Morgunblaðið - 22.11.1956, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.11.1956, Blaðsíða 1
20 siður 43. argangur 279. tbl. — Fimmtudagur 22. nóvember 1956 Prentsmiðja Morgunblaðsina i ( • Myndin var tekin er NasserS S og Hammarskjöld hittustj £ í Kairó. ^ Molofov skipaður yfirráðherra! Sfalinisfar ná undirtökunum í Kreml Súez-skiurðtmnn verður ekkí gerður skipgengur fyrr en erlendur her er á brotf úr landinu Moskva og London 21. nóv. Tilkynnt var í Moskvu í dag, að Molotov fyrrum utanríkisráðherra Ráðstjórnarinnar og undanfarið einn af aðstoðarforsætisráð- herrum hennar, hefði verið skipaður ráð- herra yfir ráðuneyti því, er umsjón hefur með öðrum ráðuneytum og sér um að sam- þykktum og kröfum stjórnarinnar sé fram fyigt. NEW YORK, 21. nóv.: — í dag var skýrsla Hammarskjölds, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, birt í aðalstöðvum S.Þ. Er hún í tveim meginhlutum og Ijallar um væntanlega hreinsun Súez-skurðarins og gæzlustarf gæzlusveita S.Þ. í Egyptalandi. hafa fallizt á gæzlustarf S. Þ i samræmi við ályktunina þess efnis. Mun verkefni gæzlusveit- anna verða eins og ráð hafði verið fyrir gert, að sjá um að vopna- hlésskilmálarnir verði haldnir og hafa eftirlit með brottflutningi erlendra herja úr landinu. Svo sem kunnugt er var Molotov nýlega látinn víkja úr embætti utanríkisráðherra, en við því tók einn öflugasti stuðningsmaður Krúsjeffs, Shepilov. Undanfarið hefur allt þótt til þess benda, að aðstaða stalinistanna í Kreml, með Molotov í fararhroddi, styrktist óðum — og sérlega hefur þess gætt eftir athurð- ina í Ungverjalandi. Jafn- framt mun aðstaða and-stal- inistanna hafa veikzt til muna, og er þar aðallega um að kenna hnekki þeim, er Rússar hafa beðið eftir af- hjúpun glæpaverka Stalíns. Þetta nýja embætti Molo- tovs þykir ótvírætt benda til þess, að stalinistarnir hafi ní á ný náð undirtökunum i Kreml, en emhætti þetta er mjög mikilvægt — og má geta þess í því sambundi, að Stalin fór með það um tiu ára skeið, eða frá árunum 1920—30. Ekki hefur þess verið getið, að Molotov hafi jafnframt lát- ið af embætti aðstoðarforsæt- isráðherra — og þykir því sýnt, að hann sé á ný orðinn einn áhrifamesti maðurinn í Kreml. Nehrú neitar því að hafa óttazt Rú SSS I NÝJU DELÍ, 20. nóv.: DAG var samþykkt í indverska þinginu traustsyfirlýsing á utanríkisstefnu Nehrús. — Nehrú hélt ræðu við þetta tæki- færi og lýsti því m.a. yfir að ekki kæmi til mála að Indverjar segðu sig úr brezka samveldinu vegna atburðanna við Súez. Benti hann á að ástandið í alþjóðamálum muni ekkert batna við slíkar aðgerðir af hálfu Indverja. ÁRANGURSRÍKARI Er skýrslan byggð á ályktun S.Þ. um íhlutun í Egyptalandsmálin og viðræðum Hammarskjölds við Nasser. Kvaðst Hammarskjöld hafa fallizt á það sjónarmið Nassers, að ekki bæri að hefja hreinsun skipaskurðarins fyrr en allir brezkir og franskir hermenn eru á brott úr landinu. Mun ýmsum félögum verða falið að sjá um verkið, en Nasser leggur ríka áherzlu á það, að þau verði hvorki brezk né frönsk. Hins veg- ar er ekki útilokað, að Bretar og Frakkar veiti einhverja aðstoð við verkið. Hammarskjöld kvað Nasser AKRANESI, 21. nóvember. — Togarinn Bjami Ólafssorr seldi í gær afla sinn í Hamborg, sem var 180 lestir, fyrir 80 þús. mörk. — Oddur. Matvæli og eídsneyti brátt á þrotum í Ungverjalandi en verkamenn halda fast við kröfur sínar og vinna ekki BÚDAPEST og VÍN, 21. nóvember: ALLSHERJARVERKFALLINU í Ungverjalandi heldur enn áfram. Enda þótt rúmur fjórðungur verkamanna hafi mætt til vinnu í dag, hafa verkamenn ekki aðhafzt neitt — aðeins rætt um ástandið. Fulltrúaráð verkamanna hefur skorað á verkalýð landsins að halda verk- fallinu áfram enn um tvo daga til að mótmæla því að Rússar hindruðu útifund verkamanna í dag. Flóttamenn segja þær fréttir, að miklir hlutar Búdapest séu nú algerlega í rúst. Heil hverfi hafi verið jöfnuð við jörðu í bardögunum. Frelsissveitir í hæðunum norður af borginni veita enn harða mótstöðu, og nauðungarflutningarnir halda enn áfram. Hins vegar hefur frétzt, að nokkr- um þeirra, er handteknir höfðu verið, hafi verið sleppt að nýju. Segja flóttamenn og, að ung- verskir og rússneskir landamæraverðir við austurrísku landamærin leyfi mörgu flóttafólki að flýja gegn greiðslu. Eru þeir sérlega áfjáðir í að ná dýrgripum ýmsum — og verðmæt hálsmen hafa opnað leið margra til frelsisinr Rússor óttast þjóðir leppríkjanna Miklir herllistningar til Búlgnrín LONDON, 21. nóvember: ÞÆR FREGNIR hafa borizt til Belgrad og Vín, að rússneskur her streymi nú inn í Búlgaríu til þess að styrkja aðstöðu leppstjórn- arinnar þar og koma í veg fyrir að Ungverjalandsatburðirnir endur- taki sig þar í landi. Auk þess sem rússneskur her hefur verið sendur landleiðina inn í landið hefur hann einnig komið sjóleiðis yfir Svartahafið — og gengið á Iand í Varna. Búlgarska leppstjórnin er augsýnilega farin að óttast um sinn hag, því að miklar hand- tökur hafa farið fram að und- anförnu í landinu og hefur Muraviev, fyrrum forsætisráð- herra og leiðtogi bændaflokks ins, m. &. verið handtekinn, auk annarra, sem stóðu í stjórnmálabaráttunni áður en kommúnistar brutust til valda. Einnig munu f jölmargir prest- ar og kirkjuhöfðingjar hafa verið handteknir. ★ ★ Vestur-þýzka blaðið „Die Welt“ kvaðst hafa það eftir áreið anlegum heimildum, að klofning- ur sé í miðstjórn búlgarska kommúnistaflokksins — og hafi 35 meðlimir hennar yfirlýst sig titoista eftir að Tito hélt hina frægu ræðu sína á dögunum, þar sem hann sagði Rússa eina bera ábyrgð á blóð- baðinu í Ungverjalandi. Auk þessa hafa borizt fregnir vestur fyrir járntjald þess efnis, að Rússar hafi enn aukið herafla sinn í Rúmeníu af ótta við upp- reisn. ★ ★ f dag hafði fulltrúaráð verka manna boðað til fundar á íþróttasvæðinu við Búdapest. Rússneskir skriðdrekar og her menn hindruðu hins vegar ferð verkamanna til fundar- staðarins, svo að ekkert varð úr fundarhöldunum á þeim stað. Var í skyndi ákveðið að haldið skyldi til þess staðar, er líkneskja Stalins hafði staðið, en rússneski herinn hindraði cinnig fundinn þar með því að loka aðliggjandi gotum, Verkamannaráðið hvatti verka menn því til þess að halda alls- herjarverkfallinu áfram í tvo sólarhringa í mótmælaskyni. Einnig bar ráðið fram þá kröfu á hendur Kadar, að hann ætti viðræður við ráðið um kröfur verkamanna um brottflutning alls herafla Rússa úr landinu og endurskipun Nagys í embætti forsætisráðherra. Þá sagði Nehrú, að ástæða væri til að ætla að frelsisbarátta Ungverja hefði orðið árangurs- ríkari, ef Bretar og Frakkar hefði ekki ráðizt inn í Egypta- land. FJARSTÆÐA Hann mótmælti því að Ind- verjar hefðu greitt atkvæði gegn því á Allsherjarþinginu að frjálsar kosningar færu fram í Ungverjalandi af ótta við Ráðstjómina. Ráðherrann bætti því við að hann teldi það ekki samboðið sjálfstæði neinnar þjóðar að S.Þ. sæju um þingkosningar í landi hennar. Þá mótmælti Nehrú því einnig að indverska stjórnin fylgdi utanrikis- stefnu Júgóslava í einu og öllu. Slíkt væri hin mesta fjarstæða. Orðsending, sem undirrituS er af fulltrúum verkamanna, bænda, menntamanna og æskumanna, hefur veriff send Nehru forsætisráðherra Ind- lands, og er hann þar hvattur til þess aff gera allt, sem í hans valdi stendur til þess uff Ung- verjar fái sjálfstæði og land þeirra öðiist hlutleysi. Vetur er nú að ganga í garð í Ungverjalandi og landið því sem næst matvælalaust. Einnig eru kolabirgðir landsins og annað eldsneyti að ganga til þurrðar. Koianámur eru sagðar orðnar hálffullar af vatni, því að engin starfræksla né viðh'ald hefur far- ið fram í þeim í nær mánuð. * ★ Flóttamenn skýra frá því, aff nauffungarflutningum sé enn haldið áfram, en nokkrir þeirra, er handteknir höfðu veriff og fluttir úr landi hafa • . Frh. á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.