Morgunblaðið - 05.03.1957, Síða 13
ÞriSjudagur 5. marz 1957
MORGVNBLAÐIÐ
13
Þannig er umhorls við hafnargarðinn á Dalvík á síldarvertíðinni.
Dalvíkurbréf um
ógœftir og lítinn afla
og leikstarfsemi í 45 ár
Dalvík, 12. febrúar.
SÍÐAN um mánaðamót hefur tíð-
arfar verið mjög rysjótt, fann-
koma öðru hverju, en þó ekki
meiri en það að engum samgöngu
truflunum hefur valdið. Fram til
janúarloka mátti heita að sjaldan
gránaði í rót, ekki aðeins á lág-
lendi heldur til hsestu fjallatinda,
þegar undan er skilið hríðarskot,
sem gerði um miðjan desember,
en snjóinn tók upp á nokkrum
dögum. Það má því segja að
skotfæri (eins og bílstjórarnir
kalla það) hafi verið um allar
byggðir Eyjafjarðar, það sem af
er þessum vetri, og mun það
sjaldgæft ef ekki einsdæmi, síðan
Dalvík komst í akvegasamband
við Akureyri.
En þrátt fyrir hlýindin og snjó-
leysið hefur tíð verið misviðra-
og stormasöm. Um miðjan janúar
geisaði hér sem víða annars stað-
ar sunnan og suðvestan stórviðri,
svo dögum skipti, en ekkert tjón
varð þó af, svo orð sé á gerandi.
ÓGÆFTIR OG LÍTILIj AFLI
Um útgerðarmálin er lítið að
segja. Fjórir litlir þilfarsbátar
hófu róðra hér laust eftir ára-
mótin, en lítið orðið úr þeirri út-
gerð vegna sífelldra ógæfta, að-
eins stöku sinnum hægt að róa
hér „út með fjörunum" eins og
kallað er, og aflabrögðin eftir
því, 2—4 skpd. í róðri, aðallega
smóýsa. Er því eins og að líkum
lætur dauft yfir atvinnulífinu,
eins og jafnan er á þessum tíma
árs. Hefur því meginþorri sjó-
manna, og annarra, er vinna að
nýtingu sjávarafla, leitað til Suð-
urlands og Vestmannaeyja, og
stundað þar atvinnu, sumpart við
heimabáta og sumpart við ýmis
störf í landi, eða samtals 100—
120 manns. Er það mikill meiri
hluti þeirra manna, sem hafa
þessi störf að aðalatvinnu.
BÁTAFLOTINN MINNKAR
Mjög hefur veiðiflotinn gengið
saman á sl. ári. Tveir bátanna,
mb. Björgvin og Þorsteinn, hafa
þegar verið seldir, og ekki er
annað vitað en ms. Baldur verði
einnig seldur á næstunni, svo eft.
ir verða aðeins 4 stærri þilfars-
bátar (50—70 tonna), Júlíus
Björnsson, Bjarmi, Baldvin Þor-
valdsson og Hannes Hafstein, sem
allir eru gerðir út frá Keflavík og
Sandgerði, og hafa aflað eftir at-
vikum. Ekki mun enn ráðið hvort
nokkur bátur verður keyptur í
stað hinna seldu, og verður þá
um mikinn samdrátt veiðiflotans
að ræða, sem hafa mun alvarleg-
ar afleiðingar fyrir atvinnulíf og
afkomu þorpsbúa, þegar það er
haft í huga, að í meðalári gefur
hver bátur 6—800 þús. kr. í at-
vinnutekjur.
LEIKSTARFSEMI í 45 ÁR
Félags. og skemmtanalíf er
heldur dauft um þessar mundir,
eins og að líkum lætur. Milli
jóla og nýjárs hafði Leikfélag
Dalvíkur 4 sýningar á leikritinu
„Gimbill”, alltaf fyrir fullu húsi.
Þótt ekki væri þess . sérstaklega
minnzt, voru þetta allsöguleg
tímamót í „leiklistarsögu" Dalvík
ur, því haustið 1911 hóf Umf.
Svarfdæla leikstarfsemi hér, og
síðan — eða í 45 ár — hafa leik-
sýningar aldrei fallið niður að
vetrinum, verið lengst af á veg-
um ungmennafél. Aðeins hin
síðustu ár að frumkvæði Leikfé-
lags Dalvíkur. Þess er einnig
vert að minnast, ,að einmitt þessa
sömu daga voru nákvæmlega 55
ár liðin frá því að sjónleikur
(Jólaleyfið) var fyrst settur á
svið á Dalvík (sem hét þá raunar
Böggvisstaðasandur). Af þeim,
sem þátt tóku í þessari fyrstu
leiksýningu, er nú aðeins einn
maður ofar moldu: Hallgrímur
Gísláson, Bjarnarstöðum við Dal-
vík.
Þá minntist Verkalýðsfélag Dal
víkur nýlega 25 ára starfsafmælis
síns með fjölmennu hófi í sam-
komuhúsi ungmennafélagsins. —
Allfjölmennt bridgefélag er hér
einnig starfandi, er kemur saman
öðru hverju til æfinga og keppni,
og þá venjulega við framsveit
unga (Svarfdælinga), og loks eru
það svo spilakvöldin „með dansi
á eftir“.
Á árinu sem leið og það sem
af er þessu, hefur heilsufar
manna almennt verið mjög slæmt
og er mikið um það rætt manna
á milli hvað valda muni, en við
því fást eðlilega engin svör önn-
ur en þau, að fólkið hljóti að
vera orðið hálfgerðar „vometa-
kindur“, þrátt fyrir minnkandi
strit, bætt húsakynni og betri
lífskjör yfirleitt frá því sem áður
var, og víst er um það, að gamla
fólkið, sem ólst upp í torfbæjun-
um við þröngan kost og þrotlaust
strit, virðist að mörgu leyti
standa sig betur en yngri kyn-
slóðin, þótt ó því kunni máske að
finnast eðlilégar skýringar. Sem
dæmi um það í hvert óefni er
komið, má geta þess að einn
gjaldaliður (sjúkrahúskostnaður)
Sjúkrasamlags Svarfdælinga tvö-
faldaðist á sl. ári, frá því sem var
1955.
★ ★ ★ ★
Nýlátinn er hér Þorsteinn
Antonsson, útgerðarmaður og
bóndi , Efstakoti við Dalvík, sjö-
tugur að aldri. Hann var maður
vel ættaður, Svarfdælingur í báð-
ar ættir, borinn og barnfæddur í
næsta nágrenni Dalvíkur, eða
eins og skáldið orðar það:
„Hann var alinn upp við sjó,
ungan dreymdi um skip og sjó,
stundaði alla ævi sjó“,
fyrst á árabátum og hákarlaskip-
um um og eftir aldamótin, og síð- 1
ar á vélbátum, þegar þeir komu
til sögunnar (1906). Rúmlega tví-
tugur að aldri gerðist hann for-
maður á einum þeirra, og var það
um aldarfjórðungsskeið, fyrst í
annarra þjónustu, síðar með eig-
in bát. Fór brátt orð af því að
Þorsteinn væri fyrir öðrum ung-
um mönnum um sjósókn . g afla-
brögð, enda um langt skeið við-
urkenndur sem einn af mestu
aflamönnum á vélbátaflota Eyja-
fjarðar. Þorsteinn var að öðru
leyti mjög vel gerður maður,
gæddur mörgum þeim eðliskost-
um, er sköpuðu honum traust og
vinsældir þeirra manna, sem með
honum störfuðu á sjó og landi.
Hann var hispurslaus í háttum
sínum, léttur í skapi og viðræðu-
glaður, æðrulaus á hverju sem
gekk, og þessir skapgerðareigin-
leikar entust honum allt til ævi- '
loka, enda þótt honum væri vel
ljóst að hverju bar með heilsuna.
Á Þorsteini sannaðist öðrum frem
ur hið fornkveðna:
„Glaður og reifur,
skyldi gumna hver,
uns sinn bíður bana“.
Hér mun Þorsteins Antonsson-
ar lengi verða minnzt sem hins
mætasta manns og prýði svarf-
dælskrar sjómannastéttar.
— Sipjó.
^-J^venhióÉin ocj IxeimiíiÁ
BYKSUGAN
HUSMÆÐURNAR eru áreiðan-
lega margar, sem finna hjá sér
hvöt til að gera vel hreint í stof-
unum, þegar búið er að taka nið.
ur allt jólaskrautið, og barrnál-
unum, sem setjast í allar rifur og
Raddir uppi í DanmÖrku
um afhendingu handrifa
NOKKUR blaðaskrif eru haf-
in að nýju í Danmörku um ís-
lenzku handritin og er orsök
þeirra þingsályktunartillaga
þeirra Péturs Ottesens og
Sveinhjörns Högnasonar.
Flest dönsk blöð hafa skýrt
allýtarlega frá þessari tillögu
og hafa þau fréttina eftir
greinargóðum símskeytum
fréttaritara Ritzaus á íslandi.
Fréttin hefur síðan vakið menn
til umhugsunar um þetta mól að
nýju. Vekur það nokkra athygli,
að umræðurnar hafa fram til
þessa verið óvenju vinsamlegar í
garð íslands og nýir menn ger-
ast málsvarar íslendinga í hand-
ritamálinu. Mætti e. t. v. af þessu
ráða, að almenningsálit sé að
myndast fyrir þvi að íslending-
um skuli afhent handritin,
hvernig sem málinu reiðir af.
Nýlega rituðu tveir mikilsvirtir
danskir prestar bréf til Politik-
en, þar sem þeir tóku málstað
íslendinga.
G. Sparring Petersen prófastur
ritaði m. a.:
„— Hugsið yður það: Á Is-
landi geymist bókstaflega ekk-
ert frá gamalll tíð, nema hin
stórbrotna náttúra. Hví þá
ekki að aflienda íslandi aft-
ur þær minjar, sem það þrálr
svo og telur sig Jafnvel elga
rétt á, — já, að afhenda þeim
þaer aftur með gleði. Handrit-
in sem hér um ræðir skilja víst
aðeins 5—6 menn hér á landi,
sem geta starfað að fræðirann
sóknum á þeim og auk þess
hafa verið teknar ljósmyndir
af þeim. Á íslandi eru einnig
fyllilega jafngóðar aðstæður
til varðveizlu þeirra."
Nokkru síðar birtist í Politik-
en bréf frá sr. K. Svejstrup Niel-
sen sóknarpresti, þar sem hann
tekur undir ummæli Sparring
Petersens um að skila ætti ís-
lendingum handritunum. Og
hann bætir við:
„Eg minnist þess, að árið
1953 var bent á það sem mót-
rök gegn afhendingu handrit-
anna ,að Reykjavík væri af-
skekktur staður og því ekki
heniugur sem fræðimiðstöð.
Nú finnst mér vera tímabært
að benda á það, einmitt um
það leyti, sem verið er að
vígja flugleiðina yfir Norður-
pólinn, að þessi rök eru ógild
fallin. Eg veit það að árin
1934—35, þegar ég dvaldist um
tíma á íslandi voru sigling-
arnar eina sambandið við um-
heiminn. En nú hefur flug-
tæknin valdið slíkri byltingu,
að ísland liggur við hliðina á
Bellahöj-húsunum í Kaup-
mannaþöfn. í Reykjavík eiga
handritin heima og þar á að
vera aðstaða til að rannsaka
þau.“
Er þetta kápa
eðo kjóll ?
EF TIL VILL finnst flestum það
varla tímabært að tala um prjón-
aða ullarkápu, en það sem er at-
hyglisvert í þessu tilfelli er að
flíkin getur verið hvort tveggja:
kápa að sumrinu og kjóll að
vetrinum. Henry a la Penseé í
París er höfundurinn. Taskan er
stór og síð og hlýtur að geta rúm.
að sitt af hverju. En þetta er það
töskulag, sem fallegast þykir nú.
skorur, er auðveldast að ná upp
með ryksugunni.
Ryksugan er reyndar ekki ný
uppfinning. Hún hefur verið til
á mörgum heimilum í fjölda ára.
Þó er það svo enn, að margar hús-
mæður, ungar sem gamlar, líta á
hreingerningu með ryksugu með
tortryggni og finnst hún bera vott
um leti. Ef vel á að vera, finnst
þeim þurfa að bera út húsgögnin,
berja þau og banka og varla
finnst þeim nógu hreint loft í
stofunum nema gólflistar og jafn-
vel veggir og loft sé þvegið vand-
lega með sterku sápuvatni. Ég
held næstum að grænsápa og
salmíak eigi að vera nóg trygg-
ing fyrir því að nú sé allt orðið
tandurhreint. Það er sjálfsagt
mikið rétt, en sú staðreynd að
húsgögn, málning og sá sem
stendur í hreingerningunum verð
ur allt útslitið löngu fyrir tím-
ann, virðist ekki hafa nein áhrif.
Margar húsmæður hafa þó
komizt að raun um að alveg eins
má notast við góða ryksugu í stað
inn fyrir vatnsfötu, skrúbb og
gólfklút, og það er ekki nærri
eins þreytandi. En til þess að
gólfið verði vel hreint, verður að
renna ryksugunni yfir það allt,
en ekki bara hér og þar. Ef við
reynum á eftir að þvo yfir gólfið
með hreinum klút, munum við
sannfærast, þegar við sjáum
hvað vatnið verður lítið óhreint.
Eins og allir vita, geta bakterí-
ur þrifizt vel í ryki innanhúss.
Þess vegna getur smitun átt sér
stað, þegar ryk þyrlast upp frá
gólfum, borðum, hillum, sængur-
fatnaði, fötum og vasaklútum o.
fl. Með hreingerningu viljum við
m. a. koma í veg fyrir slíkt. Og
þá er aðalatriðið að útrýma ryk-
inu, en ekki eingöngu flytja það
úr stað, eins og svo oft vill verða
þegar þurrkað er yfir gólf og hús-
gögn með þurrum klút. Við erum
að lofta vel út, þegar við ryk-
sjúgum?
Á Hygienisk Institut í Kaup-
mannahöfn hafa verið gerðar
rannsóknir á bakterímagninu í
loftinu á heimilum þar sem ólíkt
var farið að við hreingerningu.
í 8 daga var gert hreint upp á
gamía mátann á fjórum heimil-
um. Gólfin voru sópuð með þurr-
um kúst, rykið var þurrkað af
Þannig á að renna ryksugunni yf-
ir gólffleti.
húsgögnunum með þurrUm klút
og fjaðrakúst, og teppi og bólstr.
uð húsgögn voru barin og burst-
uð. Síðan var bakteríumagnið i
loftinu mælt. Næstu 8 daga var
gert hreint á þessum sömu heim-
ilum með því að ryksjúga teppi,
húsgögn og gólf, þurrkað var af
húsgögnum með klút sem vættur
var í glyserínupplausn, og síðan
voru aftur gerðar mælingar. Þá
kom í ljós að bakeríumagnið gat
orðið allt að því 6—7 sinnum
meira í loftinu við hreingerningu
upp á gamla mátann, heldur en
þegar ryksogið var. Það kom
einnig í ljós að pokinn í ryksug-
unni hélt eftir flestum bakteríum
sem komu í hana, þannig að
loftið sem kom út úr henni aftur
var nokkurn veginn hreint.
Sameiginlegt er það öllum ryk-
sugum að tæma verður pokann að
minnsta kosti við og við. Það er
leiðinlegt verk, og á helzt að
gera úti yfir öskutunnunni. —
Heppilegra væri, ef pokarnir
væru þannig úr garði gerðir að
hægt væri að fleygja þeim, þegar
þeir væru orðnir fullir og setja
þá nýjan í staðinn. Þeir yrðu þá
auðvitað að vera úr pappír eða
einhverju öðru ódýru efni.
Ef til vill ættum við héðan í frá
að venja okkur af að telja það
leti, að gera hreint með ryksug-
unni?