúka því sem fyrst, býst ég við“. Martin Fortenberry skotraði augunum til sólarinnar, sem brauzt í gegnum dimma og þykka skýjaklakka: „Kannske rignir og kannske rignir ekki“, sagði hann. „En ef rigníng kemur, þá er sennilegast að þurfi að mála þetta alit upp að nýju“. „Það myndi ekki gera máln- ingunni neitt tjón“, sagði Lije um leið og hann dýfði burstan- um niður í málningardolluna, sem stóð við fætur hans. „Ekki þessar stuttu dembur, sem hafa komið alltaf öðru hverju. Auð- vitað 'myndi langvarandi rigning gera mikinn skaða á meðan máln ingin er enn ekki þornuð“. Hann nuddaði burstanum vandlega við barminn á dollunni og beið eftir ákvörðun húsbónd- ans. „Jæja, gott og vel. Haltu bara ófram og við skulum svo sjá hverju fram vindur. Ég hugsa að smáskúrir geri ekkert teljandi tjón, eins og þú segir. Svo skaltu mála hana dálítið röndótta að utan. Svona bygging á ekki að líta út eins og íbúðarhús". Lije byrjaði aftur við starf sitt, en leit svo aftur til höfuðs- mannsins, eftir andartaks stund: „Málningin gerir útlitið mikið fallegra", sagði hann. „Ég hugsa bara að þessi bygging verði fal- legust sinnar tegundar hérlendis, LTVARPIÐ Fimmtudagur 22. nóvember: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Á frívaktinni", sjó- mannaþáttur (Guðrún Erlends- dóttir). 18,30 Framburðarkennsla í dönsku, ensku og esperantó. — 19,00 Harmonikulög. 19,10 Þing- fréttir. — Tónleikar. 20,30 Frá- sogn Gamla Testamenti3ins; fjórði hluti (Þórir Þórðarson dósent). 20,55 Úr óperum: Italskir lista- menn flytja (plötur). 21,30 Út- varpssagan: „Gerpla“ eftir Hall- dór Kiljan Laxness; IV. (Höfund ur les). 22,00 Fréttir og veður- fregnir. — Kvæði kvöldsins. 22,10 Erindi: Frá Egyptalandi (Ragn- heiður Hafstein). 22,45 Sinfónísk- it tónleikar (plötur). — 23,15 Dagskrárlok. Föstudagur 23. nóvember: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 18,30 Framburðarkennsla í frönsku. 18,50 Létt lög. 19,10 Þingfréttir. Tónleikar. 20,30 Dag- legt mál (Grímur Helgason kand. mag.). 20,35 Kvöldvaka a) Guð- mundur Þorláksson kand. mag. flytur síðara erindi sitt um ferð- ir farfugla. b) Útvarpskórinn syngur; Róbert A. Ottósson stj. (plötur). c) Raddir að vestan Finn bogi Guðmundsson ræðir við Vest- ur-íslendinga. d) Vilhjálmur S. Vilhjálmsson rithöfundur les úr bókinni „Við, sem byggðum þessa borg“. 22,00 Fréttir og veður- fregnir. — Kvæði kvöldsins. — 22,10 Erindi: Trú og menning — (Jón H. Þorbergsson bóndi á Laxamýri). 22,30 „Harmonikan". Umsjónarmaður þáttarins: Karl Jónatansson. 23,10 Dagskrárlok. þegar ég verð búinn að mála hana alla“. „Já, þar er ég þér alveg sam- mála. Þú hefur leyst verk þitt ó- aðfinnanlega af hendi, Lije“. — Hann gekk af stað í burtu og hélt áfram að tala og hugsanir hans voru nú komnar í margra mílna fjarlægð: „Ég er búinn að fá hóp af svertingjum til þess að, ryðja nýtt svæði hinum megin við fljótið og ég býst frekar við því að ég verði þar sjálfur hjá þeim, það sem eftir er dagsins. Þú lokar svo öllu hér og læsir, þegar þú ferð og hættir strax að mála, ef það fer nokkuð teljandi að rigna“. Lije brosti, í fyrsta skipti á þeim degi: „Já, mér er það nú heldur ekki svo mikið kapps- mál að ljúka við þessa málningu í dag“, sagði hann. „Ég get hvort sem er klárað það allt á einum eða tveimur dögum — allt nema náðhúsið. Viljið þér að ég máli það líka?“ „Já, málið það allt sarnan". Hann hóf göngu sína í áttina til Delta City og fljótsins sam- tímis því sem hann talaði og Lije laut aftur yfir málningardolluna sína og nú var hugur hans aftur einvörðungu bundinn við starfið sem beið lians. 18. kafli. Klukkustundir liðu — tilbreyt- ingarlausar klukkustundir með svita og þreytu fyrir þann sem bjástraði hálfboginn yfir máln- ingadollu og pensli, á meðan dökk og þungbrýnd regr.ský hlóð ust upp og hrönnuðu himininn og ógnuðu hinni ofmettu jörð með nýju vatnsflóði. Einu sinni féllu nokkrir regndropar, en jafn- skjótt brauzt sólin fram á milli bólstranna og breytti hinum drjúpandi daggartárum í örsmáa gimsteina, sem Ijósgeislar henn- ar brotnuðu í. En Lije hætti ekki verki sínu og á næsta andartaki hætti rign- ingin aftur jafnskyndilega og hún hafði byrjað og lét sólinni eftir að sveipa blauta og drunga- lega jörðina björtum, regnboga- litum geislum sínum. Um nónbil leit Lije með vel- þóknun yfir verk sitt á meðan hann borðaði saltað kjöt og kornbrauð, bakað í ösku. Önnur hlið byggingarinnar hafði nú ver- ið hulin glansandi dökkbrúnni málningu og hann vonaðist til að geta hálfnað hina hliðina áður en kvöldaði og myrkrið bindi enda á vinnu hans í þetta skiptið. — Næsta dag myndi hann svo ljúka verki sínu að fullu og öllu. Og svo næsta dag og þar næsta dag? Hann hleypti brúnum og hall- aði sér aftur á bak í dyrum sáð- hússins, órór í skapi. Skyndilega leit hann upp og iagði við hlustirnar. Og þá heyrði hann það aftur og nú greinilegar en fyrr — fótatak. Kannske var það einhver bóndi á leið sinni þar framhjá, sem hafði gengið að byggingunni, til þess að skoða hana nánar? Kannske var það líka Martin Fortenberry sjálfur? „Pabbi“. Röddin heyrðist greinilega, þótt kallað væri lágt og varfærnislega. „Pabbi. Pabbi“. Fingur hans urðu skyndilega algerlega magnvana og pensill- inn datt með lágum smell úr hönd hans niður á jörðina. Hann beit á vörina, augu hans urðu hvöss og starandi og allur líkami hans stirðnaði upp. Þannig sat hann algerlega hreyfingarlaus 1 eitt andartak, en svo spratt hann á fætur og hraðaði sér yfir að hinni hlið hússins, en þaðan hafði honum virzt röddin berast „Pabbi“. Aftur heyrðist röddin kalla og nú lægra en áður Svo heyrðist létt fótatak, sem hljóðnaði fram- an við dyrnar, eins og hinn ó- vænti gestur væri að gægjast inn ! húsið. Lije þurrkaði hendur sínar, sem voru ataðar í málningu, á buxnaskálmunum, um leið og hann kom fyrir húshornið, óviss um það hvað gera skyldi. Hann gerði sér aðeins grein fyrir því, að þessi stúlka mátti ekki fara frá honum, að blóð hans kallaði á hana. „Faðir yðar er ekki hér“, sagði hann lágt og loðmæltur. „Hann hefur ekki verið hér síðan í morgun". „Oh“, sagði stúlkan. Rödd hennar var hvell og beitt eins og rakhnífsegg. Hún sneri sér snöggt við eins og hún ætlaði þegar í stað að fara aftur og það voru hörkulegir drættir í kringum munninn á henni, sem ekki fóru framhjá athygli unga mannsins, sem stóð hreyfingarlaus and- spænis henni og starði á hana, þögull og vandræðalegur. „Kannske — kannske", hann rak í vörðurnar og röddin var hás af geðshræringu. „Kannske er það eitthvað sem ég get gert fyrir yður? Er móðir yðar veik?“ „Nei“. Stúlkan nam staðar, fjarlæg og ónáanleg að því er virtist og vangasvipur hennar sást greini- lega með dökkan himininn að baksviði. „Nei, mamma er ekki veik“. Lije opnaði munninn, til þess að segja eitthvað meira, en orðin vildu ekki koma og hann vætti þurrar varirnar með tur.gubrodd inum og andlit.hans allt var orð- ið kafrjótt af geðshræringu. — Hann starði á hana, í senn bæði þi józkufullur á svip og ögrandi Bólusetning gegn mænuveiki í Kafnarfirði og Garðarhreppí á börnum 1—6 ára. ÖNNUR UMFERÐ. Flmmtudaginn 22. þ.m.: kl. 16,30- -17 nr. i- —50 kl. 17- -18 nr. 51- -150 kl. 18- -19 nr. 151- —250 Föstudaginn 23. þ.m kl. 16,30- -17 nr. 251- —300 kl. 17— -18 nr. 301- —400 kl. 18—19 nr. 401- —500 Mánudaginn 26. þ.m.: kl. 16,30— -17 nr. 501- —550 kl. 17— -18 nr. 551- —650 kl. 18— -19 nr. 651- —750 Þriðjudaginn 27. , þ.m.: kl. 16,30- -17 nr. 751- —800 kl. 17- -18 nr. 801- —900 kl. 18— -19 nr. 901 og yfir Bólusetningin fer fram í Barnaskóla Hafnarfjarðar. Héraðslæknir. •**{« •*• *“« »*♦ ♦*♦ * •*♦♦*• •** •*« •*• «*♦ ♦*• ♦*♦ ♦*• ♦*• **♦ ❖❖❖❖❖❖❖*H**>«H**>*H**J*K**KWÍ**H'*K**JK**I**X**H* ❖❖❖♦!**!**>*!**X**X**>*X**!,*I**X**X**X**>*:**>',**>^,> 1) — Skelfing er ég orðinn glor hungraður. — Ef við förum ekki að fá mat- inn, fer ég að borða lauf ai trján- um. — Ég vona, a8 maturinn verði til eftir eina minútu. Þessi ilm- andi kjötkássa. 2) Finnur hefur í aðgæzluleysi stungið langri kræklóttri grein í eldinn. 3) Hann sækir pönnu, er að lesa í matreiðslubókinni og var- ar sig ekki á kræklóttu greia- innL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.