Morgunblaðið - 22.11.1956, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.11.1956, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 22. nóv. 1956 MORGVNBLAÐIÐ 11 ATTAVILLTIR MENN > eftír Jón Pálmason alþm. ÞEIR sem kunnugir eru ferða- lögum í byggð og á örsefum vita, að það er mikið vandræðaástand að tapa réttum áttum í þoku eða dimmviðri. Þá villast menn og vita ekki hvert halda skal. Hætt- ( ir og oft við, að faira í hring og stundum hring eftir hring. Eru margar ömurlegar sögur til af mönnum er lenda í slíku ástandi. Þegar þjóðmálamenn lenda í svipuðum háska, þá er leiðinlegt á að horfa eða um að vita. En nokkuð oft á þetta sér stað. Er eitt eftirminnilegasta dæmi þeirrar tegundar frá 30. marz 1949 þegar deilan stóð um At- lantshafsbandalagið og þegar kommúnistar gerðu sína þjóð- kunnu heiftarárás á Alþingi. Fjórir menn úr hinum svo- nefndu lýðræðisflokkum urðu þá illilega áttavilltir. Hannibal og Gylfi greiddi atkvæði gegn bandalaginu. Þeir hröpuðu niður hinar kommúnistísku skriður. Hermann Jónasson og Skúli Guðmnndsson greiddu ekki at- kvæði. Þeir vissu ekki sitt rjúk- andi ráð. Áttavilltir voru þeir auðsjáanlega. Rúmum tveimur árum seinna komust þó allir þessir áttavilltu menn á rétta leið. Þeir sam- þykktu hervarnarsamninginn 1951. En það er gömul reynsla og ný, að þeir sem einu sinni villást eru í stöðugri hættu fyrir því að lenda bráðlega í því sama. Þeim er aldrei treystandi til að rata ef eitthvað dimmir í lofti. Svo hefir og farið um alla þessa villugjömu menn. Hannibal Valdimarsson hefir þó tekið fasta stefnu. Hann hefir kastað sér í hið kommúnistíska fang. Og kommarnir eru ekki áttavilltir. Þeir stefna, eða hafa stefnt, á- kveðið í austurátt. Sér og sinni þjóð telja þeir bezt borgið í örmum hinna rússnesku níðinga. Þá telja þeir hina mestu frið- arvini veraldar (sbr. Þjóðviljann á sunnudaginn var). En þetta er ekki eins ráðið um þá Her- mann, Gylfa og Skúla eins og Hannibal. Þeir hafa tapað áttunum á ný ©g ekki nóg með það. Þeir hafa leitt þá flokka, sem þeir stjórna út í villuna með sér. Síðari hluti marzmánaðar virðist vera þessum mönnum sér- staklega hættulegur árstími. Þá missa þeir réttar áttir. Hinn 28. marz s.l. fór á þessa leið. Þá koin áttavillan yfir amningja mennina eins og „fjandinn úr sauðarleggnum.“ Síðan hafa þeir og þeirra lið verið að hringsnúast aftur og fram. Hefir sú villa haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir álit og traust islenzku þjóðarinnar um allan hinn vestræna heim. Mikill fögnuður hefir hins vegar af þessu orðið í herbúðum Rússa og þeirra þjónustumanna heima og ei'lendis. Fyrsta afgreiðsla máls á yfir- standandi Alþingi var sú, að til- hlutun þessara áttavilltu manna, þann 16. þ. m. , að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins xim að tryggja nauðsynlegar landvamir Islands. Er þetta sagt vegna þess, að á því er lítill munur, að fella þingsályktunartillögu eða vísa henni til ráðvilítrar ríkisstjórnar. í umræðunum um þetta stór- mál varð þó vart nokkurrar við- leitni til að ná réttum áttum, einkum hjá utanríkisráðherran- um Guðm. í. Guðmundssyni. — Hann komst það lengst, að lýsa yfir því, að ekki mundi hann vilja láta vanrarliðið fara af ís landi ef slíkt ætti að ske í dag eða á morgun eða næstu daga. Hins vegar velti hann mjög í munni sér einni keimisetningu, sem oft hefir verið stagazt á í liði hinna áttavilltu, og þó að til- efnislausu. Það er sú setning, „að eigi skuli vera vamarher á ís- landi á friðartímum". Að stag- ast á þessai'i setningu er tilefnis- laust, því fram á þetta hefir eng- inn farið. Enginn Sjálfstæðismað-> ur á íslandi er því meðmæltur svo vitað sé. Og það er ekki kxmnugt, að nokkur af forystu- mönnum Sameinuðu þjóðanna eða Atlantshafsbandalagsins hafi heldur farið fram á þetta. Þeir vita allir og yfirleitt allir, sem vilja vita að frá því síðari heims- styrjöldin hófst fram á þennan dag hafa aldrei verið friðartímar í veröldirmi, þó ekki hafi alltaf verið barizt. Fyrir því eru marg- ar sannánir og sú fyrst, að enn er ekki farið að semja frið milli sumra þeirra þjóða sem að stríð- inu stóðu og hvenær því verður lokið veit enginn enn. Það er alkunna, að áður en hætt var að berjast, var eitt helzta stórveldi þeirra er voru meðal sigurvegar- anna, þ. e. Rússland, farið að níðast á vamarlausum smáþjóð- um í austurhluta Evrópu. Alltaf síðan hafa valdamerm Rússa, þessir óðu öfgamenn, kreist hin- ar ógæfusömu þjóðir í greip sinni og marið þær undir sínum kúgunarhæl. Er síðasta dæmið, um níðingshátt þessara herra, nú frá Ungverjalandi, öllum í fersku minni. En dæmin eru mörg áður. Þeir sem tala um friðartíma á meðan ástandið er þannig í heims málum, látast vera heimskari en þeir eru. Mun og sanni næst, að þeir séu ennþá áttavilltir menn, sem ramba hring eftir hring og vita ekki sitt rjúkandi ráð. Þegar slíkir merm hafa uppi brigzlyrði í garð Sjálfstæðis- manna um litla þjóðhollustu, um gróðasjónarmið í utanríkismálum og annað slíkt, þá gengur ósvífn- in lengra en góðu hófu gegnir. Þetta er sagt af því, að for- ystumenn Sjálfstæðismanna hafa sýnt þann manndóm og dreng- skap, að marka rétta stefnu í utanríkismálum og hvika ekki frá henni hvað sem brigzlyrðum áttavilltra manna líður. Sjálf- stæðisflokkurinn hefir líka stað- ið saman í þessum málum sem samtaka heild. Verður það af flestum þjóðhollum mönnum tal- ið flokknum til sóma. En það er því miður ömurlegt til þess að vita, að íslenzka þjóð- in skuli vera svo illa á vegi stödd eins og nú er málum háttað, að hafa ríkisstjóm sem ráðið er af áttavilltum mönnum. Jón Pálmason Vonandi gerist annað hvort bráðlega, að þing og þjóð losar sig við slíka stjórn eða að for- ystumönnum hennar tekst að ná réttum áttum, þannig, að þeir hætti að vefja það fyrir augum sér hvoirt okkar þjóð eigi að hafa samstöðu með hinum vestræna heimi og hafa varnarlið í landinu á meðan jafndökkar ófriðar- blikur eru á lofti eins og nú er og verið hefir. Ánægjulegast væri náttúr- lega, að það gerðist einnig, að þeir sem stefnt hafa í austurátt sneru líka frá villu síns vegar og gerðu hreint fyrir sínum dyr- um. — Islendingabók i giæsiiegri ijós■ prentaðri útgáfu í GÆR kom út á vegum Handrita útgáfu Húskóla íslands fyrsta Ijósprentun, sem gerð hefur verið af báðum handritum að fslend- ingabók Ara fróða. íslendinga- bók er, eins og kunnugt er, elzta íslenzka sagnarit, sem varðveitt er. Hún var til í einu skinnhand- riti á fyrra hluta 17. aldar, og gerði séra Jón Erlendsson í Vill- ingaholti tvö eftirrit af því, en síðan glataðist skinnbókin. Frá þessum tveimur pappírshandrit- um eru öll handrit og útgáfur bókarinnar komnar. f útgáfu Há- skólans eru bæði handritin Jjós- prentuð, en annað þeirra hefur aldrei verið birt áður. Auk þess hefur prófessor Jón Jóhannessc'n skrifað ýtarlegan formála að út- gáfunni, og er hann birtur bæði á íslenzku og ensku. íslendingabók er fyrsta bindi í bókaflokkinum íslenzk handrit, og er þegar hafizt handa um ann- að bindi. Verður það að líkindum Svalbarðsbók, myndskreytt hand- rit af Jónsbók, hinum fornu lög- um. Frágangur þessa fyrsta bind- is er sérlega vandaður. Bókin er bundin í bezta fáanlegt skinn- band, skreytt gylltum stöfum og mynd úr Grundarstólnum, sem nú er í Þjóðminjasafninu í Höfn. Saurblöðin eru einnig skreytt rayndum úr þessum sama stóli, og hefur Halldór Pétursson gert teikningar af þeim. Þetta ein- stæða verk verður selt á 300 krónur í bókaverzlunum, en þeir, sem panta bókina í skrifstofu Háskólans fyrir 20. des., geta fengið hana með 20% afslætti, eða fyrir 240 krónur. TVENNS KONAR ÚTGÁFA Á fjárlögum fyrir árið 1955 vcitti Alþingí nokkurt fé til nýrr- ar útgáfu íslenzkra fornrita. Menntamálaráðherra, sem þá var Bjarni Benediktsson, sýndi þessu máli mikinn áhuga og fól Háskóla íslands að hafa með höndum framkvæmd verksins. í stjórn út- gáfunnar voru valdir prófessor- arnir Alexander Jóhannesson, Einar Ól. Sveinsson, Ólafur Lár- usson og Þorkeil Jóhannesson. Er svo ráð fyrir gert, að útgáfa fornritanna verði með tvennu móti. Annars vegar Ijósprentanir af gömlum handritum, og er ís- lendingabók fyrst þeirra. Hins vegar stafréttar útgáfur einstakra fornra rita, þar sem lögð verði megináherzla á vísindalegar rann sóknir og samanburð texta. f þessum síðari flokki verður fyrst Skarðsárbók, en sú gerð Land- námu hefur ekki verið prentuð í heild áður. Hefur Jakob Bene- diktsson tekizt á hendur undir- búning að þessari útgáfu, og standa vonir til, að bókin komi út á næsta ári. Þá er og í róði að gela út með þessum hætti rímur frá því fyrir 1550, og mun Björr Þói'ólfsson annast útgáfu þeirra, og ennfremur þær riddarasögu, sem ekki hafa komið út áður, og mun Jónas Kristjánsson sjá urn það verk. METNABARMÁL Prófessor Einar Ó1 Sveinsson gat þess við fréttamenn að það væri Háskólanum mikið metn- aðarmál að hefja útgáfu ljós- prentaðra handrita, þar sem Danir hefðu fengizt við þetta um alllangt skeið. Hefur Munksgaard m.a. gefið út ljósprentanir af fornum íslenzkum ritum, og nú hefur Háskólinn í Kaupmanna- höfn hafizt handa um svipaða út- gáfu undir stjórn Jóns Helga- sonar prófessors, og er í ráði að halda áfram þeirri útgáfu næstu 10 árin. Samanburður á íslenzku og dönsku útgáfunum leiðir það berlega í ljós, að íslenzka útgáf- an er mun vandaðri að öllum frá- gangi, enda hefur ekkert verið til sparað að gera hana sem bezt úr garði. Þá er það og gleðiefni, að verði þessarar glæsilegu bókar er svo mjög í hóf stillt, að það ætti ekki að vera neinum um megn að kaupa hana. Upplagið er hins veg ar lítið og hætt við, að það seljist upp á skcmmum tíma. ,Úðinn' fordœmir ofbeldið FUNDUR haldinn í trúnaðar- ráði Málfundafélagsins „Óðinn“, félagi sjálfstæðisverkamanna og sjómanna, 16. nóv. 1956, lýsir megnustu andúð á hverskonar ofbeldi og valdbeitingu í sam- skiptum þjóða og telur að slíkt geti aðeins orðið til að auka við- sjár í alþjóðamálum, ‘ og stefna heimsfriðnum í hættu. Fundur- inn fordæmir harðlega það sið- leysi sem Rússar hafa sýnt með ofbeldisárás sinni á Ungverja- land, þeirri grimmd og mannúð- arleysi er þeir hafa beitt þar í þeim tilgangi að brjóta niður frelsisþrá þessarar hugprúðu smáþjóðar, sem óskar þess eins að mega lifa frjáls í landi sínu. Þá telur fundurinn hámark sið- leysisins ,sem Rússar aðhafast nú, er þeir flytja ungverska æsku- menn og frelsisvini nauðungar- flutningi til Sovétríkjanna í þeim tilgangi að því er virðist, að eyða þjóðstofni landsins. Slikar aðfar- ir hljóta að vekja viðbjóð og fyrirlitningu allra manna hvar sem er í heiminum, sem meta frelsi og mannréttindi einhvers. Um leið og böðulsvei-k Rauða hersins og þeirra sem honum stjórna, eru hér fordæmd, vottar fundurinn Ungverjum sína dýpstu samúð í frelsisstríði þeirra og dáir hugprýði og þrek þessarar smáþjóðar í baráttunni við hið rússneska ofurvald. Eldsvarnagluggi Sýning í Málaranum t DAG munu bæjarbúar sjá, að opnuð hefur verið eldsvarnasýn- ing í glugga Málarans. Þar er sýndur nýr hreinsivökvi, sem nota má við uppþvott vélahluta í staðinn fyrir benzin, sem þrá- faldlega hefur valdið íkveikjum á vinnustofum, seinast nú í fyrra- dag á bílaverkstæði hér í bænum. Einnig er sýnt hvernig kæru- leysi ásamt ólöglegum rafmagns útbúnaði getur valdið íkveikjum í heimahúsum. Samband brunatryggjenda á íslandi hyggst auka mjög elds- vainafræðslu hér á landi og er sýning þessi einn þátturinn í þeii'ri fræðslu. STAKSTEIMAR Ófögur ráðagerð. Krafa Tímans s.l. laugardag og skrif Alþýðublaðsins síðan um klofning Alþýðubandalagsins veita sterkar líkur fyrir, að þar sé cinungis um leikaraskap að ræða. Eins og ástandið er, mundi það sízt styrkja „klofningsmenn- ina“, að hægt væri að sanna með tilvitnunum í skrif þessara blaða, að það væri eftir þeirra ósk og kröfu, sem „endurfæðing- in“ yrði. Allt kemur þetta hins vegar heim, þegar menn gera sér grein fyrir, að hér er um samantekin ráð að ræða. Ráðagerð, sem mið- ar að því, að viðhalda höfuð- stöðvum kommúnismans á ís- Iandi í sjálfu Stjórnarráðinu, ef lýðræðisflokkarnir treysta sér ekki lengur til þess að vinna í allra augsýn með kommúnistum. I því skyni er hyggilegt að búa til sögur um klofning og ágrein- ing, sem ekki er til, svo að komm únistar geti skipt sér í bróðerni, ef þeim þykir það vænlegra til að tryggja völd sín. ,,Mistök Alþýðu- ílokksins“. Það var sannarlega ekki að ástæðulausu, að Áki JakobsSon talaði um daginn um „mistök AIþýðufIokksins“ í sambandi við stjórn Hermanns Jónassonar áð- ur fyrri. Þau mistök eru endur- íekin nú. Til þess að tryggja sér bráðabirgðavöld hafa forráða- menn Alþýðuflokksins ákveðið að vinna með kommúnistum, Iivað sem á dynur og í hvaða gervi er þeir bregða sér. Ógæfa Alþýðuflokksins er sú, að hann hefur ætíð valið þá leið, sem hverju sinni er fyrirhafnar- minnst. Flokkurinn hefur aldrei haft kjark til pbss að taka á sig örðugleika í bili í því skyni að vinna frambúðarsigur. Af þessu kemur þverrandi traust og minnk andi fylgi almennings. Auðvitað er þetta verst fyrir flokkinn sjálfan, en það er jafn- framt skýringin á því, að á ís- landi skuli socialdemokratiskur flokkur ekki hafa náð sama við- gangi og í mörgum öðrum lýð- ræðíslöndum. Kynleg skrif. Alger andleg truflun lýsir sér í skrifum Þjóðviljans um lönd- unarbannið. Þar eru rétt einu sinni endurtekin marghrakin ósannindi um Ólaf Thors og bætt við níði um bróður hans. Slíkt er ekki svaravert en samlyndið á stjórnarheimilinu má marka af þessum ununælum um yfirlýs- ingu utanríkisráðherrans: „Er vandséð af hvaða hvötum þessar kynlegu og marklausu yfirlýsingar utanríkisráðherra eru gefnar.“ Með áframhaldandi veru sinnl í ríkisstjórninni taka kommúnist- ar stjórnskipulega ábyrgð á þess- um „kynlegu og marklausu yfir- lýsingum. ‘ Óvirðing Tímans. Víðsýni hins „frjálslynda" blaðs Tímans kemur fram í því, að blaðið telur „góðum gestum i rauninni sýnd óvirðing“ með því að Morgunblaðið skyldi sama daginn birta mynd af hinura bandarísku samningamönnum og kafla úr hinni ágætu Kefla- víkurræðu Ólafs Thors. Rökþrot Tímans hafa sjaldan sannazt skýrar en með slíku skrafi. En eftir hugsanaganginura í þessum leiðara Tímans virðist það liggja næst fyrir, að íslend- ingum verði bannað að tala svo útlendingar heyri, af því að þeir kunni þá að fá vitneskju ura skoðun þjóðarinnar á Hermanni Jónassyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.