Morgunblaðið - 05.03.1957, Qupperneq 14
J4
MORCUNBLAÐIÐ
í>rið,iiidagur 5. marz 1957
I fjarveru minni
gegnir frú Vilborg Jónsdóttir ljósmóðir, störfum fyrir mig.
Viðvíkjandi heimilishjálpimíi má hringja í síma 1877,
milli kl. 6—8 e. h. daglega.
Helga M. Níelsdóttir,
ljósmóðir.
SæBgætisgerðarmeístara
vanan framleiðslu alls konar sælgætis, með og án véla,
vantar vinnu nú þegar. Getur unnið algerlega sjálfstætt
og tekið að sér stjórn á vinnustað. Hann hefur lært er-
lendis — og getur þar af leiðandi komið fram með ýmsar
nýungar. Hefur og meðmæli frá erlendum aðilum.
Tilboðum veitt móttaka að Bragagötu 31, hjá Jóni
Jónssyni, eftir kl. 5 e. h.
Dreyfingu annast Hálfdán Helgason, Pósthólf 1414,
Reykjavík, sími 81493. — „Þýzka Alþýðulýðveldið".
Úr fjárlagaumræbunum;
Fénu betur vurið til bruur ú
Hjultudulsú
Ræða Jéais Sigurðssonar
EINS og skýrt hefir veri-5 frá hér í blaðinu bar Jón Sigurðsson
fram þá breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið að fjárveit-
ing, sem ætluð var Norðurárbrú í Skagafirði yrði veitt til brúar
á Hjaltadalsá. í ræðu sem Jc-n flutti með tillögunni rökstyður har.n
rnál sitt mjög ýtarlega.
Jón Sigurðsson sagði:
Það er í tilefni af tillögu meiri
hluta fjárvtn. um 600 þús. kr. við-
bótarfjárveitingu til brúar á
Norðurá í Skagafirði og breyttill.
minnihluta fjárvtn. um að fjár-
veitingin falli niður og í hennar
stað komi Hjaltadalsá hjá Lauf-
skálaholti með sömu fjárupphæð
sem ég hefi kvatt mér hljóðs til
að gera grein fyrir atkvæði mínu.
Nokkur deila og hagsmunatog-
streita hefir staðið um það innan
héraðs hvar brúin á Norðurá ætti
að vera. Hafa tveir staðir komið
til álita, við Skeljungshöfða
neðst í Norðurárdal og af svo-
kölluðu Gvendarnesi 4 km. inn-
ar í dalnum. Vegamálastjóri og
verkfræðingur hans hafa lagt
einróma til að brúin yrði byggð
inni í dalnum af Gvendarnesi.
Færa þeir fyrir því þær ástæður
að þar falli áin í þrengslum og
geti ekki haggazt úr þeim far-
vegi og botninn sé öruggur hvað
sem á gangi. Aætlar vegamála-
stjóri að brú þar muni kosta nú
um 940 þús. kr. Til er geymslu-
fé, fyrri ára fjárveitingar til
þessarar brúar að upphæð um
920 þús. kr. — Það er því til nú
þegar að kalla nægilegt fé til að
KOLBOCA-
LJÓ5
(FINSEN)
Nú er rétti tíminn fyrir
ljóðböð. Varist vetrarþreyt
w
JXAN »:e ORASSE
Pósthússtræti 13, sími 7394
byggja brúna á Norðurá í Gvend-
arnesi eins og verkfræðingarnir
hafa lagt til.
í STÖÐUGRI IIÆTTU
Brúnni undan Skeljungshöfða
er ætlað að standa á víðáttumikl-
um eyrum sem Norðurá fer yfir
í stórflóðum og getur þá brotið
sér farvegi sitt á hvað.
Árbotninn er þannig að staur-
ar verða ekki reknir niður til að
tryggja undirstöðu brúarstöpl-
anna svo ekki rífi undan þeim.
Af þessu leiðir að brúin verður
í stöðugri hættu að undan henni
grafi og að hún falli ofan í ána
í stórflóðum sem eru þarna tíð.
Þetta er það sem verkfræðing-
arnir og aðrir óttast mest.
Við þetta bætist að áætlað er
að brú á þessum stað kosti um
1.700 þús. kr. eða nær helmingi
meira en brúin í Gvendarnesi.
Vegamálastjóri hefir því farið
fram á 770 þús. kr. aukafjárveit-
ingu ef byggja eigi brúna hjá
'Skeljungshöfða en meirihluti
fjárvn. hefir tekið upp þar af
600 þús. til brúarinnar. Eftir-
stöðvarnar 170 þús. kr. eiga þá
væntanlega að heimilast á fjár-
aukalögum, á sínum tíma.
Brú á Norðurá hvar sem hún
verður staðsett er ætlað að koma
8 heimilum sunnan árinnar í
öruggt akvegasamb. Tvö þeirra
óska mjög eftir að brúin verði
byggð í Gvendarnesi.
SÓTT MEIRA AF KAPPI
EN FORSJÁ
Ábúendur hinna 6 jarðanna
hafa flestir lagt mikla áherzlu á
að brúin verði byggð undan
Skeljungshöfða ella yrðu þeir að
fara 4 km. leið inn í dalinn til
að komast á brúna, þ. e. rúm-
lega 8 km. krók ef farið væri til
Sauðárkróks. Því miður verða
margir að búa við það að þurfa
að taka á sig krók til að komast
á brýr, og mun svo ávallt verða,
því engum kemur til hugar að
vatnsföll verði brúuð undan
hverjum bæ. Hraðfara farartæki
gera nú sitt til að vegalengdanna
gætir lítið eða gleymast að mestu.
Undanfarið hafa bifreiðir verið
á flestum þessum bæjum. Meðan
svo er mun þessi krókur ekki
valda miklum töfum.
Þetta brúarmál hefir því mið-
ur verið sótt meir af kappi en
forsjá t. d. var fyrir nokkrum
árum safnað undirskriftum í ná-
grannasveitum undir áskorun um
að byggja brúna á eyrunum und-
an Skeljungshöfða áður en
ón Sigurðsson.
nokkurar botnrannsóknir höfðu
farið fram, eða endanlegar kostn-
aðaráætlanir lágu fyrir.
Þá verður á það að líta í þessu
sambandi að samkvæmt brúarlög
um á að byggja brú á Héraðs-
vötnin nálægt Flatatungu er
tengi þessa bæi sunnan Norður-
ár við vegakerfið vestan Héraðs-
vatna til Sauðárkróps. Höfum við
þingm. Skagf. unnið að því —
en með þessari brú og vegarkafla
frá henni fá þessir bæir nærri
6 km. styttri .leið til Sauðárkróks
en um veg og brú hjá Skeljungs-
höfða.
Loks má geta þess að brú í
Gvendarnesi í sambandi við fyr-
irhugaða brú á Héraðsvötnum
hjá Flatatungu tryggir bezt
öruggt vegarsamband yfir Skaga-
fjörð á leiðinni milli Suðurlands
og héraðanna norðan Öxnadals-
heiðar. Vísast um það til álits
vegamálastjóra.
ÞYNGST Á METUNUM
Þegar ég lít á þetta mál í heild
og að mér finnst alveg hlutlaust,
þá verða 3 atriði þyngst á met-
unum.
1. Allir verkfræðingar vega-
málastj. eru sammála um að ráða
frá því að brúin sé byggð undan
Skeljungshöfða, það verður því
gjört algjörlega á ábyrgð rikis-
stjórnarinnar og þeirra þingm.
sem knýja það fram.
2. Það er að líkindum aðeins
nokkurra ára íímaspursmál að
þessir 6 bæir fái styttri veg til
'Sauðárkróks en um brú hjá
Skeljungshöfða, og þeim pening-
um sem færu í brú hjá Skelj-
ungshöfða því betur varið til ann-
ars.
3. Það er áætlað að ríkissjóður
verði að leggja fram nær 800 þús.
kr. til viðbótar ef brúin verður
byggð undan Skeljungshöfða.
Fyrir þessa upphæð mætti
byggja 'allstóra brú í_ Skagafirði
eða 2—3 minni brýr. Ég gæti tal-
ið upp ekki allfáar brýr í Skaga-
firði sem bændur bíða eftir með
óþreyju, þar sem brúarleysi tor-
veldar mjólkurflutninga og aðrar
nauðsynlegar samgöngur, svo að
jarðir haldist í byggð eða endur-
byggist fyrir atbeina Nýbýla-
DRAGTIR
■f SQMK
Mjög fjölbreytt úrval
CJtfc
Oóó
Aðalstræti