Morgunblaðið - 05.03.1957, Side 15

Morgunblaðið - 05.03.1957, Side 15
Þriðjudagur S. marz 1957 MORCUNfíLAÐIÐ 15 stjórnar. Allar þessar brúarbygg- ingar þokast aftur í röðinni um eitt eða fleiri ár ef brúarfénu í Skagafjarðarsýslu í ár er að miklu leyti kastað í brúna und- an Skeljungshöfða. Háttv. meiri- hluti fjárveitinganefndar virðist ekki vorkenna þessum mönnum að búa við áframhaldandi brúar- leysi og hvers konar vandræði, sem af því stafa. í þess stað virð- ist áhugi meirihl. beinast að því að himilisfólkið á 6 bæjum losni við að taka á sig dálítinn krók til að komast á örugga brú, um nokkurra ára skeið, þar til hin brúin kemur sem veitir þessu fólki styztu akleið í kaupstað sem það getur nokkru sinni átt kost á. Og til þess að spara því þenna bráðabirgðakrók á að verja nær 800 þús. kr. úr ríkissjóði, og tefja með því byggingu aðkallandi brúa í héraðinu, um lengri eða skemmri tíma. OF LANGT GENGH) Ég ann þessu fólki alls góðs, en þetta tel ég of langt gengið. En hörmulegast væri þó ef brúin stæði ekki og þetta fólk yrði svo brúarlaust eftir sem áður, eins og margir óttast. — Að endingu vil ég benda á, að telji þingmenn að fyrrver. samgmrh. hafi yfir- sézt stórlega er hann ákvað brúnni stað þvert ofan í eindregn ar tillögur verkfræðinganna þá er það skylda Alþingis að ógilda þann úrskurð með því að veita ekki fé til brúarinnar á þessum stað, svo að verra hljótist ekki af. Með tilvísun til framangreindra aðstæðna mun ég greiða atkvæði með tillögu minnihluta fjárveit- inganefndar um að fjárveiting til Norðurárbrúar falli niður og að í þess stað komi tilsvarandi fjár- veiting til brúar á Hjaltadalsá undan Laufskálaholti. En sam- komulag hefir verið um að Hjalta dalsárbrúin væri næst í röðinni af hinum stærri brúm í Skaga- firði og löngu lofað af okkur þingm. kjördæmisins. Þessi brú mun kosta álíka mikið fé og það sem vegamálastjóri telur að vanti í brúna undan Skeljungshöfða. Brúin er aðkallandi vegna mjólk- urflutninga og annarra sam- gangna og bændur í Hjaltadal orðnir langþreyttir að bíða eftir henni. 75 ára i dag: Magndís Benediklsdóttir ÞEGAR ég frétti, að Magndís í Seli yrði 75 ára J dag fannst mér, að einhver úr hópi gam- alla sveitunga yrði að senda henni afmæliskveðju, en þegar ég settist við ritvélina til þess að skrifa, þá gerðust gamlar bernskuminningar svo áleitnar, að ég held að hið hefðbundna form afmælisgreinar verði að víkja, enda þótt Magndís ætti öðrum fremur skilið, að um hana væri nú ritað óaðfinnanlega. Undir háu fjalli með græn- um hlíðum hið neðra en dökk- um skriðum og hvössum brún- um hið efra stendur lítill bær jafnaldra minna og leiksystkina. Það var alltaf ótrúlega auðvelt að sækja á brattann upp fló- ann að fjallinu, þegar frambæri- leg ástæða gafst til að fara þangað, í leit að hestum inn í dal, smalamennsku upp í fjall eða hreinlega undir einhverju yfir- skyni til þess að fá að fara í leik uppi x hlíð, spjalla um rök tilverunnar í sólskini sumar- dagsins eða þjóta um fann- bréiður og vetrarhjam, — og oft varð maður síðbúinn frá Seli, og heimleiðin furðulega löng. Hjónin á bænum voru aldrei rík, en aldrei svo iátæk, að svangur færi þaðan frá garði eða þyrstur úr hlaði, og alltaf var þokkalegt og hlýlegt að koma inn þó að baðstofan væri dálítið þröng. Það var einhvern veg- inn jafn náttúrlegt og að grasið grænkaði á vorin, að þau væru góðir nágrannar, boðin og búin til að rétta öllum hjálparhönd, en það fannst mér þá aðallega varða fullorðna fólkið. Hitt skipti mig mestu, að ég var allt- af velkominn að Seli. Þar átti ég víst að húsmóðirin tœki mér eins og ég væri einn af krökk- unum hennar. Það tilheyrði ein- hvern veginn, alveg eins og ilm- urinn af hinu græna grasi vors- ins. Og þannig mun fleirum hafa þótt að koma þar. En þó að Magndís sé og verði rnér minnisstæðust, þar sem hún stendur í hlaðvarpanum með bónda sínum og leiksystkinum mínum, til þess að bjóða mig velkominn í bæinn sinn við ræt- ur Hafursfells, þá á hún vitan- lega einnig aðra og lengri sögu. Magndís Benediktsdóttir fædd- ist að Bessastöðum í Kaldrananes hreppi og þar í sveitinni ólst hún upp. Rúml. tvítug flytur hún suður og kynnist síðar Bjarna ívarss. Ég kann ekki að rekja ættir þeirra hjónanna, en af kynnum við þau bæði og börn þeirra veit ég að þau hafa átt dugandi og góðviljaða forfeður. Þau hófu búskap suður í Njarðvíkum árið 1906, en fluttu fimm árum síðar vestur á Snæfellsnes og bjuggu þar lengst að Miklaholtsseli. Það- an fluttu þau um 1930 til Kefla- víkur og síðar til Reykjavíkur, þar sem Bjarni dó á nýjársdag árið 1951. Sex börn þeirra eru á lífi, Guðni verkstjóri í Keflavílt, Aðalsteinn, bi'freiðaviðgerða- maður, Kristjana, húsfreyja að Stakkhamri, Benedikta, íva og Sigurbjörg, giftar hér í bæ og Auðbjörg, húsfreyja að Hausthúsum. Magndís getur nú litið yfir langan, að vísu stundum nokk- uð strangan, en áreiðanlega mjög farsælan starfsdag. Hún var vinsæl og vel metin af ná- grönnum sínum, bjó við frið- sæld og sæmd, kom hinum mörgu börnum sínum öllum vel til manns, og fyrir því verða þeir áreiðanlega margir, sem árna henni nú allra heilla á þessum heiðursdegi. Þó að þau 75 ár, sem nú eru að baki, hafi markað sín spor, þá verður Magndís síðar meir hvorki ung eða gömul í vitund minni, því að hún er svo órjúf- anlega tengd æskuminningunum, þar sem hún er á bezta aldri í glöðum barnahópi á bænum sín- um í hlíðinni undir fjallinu mikla. Og þar verður hún þegar horft er til baka og býður mig velkominn unz dagur er allur. Sig. Magnússon. Frá Rúnaðarþingi Á laugard. voru búnaðarþings- fulltr. gestir Áburðarverksm. — Fóru þeir þangað skömmu eftir hádegið og skoðuðu verksmiðjuna í fylgd með framkvæmdastjórum hennar. í hópnum var hinn danski landbúnaðarprófessor B ndorff. Engir þingfundir voru í gær. Á föstudaginn komu tvö mál úr nefndum, rafmagnsmál, um gjald fyrir súgþurrkún og fleira en hitt var um breyting á vegalögunum og voru bæði til fyrri umræðu. Sýnd var norsk landbúnaðarkvik mynd. Á fimmtudaginn héldu þeir fyrirlestra Páll Zóphónias- son og Björn Jóhannesson. — Skýrði Páll frá athugunum sem hann hefur gert á bújörðum um land allt og gerði þar samanburð á túnastærð og áhöfn. Björn tal- aði um starfsemi tilraunaráðsins. SJÓMANNAHEIMIU María Anlonsdóttlr Hfinningarorð í DAG verður til moldar borin, Maria Antonsdóttir, Sundlauga- vegi 18. Hún var fædd 2. október 1927 í Reykjavík, dóttir hjónanna Jó- hönnu Pálsdóttur og Antons Eyvindssonar, brunavarðar. — María var yngsta barn af þrem- ur, er þau eignuðust, en hin eru Ásta, gift Sigurði Sigurz og Benedikt viðskiptafræðingur, kvæntur Stellu Gísladóttur. María giftist 10. febrúar 1949, Kristjóni Jónssyni, húsasmíða- meistara, sem nú á um sárt að binda eftir aðeins 8 ára ástríkt og hamingjusamt hjónaband. Þau eignuðust fjögur börn, en yngsta dóttirin andaðist tæplega dags- gömul ellefu dögum fyrir andlát móður sinnar og fylgir henni nú í gröfina. Hin börnin eru Hanna María, 8 ára, Jón Rúnar, 7 ára og Ásta Björg, 4 ára. Þetta eru tápmikil og vel gefin börn og hin mannvænlegustu. Þau hafa öll alist upp í návist móðurfor- eldra sinna, því að María og Kristjón stofnuðu heimili sitt hjá foreldrum hennar. — Mikill styrkur hefur Kristjóni ætíð ver- ið að tengdaforeldrum sínum og ekki sízt nú við banalegu konu sinnar og andlát. Hún andaðist að morgni hins 27. febrúar eftir tiltölulega stutta en mjög þunga legu. Framtíðin virtist blasa björt við þeim Maríu og Kristjóni. Þau höfðu með elju og dugnaði skapað sér myndarlegt heimili og var María stoð og stytta eigin- manns síns í hvívetna. Ætíð var hún hraust og glaðlynd og hvers manns hugljúfi. Vann hún sér traust og vináttu allra þeirra mörgu, sem henni kynntust á hinni stuttu lífsleið, sakir trú- mennsku og góðvildar. Sár söknuður ríkir því nú í huga eiginmanns, barna, foreldra, systkina og annarra ættingja og vina við hið óvænta fráfall hinn- ar ungu og glæsilegu móður. Tregi þeirra er mikill og sár en vissan um samfylgd móður og dóttur til bústaðar Guðs mun lina þjáningar þeirra. Einnig munu fagrar minningar um góða konu lifa áfram. M. R. J. SAMÚÐARSTEF TIL ÁSTVINA MARIU ANTONSDÓTTUR Ætti ég, Kristur, anda þinn, sjsyldi ég alla hrellda hugga, hverjum eyða mæðuskugga, bera ljós í brjóstin inn. Dvelur hryggur hugur nú þar, sem móðir liggur látin, ljúfra vina hópur grátinn til sælli heima byggir brú. Brúna þessa byggir þrá úr minningum og kærleiks- kenndum og krafti þeim frá Guði sendum, er vizku og huggun veita má. Hjartans samúð votta vil þeim, er urðu mest að missa; megi heilög trúarvissa veita blessun, von og yl. L. B. FYRIR skömmu las ég í Mánu- dagsblaðinu grein um verka- mannahöll í Reykjavík, eftir einn ritfærasta blaðamanninn, sem nú er vor á meðal. Greinin er, se*i við mátti búast, prýðilega stíluð, vel rökstudd, en mér er ekki gef- ið um hallarnafnið, það minnir of átakanlega á þá, sem fram að þessu hafa litið niður á verka- mannastéttirnar, ekki sízt á kúg- arana í Kremlhöll, sem láta drepa svo tugþúsundum skiptir, verka- menn, stúdenta og kvenfólk fyrir opnum tjöldum í Ungverjalandi og sjálfsagt annað eins fyrir lokuðu járntjaldi í sínum heimá- högum. Þá vil ég heldur nota orðið hús eða heimili, en um leið vaknar sú spurning: Á ekki verkalýðurinn í Reykjavík sitt „Alþýðuhú's", eða er það bara fyrir „pótentátana“? Þessu verð- ur máske aldrei svarað beint og krókalaust, en í þessu sambandi leiði ég hugann að því, sem höfuð staður landsins ekki á og það er stofa eða heimili fyrir sjómenn. Slysavarnafélag íslands, eða rétt- ara sagt kvennadeildir Slýsa- varnafélagsins, því ávallt eru það konurnar, sem láta góðgjörða- starfsemina til sín taka, hafa reist stofum fyrir sjómenn á þann hátt, sem hér er bent á, gefizt ágætlega og tvímælalaust dregið mjög úr solli og slarki sjómanna á nefndum stöðum um síldveiði- tímann og er mér fullkunnugt um það. Hef ég um dagana í margar út- lendar höfuð- og hafnarborgir komið, en í bæjum þessum öllum hafa verið og eru stofur eða heimili fyrir sjómenn með þeim hætti eða fyrirkomulagi, sem í þessari grein er sagt. Þykir sjálf- sagt að hlú að og leiðbeina sjó- mönnunum og má höfuðborgin okkar íslendinga ekki lengur vera neinn eftirbátur í þessum efnum, svo mikil siglingaþjóð er. um við íslendingar orðnir. Nú er mér ókunnugt um hvort hægt er að reka svona stofu í sambandi við „Heimili aldraðra sjómanna", eða hvort heppilegra þykir, að hafa hana við höfning, sem mér að vísu lízt betur á, um það skulu þeir væla, sem vit á hafa, en forgöngu í þessu máli á vissulega bæjarstjórn Reykja- víkur að hafa í samráði við og með aðstoð Sjómannafélagsins, Farmanna- og fiskimannasam- bandsins og síðast en ekki sízt rr Reykjavik, 28. 2. ’57. Júl. Havsteen. Brúðkaupsferð- inni" fresiað fjölda skipbrotsmannaskýla á , , hinni löngu, brimsorfnu strönd Slysavarnafelags Islands. okkar ástkæra fósturlands, en það er ekki slíkt skýli, sem ég vil að reist sé hér í höfuðstaðn- um, heldur sé komið á laggirnar sjómannaheimili eða sjómanna- stofu, þar sem bæði útlendir og innlendir sjómenn geta leitað skjóls, farið inn og fengið kaffi, fengið allar nauðsynlegar upp- lýsingar, skilað bréfum til frek- ari fyrirgreiðslu til vina og vandamanna, fengið að sitja við töfl og spil, í stuttu máli fengið húsaskjól eða hæli, því eins og nú hagar til, er ekki fyrir þá í önnur hús að venda en í veitingahúsin og á baukana, en baukur er gamalt íslenzkt orð fyrir þau húspláss, sem nú kallast „knæp- ur“ og dregið af sögninni „að gefa á baukinn“, sem nú heitir að gefa á kjaftinn og er ljótt. Bæði á Siglufirði og Raufar- höfn hefur verið haldið uppi UPPTAKA á tveimur síðustu þáttum „Brúðkaupsferðarinnar“ átti að fara fram í Nýja bíói á Akureyri í gær og var uppselt á báða þættina. Vegna veðurs á Akureyri hefur ekki verið hægt að lenda þar und anfarna daga og varð því að fresta upptökunum til næsta laugardags á sömu tímum, kl. 5 og 9. Hjónaefnin, sem fram koma eru öll frá Akureyri. Ekki verður því hregt að útvarpa „Brúðkaupsferð- inni“ nk. miðvikudag eins og vera átti. Stúkon Frón gleður blint fólk Fimmtud. 28. f.m. efndi stúlkan Frón nr. 227 til skemmtunar í Templarahöllinni við Fríkirkju- veg fyrir sjóndapurt og blint fólk hér í bænum, svo sem hún hefur og gert mörg undanf. ár. Skemmtuninni stjórnaði Þórð- ur Steindórsson feldskeri. Jón Hafliðason fulltrúi flutti ávarp og Óskar Þorsteinsson bókari las skemmtisögu. Einn úr hópi hinna blindu gesta, Gunnar Guðmunds son, lék nokkur lög á harmoniku, og annar, Ólafur Grímsson fyrr- verandi fisksali, flutti stúkunni dóttir gamanvísur með undirleik Skúla Halldórssonar tónskálds. Öllum skemmtiatriðunum, bæði í.fundar- og veitingasölum, þakkir og árnaðaróskir í Ijóðum, var vel tekið og þakkað sem hann hafði ort af þessu til- efni. Því næst flutti Ludvig C. Magnússon skrifstofustjóri ágæta ræðu og talaði um mannlífið á víð og dreif. Fluttu menn sig nú úr fundar- salnum inn í veitingasalinn og settust þar að kaffiborðum, en veitingar allar voru hinar rausn- arlegustu. Þar skemmtu þeir Þor- steinn J. Sigurðsson kaupm., Ósk ar Þorsteinsson og Ólafur Gríms son með kímnisögum, ennfremur söng ungfrú Sigríður Hannes- með dynjandi lófataki, en á milli skemmtiatriða var almenn ur söngur og þá sungin alkunn ljóð og lög. Að lokum var dansað og lék Gunnar Guðmundsson, sem fyrr er getið, fyrir dansinum. Var mikið fjör í dansinum og almenn þátttaka. Þessi samkoma mun hafa verið öllum þeim, er hana sóttu, til mikillar ánægju, sérstaklega þó blinda fólkinu, sem rómar hana mjög. Og stúkunni Fróni var hún til sæmdar eins og annað, er hún tekur sér fyrir hendur að fram- kvæma.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.