Morgunblaðið - 22.11.1956, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.11.1956, Blaðsíða 12
MORGVHBLAD1Ð Fimmf.udagur 22. nóv. 1956 Olympíueldur kveiktur Selfir ver&a 16. ,,nútímaleikirnir Alls fóru fram 293 ,,fornleikir' AH U G I manna í Melbourne — og Ástralíu á Olympíu- leikunum, hefur náð hápunkti fyrir mörgum dögum. Uinfangs- mikil svartamarkaðsverrlun með aðgöngumiða er í fulium gangi. Ðagblöðin eru dag hvern uppfull af augiýsingum eftir miðum og um miða til sölu. Verðið er orð- ið hátt. Stúkusæti á aðalleikvang- inum, sem veitir aðgangsréttindi alla dagana sem eitthvað fer þar fram, hefur verið boðið á 4500 krónur, en slíkt aðgangskort kostaði er miðarnir voru seldír um 190 krónur! Þegar eru allir aðgöngumiðar að sund-, frjáisíþrótta-, leikfimi- og körfuknattleikskeppninni seld- ir. Eigi er heldur hægt að fá aðgöngumiða að úrslitakeppni í róðri og hjólreiöum. ★ HOEFT Á ÆFINGAR Löngu áður en Oiympíuleik- arnir byrja eru allir vellir og íþróttahús full af áhorfendum, sem vilja sjá stjörnurnar við æfingar. Þó krafizt sé gjalds fyrir að sjá æfingarnar hefur lögregl- an orðið að skakka leikinn. Slíkt gerðist við sundsvæðið, þar sem mannþyrpingin hafði brotið dyr, en þegar var yfirfullt inni fyrir. Það er rúm fyrir 5000 áhorfendur, en 10000 vildu komast inn. * VEÐRIÐ Menn hafa áhyggjur vegna kuldans og veðurhorfanna. En blaðamenn hugga fólk með því að minna á, að 1948 í London var rigning og kuldi og þó voru sett 13 Olympíumet. í Helsing- fors . var og kalt, en sett voru þó 26 Olympíumet og 8 heims- met! ¥ DAG verða settir í Ástralíu 16. Ólympíuleikir nútímans. Þeir -eru hlekkur í langri og marglitri sögu. Saga Ólyrn- píuleikanna liinna fornu nær yfir meira en 11 aldir; fátt af því, er maðurinn hefur til stofnað getur státað af slíku lang- Hfi. Fyrstu sagnir um leikana eru frá 776 f. Kr., en það þykir svo til fullvíst, að leikirnir hafi verið haldnir löngu fyrir þann tíma. Söguþráður þeirra slitnaði 393 e. Kr. þegar Theodosius keisari hinn kristni bannaði leikana á þeirri forsendu að þeir ! væru hátíð heiðingja. Það var þá, sem helgasti dýrgripur Ólympíu, eitt af 7 furðuverkum fornaldarinnar og ef til vill mesta og mikil- fenglegasta höggmynd veraldarsögunnar, hin mikla stytta Pheidiasar af Zeus, mótuð í fílabein, gull og ibenholt, var flutt til Konstantinopel og eyðilögð á báli. 428 e. Kr. fyrirskipaði Theodosius II, að öll hof heiðingja skyldu eyðilögð. Hof og helgidómar Zeusar varð eyðileggingu að bráð. Og það sem ekki hendur verkamannanna eyðilögðu, eyðilagðist í tíðum jarðskjálftum og flóðum. Áður en þessi éyðilegging fór fram, höfðu 293 Ólympíu- leikir verið haldnir í Ólympíu — alltaf 4. hvert ár. Þremur leikum hafði verið aflýst vegna ófriðar. © Þannig er söguþráður hinna eldri Ólympíuleikja. © Það sem fornleifafræðingar 19. aldar fundu af rústum Ólympíu, varð til þess, að Frakkinn Pierre de Fredi, Baron de Coubertin, vildi reyna að endurvekja hina klassisku Ólympíuleiki. Með feiknlegum dugnaði og seiglu tókst hon- um að hrinda hugmynd sinni í framkvæmd. Nútímaleikirnir hafa þróazt í 60 ár. Það er angi af þeirri jurt, er upp spratt af því fræi, er baron Coubertin sáði, sem í dag springur út í Melbourne. Ein rósin bætist í krans hinna klassisku Ólympíu- leika. En engin rós er án þyrna. Það skyggir nú á, er æska 68 landa gengur til leiks í Melbourne, að slíkar viðsjár eru í heimsmálunum að 6 þjóðir sem höfðu tilkynnt þátttöku sáu sér ekki fært að mæía til leiks af þeim sökum. En það er ósk og von milljóna manna að Ólympíuleik- irnir í Ástralíu geti orðið til Hðs við hugsjón Frakkans, er stofnaði til nútímaleikanna, að þeir megi sameina þjóðirnar, bera sættarorð á milli þeirra, auka kynningu, drengskap og manndóm. Grunnurinn, sem hugmynd hans stóð á, er nógu traust til að bera slíkar vonir — og árangur. A. St. Longor biðraðir MELBOURNE, 21. nóv.: — Meira en 24 klukkustunúum áður en setningarhátíð Olym- píuleikanr.a hefst, byrjaði fólk að safnast í biðraðir við inn- gangshlið vallarins. Það er við þau áhorfendasvæði þar sem ekki eru tölusett stæði. Fólkið var með svefnpoka, texq>* °S matarkörfur, enda mun það dvelja næturlangt við hliðin í því skyni einu að fá gott pláss við setning- -----NTB. Annar hátíðalegasti atburðurinn við setningu Olympíuleika er mnganga keppendanna. í dag ganga um 4500 íþróttamenn og konur inn á leikvanginn í Melbourne. Hápunktur setningarinnar er þegar hlaupið er með kyndil inn á völlinn og elduriiut tendraður. Myndin er frá inngöngunni í Helsingfors 1952. Sundméfið í fyrtakvo'd: skærustu s f SUNDMÓTIÐ sem hófst í fyrrakvö’d, verður eitthvert eftirminni- legasta sundmót um langan tíma — og það aðallega vegna hinna mörgu meta, sem þar voru sett. Þau voru alls 7. Þ.e. 5 ísl.met og 2 ísL unglíngamet. * TVÆR STJÖRNUR Tvær stjörnur eru skærstar í ísl. sundhreyfingu eftir þetta mót, eða þennan mótsdag. Það eru þau Pétur Kristjánsson og Ágústa Þorsteinsdóttir. Þau settu bæði 3 met þetta kvöld. Pétur dýfði sér ekki í vatnið án þess að Melbourne: fíé æfi unurn A0 líkist einna mest þjóð- flutningum, straumur fólksins til Melbourne, skrifar Torsten Tegner, ritstjóri sænska íþrótiablaðsins, frá Melbourne. Það er margt að sjá, margar stórar stjörnur að dást að, og fólkið þyrpist tii æfingastaðanna í þúsundatali. ★ OLYMPtUMEISTARAR Meðal útlendinga á æfingastöð- unum eru margir fyrrverandi Olympíumeistarar. Fylgdarmað- ur japanska þrístökkvarans Kog- ake er Mikio Oda sá er vann þrí- stökk 1928. Hann fylgist með Kogake og dáist að honum með j föðurlegu stolti. Þá er þar og Tajima, sá Japani er setti heimsmet í þrístökki 1936 með 16,00 m stökki. Hann og Nishida er vann til verðlauna í stangarstökki í Los Angeles eru í „þjálfaraliði" Japans. Þeir tveir hafa það hlutverk að fýlgjast eingöngu með Bob Richards, stangastökkvaranum bandaríska. Þeir athuga hvernig hann æfir, taka kvikmyndir af honum, mæla atrennu o. s. frv. o. s. frv. ! grúii ni 01 meistcnim ★ O’BRIEN ÆFIR Og skyndilega safnast ljósmynd I ararnir allir á einn stað — O’Brien, kúluvarparinn kemur til æfinga. Og hann er sannarlega verður nærveru Ijósmyndara. íturvaxinn gengur hann fram, þessi 100 kg. maður, sem þó er enginn klumpur. Þvert á móti. Hendur hans eru breiðar og sterk legar, en þó fagurlega mótaðar. Hann er fótsmár, ótrúlega fót- smár af slíkum kraftajötni að vera. Hann ber sig til öðru vísi en allir aðrir kúluvarparar. Hann byrjar á því að „fægja“ kúlu sína^ uns hún gljáir. Síðan ber hann hana af varkárni og leggur hana frá sér við plankann í hringnum eins og væri hann að leggja frá sér kornbarn. Hann býr sig undir 19 metra kast, stendur hreyfingarlaus í hálfa mínútu eins og hástökkvari fyrir 2 m stökk. Síðan beygir hann sig og tekur upp „kúlubarnið" sitt, snýr baki í kastáttina, teygir vinstri fót aftur, beygir sig lítið eitt nið- ur og sveiflar sér mjúklega en af feiknlegum krafti, leggur sig allan í kastið, stynur hátt eins og glímumaður sem fellur. Hann strýkur ætíð plankann með fæt- inum, notar hvern millimetra hringsins — en gerir aldrei ógilt. Jafnvægið er ævintýralegt. Þetta endurtekur hann 20—40 sinnum. Hreinn listamaður. ★ PIRIE OG NIELSEN Annar stórmeistari, Gordon Pirie gengur fram. Hann æfir sig nú með því að hlaupa 30 200 metra spretti. Hann ann sér engr- ar hvíldar. Þegar hann hefur hlaupið 200 m sprett, hleypur hann hægt þvert yfir völlinn og byrjar nýjan sprett. í gær æfðu þeir saman Pirie og Gunnar Niel- sen. Þeir hlupu 400 m spretti. í fyrstu 3 sprettunum átti Pirie setja met. Hann vann 100 m sundið með glæsibrag og fallegra kappsund hefur ekki sézt hjá ís- lendingi í skriðsundi. Flugsundið „átti“ hann einnig og að öðrum ólöstuðum má telja nær vist, að það hafi verið hann sem bætti þessum 1/10 úr sek. við í böðsund inu — sem nægðu til íslandsmets. Ágústa hefur náð lengra í sund- inu en nokkurn gat órað fyrir er hún í fyrra setti sitt fyrsta met. Hún er í sérflokki ísl. skriðsunds- kvenna allra tíma, og hún er sann arlega efni í stórmeistara — en þá verður vel að fara með mikið efni. í mörgum öðrum greinum var um skemmtilega og eftirminni- lega keppni að ræða, en einnig sáust þær sundgreinar, þar sem kennir deyfðar bæði í þátttöku og getu miðað við undanfarin ár. ★ ÚRSLIT: 100 m skriðsund lcarla. 1. Pétur Kristjánsson Á 58,9. Met. 2. Wolf A.Þ. 1:00,9 3. Gylfi Guð- mundsson ÍR 1:02,1 4. Bludau A.Þ. 1:03,2. 200 m skriðs. kvenna. 1. Ágústa Þorsteinsd. Á 2:33,0. Met. 2. Kunazt A.Þ. 2:43,3. 50 m bringus. drengja: 1. Einar Kristinssori Á 36,2 2. Guðlaugur Framh á bls. 19 erfitt með að fylgja Nielsen. En þegar þeir voru búnir var það Nielsen sem ekki megnaði að hlaupa lengur með Pirie. Þetta er svipmynd frá þeim æfingum, sem fram hafa farið i Melbourne, en þar eru nú stærstu íþróttastjörnur heimsins saman- komnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.